Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 3
Mibvikudagur 8. maí 1996 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staöfestir úrskurb samkeppnisráös vegna kœru Bónus- búöanna á hendur Osta- & smjörsölunni: Þvingaðir til að veita magnafslætti Stór hl uti osta á neytendamark- abi kann að lækka í verði í kjöl- far staðfestingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála. Bónus kvartaði til sam- keppnisráðs yfir viðskiptakjör- um við Osta- & smjörsöluna þegar hann fékk ekki magnaf- slátt vegna mikilla innkaupa verslunarinnar. Framundan virðast samningar Bónuss og O&S, og í framhaldi af því má búast við að ýmsir ostar lækki í verði í verslunum Bónus. Óskar Cunnarsson: rvlaöur undrast þetta mjög „Þetta er nokkuð sem maður hefur aldrei heyrt eða séð fyrr og maður er auðvitað talsvert undrandi. Úrskurðinn fékk ég í gær og á eftir að kanna hann betur. Þetta er deiluatriði hvort búvörulögin gilda eða sam- keppnislög. Samkvæmt úr- skurðinum erum við skyldaðir til að veita afslætti. Maður undrast þetta mjög," sagði Ósk- ar Gunnarsson forstjóri Osta- og smjörsölunnar í samtali við Tímann í gær. Óskar sagði að menn hefðu enga tiltæka lista yfir þær vörur sem þarna væri um að ræða, eft- ir væri að flokka vörurnar og ennfremur að komast að niður- stöðu um hvernig kerfið á að vera, sem O&S er skipað að taka upp. Ljóst væri að ekki mætti mismuna kaupendum, allir ættu að vera undir sömu kjör settir. „Það verður að setja reglur, opnar og aðgengilegar öllum, um þessi viðskipti. Eg sé ekki annað en við verðum að semja þær reglur," sagði Óskar. Jóhannes Jónsson: Voru ekki til vioræðu um bætt kjör „Osta- og smjörsalan er að stórum hluta til venjuleg heild- verslun sem er meðal annars að selja framleiðsluvörur annarra, og þær vörur falla ekki allar undir búvörulögin. Þeir geta ekki lengur skotið sér bak við það að þeir séu fastir í einhverri allsherjarverðlagningu með allt sitt hafurtask. Þarna kom í ljós að 55% af heildarvörusölu Osta- og smjörsölunnar fellur alls ekki undir búvörulög, heldur sam- keppnislög. Þeim ber því að vinna samkvæmt því," sagði Jó- hannes Jónsson kaupmaður í Bónus í gær. Jóhannes sagði að Mjólkur- samsalan hefði gefið afslætti af vörum sem ekki falla undir verðlagningu 5- manna nefnd- ar. Osta- & smjörsalan hefði ekki verið til viðræðu um slíkt fram að þessu. „Ég kaupi inn fyrir hundruð fjölskyldna á hverjum degi. Sal- an til mín er miklu ódýrari fyrir fyrirtækið en til dæmis að aka með nokkrar fernur til dag- heimilis fyrir 4-5 þúsund krón- ur. Ég tel að mér beri að fá magnafslátt á viðskipti upp á 400 milljónir króna á ári. Ég hef viljað fá að vita dreifingarkostn- aðinn á ostum og smjöri en hef ekki fengið neirt uppgefið. Við erum tilbúnir að sækja vöruna til þeirra og höfum óskað eftir því, en því verið hafnað," sagði Jóhannes. Hann sagði að vænt- anleg lækkun á innkaupum osta mundi að fullu skila sér í verði til neytenda, það væri stefnan hjá Bónus. Jóhannes segir að Bónus hafi reynt að eiga viðskipti beint við framleiðendur í því skyni að lækka verðið. „Samningar gengu vel við Mjólkurbúið á Húsavík um framleiðslu undir okkar merki, ög menn spenntir fyrir þeim. En svo var allt í einu slökkt á þeim eins og gamalli Rafha eldavél," sagði Jóhannes. Framundan eru samningavið- ræður Bónus og Osta- & smör- sölunnar um kaup og kjör að mati Jóhannesar. Guömundur Sigurösson: Tímamótaúrskurour Guðmundur Sigurðsson hjá Fcerri norburlandabúar og Þjóbverjar komib hingab í ár en á sama tíma í fyrra: Bretar 31% fleiri hér nú en í fyrra Nærri 2.100 Bretar lögðu leið sína hingað til lands í apríl- mánuði og samtals rúmlega 4.700 á fyrstu fjórum mánuð- um ársins, sem er 31% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra. Þjóbverjum hefur á hinn bóginn fækkað um 4% milli ára, aldrei þessu vant. Norðurlandabúar eru sömu- leiðis um þúsund færri en á sama tíma í fyrra (13.800 fyrstu fjóra mánuði ársins). Banda- ríkjamönnum hefur hins vegar fjölgað um 19%. Frá þessum sjö löndum höfum við fengið sam- tals um 31.900 gesti mánuðina janúar-apríl í ár, en það eru 83% allra útlendinga sem komu til landsins á tímabilinu. Erlendir gestir okkar eru um 7% fleiri en í fyrra. Nær 13.400 íslendingar snéru heim erlendis frá í aprílmánuði, eða um 11% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Alls eru heim- komnir orðnir rúmlega 41.100 frá