Tíminn - 10.05.1996, Síða 16

Tíminn - 10.05.1996, Síða 16
Föstudagur 10. maí 1996 Vebríb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburiand: Sunnan gola. Skýjab, og dálítil þokusúld sums stabar. Hiti 7 til 10 stig. • Faxaflói, Breibafjörbur og Vestfirbir: Subvestan gola og skýjab en ab mestu þurrt. Hiti 6 til 11 stig. • Strandir og Norburland vestra: Sunnan og subvestan gola og skýjab en ab mestu þurrt. Hiti 9 til 14 stig. • Norburland eystra, Austurland ab Clettingi og Austfirbir: Sunn- an og subvestan gola og léttir víbast til. Hiti 7 tiT 12 stig. • Subausturland: Hæg breytileg átt og ab mestu þurrt austantil, en lítilsháttar súld vestantil. Hiti 7 til 11 stig. Kostnaöur samfélagsins vegna umferöarslysa er mun meiri en taliö hefur veriö: Árlegur kostnaöur samfélags- ins vegna umferöarslysa er mun hærri en hingab til hefur verib talib, samkvæmt nýrri könnun Hagfræbistofnunar Háskóla íslands. Niburstöbur hennar benda til þess ab árleg- ur samfélagslegur kostnabur af þessum sökum sé á bilinu 16,2-18,8 milljarbar króna eba 4-5% af árlegri landsfram- leibslu. Niöurstööur könnunar Hag- fræöistofnunar voru kynntar á Umferbarþingi Umferöarráös sem haldiö var í gær. Könnunin var unnin fyrir Umferðarráb, Slysavarnaráð/ landlæknisemb- ættið og Vegagerðina. Fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi hafa bent til þess að kostnaður vegna um- ferðarslysa nemi 6-8 milljörð- um króna á ári hér á landi. Ástæöa þess hversu miklu mun- ar á niðurstöðum þeirra og þeim niðurstöðum sem kynntar voru í gær er að við gerð könnunar- innar var beitt nýjum aðferðum á sviði slysahagfræði til að leggja mat á tjón af völdum slysa. Helsti munurinn er sá að í fyrri rannsóknum var ekki tekið tillit til tjóns einstaklingsins umfram munatjón og vinnutap hans og aðstandenda hans. Með hinum nýju aðferðum er reynt, auk þess að meta tekjutap slysþola, að meta huglægt tjón sem hann og aðstandendur hans verða fyrir vegna slyssins og einnig útgjaldabreytingar sem hann verður fyrir vegna þess eða breyttra lífsskilyrða í kjölfar þess. Slysatjón er þá jafn- gilt þeirri fjárhæð sem greiöa þarf slysþola til að hann telji sig jafn vel settan eftir slysið og fyr- ir það. Niðurstaða útreikninga Hag- fræðistofnunar er að einstak- lingsbundið slysatjón af völd- um umferðarslysa á íslandi nemi 13-16 milljörðum króna á ári. Við þetta bætist eignatjón og annar beinn slysakostnaður. Sá kostnaður nemur þremur milljörðum. Aöilar á Evrópska efnahagssvœöinu geta sótt um aö virkja íslenskar auölindir. iönaöarráöherra: Þeir hafa ákveðinn rétt en forræðið í málinu er okkar „Viö höfum vald á málinu, reglur verba eftir sem áöur settar af íslenskum stjórnvöld- um," sagbi iönabarráöherra, Finnur Ingólfsson, í gær. Finn- ur óttast ekki ab íslendingar missi tök á orkuaublindum til abila á Evrópska efnahags- svæbinu, þegar fyrir liggur ab settar verba reglur um fjárfest- ingar Evrópuþjóba á þessu svibi. Tilskipunin frá Evrópu er ekki komin, en rábherra vill hafa vabiö fyrir neban sig og skipaöi ráögjafarnefnd í orkumálum til ab undirbúa okkur ab taka vib slíkri til- skipun hvenær sem hún svo kemur. „Þegar viö gerðum EES-samn- inginn vorum við með tíma- bundinn fyrirvara um fjárfest- ingar í orkugeiranum. Sá tímafrestur rann út um síðustu áramót. Nú er- um við að breyta lögum um erlenda fjárfestingu hér á landi til samræmis við þetta. Þetta þýðir að aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu hafa sama rétt til að fjárfesta í orku- Finnur geiranum hér eins og ís- lendingar. Þessi tilskipun sem núna er verið að tala um að komi er ekkert að taka á neinn hátt á þessum fjárfestingarmál- um. Það er því ekkert nýtt að gerast, síður en svo. Þetta er nokkuð sem við í sjálfu sér höf- um búist við að gæti gerst," sagði Finnur Ingólfsson í gær. Finnur sagði að nú lægi fyrir að afnema einkarétt starfandi orkufyrirtækja, meðal annars til að framleiða rafmagn. í öðru lagi væri gert ráð fyrir að að- skilja vinnslu, flutning og dreifingu raforku, í það minnsta í bókhaldi viðkomandi fyrirtækja. í þriðja lagi er gert ráð fyrir, þar sem takmark- aður aðgangur er fyrir þriðja aðila að flutningskerfum, að stórir orkukaupendur geti gert samninga við orkuvinnslu- fyrirtæki um kaup á orku og fengið hana flutta um flutnings- kerfi viðkomandi með sann- gjörnu gjaldi. „Það er alveg klárt að ríkið hefur fullt vald á málinu. Við getum sagt hvar á að virkja, hvað verður virkjað, hvenær verður