Tíminn - 10.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.05.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. maí 1996 Löggœsla úr þyrlu 38 sinnum hagkvœmari en gœsla meb lögreglubílum, segir breska inn- anríkisrábuneytiö. júlíus Ó. Einarsson lögreglumabur: Legg til þyrlugæslu í Reykja- vík allan sólarhringinn Þyrla vib löggæslu er góbur kostur að mati Júlíusar Ó. Einarssonar lögreglumanns. Hann starfabi vib tilraun meb löggæslu úr þyrlu í Reykjavík stærstan hluta árs- ins 1993. Hann leggur til ab þyrlugæsla verbi tekin upp og vibhöfb í Reykjavík allan sólarhringinn og bendir á minni þyrlu Landhelgisgæsl- unnar, TF-GRÓ, sem góban kost; hún sé ódýr í rekstri, lít- il og lipur, en gluggar stórir og hentugir fyrir löggæslu- mennina. Breska innanríkis- rábuneytib hefur fullyrt ab meb réttri notkun þyrlna megi ná fram 38 sinnum hagkvæmari rekstri en meb lögreglubíl, þær séu ódýrari og gefi betri árangur. „Hagkvæmnin er augljós, þetta er ódýrara og árangurs- ríkara en mannaður lögreglu- bíll. Á ráðstefnu um flugrekst- ur lögreglu víða um heim, sem ég sótti í Englandi, kom fram að þyrlurnar eru alls staðar í heiminum að verða algengari, enda þótt víðast sé verið að skera niður fjárframlög til lög- gæslu," sagði Júlíus í samtali við Tímann. Þyrlur eru víða notaðar í al- menn útköll þar sem það á við, og hafa óneitanlega yfirburði. Það á við um leit, atburði eins og árásir og nauðganir, svo eitthvað sé nefnt. í þyrlunum eru hitamyndavélar og öflugir nætursjónaukar. Þá eru þyrl- urnar nýttar öðrum þræði í umferðargæslu, ekki síst á heimleið úr öðrum útköllum til að nýta flugtímann. Júlíus segir að reynslan árið 1993 hafi verið góð og menn Áhöfnin á TF-CRÓ þegar tilraun stób yfir meb löggœsluflug fyrir þremur árum. Tímamynd S. viðurkenni yfirburði þyrlu- gæslu. Hann geti nefnt mörg dæmi, til dæmis þegar leitað var 2 ára barns sem týndist frá heimili sínu við írabakka. Fjór- um mínútum eftir flugtak fann áhöfn þyrlunnar barnið á rangli í Bakkahverfinu. Lög- reglumótorhjóli var leiðbeint að staðnum. Tilraunin 1993 var aðeins gerð að degi tij, en hugmyndir Júlíusar ganga út á sólarhrings þyrluvakt með hitamyndavél og nætursjón- aukum. Áhöfnin er þrír menn: lögreglumaður, sjúkraflutn- ingamaður og flugmaður, allir eiga þeir að geta unnið lög- gæslustarfið og gengið í hver þau störf sem til falla. „Við sinntum mikið fjarlæg- ari hlutum svæðisins 1993, til dæmis sumarbústöðum þar sem innbrot voru tíð; við vor- um yfir skíðasvæðunum, tékk- uðum á sprengiefnageymslum, ferðafólki, skotveiðimönnum og ýmsu fleiru og komum oft til hjálpar," sagði Júlíus. Júlíus segist ekki hafa áhyggjur af því að þyrluflugið mundi fækka almennum lög- reglumönnum. Hins vegar mundi löggæslan verða mun öflugri og bera betri árangur. Samstarf þyrluáhafnar með hitamyndavél og sjónauka og mannaðs lögreglubíls hafi sýnt sig að vera góður kostur, líka hér á landi þá 10 mánuði sem tilraunin stóð fyrir þrem árum. „Við getum búið til dæmi. Ef kært væri vegna dóna í Foss- voginum, þá væri þyrla fljót- lega komin á vettvang. Ef dón- inn er enn á vettvangi eða í næstu grennd, þá finnum við hann, hvort sem hann er gang- andi, hlaupandi eða liggur fal- inn. Við getum einfaldlega leiðbeint lögreglubílunum að staðnum og króað manninn inni," sagðijúlíus. -JBP Smáar þjóbir og stórar