Tíminn - 08.05.1996, Page 7

Tíminn - 08.05.1996, Page 7
Mibvikudagur 8. maí 1996 7 Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra: Sameinast hefur veriö gegn óréttmætum kröfum ESB Stjórnarandstæöingar gagn- rýndu síldarsamninginn á milli íslendinga, Norö- manna, Færeyinga og Rússa harölega eftir aö utanríkis- ráöherra hafi kynnt innihald hans á Alþingi síödegis á mánudag. Steingrímur J. Sig- fússon, Alþýöubandalagi, formaður sjávarútvegsnefnd- ar þingsins, sagöi Óslóarferð utanríkis- og sjávarútvegs- ráöherra hafa verið leiksýn- ingu, því greinilega hafi ver- iö búiö aö semja um öll helstu atriði og förin því far- in til undirritunar en ekki samningaviðræðna. Steingrímur sagöi samning- inn ekki sanngjarnan í garð ís- lendinga, sem hefðu afsalað sér 23% af því sem í hlut þeirra heföi átt að koma úr norsk-ís- lenska síldarstofninum, eöa um 54 þúsund tonnum af upp- haflegum kröfum um kvóta. Hann benti einnig á að aðeins væru þrír til fjórir dagar þar til veiðar ættu að hefjast. Búið væri að auglýsa veiðarnar og yfir 80 útgerðaraðilar væru að undirbúa þær á grundvelli til- tekinna reglna. Hann sagði upphafsprósentuna þó það la- kasta í samningnum. Hún væri aðeins 17% af stofni, sem unnt væri að gera kröfu um 30 til 40% af með þungum rökum. Þennan 17% þröskuld muni verða erfitt að yfirstíga í fram- tíðinni. Steingrímur gagnrýndi einnig harðlega að verið væri að opna fyrir veiðar annarra þjóða í íslensku fiskveiðilög- sögunni. Hann sagði að á slíkar heimildir hafi aldrei verið minnst við sjávarútvegsnefnd þingsins og spurði hvort þær hefðu verið ákveðnar skyndi- lega í Ósló á sunnudaginn var. Össur Skarphéðinsson, AI- þýðuflokki, gagnrýndi endur- skoðunarákvæði samningsins harðlega, sem hann sagði að byggðist á líffræðilegri dreif- ingu stofnsins og að ekki væri hægt að lesa út úr samningn- um að íslendingar ættu afdrátt- arlausan rétt til aukins kvóta, þótt síldin gengi í auknum mæli inn í íslensku fiskveiði- lögsöguna. Hann mótmælti þeirri fullyrðingu utanríkisráð- herra að með samningnum hafi tekist að ná heildarstjórn á síldveiðum, þar sem Evrópu- sambandið væri ekki aðili að honum, en hefði engu að síður gert tilkall til um 150 þúsund tonna veiðikvóta, sem samn- ingsríkin gætu ekki litið fram- hjá. Össur sagði að þótt ýmis- legt gott mætti um þennan samning segja, þá væri hann fráleitt nægilega góður til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslendinga. Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka, kvaðst telja samn- inginn mjög vafasaman og engin rök hafa komið fram um að hann tryggði hagsmuni ís- lands. íslendingar og Færey- ingar hefðu fyrst og fremst greitt fyrir þetta samkomulag með eftirgjöf aflaheimilda, en Norðmenn hefðu ljáð máls á samningum nú vegna þess að þeir væru að mestu búnir að veiða sinn kvóta. Jóhanna taldi að fremur hefði átt að bíða til hausts með samninga og sagði að íslensku ráðherrarnir hefðu samið mjög alvarlega af sér í Ósló. Guðný Guðbjörnsdóttir, Hjólreibakeppni grunnskóla: 160 börn frá 80 skólum tóku þátt Hjólreiöakeppni grunnskól- anna 1996 hefur farið fram aö undanförnu í fimm riölum víösvegar um landið. Keppend- ur eru alls um 160 frá 80 skólum og hafa eftirtalin börn unniö sér þátttökurétt í úrslitakeppninni, sem fer fram í haust í Reykjavík: Austurland 1. Harpa K. Vilbergsdóttir og Hilm- ar Omarsson, Gmnnskóla Reyö- arfjaröar 2. Ólafur Ágústsson og Stefán Örn Jónsson, Egilsstaöaskóla 3. Davíð Sigurðsson og Snorri Guð- jónsson, Seyðisfjarðarskóla Vesturland 1. Magnús Freyr ogjón Egill Jóns- son, Grunnskólanum í Búðardal 2. Oddur Brynjarsson og Hugrún Torfadóttir, Gmnnskólanum í Ólafsvík 3. Björgvin H. Björgvinsson og Ág- úst Skorri Sigurðsson, Andakíls- skóla Noröurland 1. Kári Amar Jónsson og Jón Heið- ar Ingólfsson, Gagnfræðaskóla Sauðárkróks 2. Logi Fannar Sveinsson og Axel Kárason, Varmahlíðarskóla 3. Fjölnir Örn Ársælsson og Þor- steinn Hafberg, Árskógsskóla. Suður- og Suðvesturland: 1. Þórir Sigþórsson og Katrín María Birgisdóttir, Hamraskóla, Reykjavík 