Tíminn - 09.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.05.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. maí 1996 5 Sveinspróf í matreiöslu og framreibslu: Aðalatriöið að koma kúnnanum klakk- laust út um dymar í gær og fyrradag tóku mat- reiðslu- og framreiðslunemar sveinspróf í Hótel- og veit- ingaskóla íslands með til- heyrandi ilmi og kitli bragð- lauka. Prófið var raunar hið síðasta í þessum skóla, því í haust flytur starfsemin í Hót- el- og matvælaskólann, sem fær aðsetur í Menntaskólan- um í Kópavogi. Próf framreiðslunemanna felst í að leggja á borð fyrir 5 rétta kvöldverð: forrétt, seyði, fiskrétt, aðalrétt og desert. Þeir, sem fá að njóta matarins og veiganna sem bornar eru fram með hverjum réttanna, eru matreiðslumeistarar nemanna, veitingamenn, hóteleigendur og fleiri úr veitingageiranum. Venjuleg matargöt gætu haldið að það væri lítil kúnst að færa kjöt upp á fat, en svo er þó ekki. Ákveðin útfærsla er á framreiðslu hvers réttar og er frammistaða nemanna ákveð- in út frá henni. Þannig er enskri framreiðslu beitt við for- réttinn, þá skammtar fram- reiðslumaðurinn á diskinn við borðið, eins og stundum sést í bíómyndunum. Einnig er not- uð ensk- rússnesk framreiðsla, en þá er maturinn settur á disk á hliðarborði. Hefðbundin frönsk framreiðsla felst hins vegar í því að gesturinn skammtar sér sjálfur af fati á borðinu. Framreiðsla eftirrétt- arins er aftur „að hætti nem- ans" og fær hann þá frjálsar hendur. Nemarnir sýna veisluborð af ýmsu tilefni og mega leika sér með blóm og kerti, en æskilegt er talið að annað skraut sé í lág- marki. Nemarnir ákveða þema borðsins og í þessu prófi var til að mynda eitt þeirra helgað Sjálfstæðum íslendingum og árinu 1944, en sá nemi fékk diska að láni hjá forsætisráðu- neytinu sem notaðir voru við lýðveldisstofnunina. Annað er tileinkað vorkomunni og í prófinu má einnig finna borð helgað Beethoven, sem er skreytt styttu af tónskáldinu og nótnablöðum. Að sögn Trausta Víglundssonar, formanns sveinsprófsnefndar í fram- reiðslu, er hins vegar aðalatrið- ið að neminn komist vel frá hefðbundnum hlutum eins og uppröðun glasa eða hnífapara. „Maður sem er með þetta nokkuð normalt, góða og fal- lega blómaskreytingu og sína dúkun í lagi, getur fengið hærri einkunn en sá sem er með eitt- hvert þema og það mistekst." Auk þess er ýmislegt fleira sem framreiðsluneminn þarf að kunna: umhella víni, skera fyrir, eldsteikja o.fl., og blönd- un kokkteila. Ragnar Wessmann, próf- dómari matreiðslunemanna, ku vita meira um mat en flestir landar hans. Að sögn Ragnars áttu nemarnir í gær að nota kjúklingalifur í forrétt, græn- Hópur fólks hefur sent áskor- un til ríkisstjórnar íslands þar sem mælst er til að hún bindi tafarlaust enda á þátttöku ís- lands í refsiaðgerbum gegn írösku þjóbinni. Þau, sem undirrita áskorun- ina, telja hóprefsingar og refs- metisseyði og bæverskan búð- ing í eftirrétt, en hráefni aðal- réttarins var önd. Matreiðslu- aðferð og meðlæti fengu nem- arnir að velja sjálfir. Hann seg- ir matreiðslu fuglakjöts að sumu leyti nákvæmari en með- ingar án dóms og laga alvarleg mannréttindabrot og að engin brot ríkisstjórna á mannréttind- um réttlæti aðfarir að grundvall- armannréttindum eins og þær sem felist í refsiaðgerðum Sam- einuðu þjóðanna gegn almenn- um borgurum í Irak. Með að- Handbragö framreiöslunemanna skoöaö af áhugasömum gestum sem komu til aö fylgjast meö sveinsstykkjunum. höndlun annars kjöts, t.d. „má þess háttar hrámeti ekki kom- ast snertingu við eldaða vöru og fuglakjöt þarf að ná 72 gráð- um í minnst 15 sekúndur í kjarnhita. Það þarf að ganga út- frá því við allt fiðurfé að það sé hugsanlega smitað af salmon- ellu." Þetta sagði Ragnar vera reglu, sem allir matreiðslu- menn gengju út frá, enda væri það markmið þeirra að koma kúnnanum klakklaust út um dyrnar. Algengasta meðlæti nem- anna með öndinni er hefð- bundið: kirsuber, plómur eða appelsínur, enda er „ekkert nýtt í