Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 1
% ¦¦* \WREVF/ÍZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 3 oo wO &éL STOFNAÐUR1917 80. árgangur Laugardagur 11. maí 89. tölublað 1996 Ný og myndrœnni umferöarmerki hjá Vegagerbinni: Til hjálpar útlendum og „vídeókynslóbinni" Glöggir vegfarendur hafa tekib eftir aí> sums stabar hafa ný umferbarmerki leyst gömul af hólmi vib þjóbvegi landsins. Má þar nefna merki við blindhæbir, ein- breibar brýr, lok bundins slitlags ofl. Þessar breytingar eru gerbar samkvæmt reglu- gerb frá árinu 1995. Sigurður Hauksson hjá þjón- ustudeild Vegagerðarinnar segir að þróunin sé sú að að færa umferðarmerki til mynd- rænna horfs en verið hefur. „Útlendingar skilja t.d. ekkert gamla blindhæðarmerkið og það er örugglega líka auðveld- ara fyrir unglingana — vídeó- kynslóðina — að skilja um- ferðarmerkin þegar þau eru sett fram á þennan máta." Áður en reglugerðin um ný umferðarmerki var gefin út í fyrra hafði umferðarmerkjum ekki verið breytt frá árinu 1989. Búist er við að endurnýj- un merkjanna muni fara fram markvisst en ekki með neinu stóráhlaupi að sögn Sigurðar. -BÞ Jón Baldvin og Bryndís íhuga frambobsmálin yfir helgina. Jón Baldvin ígœr: Stuðningsyfirlýsingar í stríbum straumum jón Baldvin Talsve rb vinna er haf- in vegna hugsanlegs frambobs Jóns Bald- vins Hanni- balssonar til embættis forseta ís- lands. Jón Baldvin kannaðist vib í gær ab stubningsmenn væru ab kanna ýmsa hluti, enda ab- eins hálfur mánubur þar til frambobsfrestur rennur út. Jón Baldvin sagðist ekki geta dagsett svar sitt og konu sinn- ar um það hvort hann gefur kost á sér eða ekki. Eðli máls- ins samkvæmt gæti það þó ekki dregist lengi. Búist er við að í það minnsta tvær skoð- anakannanir verði gerðar um helgina, og að nafn Jóns Bald- vins verði þá með í pottinum. Tíminn ræddi við Jón Baldvin ígær: „Ég get með sanni sagt að ég hef ekki sóst eftir því að gerast frambjóðandi til forsetakjörs. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að best færi á því að þjóðin leitaði eftir frambjóðendum, kveddi þá til þjónustu. Það getur að vísu þýtt að margir verði kallaðir þótt einn verði útvalinn. Ég hef því ekki leitt hugann að þessu af neinni al- vöru fyrr en undanfarnar vik- ur, þá hefur ýkjulaust verið mjög þráfaldlega og fast eftir framboði verið leitað við okk- ur Bryndísi bæði. Því er fylgt svo fast eftir að það verður ekkert undan því vikist að gefa svör. Það er stutt í að fram- boðsfrestur renni út og því tíminn til íhygli og umhugs- unar naumur. Ég undirstrika að engin ákvörðun liggur fyrir. Hún ræðst auðvitað af endan- legu mati okkar á því hvaða hugur fylgir máli og hversu víðtækar þær stuðningsyfirlýs- ingar eru sem okkur berast núna í stríðum straumum," sagði Jón Baldvin Hannibals- son í viðtali við Tímann í gær. -JBP Sjá einnig „Baráttan um Bessastabi" í opnu blabsins. Guömundur Sigurjónsson verkstjóri hjá Vegagerbinni sýnir hér nokkur ný umferbarmerki sem munu leysa hin gómlu af hólmi meb tíb og tíma. Tímamynd Brynjar Cauti Fálkavarp fer mjög illa afstad í Mývatnssveit og nágrenni: Mikiö af geídfugli vegna skorts á rjúpu Fálkavarp á landinu virbist fara óvenju seint af stað þetta vorið ef marka má upplýsingar frá eftirlitsmanni meb varp- löndum fálkans í Mývatns- sveit. Þar hafa ein helstu varpsvæöi fálkans verið en nú horfir illa meö varp. Ingi Yngvason hefur haft um- sjón meb fálkavarpinu í ná- grenni Mývatns. Hann sagöi í samtali við Tímann að í góbu ári ætti fálkinn ab vera löngu byrj- aður að verpa en þetta vorið færi allt seint og mjög illa af stað. „Þeir verpa seint og mörg pörin eru geld. Skýringin getur engin verið önnur en sú að hann hafi ekki haft neitt að éta í vetur. Það var alveg rjúpnalaust frá því Davíð Þór fékk 9,5 Fjórir landskunnir íslendingar gengust í vikunni undir samræmda prófið í íslensku sem 10. bekkingar tóku á dögunum fyrir Tímann. Okkar menn tóku þó aðeins mál- fræðihlutann og ólesnar bók- menntir og fengu ekkert að undir- búa sig eða rifja upp fyrir prófið. Þeir sem slógu til voru Páll Óskar Hjálmtýsson, Einar Kárason, Guð- rún Helgadóttir og Davíð Þór Jóns- son. Öll stóðu þau sig með ólíkind- um vel en Davíð Þór þó best, hann fékk 9,5! Páll Óskar fékk 6,5, Einar 7,5 og Guðrún 8,0. Sjá blaösíður 8 og 9 Davíb Þór ab taka prófib. snemma í vetur en fálkinn lifir helst á rjúpunni. Þegar þannig árar verður varpið lélegt," sagði Ingi. Hann sagði þó ekki útséð með að eitthvað rættist úr en hann gæti fullyrt að árið yrði lé- legt. Fálkinn verpir allt upp í 5 eggj- um en algengast er að eggin séu fjögur. í hallæri fara eggin svo niður í eitt eða ekkert eins og nú. Ásókn erlendra auðmanna í unga fálkans og egg er kunn hér- lendis. Nokkur brögð hafa verið að því að menn hafi komiö sér- staklega til landsins í þeim til- gangi að smygla út fálkaeggjum eöa ungum, oft til arabískra auð- manna þar sem fálkinn er e.k. tákn um glæsileika, hugrekki og ríkidæmi. Alls er talið að 300- 400 pör séu í stofninum á land- inu í dag. Hjá Náttúrufræðistofnun náb- ist ekki í Ólaf Nielsen fuglafræð- ing en hann er sérfróður um framgang fálkans og rjúpunnar. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.