Tíminn - 07.05.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.05.1996, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. maí 1996 11 UTLÖND . . . UTLOND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. Lífvöröur Jeltsíns gloprar út úr sér aö kosningunum kynni aö veröa frestaö: Samsæriskenningar blómstra Öllum meiriháttar atburð- um í rússneskum stjómmál- um fylgja alls kyns sögu- sagnir um leynimakk innan Kremlarmúra, samsæris- kenningar og átök á bak viö tjöldin. Forsetakosningarnar sem fram eiga aö fara 16 júní næst- komandi eru þar engin und- antekning og þótt Boris Jeltsín hafi fullvissað fólk um að kosningarnar munir eiga sér stað samkvæmt áætlun eins og gert er ráð fyrir í stjórnar- skránni þá er ólíklegt að þar með hafi honum tekist að þagga niður í þeim sem óttast að kosningunum verði annað hvort frestað eða þeim jafnvel aflýst. Spurningin snýst um það hvað Jeltsín muni gera: ef skoðanakannanir sýna að straumurinn liggur ekki til Jeltsíns mun hann þá sætta sig við það eða grípa til einhverra „óvenjulegra" ráðstafana? Sumir fréttaskýrendur telja að seinni kosturinn sé líklegri. Sú kenning fékk aukinn byr nú um helgina þegar Alexand- er Korsjakov, aðallífvörður og trúnaðarvinur Jeltsíns, sagði í tveimur viðtölum að hann teldi að fresta ætti kosningun- um til þess að komast hjá blóðugum átökum. Jeltsín ávítaði hann í gær fyrir þessi ummæli: „Ég hef sagt Korsjakov að hann megi ekki blanda sér frekar í stjórn- málaumræöuna og koma með slíkar yfirlýsingar," sagði Jelt- sín, og bætti því viö að kosn- ingarnar myndu fara fram þann 16. júní eins og áætlað er. „Ég trúi enn á visku rúss- neskra kjósenda," sagði hann. „Af þeirri ástæðu verða kosn- ingarnar haldnar í samræmi við stjórnarskránna." Þessi ummæli Jeltsíns segja reyndar ýmislegt um það hvernig hann metur gildi stjórnarskrárinnar í saman- Bandaríkin vilja einangra ríki á borö viö Líbíu og ír- an; ESB vill hafa áhrif á þau meö viöskiptum: Deilur magnast Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hvatti Banda- ríkjastjóm til þess í gær aö reyna ekki að koma í veg fyrir viðskipti milli evrópskra fyrir- tækja annars vegar og írans og Líbíu hins vegar. Bandaríkin hafa undanfarið í ríkari mæli farið út á þá braut aö setja lög sem ætlað er að koma í veg fyrir viðskipti þriðja aðila við þau ríki sem Bandaríkja- menn vilja einangra. Þannig setti Bandaríkjaþing sérstök lög í mars sem heimila bandarísk- um ríkisborgurum að lögsækja erlend fyrirtæki sem stunda við- skipti við Kúbu. Evrópusambandsríki hafa ver- ið ósátt við þessa stefnu Banda- ríkjamanna og vilja heldur nota verslun og viðskipti til þess að byggja upp sambönd og þrýsta í burði við sín eigin völd. Kommúnistar minna á það sem gerðist árið 1993 þegar hann lét stjórnarskránna víkja, rauf þing sem var hon- um andvígt auk þess sem hann beitti skriödrekum til þess að bæla niður uppreisn harðlínuþingmanna eins og frægt er. Korsjakov sagði reyndar síð- ar að hann hefði aðeins verið að lýsa sinni persónulegu skoðun í viðtalinu, en Jevgení Kíseljov, fréttamaður hjá NTV sjónvarpinu andmælti því: „Þetta var ekkert slys. Þetta var greinilega þaulhugsað, hann lagði allt undir," sagði Kí- seljov. Andstæðingar Jeltsíns brugðust skjótt við. Viktor Anpilov, sem er róttækur leið- togi kommúnista, sagði í við- tali við Interfax fréttastofnuna að ef kosningunum yrði frest- að myndi það „leiða til borg- arastyrjaldar." Gennadí Sel- esnjov, forseti Dúmunnar, sagði að