Tíminn - 10.05.1996, Page 6

Tíminn - 10.05.1996, Page 6
6 rfr rtwTf iTwTf WvmSmm Föstudagur 10. maf 1996 Neytendasamtökin hvetja bœndur til aö taka ekki þátt i ýmsum nýj- um framleiösluháttum: Vara viö erfðabreytingum og hormónum í matvælum Neytendasamtökin hvetja ís- lenskan landbúnab og mat- vælaframleiöendur til ab taka ekki þátt í nýjum framleibslu- háttum, sem nú rybja sér til rúms erlendis — m.a. erfba- breytingum, hormónagjöf og ómannúblegri mebferb búfén- abar í því skyni ab halda nibri framleibslukostnabi — heldur sé vib þab mibab ab hér séu framleiddar heilnæmar mat- vörur án óþarfa aukaefna. Lýsa Neytendasamtökin sig reiöubúin til samstarfs til aö tryggja ab svo megi verða. Sam- tökin krefjast þess að stjórnvöld setji skýrar reglur um upplýs- ingar á umbúðum matvæla og stuðli jafnframt að því að inn- flytjendur sinni sambærilegri upplýsingaskyldu. Neytendasamtökin minna á að það á ekki að vera neytenda að sýna óyggjandi fram á hugs- anlega skaðsemi matvæla. Sönnunarbyrðin eigi ávallt að vera hjá framleiðendum. Oft séu notuð efni og framleiðslu- aðferðir sem gjalda verði var- huga við. Farið sé að erfðabreyta jurtum og dýrum til að auka geymsluþol matvæla. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi nú heimilað notkun fimm tegunda kjöt- hormóna, en frestað ákvörðun um notkun mjólkurhormóna, en með þeim sé hægt að auka mjólkurframleiðslu um 30%. Slík aukning auki hættu á júgur- bólgu og ýti þar með undir aukna lyfjanotkun. Þetta sé því bæði spurning um dýravernd og heilsu neytenda, þegar til lengri tíma er litið. Framleiðendur hafi ekki getað sannað að hormóna- notkun í mjólkur- og kjötfram- leiðslu hafi ekki áhrif á neytend- ur. Það er líka ófrávíkjanleg krafa Neytendasamtakanna að það komi ótvírætt fram á umbúðum matvæla hafi þau verið geisluð, líka þegar um samsettar vörur er að ræða. S Gjafir og eignir hússtjórnarskólanna: I vörslu stofnana sem nýta þá nú Gripir þeirra hússtjómarskóla, sem hætt hafa störfum, em annab hvort í varbveislu þeirra stofnana sem nú hafa fengib húsnæbi þeirra til afnota, eba þeir era í varbveislu samtaka kvenna á vibkomandi stöbum. Þetta kom fram í svari Bjöms Bjamasonar menntamálaráb- herra vib fyrirspum ffá ísólfi Gylfa Pálmasyni. ísólfur Gylfi hafbi lagt fyrirspum sína fram fyrir nokkra, en menntamála- rábherra óskab eftir fresti til þess ab svara, þar sem afla þyrfti upplýsinga um hvem skóla fyrir sig. ísólfur Gylfi sagbi ab hús- stjómarskólarnir hafi verib lítils- virtir í umræbunni. Mikil verð- mæti liggi í eigum þeirra og einnig liggi mikil menning ab baki þeim sem stofnunum, því mörg þeirra gilda, sem þeir störf- ubu fyrir, hafa nú glatast. Hann sagbi að skólarnir hafi mikið til- finningalegt gildi fyrir þab fólk sem þar hafi numib, og hann kvabst hafa orðið var við að grip- ir þessara stofnana hafi lent á vergangi. Björn Bjarnason rakti nýtingu húsnæbis fyrrverandi hússtjórn- arskóla og á hvem hátt munir væra varbveittir. Hann sagði naubsynlegt ab flýta ákvörbun- um um nýtingu þessara húsa. Sumstabar hafi verið komið á fót minningarstofum þar sem gamlir nemendur komi saman og minn- ist liðins tíma, en það sé ekki ab öllu leyti heppilegt. Því sé naub- synlegt ab gera húsnæbi þessara fyrram stofnana lifandi á-nýjan leik meb starfsemi þar sem slíkt sé ekki fyrir hendi. -ÞI í september 1890 fær Sveinn Ólafs- son úthlutað lóð, 37 x 45 álnir, vest- an við væntanlegt framhald af Smiðjustíg, norðan við Steinsstaða- stíg. Byggingin standi vestan við Smiðjustíg í línu við önnur hús þeim