Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 4
Mibvikudagur 8. maí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Mynda- Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: , plötugerb/prentun: |ón Kristjánsson Oddur Ólafsson Birgir Gubmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Jæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Af nágrannakrytum Skuldirnar og voriö Samkvæmt frétt hér í Tímanum í gær bárust sýslu- manninum í Reykjavík talsvert á 23ja þúsund fjár- námsbeiðnir í fyrra. Þetta svarar til þess að fjárnáms hafi verið óskað hjá þriðja hverjum borgarbúa sem náð hefur tvítugsaldri. Fjárnámi lauk í tæplega helm- ingi þessara tilfella, eða um 11.400, og af þeim var eitt af hverjum fjórum árangurslaust. Þessar tölur segja mikla sögu og engin ástæða er til að ætla að tölur annars staðar að af landinu myndu líta mikið öðruvísi út. Fjöldi fólks í fjárhagslegum vandræðum, stórum og smáum, er gífurlegur, og þegar svo er komið að vandræði þriðja hvers borgar- búa eru slík að óskað hefur verið eftir fjárnámi, þarf ekki frekar vitnanna við að eitthvað þarf að gera. Ástæður fjárhagsvandræða eru misjafnar. Stund- um er vissulega um eyðsluvandamál að ræða, en trú- legra er þó að meirihluta fjárhagserfiðleika fólks megi rekja til þess tekjuvandamáls sem felst í lágum launum og of lítilli vinnu. Atvinnuleysi er nú á undanhaldi samfara bættum efnahagshorfum, og kaupmáttur hefur verið að auk- ast hjá almennu launafólki, þó hægt gangi. Verka- lýðshreyfingin er vígreif um þessar mundir og talar mikið um réttindaskerðingar. Slíkt er hið besta mál, enda hljóta menn að gera þá kröfu til verkalýðs- hreyfingarinnar í heild og þó sérstaklega forustu hennar, að hún standi vörð um hagsmuni launa- manna og kjör þeirra. Á meðan sú hagsmunagæsla er stunduð af einlægni er hún af hinu góða, en á sama hátt spillir það einungis fyrir ef menn telja sig sjá flokkspólitíska hagsmuni hafða að leiðarljósi. Á sviði réttindamála hefur verkalýðshreyfingin náð fram verulegum umbótum á fyrirhuguðu frumvarpi um vinnudeilur og hefur haft þar erindi sem erfiði, en tekið hefur verið tillit til helstu gagnrýnisatriða hennar. Auk réttindamála bíður það verk verkalýðs- hreyfingarinnar að knýja á um hækkun launa í land- inu og gera það með slíkum hætti að raunveruleg kjarabót verði að. Af þeim yfirlýsingum, sem ein- staka foringjar hafa verið að gefa upp á síðkastið, er fullljóst að launamálabaráttan er komin í þennan farveg, þannig að áframhaldandi kaupmáttaraukn- ing er í kortunum næstu misserin. Þannig ætti vonandi að vera komin forsenda fyrir því að fólk geti unnið sig út úr fjárhagsvandræðum sínum — í það minnsta þeir sem rakið geta vanda sinn til lítilla tekna og atvinnubrests. Enn er þó mik- ill fjöldi, sem hefur verið kominn í það mikil vand- ræði að almenn uppsveifla dugar ekki til. Þessi hóp- ur er nokkuð stór og hluti hans hefur einmitt leitað aðstoðar hjá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, sem sett var á fót að frumkvæði félagsmálaráðherra í samstarfi við fjöldann allan af öðrum aðilum. Þar koma um 10 manns á dag til að leita úrlausnar við að greiða úr sínum málum, sem sýnir að þörfin var mik- il fyrir þessa þjónustu. Þó vissulega sé ekki hægt að rekja allan fjárhagsvanda til bágrar afkomu fólks, er hins vegar ástæða til að ætla að þörfin fyrir þessa þjónustu fari brátt minnkandi eftir því sem efna- hags-, launa- og atvinnuástandið batnar. Það er því ástæða til að ætla að eftir talsverðan fimbulvetur í fjármálum heimilanna sé þar að koma vor, sem gæti orðið álíka gott og alltjent ekki síðra en vorið sem nú hefur heilsað óvenju snemma og leikur við lands- menn. Það er ástæða til að líta bjartari augum fram á við. Það fer ákaflega mikið í taugarnar á Garra þegar hann verður var við það að einstaklingar sem kjörnir hafa