það væri engin ástæða til þess að fresta kosn- ingunum og sakað Jeltsín um að vera að „rugga bátnum". Vladimir Sjírinovskí var hins vegar ekki langorður í um- mælum sínum: „Yfirvöldin gera sér grein fyrir því að þau eru að tapa," sagði hann. Lögfræðilegur ráðgjafi Jelt- síns, Mikaíl Krasnov, sagði að ekki væri hægt ab fresta kosn- ingunum nema neyðarástand ríkti eba herlög hefðu verið leidd í gildi. Einn stjórnmálaskýrandi, Nikolai Svanidse hjá rússneska sjónvarpinu, gerbi því þó skóna á sunnudaginn að Sjúg- anov sjálfur kynni að hafa áhuga á því að kosningunum verði frestað. Því ef Sjúganov sigrar í kosningunum bíða hans nánast óleysanleg verk- efni: „Að komast til valda í risastóru landi á mikilvægum tímamótum án þess að vera með skýra framkvæmdaáætl- un, ásamt því að þurfa að vera gallharður lenínisti í augum fylgismanna sinna og hófsam- ur sósíaldemókrati í augum Vesturlanda, og reyna að gagnast bæði eigendum fjár- magnsins og þeim sem vilja þjóðnjda það ... er of mikiö," sagði hann. „Af þeim sökum myndi leiðtogi Kommúnista- flokksins taka öllum mála- miðlunum við stjórnina í Kreml fegins hendi vegna þess Boris jeltsín: „Kosningarnar verba í samræmi vib stjórnarskránna — vegna þess ab ég trúi enn á kjós- endur..." að þar með myndi staðan verða óbreytt um óákveðinn tíma." -GB/Reuter framhaldi af því á um að við- komandi stjórnvöld taki upp frjálslyndari stefnu. Á föstudaginn krafðist ESB formlegra vibræðna vib Banda- ríkin vegna Kúbumálsins, og í gær skrifaði Hugo Paemen, sendiherra ESB í Washington, bréf til bandarískra þingmanna þar sem hann lýsti áhyggjum vegna sambærilegra laga sem fyrirhuguö eru varðandi Líbíu og íran. „Evrópusambandið hefur hvatt Bandaríkin til þess að setja ekki lög varðandi íran og Líbíu sem gætu brotið í bága við al- þjóðlegar skuldbindingar Bandaríkjanna og ógnað efna- hagshagsmunum Evrópu," sagði framkvæmdastjórn ESB á föstudaginn. -GB/Reuter Vatíkanib fordæmir ákvörb- un jarbsprengjurábstefnunnar Vatíkanið fordæmdi í gær ríki heims fyrir að koma sér ekki saman um að leggja al- gjört bann á notkun jarð- sprengna og hvatti sem flest ríki til þess ab setja einhliöa bann á notkun þeirra. „Einungis algjört bann mun gera okkur kleift að lækna þetta smánarlega sár sem engin al- þjóðalög geta umborið," sagði í yfirlýsingu sem Roger Etcheg- aray kardináli, yfirmaður Páfa- ráðs um dóms- og friðarmál, sendi frá sér. „Við verðum að lofa þau ríki sem hafa sýnt það hugrekki að reyna að útrýma jarðsprengj- um einhliða og vonum að þeim fari fjölgandi," bætti hann við. Fordæming Vatikansins er í samræmi vib viðbrögð Boutros Boutros-Ghali, aðalfram- kvæmdastjóra Sameinubu þjóðanna, sem lýsti vonbrigð- um sínum með niðurstöðu ráð- stefnunnar, sem fulltrúar 55 ríkja sátu og lauk á föstudag- inn. Jarðsprengjur valda 25.000 manns fjörtjóni eða líkams- skaða á ári hverju, eða á 20 mínútna fresti að meðaltali, og meira en 100 milljónir jarð- sprengna liggja nú grafnar í jörð í 64 löndum, eða um þriðj- ungi allra ríkja á jörðinni. Etchegaray sagði að það hefði átt að vera sanngjörn krafa til ráðstefnunnar að leggja algjört bann á jarðsprengjur líkt og gert var í sambandi við efna- vopn árið 1993. „Ekkert er jafn tilgangslaust og stríðsvopn sem er svo blint og drepur eða lim- lestir fleiri á friðartímum," sagði hann. -GB/Reuter Matthías Jónsson íþrótta- og handmenntakennari Kvebja frá gömlum nemanda Þegar líða tekur á ævidaginn, týna samferðamennirnir óöfluga tölunni. Klukka