áramótum, sem er rösklega 16% fjölgun frá sömu mánuð- um í fyrra og um þriðjungi fleiri heldur en janúar-apríl á árunum 1993 og 1994. ¦ Samkeppnisstofnun sagði í gær að þessi staðfesting áfrýjunar- nefhdar á úrskurði samkeppn- isráðs væri tímamótaúrskurður og skýrði hin óljósu mörk milli búvörulaga og samkeppnis- laga. I úrskurðinum segir m.a.: „Samkeppnisráð mælir fyrir um að Osta- & smjörsalan bjóði viðskiptavinum sínum til sölu, á þeim vörum sem ekki eru verðlagðar á grundvelli bú- vörulaga, viðskiptakjör sem samræmast því hagræði sem magn viðskiptanna gefur til- efni til." Guðmundur segir það orðna viðtekna venju í viðskiptum að menn fái magnafslætti. Þarna fái Osta- & smjörsalan vissa ábendingu um að fara að þeim reglum sem við lýði eru í við- skiptum í dag þar sem sam- keppni er meiri en í sölu osta og smjörs. - JBP Félagsmálanefnd Alþing- is. VMSÍ: Mikib aö upplýsa „Sólin er komin og ég vona ab menn fari að sjá til hennar," segir Björn Grétar Sveinsson formabur Verkamannasambands íslands. Forystumenn verkalýbshreyfmgar voru kallabir til fundar vib félags- málanefnd Alþingis í fyrrakvöld til af> kynna sjónarmib sín varbandi frumvarp til laga um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur fyrir nefndarmönnum. Fundurinn sem hófst klukkan 19.15 og átti að vera lokib fyrir kl. 20 stób mun lengur yfir, eba til rúmlega hálf níu. Astæðan fyrir var m.a. að „það þurfti svo mikið að upplýsa," eins og formabur VMSÍ orbabi þab. Á fundinum ítrekubu forystumennirnir andstöðu sína við frumvarpiö og lögðu áherslu á þá kröfu sína ab nefndin vísabi því frá. -grh Þessir ungu Reykvíkingar voru aö skoöa nýsköpunarsýninguna íRáðhúsinu ígær. Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda: Barnvænt herðatré fer í framleibslu Verðlaunaafhending í nýsköp- unarkeppni grunnskólanem- enda fór fram í Ráðhúsinu á laugardag og stendur nú yfir sölusýning á vörum úr keppni síðustu ára sem eru þegar komn- ar á markað, m.a. kökuklemma og beltisklemma. Þess má geta ab af átta verblaunum sem veitt voru ab þessu sinni komu sex í hlut Foldaskóla sem er jafnframt móburskóli Reykjavíkur fyrir ný- sköpun. Veitt voru verðlaun í tveimur flokkum, flokki uppfinninga og flokki útlits- og formhönnunar, þ.e. endurbóta á gömlum hlut. Auk þess velja Samtök iðnabarins hugmynd úr keppninni út frá gagnsemi hennar og markabsgildi. Samtökin kosta þá þróunarferli vörunnar, þ.e. ab koma vörunni á framleibslustig, finna abila til ab framleiba hana og sjá um að hönn- unarvernd höfundarins sé tekin gild svo hann fái eitthvab fyrir sinn snúð. Hugmynd Þóru Óskars- dóttur, 10 ára nemanda í Folda- skóla, ab barnvænu herbatré var valin af samtökunum ab þessu sinni. Hún hannabi herbatré fyrir börn eba fatlaba meb stöng og handfangi sem gerir smáfólkinu kleift ab standa jafnfætis hinum fullorbnu vib ab ná flíkum sínum nibur af fataslám. Fyrstu verblaun í flokki uppfinn- inga hlaut Halldór R. Halldórsson í Melaskóla sem hannabi barnalæs- ingu á krana sem kemur í veg fyrir ab börn geti skrúfab frá heita- og kaldavatnskrananum en óvarbir kranar hafa stundum valdib slys- um. Önnur verblaun komu í híut Úlfars Óla Sævarssonar í Folda- skóla fyrir prósentustilli. Fyrstu verblaun í nýjum uppfinningum hlaut Sunna Jónatansdóttir fyrir „Trjástandinn", sem er eins konar stöng sem sett er nibur meb tré, bæbi til ab stybja tréb en einnig til ab aubvelda vökvun þess því hægt er ab koma fyrir trekt á efri hluta stangarinnar. Önnu verblaun fékk Jökull Finnbogason í Foldaskóla fyrir Kertadagatal sem kemur í stabinn fyrir venjulegt dagatala- kerti. Munurinn er sá ab kertib stendur á spegli og eru strikin 24 mörkub á spegilinn en ekki kertib og því óþarfi ab spreba í sérstök jólakerti fyrir jólin. Atli Þór Fanndal, 13 ára formab- ur Félags ungra uppfinninga- manna, sagbi ab um 1000 hug- myndir hefðu komib inn í keppn- ina og einn ungur hugvitsmaður sendi inn í kringum 100 hug- myndir. Ab sögn Atla er þessu fé- lagi ætlab ab koma hugviti ungs fólks" á framfæri en flestir verb- launahafar nýsköpunarkeppninn- ar síbastlibin ár eru í félaginu. Ný- lega fékk félagib funda- og vinnu- abstöbu til afnota í Foldaskóla og er ætlunin ab virkja félaga, sem eru flestir milli 9 og 14 ára, enn frekar en ábur meb tilkomu abstöbunnar og nýafstöbnum stjómarskiptum í félaginu. -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.