Tíminn - 10.05.1996, Qupperneq 8

Tíminn - 10.05.1996, Qupperneq 8
8 Föstudagur 10. maí 1996 Pakistanar sem vinna af sér lán er húsbœndur þeirra segja foreldra þeirra eba afa og ömmur hafa tekib. Þrælahald í Pakistan Hermenn í Karachi, abalborginni í Sindh: stjórnleysi og grimmd eru af fréttum ab dcema ofarlega í því samfélagi. Fjöldi landbúnabar- verkamanna er þar enn í raun í ánauö hjá stórjarbeigend- um, þótt slíkt sé bannab meb lögum rælahald er siöur sem fylgt hefur mannkyninu a.m.k. frá upphafi „sið- menningar'' og bann hafbi ekki verib lagt vib því í öllum ríkjum heims fyrr en á síöari hluta þessarar aldar. En enn- þá vibgengst þab sumstaðar í ýmiskonar dularbúningi. Þannig er það í Pakistan. Þar er fjöldi fólks í ánauð í raun, enginn veit hve margt. Þar er reynt ab réttlæta það meb því ab halda því fram að þrælarnir séu í raun og veru að vinna af sér skuldir. Engir skriflegir samningar Þar er mikib um ab fátækt fólk á landsbyggðinni, sem yfirleitt á ekki kost á lánum hjá bönkum, fái peninga að láni hjá stórjarð- eigendum. Standi þab ekki nógu vel í skilum að mati þess sem lánaöi, veröur það að gerast þrælar hans. Ánauðarfólk þetta, sem yfirleitt kann ekki að lesa og skrifa og hefur ekki aðgang að yfirvöldum og dómstólum, verður að hlíta þeim skilmálum sem lánardrottinn þeirra setur og hann ákveður hvenær skuld- in teljist greidd að fullu. Niður- staðan af þessu verður gjarnan að ekki aðeins þeir, sem tóku lánið, verða ævilangt ánauðar- menn, heldur og börn þeirra, barnabörn o.s.frv. Því ab gengið er út frá því að börnin séu ábyrg fyrir skuldum foreldranna. Stundum segja stórjarðeigendur eba bústjórar þeirra ánauðar- mennina vera að vinna upp í laun, sem þeir hafi fengið borg- uð fyrirfram, án þess að skrifleg- ir samningar hafi verið um það gerðir. Þó ab verkamenn telji það rangt, er erfitt fyrir þá að afsanna fyrir dómstóli að þeir hafi fengið slíkar fyrirfram- greiðslur, jafnvel þótt þeir gætu farið með málið fyrir dómstól og þyrðu þab. Bresk fréttakona í Pakistan náði ekki alls fyrir löngu tali af hálffertugum landbúnaðar- verkamanni að nafni Khamiso, er tekist hafði að flýja úr ánauð. Foreldrar hans voru einnig ánauðugir landbúnaðarverka- menn, sem og þeirra foreldrar. Hann og skyldmenni hans rám- ar í að ættin hafi upphaflega misst frelsi sitt vegna skuldar, en ekkert þeirra man lengur hver upphæð þeirrar skuldar var í byrjun. Oft er það þannig, að þótt verkafólk í ánauð vinni myrkranna á milli við bágustu kjör, hækkar skuldin frekar en lækkar eftir því sem árin líða, eða því halda húsbændurnir fram. Og ánauðarfólkið getur ekkert við því gert, það hefur enga pappíra viðvíkjandi meintri skuld og þorir ekki að leita til yfirvalda. Eða getur það ekki, þótt það þyrði, því vörður er staðinn um það og dæmi eru þess að hreysi þess séu umgirt háum veggjum með rafmögn- uðum gaddavír ofan á. Keyptur og seldur þrlsvar Khamiso hefur unniö á syku- rekru svo lengi sem hann man eftir sér. Við vinnuna í brenn- andi sólarhita voru hann og vinnufélagar hans hafðir í