megin. í fyrstu brunavirðingu á húsinu, sem var gerð í ágúst 1893, segir að Sveinn Ólafsson hafi byggt hús úr bindingi, klætt með borðum og járni þar yfir og með járnþaki á langbönd- um. í húsinu séu tvö herbergi og tvö eldhús, sem eru þiljuö en ómáluð. Kjallari er undir öllu húsinu. Ekki er tekið fram hvort húsið er í byggingu eða fullbúið, en af lýsingu má telja nokkuð víst að húsið er ekki full- t»y§gt. I janúar 1891 fær Sveinn Ieyfi til að byggja viðbót norðan við íbúðarhús sitt, 13 x 6 álnir, og tvo skúra, 2x4 álnir og 3 x 3 álnir. Næsta brunavirðing var gerð 1906. Þar segir að Sveinn Ólafsson hafi byggt einlyft hús með porti og 5 1/2 álnar risi, við norðurgafl á húsi því sem hann áður byggði á lóð sinni við Smiðjustíg 11. Viðbyggingin er byggð af bindingi, klædd utan með plægð- um 1" borðum, pappa, listum og járni þar yfir, og með járnþaki á plægðri 1" borðasúð, meö pappa í milli. Innan á bindingi eru pappi og listar, og með milligólfi á báðum bita- lögum. Niðri eru tvö íbúðarherbergi, þiljuð með striga og pappa á veggjum og loftum; máluð. Þar eru tveir ofnar. Uppi eru tvö íbúðarherbergi þiljuð og máluð. Þar eru tveir ofnar. Kjallari er undir öllu húsinu, 3 1/2 alin á hæð. í manntali frá árinu 1901 búa á Smiðjustíg 11: Sveinn Ólafsson hús- bóndi, 65 ára, fæddur í Stokkseyrar- sókn; Sigríður Rögnvaldsdóttir, 40 ára, fædd í Garðasókn á Álftanesi; börn þeirra: Rögnvaldur 18 ára, Anna Guöný 13 ára, Júlíus 11 ára, Karólína Sveinbjörg 6 ára, Sumarliði 8 ára, Guðríður 3 ára og Sigurlína 1 ára. Sveinn Ólafsson lést 24. febrúar 1910. Ekkja hans bjó í nokkur ár í húsinu eða þar til það var selt árið 1915. Hún lést árið 1935. Árið 1910, í manntali sem gert var í nóvember, búa í húsinu: Sigríður Rögnvaldsdóttir, ekkja Sveins, og börn þeirra Sumarliði, Sigurlína, Anna og Júlíus. Aðrir íbúar hússins eru: Halldór Þóröarson, fæddur 10. nóvember 1854, Jóhanna Guð- mundsdóttir, fædd 1. apríl 1855, Guðrún Sigríður Halldórsdóttir, fædd 5. ágúst 1884, og Anna Ágústa, fædd 2. nóvember 1890. Gísli Guðmundsson gerlafræðing- ur kaupir Smiðjustíg 11 af erfingjum Sveins Ólafssonar. Sama ár ræðst Smiðjustígur 11 Gísli í að stækka og endurbæta húsið. í mars 1916 er það tekið til brunavirðing- ar. Þá segir að Gísli Guðmundsson gerlafræðingur hafi aukið og endurbætt húseign sína. Hús er byggt af bindingi, klætt yfir með plægðum 1" borðum, pappa, listum og járni, þar yfir á öll- um veggjum og þaki. í útveggi er fyllt í binding með sagspónum og milli- gólf í báðum bitalögum. Niðri eru fjögur íbúðarherbergi, eldhús, gangur og tveir fastir skápar; allt þiljað með striga og pappa á veggjum og loftum, ýmist málað eða veggfóðrað. Þar eru tveir ofnar og ein eldavél. Uppi eru þrjú íbúðarherbergi, eldhús, gangur og tveir fastir skápar, allt með sama frágangi og niðri. Þar eru tveir ofnar og ein eldavél. Vatns-, gas- og skolp- leiðslur eru í húsinu. Kjallari 3 1/2 al- in á hæð er undir öllu húsinu, hólfað- ur í þrennt. Kjallarinn er allur kalkað- ur að innan og meö steinsteypugólfi. Þrír fjórðu af gólfi í kjallara er flísa- gólf. I einum fjórða kjallarans eru vél- ar sem notaðar eru til gosdrykkja- framleiðslu. Gísli Guðmundsson var fyrsti ís- lendingurinn sem lærði gerlafræði. Hann stundaði námið í Austurríki, Þýskalandi og Frakklandi og var óþreytandi að fara utan og afla sér endurmenntunar. Hann var einnig menntaður í vefjafræði. Gísli kom á fót rannsóknar- stofu í gerlafræði, sem hann rak um árabil í kjallaran- um aö Smiðjustíg 11. Hann vann að rannsóknum fyrir