2. Gísli Pálsson og Sveinn Vil- hjálmsson, Grunnskólanum í Sandgerði 3. Elmar Ásbjörnsson og Sigurgeir Valgeirsson, Selásskóla, Reykja- vík 4. Michael J. Jónsson og Jakob Sig- urðsson, Gmnnskólanum í Grindavík 5. Oddur Þór Þrastarson og Eiríkur Sigurðsson, Ártúnsskóla, Reykja- vík Hjólreiðakeppnin felst í góðakstri á reiðhjólum og hjólreiðaþrautum. Umsjón með keppninni hafa lög- reglumenn, kennarar, félagar í BFÖ o.fl. Sigurvegarar keppa um Gmnn- skólabikar Umferðarráðs, segul- bandstæki, bækur og verðlauna- peninga. Allir þátttakendur fá við- urkenningarskjal fyrir þátttöku í keppninni. -BÞ Halldór Ásgrímsson. Kvennalista, kvaðst ekki vera sannfærð um að rétt væri frá pólitísku sjónarmiði að gefa meira eftir en Norðmenn, á sama tíma og þeir héldu því fram að veiðireynsla íslend- inga væri svo gömul að hún skipti engu máli. Þrátt fyrir það kvaðst hún telja kosti samn- ingsins meiri en galla hans og mikilvægt væri að ná samning- um sem ykju lýkur þess að síld og síldarafurðir yrðu nýttar til manneldis í framtíðinni. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði íslendinga hafa staðið frammi fyrir því að síldarstofninum yrði stefnt í hættu, ef veiðar yrðu stjórn- lausar á næstu árum. Hann sagði að ekki yrði komist hjá því að horfa á staðreyndir málsins og ekki hægt með neinum rökum að halda því fram að um lélega samnings- stöðu hafi verið að ræða. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði að við yrðum að vera tilbúin að setja okkur í spor annarra. Hann sagði samninginn hafa marga kosti, en einnig galla eins og allir samningar. Halldór sagði að án samkomulags hefði þurft að standa þannig að veiðum að lítið af aflanum færi til mann- eldis, en nú gefist útvegs- mönnum kostur á að skipu- leggja veiðar með það fyrir augum að vinna sem mest af aflanum til manneldis og ná þannig mun meiri verðmætum fram. Halldór sagði að aukin verðmætasköpun ætti að vega á móti þeirri skerðingu afla- heimilda, sem samningurinn feli í sér. Halldór sagði einnig að með samningnum hafi síld- veiðiþjóðirnar náð að samein- ast gegn óréttmætum kröfum Evrópusambandsins. Halldór svaraði gagnrýni stjórnarand- stæðinga um óeðlileg vinnu- brögð við samningsgerðina og sagði að eðlilega hefði margvís- leg undirbúningsvinna fariö fram, en því færi fjarri að samningar hefðu tekist fyrir Óslóarfundinn á sunnudag. Þar hefði málum verið hnikað til þannig að samkomulag hefði náðst, og því ekki verið um neina leiksýningu að ræða, eins og formaður sjávarútvegs- nefndar vildi halda fram. Eng- in vissa hefði verið fyrir því að samkomulag myndi nást fyrir fundinn. Geir H. Haarde, Sjálfstæðis- flokki, formaður utanríkis- málanefndar, sagði að með þessum samningi hefðu íslend- ingar náð fótfestu til framtíðar, sem ekki hefði verið fyrir hendi. Tryggt væri að tekið yrði tillit til sjónarmiða þeirra og að síldin væri hluti af nátt- úru landsins. -ÞI iáiiíí Frá sýningu Ungmennafélags Biskupstungna á Fermingarbarnamótinu. Tímamynd SB Stórskemmtilegt fermingarbarnamót Frá Stefáni Böövarssyni, fréttaritara Tím- ans í uppsveitum Árnessýslu: Nýverið sýndi Leikdeild Ung- mennafélags Biskupstungna gamanleikinn „Fermingar- barnamótið". Höfundar leiks og söngva eru Ármann Guð- mundsson, Árni Hjartarson, Hjördís Hjartardóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Sigrún Oskars- dóttir, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, en leikstjóri í uppfærslu Tungnamanna var Jón Stefán Kristjánsson. Leikrit- ið var flutt á ýmsum stöðum á Suðurlandi, í Kópavogi, sem og í Aratungu, félagsheimili Bisk- upstungnamanna, við ágætar undirtektir, enda þótt gaman- hlutverkin séu ævinlega erfið, Svo sem segir í þönkum Jóns Stefáns leikstjóra í leikskrá: „Það er nefnilega bæði gleði og skelf- ing gamanleikarans að það leynir sér aldrei hvenær honum tekst vel upp og hvenær honum skjöplast. Þegar vel gengur hlæja áhorfendur. ... Hlæi eng- inn, hefur honum einfaldlega mistekist." ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.