Tíminn - 10.05.1996, Side 9

Tíminn - 10.05.1996, Side 9
Föstudagur 10. maí 1996 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND Jeltsín og Javlinskí saman gegn Sjúganov? UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND... Javlinskí vill frekari viðræöur Vonir Boris Jeltsíns Rússlands- forseta um aö fylkja lý&ræ&is- öflunum aö baki sér í kom- andi forsetakosningum glæddust heldur í gær þegar Grigorí Javlinskí, frjálslyndur forsetaframbjóöandi sem ræddi viö Jeltsín í um tvær klukkustundir á sunnudag, sagðist vilja áframhaldandi viöræöur um samfylkingu lýöræöisaflanna til þess aö koma í veg fyrir sigur fram- bjóöanda Kommúnistaflokks- ins, Gennadí Sjúganov. Þótt langt sé frá ab málamiðl- un hafi tekist og skilyrði Jav- linskís gætu reynst óásættanleg fyrir Jeltsín þá kemur það sér óneitanlega vel fyrir Jeltsín að Javlinskí sé til í viðræður. Sigur- vonir Jeltsíns í kosningunum hafa verið heldur litlar og hafa aðstoðarmenn hans orðið æ áhyggjufyllri eftir því sem kjör- dagur nálgast, og jafnvel rætt um að fresta kosningunum. „Það sem við ætlum að ræða myndi verða einsdæmi í sögu Rússlands — pólitískt samstarf ríkisstjórnarinnar og lýðræðis- legra stjórnarandstöðuafla," sagði Javlinskí. „Lýðræðisleg stjórnarandstaða gæti myndað samstarf við Jeltsín í því skyni a koma í veg fyrir sigur Sjúg- anovs." Javlinskí er 44 ára hagfræð- ingur, leiðtogi Jabloko hreyfing- arinnar, og er hlynntur því að gerðar verði skjótar endurbætur á rússnesku þjóðfélagi í anda vestrænna hugmynda. Hann gerði þó lýðum ljóst að erfitt Suöur-Afríka: Þjóbarflokkur de Klerks yfirgefur ríkisstjórnina Tœknifrjóvgun: Ofrjósemin erfist Þegar gerð er tæknifrjóvgun á konum með því að nota sæði úr ófrjóum karlmönnum eru líkur á því að ófrjósemin erfist til afkvæmanna, að því er bandarískir vísindamenn skýrðu frá í gær. Þrjú eða fjögur prósent karl- manna framleiða of fáar sæðis- frumur til þess að þeir geti eign- ast afkvæmi með hefðbundnum hætti, en með hjálp tækni- frjóvgunar hefur þeim verið gert það kleift. David Page og félagar hans við Massachusetts Institute of Technology skýrðu frá því í læknablaðinu Lancet aö þeir þeir karlmenn, sem svo væri ástatt fyrir, skorti ákveðið gen, eða hugsanlega hóp gena, svo- kölluð AZF gen. Flestir karlmenn með þennan erfðagalla framleiða engar sæð- isfrumur, eða mjög fáar, og allar líkur eru á því að ef þeir eignast son með hjálp tæknifrjóvgunar verði þeir líka ófrjóir af sömu ástæðu. Það verður því álitamál hvort rétt sé að leita eftir tæknifrjóvg- un í þessum tilvikum. -GB/Reuter Boris jeltsín viröist heldur einmana þarna ofan á grafhýsi Leníns við Rauöatorgiö ÍMoskvu í gœr, þar sem hann flutti rœöu í tilefni af „sigurdeginum", sem Rússar halda hátíölegan íminningu þess aö sigur vannst á Þjóöverj- um í seinni heimsstyrjöldinni. Reuter myndi reynast að semja við Jelt- sín og að hann myndi setja ströng skilyrði hvað varðar bæði breytingar á stefnu og manna- breytingar. Javlinskí hefur iðulega gagn- rýnt Jeltsín harðlega, ekki hvað síst fyrir átökin í Téténíu. Hann hefur hvað eftir annað lýst því yfir að hann myndi ekki draga sig í hlé til aö styrkja stöðu Jelt- síns, en í skoðanakönnunum hefur hann verið í þriöja eða fjórða sæti, og langt á eftir bæði Jeltsín og Sjúganov, og svo virð- ist sem hann líti nú svo á að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að kommúnistar komist aftur í valdastólana sé að veðja á Jeltsín. Tilraunir Javlinskís og tveggja annarra frambjóðanda, Alex- anders Lebed fyrrverandi hers- höfðingja og augnlæknisins Svjatoslavs Fjodorov, til þess að mynda „þriðja aflið" sem gæti náð atkvæðum frá bæði Jeltsín og Sjúganov, virðast hafa farið Út um þúfur. -GB/Reuter Varaforseti Suður-Afríku, F. W. de Klerk, tilkynnti í gær að flokkur hans, Þjóðar- flokkurinn, myndi hætta þátttöku í ríkisstjóm lands- ins, degi eftir að ný stjórnar- skrá gekk í gildi, en de Klerk hefur sagt hana vera gallaða. „Það engin kreppa. Við er- um ekkert í fússi," sagði de Klerk. „Deginum í gær var réttilega lýst sem fæðingu þjóðar." Þótt Þjóðarflokkurinn fari úr stjórninni þarf ekki að efna til kosninga þegar í stað, því Afríska þjóðarráðið er með traustan meirihluta á þinginu eftir sem áður. De Klerk, sem var síðasti for- sætisráðherra aðskilnaðar- tímabilsins í Suður- Afríku áð- ur en haldnar voru fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu árið 1994, sagðist ekki vera að hætta í stjórnmálum, heldur myndi hann verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar, en næst verða haldnar kosningar árið 1999. -GB/Reuter Húsbréf Styrkur þinn verður hennar styrkur Ltrté VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN Vinningar Fjöldl vlnninga Vlnnings- upphæð 1. 4 26.502.500 q 5 af 6 tL. ♦ BÓNUS 2 201.420 3. 6«<6 9 35.160 4. 4af 6 395 1.270 C 3-6 O. ♦BÓNUS 1.085 190 Samtals: 1495 107.437.080 Hdkfarvinningsifljhæð: A ktand- 107.437.080 1.427.080 Upplisingar um vinnirtgstölur fást einnig í simsvara 568-1511 eöa Graenu númeri 8006511 og í textavarpi á siöu 453 Sýnum stúlkunum hennar Sophiu að þær eigi enn heima hér s o f n u N á öllum útvarpsstöðvum föstudaginn 10. maí Söfnunarreikningur nr. 9000 í Búnaðarbankanum Kringlunni, (fjárgæsluaðila sofnunarinnai). Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994- 1. flokki 1995 ■ 18. útdráttur 15. útdráttur 14. útdráttur 13. útdráttur 9. útdráttur 7. útdráttur 6. útdráttur 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í dagblaðinu Degi föstudaginn 10. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS í 1 HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.