Undanfarin ár hefur okkur ís- lendingum orðið æ tíðræddara um stærð okkar meöal þjóba. Viö tölum um okkur sem smá- þjóð og teljum þá staðreynd, að landið er fámennt, knýja á um kynningu á tilveru okkar mebal stærri þjóða. í því sambandi ausum við stórfé m.a. í að fá ís- lenskar kvikmyndir sýndar á af- dalahátíbum þvers og kruss um Evrópu. Og við kaupum útlend- inga til ab gefa út íslenskan skáldskap, eins þótt hann sé oft ekki meira virbi en svo, ab hann er flestum gleymdur um þab leyti sem prentsvertan þornar, meira ab segja hér heima, þar sem höfundarnir njóta þó frægbar fámennisins. Þar á ofan dásömum við svo hvern þann sem „kemur okkur á kortib", eins og það er kallað. Má þá einu gilda hvort um er ab ræða fagurlega brosandi forseta, bringuþaninn söngvara eba veggfóbrara meb dularfulla „adressu" á Signubökkum. Meb leyfi, um hvaba kort er verib ab tala? Og hvert erindi eigum vib á þab, sé þab þá til? Og hvab er smáþjóð? Eg læt fyrri spurningarnar liggja milli hluta, enda verður þeim vart svarað, nema menn geri sér ljóst hvort við séum smáþjóð ebur ei. Sé rætt um smáþjóbir og stór- þjóðir, virðast flestir ganga út frá því sem gefnu að smáþjóðir séu fámennar, en stórþjóbir fjölmennar. Þetta er hæpin skil- greining, nema þá samkvæmt kokkabókum tölfræbinnar, sem eins og kunnugt er telst til allra hæpnustu fræbigreina. Hver þjób er einfaldlega stór eða smá af sjálfri sér og verkum sínum. Hér gildir hið sama og um ein- staklinga. Engum kæmi til hug- ar ab kalla mann lítilmenni, vegna þess eins ab hann væri abeins 160 cm á hæb. Eins tel ég hæpib ab nokkur fengi á sig mikilmennskuorb jafnvel þótt hann skagabi eitt- hvab í þribja metrann upp í loftib. Þjóbverjar eru önnur fjöl- mennasta þjób Evrópu, alls um 80 milljónir talsins. Hagvísir menn telja þá því til stórþjóba. Eigi ab síbur er þab stabreynd, ab fyrir abeins hálfri öld þjakabi minnimáttarkenndin þá svo mjög, ab þeir létu sér sæma ab SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson myrba milljónir manna á þeim forsendum ab tilvera þeirra væri ógnun vib öryggi ríkis og þjóbar. Enn þann dag í dag hafa fæstir þeirra þorab ab fjalla op- inskátt um það hvað tryllti þá og hvernig megi hindra að slíkt gerist aftur. Þess vegna eru Þjóð- verjar smáþjóð, hvab sem líður fjölmenni þeirra, völdum eða aubæfum. Þegar böblar Hitlers rébust inn í Noreg, þann 9. apríl 1940, tóku Norbmenn rösklega á móti og börbust til sigurs, bæði heima og þá ekki síður á höfun- um. Síban hafa Norbmenn ver- ið stórþjób, þótt fáir séu. Hins vegar höfum við íslendingar allar götur síban í síbari heims- styrjöld hagab okkur eins og auðsjúkar skækjur. Andleg verðmæti virðum vib einskis, nema þá svo vilji til ab þau þyngi pyngjuna. Allt okkar líf snýst um þab eitt sem mölur og ryð fá grandað. Það er þetta skriðdýrseðli sem gerir okkur ab smáþjóð, ekki fámenni lands- ins. Og þótt okkur takist ab telja sjálfum okkur trú um ab vib sé- um fræg úti í heimi, þ.e.a.s. „sé- um á kortinu", þá breytir þab engu. Frægbarsjúkum íslendingum til fróbleiks, má raunar geta þess ab þegar ég bjó erlendis í Íok síbasta áratugar, en þab var í Svíþjób, voru abeins tveir ís- lendingar sem þarlendir virtust vita af. Þetta voru þeir Jón Páll kraftamabur og Sveinbjörn Beinteinsson, skáld og allsherj- argobi. Nú eru þeir bábir gengn- ir á yit