Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 8. maí 1996 Tíminn spyr • » # Eiga reykingamenn að greiba sérstaklega fyrir heilbrigbis- þjónustu vegna reykingasjúk- dóma eins og rætt var um á ráostefnu um síoustu helgi? Halldóra Bjarnadóttir formaour Tóbaksvarnanefndar: Ég held að skynsamlegast væri að hækka verulega verð á tóbaki, t.d. upp í 500 kr. pakkann. Með því myndi reykingamaðurinn vera búinn að borga fyrir þann aukna heilbrigðiskostnað sem mögulega fylgdi neyslu hans. Það er ekki hægt að taka mann sem lendir í slysi vegna hraðaksturs og veita honum annars flokks læknisþjón- ustu eða láta hann greiða aukalega fyrir. Mannúðin verður alltaf að vera fyrir hendi. Hitt er annað mál að það myndi letja unglinga mjög til að byrja að reykja ef tóbak yrði hækkað í verði. Þannig yrðu for- varnir efldar. Sólveig Pétursdóttir alþingis- iiiaður, á sæti í heilbrigðis- nefnd: Þetta hefur ekki verið rætt sér- staklega í heilbrigðis- og trygg- inganefnd þingsins. Sjálfsagt má færa rök bæði með og á móti hug- myndinni, en heldur þykir mér hún langsótt. Þó má auðvitað segja að einstaklingurinn beri vissa ábyrgð á heilsufari sínu og öll ættum við að vita að reykingar eru heilsuspillandi. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir: Það góða við okkar heilbrigðis- kerfi er að það leitast við að sinna öllum sem eru veikir eða þjáðir á jafnréttisgrundvelli. Þegar fólk er oröið veikt er of seint að hegna því fyrir ranga lifnaðarhætti, enda mætti þá spyrja hvar ætti að draga mörkin. Hvað með feitt fólk, alkó- hólista osfrv. Nei, heilbrigðiskerf- ið á að sinna öllu þessu fólki en ekki refsa því fyrir að hafa ein- hvern tímann átt góða daga. Eða eigum við bara að sinna þeim sem eru að deyja úr leiðindum? Einni allra lélegustu skíöavertíö lokiö sem sögur fara af. Mikiö tap á rekstri skíbasvœba: Tekjur skíðasvæða niður í 20% af áætlun Skíbastöðum landsins hefur nú verið lokað og ber forráða- mönnum skíðasvæða sainan um að sjaldan eða aldrei hafi jafn illa árab fyrir skíðafólk og sl. vetur. Á ísafirði þarf ab fara aftur til ársins 1955 til að finna jafn snjóléttan vetur og tekjur námu sums staðar aðeins fimmtungi af áætlun. Ennfrem- ur óttast menn að snjóleysib í vetur ýti undir utanlandsferðir skíðafóJks næsta vetur og hafi því kebjuverkandi áhrif. Hlíöarfjall: „Fór aldrei almenni- íega af stað" „Þetta er búið að vera óvenju dapurt eins og gefur að skilja, vegna snjóleysisins. Fór í raun- inni aldrei almennilega af stað," sagði Ingvar ívarsson, sem starfað hefur í Hlíðarfjalli, skíðaparadís Akureyringa. Ingvar sagði að samt hafi ab- stæður verið með skásta móti í Hlíðarfjalli miðað við önnur svæði, þeir hafi t.d. haldið all- mörg mót sem áttu að fara fram á öðrum skíðasvæðum. Á Dalvík, Ólafsfirði og Húsavík hafi menn varla ræst skíðalyfturnar. Hann hafði ekki tölur um fjölda skíðagesta handbærar, en bjóst við að aðsóknin hefði verið um þriðjungur af áætluðum tekj- um. Stærstu dagamir um páskana hefðu e.t.v. skilað um 100 manns, en það væri ekkert miðað við það sem vant væri. „Þegar best hefur látið höfum við náð rekstrinum á núllið, en það mun vanta mikið á það núna. Við opnuðum á svip- uðum tíma og vanalega, en það var sífelldur barningur að halda svæðinu opnu." Sem fyrr segir var töluverður fjöldi skíðamóta færður til Akur- eyrar vegna snjóleysis annars staðar. Vertíðinni lauk með Andr- ésar andar-leikunum, sem lukk- uðust vel að sögn Ingvars, en fjöldi þátttakenda var þó aðeins brot af því sem vant er. Aldurs- Ur Bláfjöllum. hópinn 6-8 ára vantaði alveg vegna snjóleysis á viðráðanleg- ustu skíðasvæðum fjallsins. Seljalandsdalur, ísafiröi: Snjóléttasti vetur í 40 ár Á ísafirði sagði Kristinn Lyng- mó, umsjónarmaður skíðasvæðis- ins í Seljalandsdal, að veturinn sem leið hafi verið einn sá ömur- legasti sem skíðaáhugamenn minntust. „Það hefur líklega ekki verið svona snjólétt síðan árið 1956. Þetta voru bara krakkar sem voru á skíðum hjá okkur, almenn- ingur var alltaf að bíða eftir snjónum." Kristinn sagði að tapi vegna rekstrarins í ár hefði verið haldið í lágmarki, m.a. vegna fárra fastra starfsmanna við skíðasvæðið, en tap yrði þó töluvert. „Þetta var ekkert sem kom inn. Á venjuleg- um vetri