Landakotsspít- ala við Túngötu og Sóttvarnarhúsið í Þingholtsstræti. Einnig við mjólkur- bú, sem um tíma var starfrækt á Lind- argötu. Gísli Guðmundsson stofnaði gosdrykkjaverksmiðjuna Sanitas, sem var fyrst til húsa á Seltjarnarnesi, en var síðan flutt í kjallarann á Smiðju- stíg 11, sama ár og Gísli keypti húsið. Loftur Guðmundsson ljósmyndari tók síðan við rekstri Sanitas og byggði yfir hana á Lindargötu þar sem Lind- arbær er nú. Brjóstsykursgerðin Nói var um tíma í kjallaranum, en það mun hafa verið eftir að Sanitas flutti starfsemi sína á Lindargötu. Gísli Guðmundsson var mikill áhugamaður um nýjungar í iðnaði og flestu sem laut að atvinnuskapandi rekstri. Sagt er að hann hafi haft meiri áhuga á að byggja upp nýja starfsemi en græða peninga. Hann var einn af stofnendum smjörlíkis- gerðarinnar Smára, ásamt Ragnari Jónssyni, sem kenndur var við Smára. Það fyrirtæki var til húsa á Veghúsa- stíg 5. En síðar var bókaforlagið Vaka- Helgafell þar til húsa eftir að smjör- líkisgerðin hætti þar. í manntali frá árinu 1920 voru til heimilis að Smiðjustíg 11: Gísli Guð- mundsson, kona hans Halldóra Þórð- HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR ardóttir og börn þeirra hjóna, Guð- mundur og Guðrún. Foreldrar Gísla voru þar einnig til heimilis: Guð- mundur Guðmundsson frá Hvítanesi í Kjós og Jakobína Jakobsdóttir, sem einnig var úr Kjósinni, ásamt dóttur sinni Fríðu. Á heimilinu var vinnu- konan Guðný Helga Kristjánsdóttir. 1916 byggði Gísli geymsluskúr á lóðinni, 6 x 2,83 fermetra. Hann var gerður af bindingi og járnklæddur, en suðurhliðin, sem var á lóðarmörkum, var eldvarnarveggur. Skúrinn var hólfaður í tvennt og eingöngu notað- ur til geymslu. Gísli Guðmundsson byrjaði að byggja Smiðjustíg 11 A árið 1919. Það hús er byggt af steini og byggt fyrir iðnað. Það var byggt í þremur áföng- um. Þar starfrækti Guðmundur sonur Gísla og Halldóru húsgagnaverk- stæði. Gísli Guðmundsson var fæddur 6. júlí 1884. Hann lést langt fyrir aldur fram, 26. september 1928. Eftirlifandi kona hans Halldóra Þórðardóttir, börn þeirra og foreldrar Gísla bjuggu áfram í húsinu. Halldóra andaðist 25. janúar 1989, en hún bjó síðustu árin í skjóli Guðrúnar dóttur sinnar. Guðrún Gísladóttir fór ung til Þýskalands og lærði þar hraðritun. Hún vann lengst af hjá Garðari Þor- steinssyni hæstaréttarlögmanni, við trúnaðarstörf og er þekkt fyrir dugn- að og vandvirkni. Þorvarður Jónsson, eiginmaður Guðrúnar, var skjalaþýð- andi. Dóttir Guðrúnar og Þorvarðar, Edda læknaritari, og maður hennar, Hálfdán Henrýsson stýrimaður, sem flestum íslendingum er kunnur fyrir fórnfús störf í þágu slysavarna, bjuggu um árabil í húsinu að Smiöju- stíg 11. Húsið var í eigu fjölskyldunn- ar þar til í desember 1990. Þá seldi Guðrún Gísladóttir og flutti í íbúð í húsi Eddu og Hálfdánar. Núverandi eigendur að Smiðjustíg 11 eru hjónin Gísli Arnþór Víkings- son líffræðingur og Guðrún Ög- mundsdóttir borgarfulltrúi. Þetta fal- lega og vinalega hús hefur að mestu haldið sínu upphaflega útliti. í stof- um á hæðinni er upphaflegt tréverk, sem skiptir veggjunum eftir miðju. Þessi skreyting fer vel við hús frá þess- um tíma. Núna er herbergjaskipan þannig, að á hæðinni eru tvær stofur, herbergi, gangur og snyrting. Uppi eru þrjú herbergi, gangur, bað og snyrting. í kjallara hússins er búið að innrétta íbúð. Tveir inngangar eru á húsinu, annar á gafli í suðurátt, hinn á skúr á vesturhliö hússins. Heimildir eru frá Borgarskjalasafni og Landsbókasafni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.