Tíminn - 08.05.1996, Side 9

Tíminn - 08.05.1996, Side 9
Mibvikudagur 8. maí 1996 wfvnmvi 9 UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . Lokatörn þingkosninganna á Indlandi var í gœr: Rao á í vök að verjast Ekki var annaö aö sjá en aö P.V. Narasimha Rao, forsaetis- ráöherra Indlands, héldi ró sinni í gær þegar lokatöm hófst í þingkosningunum á Indlandi. Stjómmálaskýr- endur segja þó aö hann standi nú frammi fyrir þeirri erfiöustu raun sem hann hef- ur lent í á löngum stjóm- málaferli sínum. Rao, sem er 74 ára gamall, hefur fariö meö stjórnvölinn á Indlandi í fimm ár, og notað þann tíma til þess aö gera um- fangsmiklar efnahagsumbætur og opna landamæri Indlands gagnvart viðskiptum viö um- heiminn. Með þessu hefur honum tekist aö koma sér í náðina hjá Vesturlöndum, sem líta á hann sem brautryðjanda í nútímavæðingu Indlands, en öðru máli gegnir um heima- menn á Indlandi þar sem hann þykir hafa átt í vök að verjast. „Ef eitthvað er að marka reynslu mína, þá snýr Þjóð- þingsflokkurinn aftur til valda," sagði hann á sunnu- daginn, síðasta dag kosninga- baráttunnar fyrir lokatörnina. En margir stjórnmálaskýrend- ur efast um að hann muni reynast þar sannspár. Alls óvíst sé hvort Þjóðþingsflokkurinn, sem hefur mátt sitja undir ásökunum um spillingu og all- nokkur hópur flokksmanna hefur yfirgefið flokkinn, nái meirihluta á þinginu, þar sem alls eiga 545 þingmenn sæti. Kosningarnar til þingsins hafa farið fram í nokkrum áföngum, enda ekkert áhlaupa- verk fyrir 930 milljón manna þjóð að kjósa sér þing. í gær var kosið í 183 síðustu þingsætin, og þá áttu 200 milljónir manna að neyta kosningaréttar síns. Talning atkvæða í öllum kjör- dæmum landsins, sem eru 543 talsins, hefst síðan í dag, mið- vikudag, og úrslit verða vænt- anlega orðin nokkuð ljós þann 11. maí. Pran Chopra, sem fylgst hef- ur náið með indverskum stjórnmálum, segir að Rao „skorti það sem þarf til þess að ná inn atkvæðum," en bætti því við að deilurnar innan flokksins eigi rætur sínar að rekja til persónuleika Raos en ekki stefnumála hans. „Hvað varðar stefnumálin er hann einn besti forsætisráðherra sem við höfum átt. En hæfileiki hans til þess að vinna stefnu- málum sínum fylgi er af skorn- um skammti. Þegar hann kem- ur fram opinberlega fær fólk þá mynd af honum að hann sé maður þungur í skapi." Rao hefur starfað í 55 ár fyrir flokkinn, tekið að sér hvert ráðherraembættið á fætur öðru undir stjórn allra helstu forsæt- isráðherra landsins frá því það hlaut sjálfstæði árið 1947. Al- mennt er litið á hann sem traustan embættismann sem er slyngur við að útfæra stefnu- málin og fer ekki með neitt fleipur í fjölmiðlum. Indverjar eru þó ekki hrifnir af því hve tregur hann virðist oft vera til að taka ákvarðanir. „Ég tek ákvarðanir. Og ég tek ekki ákvarðanir, sem er líka ákvörðun," sagði Rao nýlega sér til varnar. Gagnrýnendur halda því einnig fram að hann hafi of mikil völd á sinni könnu. Auk þess að vera flokksformaður er hann yfirmaður a.m.k. 13 ráðuneyta. Flestar skoðanakannanir benda til þess að flokkurinn muni missa meirihluta sinn, en sigurvegari kosninganna verði þjóðernissinnaður hindúaflokkur (BJP). -CB/Reuter Seaver Leslie vill aö Bandaríkin haldi fast / gömlu mœlieiningarnar: Metrakerfið er meingallab Listamaöurinn Seaver Leslie hefur um skeiö barist hetju- legri baráttu gegn því aö metrakerfiö veröi tekiö upp í Bandaríkjunum, og heldur Eins og sjá má af samanburbinum vib Lundúnastrætisvagnana