Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.05.1996, Blaðsíða 6
Miövikudagur 8. maí 1996 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM EGILSSTOÐUM Tilraunir meo votlímingu á íslenskum vibi Skógrækt ríkisins, ásamt BYKO og Eiríki Þorsteinssyni hjá Húsasmiðjunni, tekur þátt í samnorrænu rannsóknar- verkefni, sem fram fer í Sví- þjóð, á votlímingum á grönn- um viði úr grisjunum. Þáttur Skógræktarinnar í verkefninu verður að sjá rannsókninni fyrir íslenskum trjáviði, en að sögn Þrastar Eysteinssonar, fagmálastjóra hjá Skógrækt- inni, hefur verið ákveðið að nota lerki úr Hallormsstaðar- skógi og sitkagreni úr Skorra- dal. Einnig verða teknir út reitir og gerð spá um grisjanir á næstu áratugum. Framleiðsl- an á límtrénu fer þannig fram að bolurinn er sagaður blautur í kross, í f jóra hluta, og límdur þannig að kjarnviðurinn snýr út, en þessi aðferð þykir gefa góða raun. Til vinnslunnar þarf tiltölulega beinvaxin tré, þó ekki þráðbein, en fremur lítið fellur til af slíkum trjám við grisjanir, þar sem aðal- áhersla er lögð á að hreinsa burtu kræklótt og gölluð tré. Að sögn Þrastar er ekki farið í þetta verkefni með útflutning á viði í huga, heldur er hug- myndin sú að hér veröi, ef til- raunirnar gefa góða raun, komið á fót lítilli verksmiðju- einingu með framleiðslu á límtré fyrir innanlandsmarkað í huga. 'Smiíí FnETTnrunn m SELFOSSI Líkur á harðnandi sam- keppni á sunnlenskum mat- vörumarkaði: Tíu-ellefu keöjan á Selfossi? Tíu-ellefu verslanakeðjan hyggur á opnun verslunar á Selfossi. Fyrirtækið auglýsir eftir 3-4000 fermetra verslun- arhúsnæði í bænum í Sunn- lenska fréttablaðinu í síðustu viku. í auglýsingunni er lögð áhersla á góða staðsetningu húsnæðisins og góð bílastæði. Tíu-ellefu er umsvifamikið fyrirtæki á matvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Hlutafé- lagið Vöruveltan rekur fimm verslanir undir nafni Tíu-ell- efu í Reykjavík og Hafnarfirði. Um 50 manns starfa hjá fyrir- tækinu. „Við leggjum áherslu á langan opnunartíma og lágt verð. Við höfum komið vel út í verðkönnunum og vorum m.a. ódýrust í Reykjavík í ný- legri könnun Samkeppnis- stofnunar," segir Hertha Þor- steinsdóttir, innkaupastjóri Tíu-ellefu. Rétt er að geta pess að Bónus var ekki með í þeirri könnun, þar sem vöruúrval þar og í öðrum verslunum þótti ekki samanburðarhæft. Hertha segir að kapp sé lagt á að verslanir Tíu-ellefu séu snyrtilegar og vöruúrval hnit- miðað. Ferskir ávextir og grænmeti skipi þar t.d. vegleg- an sess. Hún vildi ekki tjá sig um fyrirætlanir Tíu-ellefu fyrir Skúli Björnsson, verkstjóri hjá Skógrœkt ríkisins á Hallormsstab, vib stafla af borbvibi úr íslensku lerki. austan fjall, en vísaði á Eirík Sigurðsson, aðaleiganda fyrír- tækisins, sem var erlendis. Ljóst er að ef Tíu-ellefu opnar verslun fyrir austan fjall, harðnar samkeppni á mat- vörumarkaði á svæðinu enn frekar. VESTMANNAEYJUM Met á poppmessu Fyrir rúmri viku var síðasta poppmessa vetrarins í Eyjum. Var aðsókn meiri en nokkurn tímann áður, en á 7. hundrað manns sóttu messuna. Segir séra Bjarni Karlsson að þetta hafi verið flottur lokapunktur á starfinu í vetur. Eystra- horn HOFN I HORNAFIRÐI Korn ræktab í sýslunni á ný Kornakrar hafa verið sjaldgæf