febra sinna og því vísast, ab ísland sé fallib út af korti Svía. En þótt vib íslendingar höf- um verib smáþjób allan lýb- veldistímann, þá getum vib breytt því. Vib þurfum abeins að leggja af léttúð skækjunnar og fara að rækta þau andlegu verðmæti, sem gera veraldlegan auð einhvers virði. ¦ FOSTUDAGS PISTILL ASGEIR HANNES SÆGREIFAR SIGLI SINN SJÓ Á sínum tíma sat pistilhöfundur í Evr- ópustefnunefnd Alþingis og verkefni nefndarinnar var aö fylgjast meb samningum EFTA- og EB-ríkjanna um EES-Evrópumarkabinn. Nefndin fór í embættisferb á fastaland álfunn- ar og hitti ao máli þingmenn í Brus- sel og víöar. Pistilhöfundur spurbi alla Evrópuþingmenn, sem hann komst í tæri vib, hvort þeir vildu frekar veiba fisk í landhelgi íslend- inga eba selja hingab landbúnabar- vörur. Áttatíuogfimm prósent vildu frekar selja landbúnabarvörur. Meb því var kollvarpab þeirri kenningg íslenskra stjórnvalda ab Evrópubandalagib væri á höttunum eftirfiskistofnum íslendinga. Áratuga gömul lygi var kvebin í kútinn. Enda eiga íslendingar engan fisk eftir til ab semja um. Búib er ab gefa fáeinum útgerbarmönnum allan kvótann og þeirfæra hann eignamegin íbók- hald sitt ábur en hann gengur í arf til barnanna. Á meban fiskur var tekinn fram yfir fólk ísamningum vib Efnahags- bandalagib gleymdust smáatribi eins og orkan ífallvötnunum. Nú kemur á daginn ab meginlandsbúar eiga sama rétt á orkuverum hérlendis og sjálfur Einar heitinn Benediktsson meb Fossafélagib Títan. Og ekki eru öll kurl komin til grafar. Á næstu misserum kemur í Ijós hvaba heim- anmund vib létum af hendi vib brúb- kaup íslensku fjallkonunnar í Brussel. Stöbugt fleiri útgerbarmenn láta vinna aflann um borb í veibiskipum eba sigla meb hann beint á hafnir í Evrópu. í besta falli umstafla þeir afl- anum hér á landi og senda sfban til útlanda í gámum. Landsmenn má því einu gilda hvort íslenskir útvegs- menn sigla meb aflann á meginland- ib eba útgerbarmenn á fastalandinu sækja hann hingab sjálfir. Fiskurinn er jafn fjarri landsmönnum fyrir þab. Og ekki nóg meb þab: Þrátt fyrir ab hafa þegib allan fisk- inn í sjónum ab gjöf í marga ættlibi, skipta útvegsmenn ekki vib lands- menn ef þeir komast hjá því. Veibi- skipin eru smfbub á Spáni og haldib vib í Póllandi. Veibarfæri eru innflutt og nú síbast erlendar áhafnir á leigu- skip til ab sigla meb kvótann. Sæ- greifar og þingmenn þeirra hafa gengib fram af þjóbinni meb þvíab vebsetja kvótann, selja hann á milli manna, selja hann meb skipum og braska meb hann á annan hátt. Kvótinn er ekkert stjórntæki fisk- veiba, heldur hreinn fjárdráttur á þjóbareign. Eigi reglan um ódýrustu kaup ab gilda áfram fyrir útvegsmenn, er sjálfsagt ab hún gildi líka fyrir lands- menn. Landsmenn verba ab feta í fótspor útvegsmanna og semja um ódýrari þjónustu á meginlandinu. Víba liggja stórir flotar veibiskipa bundnir vib bryggjur og vafalaust hægt ab semja vib eigendur þeirra fyrir minni pening en sægreifarnir kosta. Svar Islendinga vib fjárdrætti sæ- greifa er ab bjóba allan kvótann út á heimsmarkabi. Óska eftir tilbobum í ab landa leyfilegum afla í helstu fiski- hafnir umhverfis landib. Vel má setja þau skilyrbi ab íslenskar áhafnir manni skipin og veibarfæri og kostur sé keyptur hér á landi. Látum sæ- greifana sigla, sigla sinn sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.