Tíminn - 09.05.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.05.1996, Blaðsíða 2
2 Wfmwml Fimmtudagur 9. maí 1996 Tíminn spyr... Á að breyta reglum um við- skiptahömlur erlendra fiski- skipa, sem stunda veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum hér við land? Steingrímur J. Sigfússon, formabur sjávarútvegsnefndar: Ég er ekki tilbúinn að svara því jákvætt á þessu stigi málsins, en þetta þarf að skoða. Mér liggur við að segja að þessar reglur eigi að vera til endurskoðunar nánast ár frá ári, vegna þróunarinnar sem er í þess- um málum. Með gildistöku úthafs- veiðisamningsins eru hlutirnir smám saman að breytast og vænt- anlega nást samningar um fisk- veiðistjórnun á þessum hafsvæðum á næstunni. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs: Ég tel ástæðu fyrir stjórnvöld að huga grannt að því hvort þessar ákvarðanir, sem byggðar eru á 124 ára gömlum tilskipunum, þjóni þeim tilgangi sem endurskoöun- innni frá árinu 1992 var ætlað. Það eru íslendingar fyrst og fremst sem meina erlendum skipum að koma til hafna á íslandi, en aðrir aðilar, t.d. að samningunum um Reykja- neshrygginn, gera það ekki. Skip, sem ekki fá aðgang að höfnum hér, geta siglt út án takmarkana til Nor- egs og Færeyja og sótt þjónustu þar. Því er spurningin hvort tilgangi laganna sé náð. Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels: Já, ég tel að það eigi aö breyta þessum reglum. Nú erum við einir að framkvæma þetta bann gagnvart ákveðnum skipum og það nær ekki tilgangi sínum öðruvísi en að við fáum samstöðu allra ríkjanna sem hlut eiga að máli. Við missum af viðskiptum. Ef við fengjum Færey- inga og aðra til að taka þátt í bann- inu, myndu forsendur hins vegar breytast. Núna erum við aðeins að skaða okkur sjálfa. Frá Stefáni Bö&varssyni, fréttaritara Tímans í uppsveitum Árnessýslu: Nýlega varð nýbygging Heilsu- gæslustöðvarinnar í Laugarási fokheld. í tilefni þess komu stjórn, oddvitar sveitarstjórna, starfsfólk og byggingaraðilar saman til að „taka út verkið" og fagna merkum áfanga. Eftir nokkur fróðleg erindi ýmissa manna steig stjórnar- formaðurinn, sr. Axel Árnason, á stall með fötu fulla af gler- brotum sem hann sagði vera úr níu messuvínsflöskum, hellti úr fötunni á spjald, sem lá á gólfinu og baub viðstöddum að ganga yfir berum fótum. Þegar engir, ekki einu sinni oddvitarnir, gáfu sig fram, af- klæddist presturinn skóm og sokkum og gekk á glerið. Að svo búnu sópaði prestsfrúin ilj- ar bónda síns og var ekki séð að þær hefðu skaðast, svo fann- hvítar sem þær voru. Nú tók leikurinn hins vegar að æsast, því næst fengu jakki og skyrta að fjúka og prestur lagðist á bakið ofan á messu- vínsflöskuglerbrotahrúguna, og það sem meira var, hans ek- takvinna sté á brjósthol hon- um og gaf það gjörningnum gildi sem um munaöi. Að bak- inu sópuðu var ekkert sem benti til þeirrar þrautar sem það getur verið ab vera í senn sálusorgari og stjórnarformað- ur heilsugæslustöðvar. Þá fetaði arkitekt byggingar- innar, Geirharður Þorsteins- son, þann hinn sama veg, án þess þó að leggjast. Góða skapið var sem sé með í för, þegar fagnað var merkum áfanga í heilsugæslu íbúanna í uppsveitum Árnessýslu. ■ Sagt var... Dekadens kvikmyndagerbar „Myndirnar eru ekki eins og þær voru. Áður voru menn ekkert að dvelja við atriði þar sem blóð og heilaslettur dreifðust út um allt." Gamli Bondarinn, Roger Moore, telur illa komib fyrir bíómyndum nútímans. DV. Morgunkorn og ástaratlot „Þegar fólk kysstist í bíómyndunum hér áður fyrr, þurfti ekki að sýna hvernig tungurnar boruðust ofan í kok. í dag sér maöur varla koss í bíói ööruvísi en fólk opni munninn og sýni áhorfendum hvab það fékk sér í morgunmat." Aftur Moore. Gamlir stúdentar „Ein af ástæðum þess að lagt var til ab stytta grunnskólana er ab stúd- entar eru eldri hér á landi en í ná- grannalöndunum. Á íslandi taka nemendur stúdentspróf árið sem þeir verba 20 ára, en víðast annars stabar ári fyrr og jafnvel tveimur ár- um fyrr. Æskilegt er ab við aðlögum okkur umheiminum í þessum efnum, en stytting skyldunáms er ekki gób leib að því marki, því menntun verb- ur sífellt mikilvægari." Snjólfur Ólafsson í DV. Bændastéttin niburlægð „íslensk bændastétt hefur markvisst verið niðurlægb. Henni hefurverib haldið á vöggustofu innflutnings- verndar og verbstýringar af hálfu hins opinbera." Magnús Á. Magnússon í Alþýbublab- inu. Örlagaríkt skrafl „Vitanlega hefbi veriö gaman fyrir þig ab verba forseti, en maður sem á skfrdag árib 1979 var eitthvaö ab skrafla viö sendiherra Sovétríkjanna kemur aubvitab ekki til greina. Þú skilur þab." Skrifar Hrafn Jökulsson í opnu „samúb- arbréfi" til Ólafs Ragnars Grímssonar í Alþýbublabinu í gær. Tilefní skrifanna er grein Rannveigar Tryggvadóttur um samskipti Ólafs Ragnars vib sovéska sendirábib, en greinin birtist í Morgun- blabinu nýverib. Eins og alltaf, færist meira fjör í kosningaslaginn þegar nær dreg- ur kosningum og verbur barátt- an æ persónulegri. Þessa er ab- eins farib ab gæta núna, enda línur teknar ab skýrast um fram- bob. Þab, sem stubningsmenn Péturs Kr. Hafstein hafa helst áhyggjur af, er hvab almenning- ur virbist iítib þekkja frambjób- andann og hafa því lagt höfub- áherslu á ab kynna hann. Slag- orbib Þeir sem þekkj'ann, kjós'ann hefur heyrst. Um leib hafa stubningsmenn annarra glott og sagt ab óþekktur fram- bjóbandi eigi víst ekki mikinn séns og telja fullseint ab kynna manninn á fáum vikum. • Þab mun hins vegar vera dýpra sem stubningsmenn Péturs hugsa þennan áróbur. Þeir meta stöbuna svo ab abalbaráttan verbi milli Péturs og Ólafs Ragn- ars og hafa innan sinna vébanda gamla skólabræbur þess síbar- nefnda. Innan þess hóps mun ekki vera ab finna einn einasta sem ætlar ab kjósa Ólaf og allra síst mebal þeirra sem voru í sömu bekkjardeild í mennta- skóla. Stubningsmenn Péturs vona því ab áróbrinum verbi snú- ib upp á keppinautinn Ólaf meb þessum hætti: Þeir sem þekkj'ann, kjós'ann ekki! ’Fjölskyldudagur á Hótel Loftleiðum - ' f^tOGGI"* í dag 1. maí - allir velkomnir! - til viðbótar við allt hitt sem gott hótel þarf að hafa til að bera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.