skilum við e.t.v. um 5 milljónum í tekjur, en í ár náði það ekki milljón." Oddsskarö á Austurlandi: 36 daga vertíð „Þetta var mjög slappur vetur, e.t.v. þriðjungur af venjulegri ver- tíð. Við opnuðum ekki fyrr en 15. febrúar og höfðum aðeins opið í 36 daga. Starfsemin byggðist í raun bara á æfingum skíðafólks í topplyftunni," sagði Ómar Skarp- héðinsson, umsjónarmaður úti- vistarsvæðisins í Oddsskarði. Hann sagði það með eindæm- um að snjólína hefði nánast aldr- ei farið niður fyrir 700 metra í vet- ur. Um páskana hefðu vonir stað- ið til að úr rættist, en óveður og vond færð hefðu spillt því. Asa- hláka í kjölfarið hefði svo valdið því að skíðasvæðinu var lokað mun fyrr en venja er til. Ómar hefur starfað í 11 ár í Oddsskarði og hann segir veðrið seinnipart vetrar hafa verið al- gjört einsdæmi. „Við vorum með 6-7 stiga hita allan sólarhringinn rétt eftir páskana. Það er mjög óeðlilegt ástafld." Ómar sagði að það bjargaði ein- hverju að opnunartími skíða- svæðísins hefði verið styttri en vanalega, en ljóst væri að útkom- an yrði ekki góð. í heildina hefðu um 4000 manns komið á svæðið. „Ég óttast það svolítið að snjó- leysið í vetur geti haft áhrif á að- sóknina næsta vetur. Hættan er að fólk leiti annað, út fyrir land- steinana, ef það getur ekki treyst því að fá snjó hér innanlands," sagði Ómar að lokum. Ekki náðist í forráðamenn skíðasvæðisins í Bláfjöllum í gær, en þar var vertíðin einnig afar döpur, eins og komið hefur fram í fréttum. -BÞ Sagt var,,, Ekki nefndar ab hafa skobun á RÚV „Og stofnunin er ekki sjálfstæb nema þjóbin og alþingi láti Ríkisútvarpib í fribi. Hvab þá ab einhver nefnd leyfi sér ab hafa skobun á RÚV. Þab er skerbing á sjálfstæbi stofnunarinnar." Ritar Dagfari gærdagsins í DV. Ahugalaus þjób „Ef þjóbin hefbi nógu mikinn áhuga á heilsu sinni, myndi hún ekki þola embættis- og stjórnmálamönnum ab skaba heilsu fólks á þennan hátt, valda því hjartasjúkdómum og krabbameini til ab halda uppi háu verbi á grænmeti. En þjóbina skortir áhuga á þessu." Skrifar Jónas Kristjánsson í DV um ofur- tollakerfi grænmetis. Samræmdu prófin ónákvæm „Skrifleg samræmd próf eru óná- kvæm mælitæki til ab meta árangur náms og niburstöbur þeirra veita óljósar upplýsingar um þau fáu markmib sem þau ná til." Segir Meyvant Þórólfsson abstobar- skólastjóri í DV. Einu sinni gerst lögfræbingur „Ég hef einu sinni neybst til ab gerast lögfræbingur til ab verja mig, til ab tryggja mér málfrelsi og ég held ab flestir hafi talib mig hafa sigur í því máli..." Thor Vilhjálmsson í Alþýbublabinu. Brábabirgbalög eru tíma- skekkja „Núverandi heimild til útgáfu brába- birgbalaga í 28. gr. stjórnarskrárinn- ar, eins og þessi heimild hefur verib túlkub af ríkisstjórnum, Alþingi og Hæstarétti, er tímaskekkja og brýtur í bága vib meginregluna í 2. grein stjórnarskrárinnar um þrígreiningu ríkisvaldsins." Þórbur S. Gunnarsson í Mogganum. Hættulegur þröskuldur „Þab langhættulegasta ísamkomu- laginu er ab 1 7% verbi þröskuldur eba þak sem okkur mun á komandi árum reynast erfitt ab yfirstíga." Steingrímur ]. Sigfússon í Mogganum um síldarsamninginn. POT77 Eftir ab Ijóst varð í pottinum að Hervar Gunnarsson, verkalýös- foringi af Skaganum, ákvað að gefa kost á sér til forystu í ASÍ þykir Ijóst að allt sé nú galopið í forsetaslagnum. Spekúlantarnir telja einsýnt að nú geti það orðið þrautin þyngri fyrir Benedikt að halda áfram sem forseti, jafnvel þó hann vilji það. Hann var jú búinn að segjast ætla að hætta núna og það væri hálf snautlegt að hætta vib að hætta, loksins þegar frambjóðendur eru komnir fram. Hins vegar þykir sýnt að verslunarmenn og ibnaðarmenn munu leggja að Benedikt að halda áfram. Fleiri nöfn eru nú komin í umræðuna og það nýj- asta er nafn Gubmundar Gunn- arssonar Rafibnabarsambands- manns, sem þó hefur þá fötlun ab bera ab vera sjálfstæbismað- ur... • Það hefur vakið athygli í verka- lýðsgeiranum ab á 1. maí voru engir forsetaframbjóðendur í kröfugöngu. Þótti mönnum það skjóta skökku við, því yfirleitt létu frambjóðendurnir ekki nein meiriháttar mannamót framhjá sér fara. Þó vann Gubrún Agn- arsdóttir sér inn prik, því hún mætti á baráttufundinn á Húsa- vík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.