verið til trúnaðarstarfa ganga fram í offorsi í einhverju máli þar sem þeirra persónu- legu hagsmunir eiga í hlut. Þetta á við þegar menn beita trúnaðarstöðu sinni sjálfum sér eða sínum vildarmönnum til framdráttar og dylja þá gjaman framgönguna með rökum af einhverju því tagi að viðkomandi mál sé bráðáríðandi fyrir hinn eða þennan hópinn eða sjálfsagt réttlætis- mál og svo framvegis. Það er ekki óalgengt að heyra hina lægstlaunuðu notaða sem fallbyssu- fóður landsherra hinna ýmsu hópa, svo sem laun- þega, atvinnurekenda og kjósenda í slíkum tilvik- um þar sem hagsmunir fjölskyldufyrirtækjanna eiga í hlut. Oftar en ekki er dulbúningurinn af- skaplega lélegur og tilvikin því illa dulin og áber- andi og þar af leiðandi viðkomandi einstakling- um til enn meiri hneisu en ella. ---------------- Hins vegar hafa þessi tilvik oftar en ekki sínar broslegu hliðar og ekki síst þegar vopnin snúast í höndum þeirra sem hyggjast beita sínu nýfengna valdi í persónulegum hagsmunamálum. í ljósi þess sem hér á eftir kemur vill Garri taka það sér- staklega fram að hann vill hreint ekki fara að væna háttvirta alþingismenn um að kunna ekki að gera greinarmun á embættisskyldum sínum og persónulegum. Fátt er meira fjarri honum en það. Misnotkun á húsnæði Upp kom bráðfyndið atvik á dögunum sem tengist forsetakosningunum. Það tengdist auglýs- ingu sem einn forsetaframbjóðandinn hafði hengt upp á hús eitt í Reykjavík þar sem hann hafði aðstöðu fyrir kosningaskrifstofu sína. Hóp- ur þingmanna reis upp og mótmælti því að hús- næði Alþingis væri misnotað með þessum hætti en um var að ræða húsnæði þar sem ýmsir leigja aðstöðu, m.a. eru þar skrifstofur nokkurra alþing- ismanna. Garri verður að viðurkenna, að þó hon- um væri það ljóst að alþingismenn hefðu skrif- stofur sínar hér og þar um miðbæinn þá hafbi hann einhvern veginn aldrei sett neitt annað hús í samband við Alþihgi en Alþingishúsið sjálft, enda fá önnur hús í miðbænum betur að því kom- in. Líklega er því svipað farið um æði marga aðra landsmenn. En án þess að það kæmi fram var þarna að sjálf- sögðu um að ræða hóp sem styður annan eða aðra frambjóðendur til forsetaembættisins og þarna var augljóslega um illa dulin afskipti af forseta- kosningunum að ræða. Og Garri verður að segja fyrir sig að honum fannst þessi afskipti raunar fremur ósmekkleg og óþörf. Enda höfðu þau þann árangur einan að auglýsa upp þann frambjóðanda sem þingmannahópurinn vildi að fjarlægði aug- lýsinguna. Þarf ekki að banna fleira? Hins vegar, GARRI í ljósi þessara mótmæla, vill Garri benda á að í þessari sömu húsa- lengju eru starfræktir staðir sem eiga líklega enn síður nokkuð sameiginlegt með starfsemi hins virðulega Alþingis, svo sem kaffihús og öldurhús. Finnist mönnum það ekki nóg þá er þar að auki ein af fáum áfengisverslunum landsmanna í sömu húsalengju. Finnst mótmælahópnum ekki ástæða til að banna slíka starfsemi í húsnæði Al- þingis í framhaldi af því sem á undan er gengið? Annars ættu þingmenn að fara gætilega í af- stöðu sinni í forsetakosningunum vilji þeir koma sínum kandídat áfram — sagan kennir okkur að þjóðin fylgir ekki endilega pólitísku fordæmi á þeim vettvangi. Auk þess eru auglýsingar fram- bjóöendanna einmitt ágætlega til þess fallnar að lífga upp á ,miðbæ höfuðborgarinnar á þessari ágætu sumarbyrjun — verst að íbúar landsbyggð- arinnar fá ekki að njóta litadýrðarinnar líka. En svona til að fyrirbyggja allan misskilning og Garri ítreki það sem hann hefur áður sagt: eftir að Davíð komst að því að hann er ómissandi í for- sætisráðuneytinu og konan fékk Garra ofan af því að taka að sér Bessastaði þá hefur hann ákveðið að berjast fyrir því að forsetaembættið verði lagt í salt þar til annaðhvort hann, eða Davíð, eru til- búnir að taka við því. Garri Tóbaksbrúkun Á víbavangi Greinarhöfundur byrjaði nokkub snemma að