Tíminn - 10.05.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.05.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. maí 1996 Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra: Hvalveiöar verða hafn- ar en spurning hvenær „Engin spurning er um hvort hvalveibar verba hafn- ar heldur hvenær þær verba hafnar," sagbi Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráb- herra, í umræbum utandag- skrár á Alþingi í gær. Hann sagbi ab ákvörbun um þab yrbi mebal annars ab byggj- ast á möguleikum til nýting- ar afurba, áhrifum hvaíveiba á vibskipti og abstæbum í samskiptum þjóba. Þorsteinn gat þess að íslend- ingar ættu í mörgum erfiöum samningamálum á sviði fisk- veiða og nýtingar sjávarfangs og ein af ástæðum þess að ekki hafi enn verið tekin ákvörðum um að hefja hvalveiðar að nýju væri sú að ekki hafi þótt fært að efna til fleiri ágrein- ingsmála á því sviði. Hann sagði að búið væri að ákveða að hefja takmarkaðar hrefnu- veiðar fyrir innanlandsmarkað og hvalarannsóknir væru nú hluti af fjölþættu rannsókna- verkefni sem Hafrannsókna- stofnun vinni að. Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki, hóf umræð- una og spurði hvað tefði þá ákvörðun stjórnvalda að hefja hvalveiðar að nýju. Nú væru liðin sjö ár frá því síðasti hval- urinn var dregin að landi en þá hafi lokið takmörkuðum veiðum á hvölum í vísinda- skini. Guðjón benti á þær tekj- ur sem þjóðarbúið hafði af hvalveiðum og að fjöldi fólks hafi einnig haft atvinnu af þeim þar sem þær hafi skapað allt að 150 ársverk. Guðjón ræddi einnig um mikinn vöxt hvalastofnanna hér við land og að þeir ætu nú álíka magn af fiski og allur veiðifloti landsmanna aflaði. Hjörleifur Guttormsson, Al- þýðubandalagi, spurði hvað tefði orminn langa. Hann kvað núverandi utanríksráð- herra hafa hvatt til þess að hefja hvalveiðar á meðan hann sat utan stjórnar og sagði að um loddaraleik væri að ræða þegar þingmenn úr flokki sjávarútvegsráðherra stæðu upp hver eftir annan til þess að krefjast ákvörðunar í málinu en síðan væri ekkert gert. Siv Friðleifsdóttir, Fram- sóknarflokki, sagði að íslend- ingar væru að verða að athlægi og spurði hversu lengi ætti að tala án nokkurra aðgerða. Hún benti á að hvalirnir ætu mikið af fiski í hafinu og sagði að Magnús Guðmundsson, kvik- myndagerðarmaður, ætti þakkir skildar vegna starfa hans í þágu hvalveiða. Árni Matthiesen, Sjálfstæðisflokki, sagði að heimila ætti hvalveið- ar strax úr þeim stofnum sem vísindamenn teldu óhætt að veiða úr og Gísli S. Einarsson, Alþýðuflokki, sagði að hval- veiðar hafi verið eini sjávarút- vegurinn sem ekki hafi þurft á ríkisstyrkjum að halda meðan þær voru stundaðar. Geir H. Haarde, Sjálfstæðis- flokki og formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, sagði að öll þróun á alþjóðavett- vangi væri okkur hliðholl hvað hvalveiðar varðar. Hann kvaðst telja eðlilegt að utan- ríkismálanefnd taki málið til meðferðar í því efni að hval- veiðir verið hafnar á nýjan leik. Stefán Guðmundsson, Framsóknarflokki, sagði að taka verði tillit til þess hversu mikið hvalir taki af fiskistofn- unum sem sé næstum því eins mikib og íslendingar veiði í dag. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfsstæðisflokki, sagði allt mæla með því að hefja hval- veiðar að nýju. Hann vitnaði til fundar Alþjóðaþingmanna- sambandsins, sem hann sótti nýverið í Tyrklandi og sagði mikla breytingu hafa orðið á viðhorfi til hvalveiða. Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi, sagði að hefja ætti hvaðveiðar að nýju. Þær hafi gefið af sér allt að milljarði í þjóðarbúið og veitt um 250 manns vinnu meðan á þeim hafi staðið. Ág- úst Einarsson, Þjóðvaka, kvaðst hafa verið andvígur hvalveiðum en hafa skipt um skoðun því öll rök mæltu með því í dag að veiða hvali á grundvelli sjálfbærrar þróun- ar. Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka, sagði að hafa yrði útflutningshagsmuni þjóðar- innar í huga ef hefja eigi hval- veiðar en ekkert væri því til fyrirstöðu að heimila takmark- aðar hrefnuveiðar fyrir innan- landsmarkað. Kristín Halldórs- dóttir, Kvennalista, sagði þau rök að hætta stafaði af því fyr- ir fiskustofnana að hvalir ætu fisk ekki standast. Hvalir væru hluti af mikið stærri lífkeðju. Hún ræddi einnig um útfutn- ingshagsmuni íslendinga og sagði að ekkert mætti gera sem skaðaði þá. Japansmarkaður væri lokaður fyrir hvalaafurðir og Japanir myndu aldrei fórna viðskiptahagsmunum sínum í Bandaríkjunum með því að kaupa hvalaafurðir af Islend- ingum. -ÞI Litlar líkur á ab „landsins forni fjandi", hafísinn, valdi usla í ár: Is á miðlínu Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF SÝN, fór í eftirlits- og ískönnunar- flug á mibunum úti fyrir Vest- fjörðum í gær. Næst landi var ís- jabarinn 65 sjómílur VNV af Deild og 113 sjómílur vestur af Barba. ísinn hefur fjarlægst land- ib ört að undanförnu. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði ísjaðarinn vera nú á miðlínu milli íslands og Grænlands, hluti hans væri á fiskimiðunum við Dohrn-banka. Fullsnemmt væri að útiloka að hafís ætti eftir að gera landsmönnum einhverja skráveifu, því hann ykist jafnan fram í maílok í Grænlandssundi. „Ef ríkjandi vest- lægar áttir myndu vara lengi gæti það sert strik í reikninginn en veð- urhorfur næstu daga gefa tilefni til bjartsýni," sagði Þór. -BÞ Frá styrkveitingunni. F.v. Ragnheibur Elfsdóttir lœknir, Arthur Morthens, fráfarandi formaöur Barnaheilla, Maja Sigurbardóttir og Ágústa Gunnarsdóttir sálfrœbingar, Matthias Halldórsson abstobarlandlœknir og Abalsteinn Císlason sem tók vib styrknum fyrir hönd Kristinar Abalsteinsdóttur lektors. Barnaheill: 500.000 kr. úthlutaö úr Rannsóknarsjóöi Á landsþingi Barnaheilla, sem haldið var um síðustu helgi, var úthlutab fjórum styrkjum úr Rannsóknarsjóbi Barnaheilla. Hæsta styrkinn, 200.000 kr., hlaut verkefnib „Heilbrigbi og líban bama og unglinga" sem Matthías Halldórsson abstobar- landlæknir og prófessoramir Ásgeir Haraldsson og Jóhann Ágúst Sigurbsson stjóma. 100.000 kr styrk hlutu verkefn- in „Orsakir og kringumstæður brunaslysa íslenskra barna", sem Ragnheibur Elísdóttir lækniT, Ás- geir Haraldsson prófessor og Pét- ur Lúðvíksson barnalæknir stjórna; „Upplýsingaöflun um einkenni og stöbu fámennra skóla, meb sérstakri áherslu á samskipti kennara og nemenda," sem Kristín Abalsteinsdóttir lekt- or stjórnar og „Alþjóbleg könnun á réttindum barna á heimili og í skóla" sem Ágústa Gunnarsdóttir og Maja Sigurðardóttir sálfræð- ingar stjórna. Tigangur Rannsóknarsjóðs er ab efla rannsóknir á högum barna hér á landi. Stjórn sjóbsins er skipub fulltrúum frá Félagsvís- indadeild Háskóla íslands, Kenn- araháskóla íslands og stjórn og fulltrúaráöi Barnaheilla. Formab- ur Barnaheilla er jafnframt for- maður sjóðsstjórnar. -BÞ Kosiö ífyrsta sinn á morgun í sameinaöa sveitarfélaginu á Vestfjörbum. Jón Baldvin og Sighvatur blanda sér í kosningabaráttuna. Bœjarfulltrúi Alþýöuflokks: „Skelfileg skoöanakönnun" Karítas Pálsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýbuflokks á ísafírbi, telur fylgi Funklistans sam- kvæmt skobanakönnun Bæj- arins besta vera sterka vís- bendingu um ab sitjandi stjórnmálamenn hugsi ekki nóg um unga fólkib í landinu. Hún segir nýlega skobana- könnun BB vera skelfílega fyr- ir flokkinn. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og Sighvatur Björgvinsson, alþing- ismaður, fóru til ísafjarðar í fyrradag, og tengdist heimsókn þeirra kosningabaráttunni fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Kosið verður um nýja stjórn í fyrsta sinn á morgun í samein- aða nafnlausa sveitarfélaginu á norðanverðum Vestfjörðum. Alþýðuflokkurinn fær engan mann kjörinn skv. fyrrnefndri könnun en nýtt afl, Funklisti framhaldskólanema, fær tvo menn ef marka má könnunina. „Þetta er nattúrlega alveg skelfileg könnun fyrir flokkinn en þó gæti önnur niðurstaða komið upp úr kjörkössunum. Við erum bjartsýn á að ná inn a.m.k. einum manni." Um fylgi Funklistans sagði Karítas: „Þessi hugmynd unga fólksins að gera þetta ein og óstudd sýnir kraftinn sem býr í þessu fólki. Mér finnst hug- mynd þeirra í raun og veru mjög góð. Ég túlka þetta sem aðvörun til þess fólks — og þar á meðal mín — sem ráðið hefur ferðinni. Ungu fólki hefur kannski ekki verið gefinn nægi- legur gaumur hingað til." Karítas sagði kosingarnar sér- stakar fyrir margar sakir og ekki síst vegna verulegra umskipta á íbúaskrá undanfarin ár. Alþýðu- flokkurinn fékk tvo menn í síð- ustu kosningum á ísafirði. Sig- urður Ólafsson leiðir listann sem fyrr. -BÞ Kópavogur: Lýst eftir manni Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir Sigurði Hjálmari Jónssyni, til heimilis að Hlíðarhjalla 53 í Kópavogi. Ekkért hefur spurst til Sigurðar síðan klukkan 11.30 að morgni mánudagsins 6. maí sl., en hann var þá við Breibholtsúti- bú Landsbankans á bifreiðinni LG-372. Sigurður er 37 ára gamall, um 175 cm á hæð, gráhærður með stutt liðað hár. Bifreiðin LG-372 er af gerðinni Subaru 1800 station, grá ab lit, með áberandi gulu aug- lýsingamerki á ökumannshlið. Þeir sem kunna að hafa orðið varir við Sigurð eða bifreiðina síð- an klukkan 11.30 sl. mánudag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi. -BÞ Sigurbur Hjálmar jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.