virkjað. Það kemur eng- inn frá Evrópska efnahagssvæð- inu og fer allt í einu að fjárfesta í orkulindunum, hafi hann ekki rétt til þess. Þab er hægt að setja alls konar skilyrði, um leyfis- veitingar þar sem tekið er á ör- yggi, áreiðanleika orkukerfis, umhverfismálum, staðarvali, af- notum af svæði á forræði hins opinbera, orkunýtingu, eðli orkugjafa, og gagnvart ýmsum atriðum sem tengjast umsækj- endum, svo sem tækni og fjár- hagslegri getu þeirra. Aðalatrið- ib er aö reglurnar sem við setj- um séu reglur sem gildi gagn- vart innlendum fyrirtækjum jafnt sem erlendum fyrirtækj- um á Evrópska efnahagssvæð- inu," sagði Finnur Ingólfsson. -JBP Samfélagslegur kostnabur vegna umferöarslysa á íslandi í milljörbum króna: Einstaklingsbundið tjón ..........13,0- ..15,4 Munatjón..........1,6- ....1,6 Annar kostnaður...1,6 - ....1,6 Samtals ...........16,2- ..18,6 Þessar tölur sýna að kostnaö- ur vegna slysa nema 4-5% af árlegri landsframleibslu. Ef unnt væri að minnka kostnað vegna umferðarslysa um 1% mætti spara allt að 160-190 milljónum króna. Þetta bendir til þess að fyllsta ástæða sé til að skoða umferðarslys sem al- varlegt efnahagsvandamál. Vátryggingafélag íslands hlaut „ Umferöarljósiö", verölaunagrip Umferöarrábs fyrir árangursríkt starfá sviöi um- feröaröryggismála, í ár. Á myndinni afhendir Þórhallur Ólafsson, formaöur Umferbarráös Ragnheiöi Davíösdótt- ur, forvarnarfulltrúa VÍS verölaunagripinn. í baksýn sést Ingi R. Helgason, stjórnarformaöur VÍS. Nemur yfir 16 milljöröum á ári Kerfisbundnar persónunjósnir krata í Noregi á andstœöingum sínum vekja upp spurningar um hvort eitthvaö hliö- stœtt hafi átt sér staö hér á landi: Stjórnvöld gera fræðimönnum erfitt fyrir „Þab getur engin umræba átt sér á grunni einhverra dylgna," seg- ir Þorleifur Friöriksson sagn- fræbingur sem til þessa hefur reynt án mikils árangurs ab fá abgang ab skýrslum í bandarísk- um skjalasöfnum um samskipti íslenskra og bandarískra stjórn- valda á fyrstu árum lýbveldisins og á tíma kalda stríbsins. Ástæb- an fyrir þessu mun vera sú ab ís- lensk stjómvöld og þá einkum kratar í stjórnkerfinu vilja ekki, einhverra hluta vegna, ab þessi skjöl verbi gerb opinber þrátt fyrir ab bandarísk lög heimili þab vegna aldurs þeirra. Nýútkomin skýrsla norskrar þingnefndar sem flett hefur ofan af norska lögregluríkinu á tímum kalda stríbsins, þar sem sýnt er fram á tengsl norska verka- mannaflokksins við leyniþjónust- una sem safnaði á kerfisbundin hátt þúsundum upplýsinga um norska kommúnista frá lokum seinni heimsstyrjaldar og fram á okkar tíma, hefur vakið töluverba athygli auk þess sem skýrslan hef- ur vakið upp spurningar hvort eitthvað álíka hafi gerst hérlend- is. í því sambandi hafa augu manna beinst að því samstarfi sem var á milli norskra krata og íslenskra á þessu tímabili og bar- áttu íslenskra krata gegn áhrifum kommúnista og sósíalista í verka- lýðshreyfingunni og þætti banda- rískra stjórnvalda í upplýsinga- söfnun um íslendinga sem hallir vom undir hugmyndafræbi kommúnista á einn eða annan hátt. Þorleifur segir að því miður hafi engar kerfisbundar rannsóknir verib gerðir á þessum þætti í sögu landsins þótt ýmislegt hafi komið fram sem í viðtölum og endur- minningum einstaklinga sem bendir til þess að persónunjósnir hafi verið stundaðar hérlendis gagnvart einstaklingum sem tald- ir voru vilhallir kommúnistum. Hjörleifur Guttormsson alþing- ismaður segir að norska skýrslan hafi komið á óvart og þá sérstak- lega í hversu miklum og fáheyrð- um mæli þessar kerflsbundnu persónunjósnir voru. Hann segir að það fari hinsvegar ekkert á milli mála að á vegum banda- rískra stjórnvalda hér á landi var haldib uppi skráningu á pólitísk- um skoðunum einstaklinga sem m.a. birtist í afstöðu sendiráðsins til vegabréfsumsókna íslendinga til Bandaríkjanna svo ekki sé tal- að um starfshætti vinnumiðlun- arinnar á Keflavíkurflugvelli á sjötta áratugnum. En þar var fólk ekki rábið í vinnu sem vinnu- miðlunin taldi sig vita að hefðu ekki rétta pólitíska hugsun til kalda stríðsins. Hjörleifur segir að menn geti síðan spurt sig hvaðan sendiráðið og vinnumiðlunin hafi fengið sínar upplýsingar um einkahagi fólks. Þingmaðurinn telur viðbúið að einhver álíka söfnun persónuupplýsinga hafi átt sér stab á vegum Sovétmanna hérlendis á tímum kalda stríösins. Þetta svið sé hinsvegar órannskað af fræðimönnum og úr því þurfi ab bæta. -grh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.