sjón í sýslunni, en nú í sumar verður breyting á, þar sem kornrækt er að hefjast hér í stærri stíl en áður. Tíu tonnum af fræi verður sáð á þessu vori og er um helmingur þess kom- inn í 26 hektara akur í Flatey, sem 6 bændur af Mýrum og úr Suðursveit sáðu í. Hinum helm- ingi fræsins verður sáð víða í sveitunum þremur, Nesjum, Mýrum og Suðursveit Það er aðallega tveggja raða bygg sem sáð er, en einnig gerð- ar tilraunir með sex raða bygg, sem ber fleiri fræ og er ekki eins veðurþolið. Óli í Flatey á sáningarvél sem notuð er, og Ólafur bóndi á Þorvaldseyri verður fenginn með sína þreskivél þegar kemur ab uppskeru að hausti. Gangi allt að óskum, má vænta 120- 30 tonna uppskeru. Að því yrðu mikil búdrýgindi, því kornið er ágætasta kjarnfóður blandað með fiskimjöli og fleiri tegund- um, og með lítilsháttar breyt- ingum í graskögglaverksmiöj- unni fæst aðstaða til þurrkunar ogblöndunar. Óli í Flatey hefur tvisvar áður sáð korni, sumarið 1991 og 1994. í bæði skiptin sáði hann mun seinna en nú og fékk mjög góða uppskeru í fyrra skiptið, en heldur lakari í því seinna. Kornrækt var stunduð í byrj- un 7. áratugarins í flestum sveitum sýslunnar, á vegum Búnaðarsambandsins. Að sögn Þrúðmars Sigurðssonar var lækkað kjarnfóðurverð ástæða þess að hún lagðist af. M U L I OLAFSFIRÐI Kveikjarar komu upp um þjófana Fynr skömmu var brotist inn í sjóhús við Vesrurstíg á Ólafsfirði. Málið upplýstist daginn eftir. Það voru svartir kveikjarar, merktir „Áfram Leiftur", sem komu upp um þjófinn, því við rannsókn málsins kom einn slíkur upp úr vasa eins af hinum grunuöu, en vitað var að þessir kveikjarar áttu ekki að vera í umferð. 1262 SELFOSSI Halldór Cubmundsson íLækjar- húsum bætir í sáningarvélina. Ævintýraferðir á Stokkseyrar- ströndum: „Þar sem náttúran hrópar..." Það hefur oft verið haft á orði að hér á Árborgarsvæðinu skorti afþreyingu, bæði fyrir ferðamenn og heimamenn. Það eru hins veg- ar ekki allir meðvitaðir um fyrir- tækið „Suðurströnd", sem stend- ur fyrir kajaksiglingum og jeppa- ferðum í stórbrotnu landslagi fjörunnar á Stokkseyri og ná- grenni. Það er Rut Gunnarsdóttir sem veitir fyrirtækinu forstöðu, ásamt syni sínum Helga Val. Rut er stór- huga og það er draumur hennar að sem flestir ferðamenn, inn- lendir sem erlendir, leggi leið sína á suðurströndina og kanni ógnir úthafsins. Fyrirtækið er nýtt af nálinni og má segja að þetta sum- ar verði prófsteinn á hvernig tekst til. Blaðamaður skellti sér í reisu með Rut og leiðsögumönnum hennar og það verður að segjast eins og er, að ferðin var hreint stórkostleg. Það kitlaði svo sann- arlega náttúrubarnið í þeim sem barna sigldu, að fylgjast með for- vitnum selum synda í kringum bátana. Þarna við ströndina er einnig fjölskrúðugt fuglalíf, sem vert er að skoða. Vélstjórafélagiö um síldarsamninginn: Mikilvægt aö ná stjórn á veiðunum „Fyrlr mína parta hefði ég vilj- ab hafa magnið meira og fá aö vita þetta fyrr. En ef horft er til framtíðar, þá er þab mín skoð- un ab það sé mun betra ab hafa gert þennan samning en að hafa sleppt því," segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags íslands. Hann segir að nýgerður samn- ingur strandríkjanna fjögurra við N.