Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 11. maí 1996 Hagyrðingaþáttur Þab er greinilegt að Búi er að komast í Júróvisjón stemmn- ingu en eins og menn vita er keppnin haldin um næstu helgi. Og það er íslenska framlagið sem verður honum að yrkisefni að þessu sinni: Sjúbbídú Júrasjón með blíðu breimi byrjar nú, einum rómi, í öllum heimi; Sjúbbidú! Tunga Egils, okkar sómi, ómar nú í öllum heimi, einum rómi; Sjúbbidú! Sjúbbidú! Og norsku kýrnar og þær íslensku eru að sjálfsögðu á dag- skrá í hagyrðingaþættinum eins og víðar. Pétur Stefánsson sendir okkur þessar vísur um kýrnar og lætur tvær í viðbót fljóta með: Kúabóla Núna bjóðast norskar kýr, nú skal hagur rísa. — Ennþá fceðist œvintýr, og illa samin vísa. Barlómur Hver einn sínar byrðar ber, berja sumin lóminn. Ég á ekkert undir mér, utan helgidóminn. Sléttuband Scera frjálsa anda enn atóms söngvar landans. Hrcera snauðir mannvits menn mcerðar tungu fjandans. Og enn heldur áfram einvígi þeirra Kára Arnórssonar og Árna Gunnarssonar aðstoðarmanns félagsmálaráðherra sem verið hafa ab kveðast á hér í þættinum. Árni sendi Kára vísukorn fyrir skömmu og segir Kári að þar megi lesa á milli lína að líðan Árna sé ekki sem best enda ákalli hann mjög Drottinn, og Kári byrjar á sama hátt og Árni en kemst að ólíkri niðurstöðu þegar hann yrkir í orðastað Árna: Mikil er dásemd þín Drottinn, þín dýrð er frá himnum sþrottin. Ég fcerði þá fóm að fara í stjóm og faðma nú frjálshyggjuþottinn. Ég öðmm vil á þetta benda sem íþessu kunna að lenda. En Framsókn er fín, hennar framtíðarsýn er opin í báða enda. Jón Bergsteinsson úr Reykjavík hefur öllu alvörugefnari undirtón í sinni sendingu: „De profundis clamavi „ eba Harmakvein úr djúpunum Hvort ráða megir rökum dýmm þó rofin deili gríð kosti. Á djúpu C-i drynur ýtum snjöllum daggarhylur tcer og ymur í fjöllum. (Fagrar heyrði ég raddimar úr Niflungaheim éggat ekki sofið fyrír söngvunum þeim.) Og við látum aðra frá Jóni Bergsteinssyni fylgja með og eft- irlátum lesendum að túlka við hvern er átt: Goðgremi Einherjar á Iðavelli efna í feikna hurðaskelli. Snarast um gcettir snilldar halur snefsinn mjög og guði falur. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Fjölmargar stórglœsilegar konur þurfa mjög stór fatanúmer: „Aumingja mjónurnar" Tvær góðar vinkonur — stórar stelpur — greinir á um það hvernig fatnaður klæði þær best. Önnur hallast að því að stórar stelpur eigi að klæðast lít- ið áberandi fötum í daufum lit- um eða dökkum litum. Hin af- tekur að þær þurfi að fela sig í einhverjum sniðlausum, dökk- um pokum. Sterkir litir og stór munstur em hennar uppáhald. Vinkonurnar eru áhugasamar að heyra álit Heiðars snyrtis í þessu efni. Heiðar: Hér langar mig að leyfa mér að sletta, „big is beautiful", en það þýðist nefni- lega ekki nógu vel á íslensku. Á íslandi og úti um allan heim er til mikill fjöldi stórglæsilegra kvenna, sem þurfa mjög stór fatanúmer. Það er þess vegna sem tíðarandinn hefur alltaf orðið meira og meira á móti þessum konum — alltaf verið að lítillækka þær. En vísindin hafa verið að leiða í ljós að genin eiga þarna stundum hlut að máli. Það er því oft Guð almátt- ugur sem ræður þessu, en ekki alltaf að konurnar borði bara of mikið. Það getur verið vandamál fyr- ir þessar konur að klæða sig. Ég hef gegnum árin haft mikla samvinnu við verslun fyrir stór- ar stelpur, sem hefur umboð fyrir fyrirtæki sem hannar ein- göngu föt í stórum númerum. Þar koma bara inn snið fyrir stórar konur, en í framleiðsl- unni er ekkert verið að hugsa um konur sem almennt eru kallaðar í normalstæröum — sem ég er mjög mikið á móti, af því mér finnst stór kona ekki ónormal. Þykir slíkt rangur hugsunarháttur. Axlasauma á öxlum og ermar ísettar Hvar saumarnir á flíkunum eru skiptir mjög miklu