dauðans kallar og þá „fæst ei meb fögru gjaldi frest- ur um augnablik", eins og sálma- skáldið Hallgrímur segir svo spak- lega. Þegar góður félagi og vinur hverfur af jarðlífssviði, er við hæfi ab rifja upp kynnin með fáeinum orðum. Mér finnst oft líkt og á mig sé kallað, þegar þannig stend- ur á, að láta nokkur orð falla um hinn látna. Og hér á eftir mun ég minnast hans, sem nýlega hefur kvatt jarblífið, eftir ab hafa dvaliö hér meðal okkar næstum átta ára- tugi. Matthías Jónsson hét hann. Ég mun ekki rekja æviatriði hans hér að neinu ráði, enda munu þau birtast annars stabar. Prestssonur var hann, frá Kollafjarðarnesi í Strandasýslu. Stundaði nám í t MINNING Reykjaskóla við Hrútafjörb, eins og margir unglingar úr nágranna- sýslum. Síðar tók hann íþrótta- kennarapróf og handavinnu- kennarapróf. Var menntasækinn og kappkostaði ab auka starfs- hæfni sína. Haust 1943. Ég er kominn vest- ur að Reykjum í Hrútafirði, til að leggja grundvöll að framhalds- námi. Þar voru fáir en góbir kenn- arar, enda nemendur ekki nema um sex tugir. Skólinn hafði stabið aubur af nemendum liðin þrjú ár, en hýst hermenn þess í stað. Nú var Reykjaskóli tekinn til starfa á ný, og var það að sjálfsögbu mik- ið fagnaðarefni öllum námfúsum unglingum, sem bjuggu í Húna- vatns- og Strandasýslu og víöar. Nú glumdi byggingin á ný af röddum og starfsemi glaðværs æskufólks. Yngstur meðal kennara skólans var aðeins 26 ára og kenndi íþróttir. Það var hann Matthías. Ekki mörgum árum eldri en elstu nemendurnir, sem sumir voru komnir yfir tvítugt. Okkur fannst hann næstum vera einn úr okkar hópi. Og glaðvær og skemmtileg- ur var Matti. Leikfimitímarnir hjá honum voru svo sannarlega upp- lífgandi. Hann lék á slaghörpu fyrir staðæfingum og fleiri æfing- um. Var það einkar heillandi. Matthías kenndi einnig sund og tókst það býsna vel í ekki stærri laug en var á Reykjum. Tónlistarmaður var Matthías góður og lét mjög til sín taka í skemmtanalífi skólans á þeim vettvangi. Vakti það að sjálfsögðu mikla ánægju og gleði á dansæf- ingum skólans. Hann var hrókur alls fagnaðar og kom öllum í gott skap, einungis með nærveru sinni. Honum var það gefið í rík- um mæli. Létt skap og ljúflyndi verður áreiðanlega efst í hugum þeirra, sem minnast hans, og þeir eru margir. Eftir að Matthías hætti kennslu á Reykjum, gerðist hann handmenntakennari á Akranesi. Mér er ekki kunnugt um starf hans þar, en ætla má að þar hafi hann verið vel látinn. „Hve allt sem í skóla skeði / skín í heillandi ljóma," yrkir Tómas í ljóði sínu Skólabræður. Undir það geta eflaust margir tek- ið. Jákvæð mannleg kynni eru þar öllu ofar. Þegar kvaðst var á Reykjum vor- ið 1944, voru minningabækur enn í tísku og skrifað í þær margt hjartnæmt, sem enn er skoðað við og við í góðu tómi. Slíkt var auðvitað gert í öðrum ungmenna- skólum. í bókina hans Matta krotaði ég tvö erindi, ort í flýti og sem einhverjir muna víst enn, en þau eru á þessa leið: Kveö ég „stjóra", kveð ég prestinn, kveð ég mína bestu vinu. En illa komst ég yfir hestinn og aldrei náði ég kollstökkinu. Matthíasar mœtu kynni munu seint úr huga renna. Þó lá'r égyrði í leikfiminni, líklega var það mér að kenna. Horfinn er mætur maður, sem margir minnast með virðingu og þökk. Hann sé kært kvaddur af fyrrum nemanda. Kveðja mín er um leið kveðja annarra nemenda hans, að einhverju leyti að minnsta kosti. Með samúöarkveðjum til ást- vina hans. Auðunn Bragi Sveinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.