Tíminn - 10.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.05.1996, Blaðsíða 4
Föstudagur 10. maí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmioja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ekki týnd! Hvalveiðar í sumar Samtökin Sjávarnytjar hafa í auglýsingum í blöðum og víðar skorað á Alþingi að hefja hvalveiðar strax í sumar. Sjávarnytjar hafa fengið fleiri aðila í lið með sér um þessa áskorun — félög útgerðarmanna og sjó- manna, verkalýðsfélög landverkafólks og sveitar- stjórnir — og er greinilegt að mjög víðtæk og breið samstaða er um málið í þjóðfélaginu, eins og raunar endurspeglaðist í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. En þrátt fyrir víðtæka samstöðu um að rétt sé og eðlilegt að hefja hvalveiðar sem fyrst, greinir menn eðlilega á um með hvaða hætti hvalveiðibannið verði rofið og hvenær það skuli gert. Margir hafa bent á að hættan á hugsanlegum refsiaðgerðum hvalfriðunarsinna sé stórlega ofmetin og benda á reynslu Norðmanna í því samhengi. Þetta eru gild rök í málinu og til þeirra ber að taka tillit. Engu að síður er málið ekki svona einfalt. Þrátt fyrir allt felur það í sér talsverða áhættu að hefja veiðarnar og ís- lendingar verða því að vanda undirbúninginn vel, svo þeir séu örugglega tilbúnir að takast á við þann mótbyr og markaðserfiðleika sem hvalveiðar myndu framkalla. Það er rétt, sem talsmenn Sjávarnytja hafa haldið fram, að það skiptir í sjálfu sér ekki höfuðmáli hvort veiddur verður einn hvalur eða áttatíu, eða hvort það er stór hvalur eða smár. Viðbrögðin munu verða álíka sterk í herbúðum hvalfriðunarsinna. Fyr- ir þá er um prinsippmál að ræða. En þetta þýðir þó ekki endilega að menn geti strax hellt sér út í talsvert umfangsmiklar veiðar. Þvert á móti er þetta enn frek- ari sönnun þess að menn þurfa að gæta að sér og vera tilbúnir í slag þegar kallið kemur. Spurningin er þá í raun hvort íslendingar geti ver- ið tilbúnir í þennan slag nú í sumar. Svarið er bæði jákvætt og neikvætt. Sjávarútvegsráðherra hefur sjálfur bent á það á opinberum vettvangi að nú sé að rakna úr ýmsum erfiðum deilumálum á sviði sjávar- útvegs, sem geri það sjálfkrafa að verkum að hægt verður að beina kröftum að nýjum verkefnum. Þess utan eru þau deilumál, sem íslendingar standa frammi fyrir, ekki þess eðlis að þau skipti sköpum fyrir möguleika okkar til að bregðast við andstöðu gegn hvalveiðum. Þvert á móti. Þær þjóðir, sem við höfum verið að kljást við á sviði sjávarútvegs, eru ekki þjóðir sem eru líklegar til að hallast á sveif með hvalfriðunarsinnum, heldur eru þetta fiskveiðiþjóðir eins og við. Norðmenn hafa meira að segja stigið það skref að hefja hvalveiðar, og það að íslendingar hefji hvalveiðar gæti þess vegna orðið til að liðka fyrir samningum við þá, ef eitthvað væri, vegna aukinnar samkenndar og samstöðu á sviði hvalveiðimála. Hitt er ljóst, að hvalaafurðir gæti verið erfitt að losna við enn sem komið er, enda hefðbundnir markaðir lokaðir, s.s. í Japan. Veiðar myndu því mið- ast við það sem heimamarkaður getur tekið við, sem er í sjálfu sér engin ósköp, og þeir tveir milljarðar, sem talað er um að hvalveiðar gætu gefið í þjóðarbú- ið, kæmu ekki í kassann nærri strax. En sérhver ganga hefst með fyrsta skrefinu og því er ekki óeðli- legt að opna á veiðar strax í