máli fyr- ir stórar konur. Á konu sem er stór yfir um sig alla, þurfa axla- saumar að sitja á öxlunum og ermar að vera ísettar, þannig að flíkin geri dálítinn kassa. Því um leið og flík gerir rúnnaðan axla- svip á stóra konu, þá verður hún öll rúnnaðri. Síðan þarf stóra konan — og þar kem ég að máli sem innflytj- endur þyrftu að standa sig betur í — hún þarf að vera í mjög góð- um brjóstahaldara. Því stór kona er mjög gjarnan með stór brjóst og góöur brjóstahaldari skiptir hana því enn meira máli en aðrar. Að barmurinn komi lengra fram en maginn er frum- skilyrði fyrir stórar konur. Margar stórar konur þurfa, vaxtar síns vegna, að sleppa mittislínu, sem þýðir að þær eiga að klæðast flík sem er heil niður úr, eða skiptist á þeim stað þar sem þær eru grennri. Sumar konur eru mjög breiðar í mitti, aðrar um efri mjöðm, margar um neðri mjöðm og enn aðrar eru ekkert grennri fyrr en kemur niður á læri. Þannig að skiptingin á flíkinni má ekki sitja þar sem konan er afgerandi breið. Allar buxur og öll pils þurfa helst að hafa mjög beinar línur. Um leið og stór kona fer í pils með beinar línur eða gott fall, þá getur það farið að fita hana. Stóra konan þarf síðan að draga fram sína glæsilegustu punkta. Er hún t.d. grönn um ökklann? Þá er upplagt aö fara í styttra pils. Er hún grönn upp Elísabet Taylor er meöal allra frœgustu „stórra stelpna", en hún er hreint ekki á því ab klœbast felulitum. Kannski mundi Heibar þó rábleggja henni ab sleppa slaufunni á maganum. fyrir hné? Þá er sjálfsagt að sýna hnén. En kona, sem hefur breiðan ökkla, á aftur á móti að varast það að hafa pilssíddina um ökklann. Bretta upp ermarnar Það er grennandi fyrir konu aðkippa ermum upp eða hafa einhvers konar léttleika á erm- unum. Það dregur athyglina frá breiðu mitti. Saumar á flíkum skipta líka miklu máli. Almennt er klæðilegast að saumar liggi sem mest langsum og gjarnan stungnir. Nýlega sá ég t.d. galla- buxur fyrir stórar stelpur, alveg Heiðar Jónsson, snyrtir svarar spurningum lesenda Hvernig áégab vera? venjulegar gallabuxur nema þær eru með tveim stungnum saumum á hliðinni, sem virkar mjög grennandi. Stór kona þarf að passa sig að vera ekki með mjög lítið veski, . heldur ekki með mjög litla og fínlega skartgripi og ekkert með lítilli slaufu á. Öll smáatriði og allir fylgihlutir eiga að vera í einskonar hlutfalli við stærð konunnar. Ekki foröast sterka liti Varðandi litina gildir það sama, hvort sem kona er 50 kíló eða 150. Stór kona á alls ekki að forðast sterka liti, ef þeir eru hennar litir. Ein mjög stór vin- kona mín er „vetur". Þegar ég kynntist henni, klæddi hún sig mest í pastel og aðra feluliti og virkaði mjög feit. En um leið og hún fór í svart, hárautt og silfur og aðra glannaliti vetrarins, fóru allir að taka eftir allt öðru en kílóunum. Þá fóru allir að sjá hvað hún er sæt. Munstur og efnisáferð skipta einnig máli. Munstur fer stórri konu vel, ef það er ekki smágert. Stór kona þarf þó að forðast blómamunstur með rúnnuðum blómum — og raunar að passa að í munstri sé ekkert sem er hringlaga, því það gerir hana sjálfa hringlaga. En allt sem heitir afstrakt er mjög sniðugt á stórri konu. Mín skilaboð til stórra kvenna eru: Þær eru alveg jafn fallegar konur og þær sem grennri eru. Það liggur ekkert fyrir öllum konum að taka þátt í fegurðar- samkeppni. Margar konur eru 175 cm og 56 kíló og jafnvel mjög fallegar, en hafa samt eitt- hvað það til að bera að þeirra verður ekki óskað í fegurðar- samkeppni. Ég vil að allar stóru konurnar komi út úr sínum húsum, fari í sín fínu föt og strunsi sjálfsánægðar um götur bæjarins. Og þegar þær stoppa annaö slagið við glugga fata- búðanna, hugsi þær sem svo: Aumingja mjónurnar, mikið er þetta lítið spennandi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.