reykja, 17 ára nánar til tekið. Af einhverjum ástæbum tók ég þá ákvörbun eftir fjögur ár ab hætta sígarettureyk- ingum, gerast hófsemdarmabur og reykja vindla á sunnudögum. Þessar vindlareyk- ingar stóbu í um þab bil áratug, og er hér var komið sögu voru þeir orbnir fleiri en einn og fleiri en tveir alla daga vikunnar. Ég tók þá ákvörbun um ab hætta reykingum x""" fyrir fullt og allt og er laus vibC^^-" löngunina til þess ab taka þær upp * 1A aftur. ¦" Þessi lífsreynsla mín rifjaðist upp er ég var beðinn að taka að mér fundarstjórn á fundi Tóbaks- varnarrábs í Háskólabíói um síb-Jl ustu helgi. Á rábstefnunni voru flutt fróðleg erindi um reykingarn- ar, fjárhagsmál þeim tengd og spurningar um hvort ætti að hegna reykingamönnum meb því ab láta þá borga meira fyrir trygg- ingar og heilbrigðisþjónustu sem má rekja til reykinganna. Þeir sem sýndu þann áhuga fyr- " ir málefninu að sitja rábstefnuna í sólskininu um helgina voru að uppistöbu til heilbrigðisstéttir, en þær hafa sýnt tóbaksvömum mjög mikinn áhuga, enda hafa þær fyrir augunum afleibingar af stórreyk- ingum. Einbýlishúsiö sem hvarf Pétur Blöndal er mestur stærðfræbingur okkar þingmanna og er ótrúlega fimur ab reikna út eyðsl- una til langs tíma og setja hana í samhengi vib dag- legt líf. Pétur hélt erindi á rábstefnunni um fjárhags- legar afleibingar af því ab reykja. Ég komst ab þeirri niðurstöðu við ab ab hlusta á mál hans ab hafa tekib skynsamlega ákvörbun í fjármálum þegar ég hætti. Mér þótti þetta ánægjuefni því ég er ekki einn af þeim sem tek viturlegar ákvarbanir í peningamálum fyrir sjálfan mig daglega. Ef ég hefði haldið áfram að reykja pakka á dag af sígarettum þegar ég var 21 árs væri nú svo komið fyrir mér ab ég væri búinn ab brenna heila blokkaríbúb. Ef konan mín hefbi tekib upp sömu háttsemi væri farib eitt einbýlishús. Allt var þetta reyndar undir því komib ab andvirbi tób- aksins væri lagt á vöxtu og dílab meb þab eftir lög- málum markabarins. Þab hef ég ekki gert og andvirb- ib er farib í aðra eybslu og hvorki blokkaríbúð né ein- býlishús í sjónmáli. Hins vegar voru beinharbar tölur í erindi Péturs og ekki ástæba til annars en taka út- reikninga á borb vib þá sem hann setti fram alvarlega. Þab er alveg ljóst ab nærtækustu kjarabætur reykingamanna eru þær ab hætta ab reykja, og þab geta menn séð meb því ab athuga verb á tóbaki út íbúb. Heilbrigðisþátturinn Læknar og hjúkrunarfólk sem ég tek fullt mark á stabhæfir ab öllum rannsóknum beri saman um ab reykingar séu einn helsti heilsufars- legi áhættuþátturinn. Eitt trygg- ingafélag hérlendis er farib ab gera greinarmun á því í ibgjaldi líftrygg- inga hvort vibkomandi reykir eða ekki. Reyndar f jallabi ein spurning- in á rábstefnunni um þab hvprt það ætti ab láta reykingamenn borga sérstaklega fyrir heilbrigðisþjónustu sem rekja mætti til reykinga. Niburstaba Vilhjálms Árnasonar heimspekings var sú ab slíkt ætti ekki ab gera og er ég sammála því. í slíku eru þvílík álitamál ab þab væri ekki framkvæmanlegt. Hins vegar ætti þab ab vera mikið umhugsunar- efni ab sannað er að reykingar eru stórskaðlegar heilsu þeirra sem reykja og eru einnig hættulegar fyr- ir þá sem ekki reykja, en anda að sér reykmettuðu íofti af völdum hinna. Þess vegna er ástæða til þess að herða reglur um tóbaksvarnir. Minnkandi reykingar, en ... Á ráðstefnunni kom fram að reykingar hafa minnkab verulega á síbasta áratug. Hins vegar er stöbnun í þeirri þróun síðustu þrjú árin og reykingar í yngri aldursflokkum hafa aukist á ný. Þetta er vond þróun sem þarf að bregbast við, með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Framkvæmd nýrra laga um tóbaksvamir mundi koma þessum málum í sviðs- ljósið og vekja þá umræðu sem naubsynleg er. Þess- vegna er naubsyn ab Alþingi afgreibi þá löggjöf. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.