sumar og taka slaginn þá. Slíkar veiðar gætu í það minnsta hafist í tilrauna- skyni, jafnvel þó í litlum mæli væri. Veiðarnar myndu vissulega framkalla sterk viðbrögð, en á með- an menn hafa rökin um skynsamlega nýtingu í höndum ætti vörnin að halda. Kallið getur komið í sumar, því íslendingar eru nægjanlega tilbúnir. Garri brá sér niður á Alþingi í vikunni og komst að því að þar eru menn vægast sagt misiðnir við löggjafarstörfin. Raunar virtust allir vera að lesa glanstímaritið Mannlíf og það sem meira var, allir virtust vera að lesa sömu greinina, nema Árni Johnsen og Jón Baldvin Hannibalsson. Arni var með skelfingarsvip að lesa viðtal við einhvern hollenskan homma, sem sagði að allir íslenskir karlar væru hommalegir, en Jón Bald- vin var að lesa viðtal á unglinga- síðunni við einhverja Kolfinnu Baldvinsdóttir og tautaði fyrir munni sér hvað þetta væri vel gerð kona. Allir hinir voru að lesa viðtal við Margréti Frí- mannsdóttur og í hvert sinn sem einhver kom inn í þinghúsið kölluðu menn: „Hún er fundin!" iALLDÓH AFÞAKKABI LEíGLIfiaatík Svakalega fyndið Garri gat ekki setið á sér og fór ab skoba þetta Mannlíf. í ljós --------- kom ab yfirskrift viðtalsins var „Ekki týnd" og vís- abi þab til þess ab nýr formabur Alþýðubanda- lagsins væri ekki týnd, eins og Össur, Alþýðublað- ið og samþingmenn hennar hafa viljað vera láta í allan vetur. Af einhverjum ástæðum fannst mönnum þetta svakalega fyndið og þeir þing- menn, sem Garri leitaði skýringa hjá — en þar á meðal voru samflokksmenn Margrétar — sögðu að þetta væri svona fyndið vegna þess að Margrét hefði alla tíð verið einstaklega lagin við að láta líta þannig út að hún væri upptekin manneskja, þrátt fyrir að hún hverfi alltaf með jöfnu millibili í þinginu, sjáist lítið í nefndum og/eða í kjördæm- inu. Stuðningsmaður Margrétar sagði þó að hún væri samt yfirleitt uppábúin í þinginu í fyrir- GARRI spurnartímum og taldi það alls ekki stafa af því að fjölmiðlar væru þá oftast á svæðinu. Aðrir sögðu að Margrét sendi þó skilaboð þegar hún geti ekki mætt vegna iðrakvefs, flensu ættingja eða þá annríkis á öðr- um fundum, og einn taldi það hin mestu vandræöi að Margrét ætti ekki skilaboðaskjóðu sem hún gæti talað í og sent fyrir sig. Því miður væru slíkar skjóður bara til í Ævintýraskóginum. Sendibúnaður Garra var satt að segja alveg hætt að lítast á blikuna og þessa skemmtun þingmanna við lest- ur glanstímaritsins, þegar einn virðulegur þingmaður, sem Garri hefur árum saman talið vera í hópi hinna vönduðustu ríkisborgara landsins og sann- kallaður máttarstólpi, tók til máls. Máttarstólpinn sagði það ekki skrýtið, þó Margrét léti birta af sér litmynd í tímariti undir yfirskriftinni „Ekki týnd". Þetta væri ekki annað en aðeins öðruvísi útfærsla á sendibúnaði þeim, sem Náttúrufræðistofnun hefði sett á svan- inn „Jón Gunnar" til að fylgjast með honum á flugi hans milli landa. Eftir þetta síðasta komment sá Garri að Margrét Frímannsdóttir er einfaldlega lögð í einelti á þing- inu, þannig að það væri kannski ekkert skrítið þó hún hefði sett hendurnar fyrir andlitið og sagt „Magga týnd", þegar Mannlíf tók hana tali. En þvert á móti gefur hún böðlum sínum langt nef utan úr bæ þar sem þeir ná ekki til hennar, kemur fram undir fullu nafni skælbrosandi og hress og segir: Ekki týnd! Garri >t Lífið er saltfiskur" Greinarhöfundur minnist þess frá unglingsárum ab fólk veltist um að hlæja að einum bónda í sveitinni sem hafði látið svo um mælt að honum þætti steiktur saltfiskur bestur matar. Saltfisk- ur var fæða sem fólk var vant að meðhöndla með því að sjóða hann og bera hann fram með kartöflum og hamsatólg. Að láta sér til hugar koma að steikja þennan göfuga rétt þótti bera vott um fádæma sérvisku og einkennilegheit. Mér kom þessi bernskuminn- ing í hug eitt sinn er verið var að sýna í sjónvarpi myndir af að- skiljanlegum réttum.sem fram- leiddir eru á Spáni og í Portúgal úr saltfiski frá Islandi. Sjálfur hef ég haldið mig við gamla lagið þegar saltfiskur er á borðum. Hins vegar má vel vera að steikt- ur saltfiskur sé á borðum veit- ingahúsa hérlendis og þyki ekki tiltökumál. Byltingin sem orðin er í matarvenjum íslendinga er slík að ekki mundi vera hlegið lengur að skagfirska bóndanum sem steikti saltfiskinn. A víbavangi Saltfiskur í listum Saltfiskur er mikilvæg útflutningsafurð á ís- landi, þótt ekki sé hann allt lífið eins og tilvitnuð orð í fyrisögn þessarar greinar segja. Á fyrri hluta aldarinnar var þetta algengasti og stundum eini verkunarmátinn á þorskinum, hinni verðmætu afurð. Saltfiskurinn kom við sögu í myndlist og bókmenntum þeirra ára. í meistaraverki Halldórs Laxness, Sölku Völku, er saltfiskurinn í stóru hlut- verki, svo dæmi sé nefnt. Einnig kemur hann fyr- ir í ljóðum, meðal annars hjá Steini Steinari sem yrkir um „syngjandi Sjálfstæðishetju, með saltfisk í hjartastað". Þessar hugleiðingar um saltfisk komu mér reyndar í hug er ég ásamt konu minni leit inn á Listasafn íslands um síðustu helgi að sjá sýningu þar eftir meistara Kjarval sem helguð er saltfiskin- um. Það kom mér reyndar á óvart að sjá umfang þeirrar sýningar og hún sýnir að saltfiskurinn hef- ur verið honum nálægur sem von er, svo stór þátt- ur sem hann var í þjóðlífinu. Reyndar er sýningin að uppistöðu til veggmynd í eigu Landsbanka ís- lands þar sem saltfiskurinn, verkun hans og sjó- þetta verk lega aldrei þar inn að sókn honum tengd skapa mynd- efnib. Þessu er komib á léreftið á þann meistaralega hátt sem Kjar- val einum er lagib. Mér er tjáb ab sé nibri í Landsbanka en ég hef senni- verib svo upplitsdjarfur þegar ég kem veita því sérstaka athygli. Rafeindastýrður saltfiskur Nú er rómantíkin ab hverfa í kring um saltfisk- inn og hvítir reitir og stæbur af þessari afurð á fi- skreitum á sólardögum heyra sögunni til. í vetur var ég á ferbinni á Höfn í Hornafirbi á rölti þar á milli vinnustaba eins og er háttur pólitíkusa. Ég kom þá í saltfiskverkun Borgeyjar. Saltfiskurinn rennui þar eftir færiböndum í loftinu, er meiktui og flokkabur með hjálp tölvutækninnar og dettur niður í ker eftir lögmálum rafeindatækninnar. Þessi eru orðin örlög þess hráefnis sem var baðað í sólskini og hafgolu á árum áður. Meistaraverk Kjarvals um saltfiskinn mundu sjálfsagt líta öðru vísi út ef efniviðurinn væri sóttur í nútíma fisk- vinnslu. Allt þetta er vottur um að „tíminn er fugl sem flýgur hratt", atvinnuhættir og tíðarandi breytist. í slíkum sviptingum er nauðsyn að greina það sem er sígilt og breytist ekki og leggja rækt við það. Listin er sígild, en viðfangsefnin breytast. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.