- Atlantshaf — íslands, Rúss- lands, Noregs og Færeyja — um norsk- íslensku síldina hafi bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar, eins og reyndar allir samningar. Hið jákvæða við samninginn er að með honum verður trúlega hægt að ná stjómun á veiðunum úr stofninum, sem er kannski það mikilvægasta þegar horft er til framtíðar. Þótt ESB sé ekki að- ili að samningnum, þá telur for- maður Vélstjórafélagsins að það sé vænlegra til árangurs að ná samningum við bandalagið, þeg- ar samningsþjóbirnar koma sam- an sem ein heild að því samn- ingsborði. Hinsvegar sé samningurinn kannski ekki jafn trúverðugur út- áviö og hann hefði getað orðið, vegna þess hvað Norðmenn gáfu lítið eftir af sínum kvóta. Þar fyrir utan hefði þessi samningur mátt koma mun fyrr, með tilliti til þess að íslenski flotinn er í þann veginn að tygja sig á miðin, auk þess sem Helgi telur að það verði mjög erfitt að skipta þessum 190 þúsund tonna kvóta á milli ein- stakra skipa. -grh Sœluvika Skagfírbinga: Þúsund kossar Geirmundar og Sumariö fyrir stríð Ceirmundur Þúsund kossar, lag Geirmundar Valtýs- sonar, fékk fyrstu verðlaun í sönglaga- keppni sem Kvenfélag Sauðárkróks efndi til á Sæluviku Skagfirb- inga. Tíu lög voru val- in til úrslita. Lagið sungu þau Helga Möller og Ari Jónsson. Sæluvikan hófst 28. apríl og lauk með stórtónleikum og dansleik í Miðgarði. Fjórir kórar komu fram á tónleikunum: Söngfélagið Drangey, Karlakór- inn Heimir, Rökkurkórinn og Karlakór Reykjavíkur. Á Sæluviku sýndi Leikfélag Sauðárkróks sjónleikinn Sumar- ið fyrir stríð eftir Jón Ormar Ormsson fimm kvöld vikunnar. Vegna mikillar aðsóknar var ákveðið að sýna leikrit- ið áfram út þessa viku. Eitt kvöld vikunnar var í umsjón Kirkjukórs Sauðárkróks. Söngstjóri var Rögnvaldur Val- bergsson, en einsöngvarar Jó- hann Már Jóhannsson, Sigríður Elliðadóttir og Sigríður Jónat- ansdóttir. Séra Pétur Þórarins- son flutti athyglisvert erindi um tímann, frelsið og íslenska menningu. Kvikmyndasýningar voru alla daga vikunnar og margt fleira til skemmtunar. -Guttormur Ljóöadiskur og bók og ný plata í uppsiglingu hjá Bubba Morthens: Með vindinum kemur kvíöinn Mjög góð aðsókn og gott veður einkenndu nýafstaðna tón- leikaferð Bubbi Morthens um Vestfirði og Norðurland vestra. Húsfyllir var á flestum tónleik- um, eða um 100 manns að meðaltali, og t.d. sóttu yfir 160 manns tónleika á Hólma- vík á Ströndum. í þessari tónleikaferð spilaði' Bubbi m.a. bæði á Flateyri og Súðavík. Var þetta í fyrsta skipti sem hann heldur tónleika á þessum stöðum, eftir þær hörm- ungar sem íbúar staðanna urðu að þola þegar snjóflóðin féllu þar á sl. ári. Á þessum tónleikum flutti Bubbi nýtt lag, sem hann samdi vegna þessara atburða og heitir „Með vindinum kemur kvíðinn". Fékk það frábærar við- tökur hjá tónleikagestum. í júlí eru væntanleg á markað ljóðadiskur með Bubba og bók sem Mál og menning gefur út. Þá er hann farinn ab huga að gerð nýrrar plötu, sem hann seg- ir að verði hefðbundin Bubba- Bubbi Morthens. plata. Hann segist binda vonir við að Eyþór Gunnarsson verði honum til aðstoðar við gerð plötunnar, en það er þó ekki endanlega frágengið. Búist er við að nýja platan komi á markað í október n.k. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.