þrjá á myndinni, erA3XX engin smásmíbi, enda á hún ab geta flogib meb 500 farþega ílangflugi milli heimsálfa. því fram aö gamla kerfiö hafi ótvíræöa yfirburöi og skaöinn yröi óbætanlegur ef skipt veröur yfir. Bandaríkin eru eina stóra iðnaðarríkið sem enn hefur ekki opinberlega tekið upp metrakerfið, og Leslie bendir á að almenningur hafi greini- lega sýnt lítinn áhuga á að breyta til. „Það er ekki vegna þrjósku okkar," segir hann, heldur sé metrakerfið „lélegra kerfi." Hann heldur því fram að hefbundna einingakerfið þar sem notast er við tommur, únsur og „kvart" henti mann- fólkinu betur en metrakerfið vegna þess að gamla kerfið sé byggt á hlutföllum líkamans og því hvernig fólk skynjar umhverfið í daglegu lífi. „Með því að nota gömlu ein- ingarnar endurspeglum við hin raunverulegu hlutföll sem ríkja í veruleikanum," segir Leslie, sem fékk áhuga á mæl- ingavísindum þegar hann var að rannsaka keltneskar bygg- ingarústir í Bretlandi. Arið 1988 lýsti Bandaríkja- þing því yfir að það mælti með notkun metrakerfisins í við- skiptum, en vildi ekki gera það að skyldu. -GB/Reuter Maöur til sýnis Petrus Kruiper heitir þessi 76 ára gamli búskmabur sem hafbur var til sýnis á árlegri þorpshátíb sem haldin var sl. sunnudaginn í bœn- um Klerksdorp í Subur-Afríku, u.þ.b. 110 km vestur af jóhannes- arborg. Þangab gat fólk komib og kíkt á Petrus og félaga hans, þar sem þeir sátu innan girbingar eins og dýr í dýragarbi, klœddir ab hœtti þjóbar sinnar, fyrir abeins 2 rönd, eba u.þ.b. 30 ísl. krónur. Sitt hvoru megin vib þá voru Ijónynja og hýena til sýnis. Reuter Ein með öllu FYRIR FYRIRTÆKIÐ OG HEIMILIÐ FYRIRTÆKIÐ Airbus kemur fram meö nýja kynslóö farþegaþotna. Þróunarverkefni sem kostar stjarnfrceöilegar upphœöir: Stærsta farþegaþotan á ab taka 500 manns í sæti Stærsta farþegaþota heims, 500 sæta flugvél, er á vinnu- borðinu hjá Airbus, samevr- ópsku flugvélaverksmiöj- unni. Hún heitir A3XX á teikniborðinu og sérstök deild innan fyrirtækisins annast um þróun þessarar flugvélar. Jean Person framkvæmda- stjóri Airbus segir að fram- leiðsla 500 sæta þotna stafi af því að fyrirtækið verði að mæta eftirspurn flugfélaganna eftir stærri þotum. Fjölmörg flugfé- lög og samstarfsaðilar í flug- vélaiðnaði séu með í ráðum varðandi hönnunina. Reiknað er með þörf fyrir um 1.300 þotur af þessari gerð á næstu 20 árum. Virði kaup- samninga yrði stjarnfræðileg tala, — 300 milljarðar Banda- ríkjadala, eða ca. 20.000 millj- arðar íslenskra króna, jafnvirði fjárlaga íslenska ríkisins hátt í tvær aldir. Eða ef maður snýr dæminu við, áttföld fjárlög ís- lenska ríkisins næstu 20 árin! „Með því að sameina reynslu og þekkingu samstarfsaðila okkar í greininni og stærstu flugfélaga heims, sköpum við hagstæðan vettvang til að þróa nýja flugvél eftir sérstökum leiðum hvað varðar hagræð- ingu, þægindi fyrir farþega auk þess að mæta kröfum í vernd- un umhverfisins. Til að ná þessu fram verðum við að fá nýja hönnun og nýja kynslóð flugvéla. Það hreinlega nægir ekki að þróa áfram gamlar hug- myndir," segir Jean Person. BILINN HUSIÐ & GARÐINN Mjög auðveld og þægileg í notkun Ekkert rispar lakkið meira á bílnum en drullugir og tjaraðir þvottakústar. KEW KEW X-tra er mjög öflug. og einstaklega þægilega útbúin háþrústidæla með öllum búnaði og fylgihlutum til þrifa utanhúss. REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Sími 587 5554, Fax 587 7116

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.