hlekkjum. Vopnaðir verðir stóðu yfir þeim og keyrðu byssuskeftin í síðu hverjum þeim sem varðmönnunum þótti fara sér of hægt við vinn- una. Á kvöldin, þegar dimmdi og kólnaði, voru þrælarnir hlekkjaðir við tré. Undir morg- un voru þeir vaktir með því að sparkað var í þá. Tugþúsundir haris, eins og slíkir þrælar eru nefndir, ganga árlega kaupum og sölum milli stórjarðeigenda. Hér mun vera um að ræða fornan sib þarlend- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON is, og Mannréttindanefnd Pak- istans (Human Rights Comm- ission of Pakistan, HRCP) telur að á þessu sé ekkert lát. Mest kvað vera um þetta í Sindh, suð- urhluta landsins. Ýmsir af vold- ugustu stjómmálamönnum Pakistans, þ.ám. Benazir Bhutto forsætisráðherra, eiga þar mikl- ar lendur. Khamiso segist hafa verið keyptur og seldur þrisvar. í hvert skipti frétti hann af þeim viðskiptum fyrst er honum var hent upp á vörubíl og ekið með hann til kaupandans. Eftir að hann flýði úr þræl- dómi komst hann í samband við HRCP og leitaði þar hjálpar til að frelsa sína nánustu. Þá kom í ljós að skömmu eftir að hann strauk hafði konu hans og frænku verið nauðgað af frjáls- um starfsmönnum stórjarðeig- andans, líklega í refsingarskyni. Faðir Khamisos hafði látist og verið grafinn úti á akri, því að bústjórinn vildi ekki að jarðar- för hans færi fram samkvæmt siðvenju. Kona að nafni Bhagan, sem vinnur á sömu plantekru, sagði við fulltrúa HRCP: „Fjölskylda mín hefur verið í ánauð í 25 ár. ... Karlmennirnir eru barðir. Ef við veiktumst, fengum við ekki matarskammtinn. Börnin okkar eru neydd til að vinna og barin fyrir augunum á okkur. Við get- um ekkert sagt eða gert." „Hér er steinöldin ennþá" Þrælahald er ab sjálfsögðu ólöglegt í Pakistan og fyrir þremur árum gaf ríkisstjórnin þar út tilskipun um að allar skuldir haris skyldu strikaðar út. En það virðist ekki hafa breytt miklu. Kjör ánauðarmanna þessara eru, ef marka má lýsingar, öllu verri en t.d. þræla í Vesturheimi fyrr á tíb. Maturinn sem þeir fá er af óbrotnasta tagi, þeir eiga ekki föt til skiptanna og í kofum þeirra úr stráum og þurrkaðri leðju eru ekki aðrir húsmunir en fáein eldunarílát og teppi. Shekil Pathan, starfsmaður hjá HRCP, hefur sent stórjarb- eigendum afrit af lögunum sem banna ánauð. En flestir stórjarð- eigendanna segjast ekki hafa fengið neitt slíkt afrit. „Fólk er selt eins og gripir eða dauðir hlutir hér um slóðir," hefur áðuráminnst fréttakona eftir Pathan. „Þegar maður verður þræll stórjarðeiganda, fylgir öll fjölskyldan með í ánauðina. Konumar verða eign stórjarðeigandans. Það heyrir til því hversdagslega að karlmenn- irnir séu barðir og konunum nauðgað ... Þetta er ekki einu sinni miðaldalegt. Hér er stein- öldin ennþá og lögin eru í raun ekki til." Hann og samstarfsmenn hans bjóða þessu ófremdarástandi þó byrginn og fyrir kemur að þeim verður eitthvað ágengt. Þannig frelsuðu þeir nýlega 385 karla, konur og börn úr ánauð hjá manni af fjölskyldu, sem má sín mikils í stjórnmálum Pakistans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.