matreiðslu", eins og Ragnar sagði, „nema örbylgju- ofninn og hann er ómöguleg- ur." Að sögn Ragnars hefur mat- reiðsla sem slík ekki breyst svo mjög undanfarin ár, en hins vegar hafi hreinlætiskröfur aukist gífurlega og því hafa matreiðslumenn tileinkað sér eldunaraðferðir til að koma í veg fyrir að maturinn geti farið illa í maga kúnnanna. LÓA gerðum SÞ séu milljónir manna dæmdar til fátæktar, heilsu- brests, fötlunar og kvalafulls dauða. Þegar hafi 500.000 óbreyttir borgarar látist af völd- um þessara aðgerða og um 2,5 milljónir barna og barnshafandi kvenna teljist í bráðri hættu. ■ Askorun til ríkisstjórnarinnar: Hætta refsiabgerbum gegn írökum Æsifréttir Fyrr á öldum leyfðist engum nema hirðfíflum að gera grín að höfðingjum, en þeim leyfðist líka að taka á viðkvæmum mál- um og munu oft átölulaust hafa komið viðkvæmum upplýsing- um, ábendingum eða gagnrýni á framfæri. Nú er öldin önnur, opið þjóð- félag og áhrifamenn síður en svo friðhelgir. Eða er það svo, ef grannt er skoðað? Fyrst er auðvitað að skilgreina hverjir teljist áhrifamenn. Þeir sem ég á við í þessum pistli eru nefnilega ekki þeir sem almennt eru skilgreindir sem slíkir. Ég leyfi mér að halda því fram að einn hópur áhrifamanna sé friðhelgur á sama hátt og fyrr á öldum. Þetta eru fréttamenn. Enginn sem á eitthvað undir umfjöllun eða kynningu þorir að styggja þessa höfðingja, enda bregðast þeir vísast ókvæða við ef þeim er bent á að þeir hafi far- ib með fleipur eða hagað frétta- flutningi sínum á þann hátt sem ámælisverður telst. Ég minnist í þessu sambandi áratugagamals dæmis, þegar Ól- afur Jóhannesson komst með eftirminnilegum hætti í sjón- varpið. Hann hafði leyft sér að gagn- rýna sjónvarpið fyrir að lítið væri fjallað um stjórnarand- stöðuna í fréttum, vakti máls á þessu á Alþingi, uppskar reiði sjónvarpsmanna, en athygli og umfjöllun um leið. Ab undanförnu hefur hinn ágæti grínþáttur Spaugstofan oft gripið á vinnubrögðum fréttamanna með sínum hætti. Grínurunum, eins og • svo mörgum öbrum, hefur blöskrað að oft virðist þurfa ab vera eitt- Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE hvert hneyksli eða eitthvað verulega ámælisvert á ferðinni til þess að frétt teljist frétt. Ég held reyndar að þeir Spaug- stofumenn séu fyrst og fremst að vísa til Stöðvar 2, þegar þeir taka þennan pól í hæðina, og hef horft gagnrýnnar á fréttir eftir að þeir fluttu heilan þátt með æsifréttamennsku sem hinn rauða þráð. Reyndar hafði ég skömmu áður snuprað frétta- mann Stöðvar 2 fyrir vandlæt- ingarfrétt sem ég benti á að væri bull. Dæmin eru ótalmörg um æsi- fréttamennsku þar sem meira virðist lagt upp úr æsingnum en sannleiksgildi fréttanna. Fyrir skömmu bárust af því fréttir að nýr leiðtogi Tsjetsjena hefði verið veginn. Ég er frétta- fíkill, eins og svo margir, og heyrði ríkisútvarpið segja frá því í kvöldfréttum aö sennilega væri þessi frétt ekki rétt. Stöð 2 gerði mikið úr því skömmu síð- ar að maðurinn hefði verið drepinn og var það aðalfrétt kvöldsins. Sú frétt reyndist sem betur fer ekki á rökum reist, en hvers vegna var fréttin sett svona fram? Ég veit að Stöð 2 fær sömu fréttaskeyti og RÚV, en hvers vegna voru fréttirnar þá ekki eins? Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem mér hefur fundist meira lagt upp úr æs- ingnum á þeim bæ en því sem telja megi sanngjarnan frétta- flutning. Ég ræddi þetta í kunningja- hópi fyrir nokkru og þar fékk ég skýringu sem ég vona að sé röng. Einn viðmælendanna sagði ab einhverju sinni hefði stjórn- andi frétta Stöðvar 2 verið beð- inn um ab fara mildum hönd- um um eitthvert mál, en við- brögðin hefðu verið stutt og köld á þessa leiö: „Við erum ab selja fréttir hér." Ég hélt að fréttir væru ekki söluvara, en það verð ég að vib- urkenna, ab ég hef ekki eins gam- an af fréttum Stöbvar 2 og frétt- unum hjá RÚV, auk þess sem nú spyr ég sjálfan mig oft: Er þetta rétt, eða bara æsifrétt? ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.