Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 1
80. árgangur Þriðjudagur 14. maí * * ‘ XWREvró// 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 90. tölublað 1996 Þórarinn Þórarinsson, fyrrum ritstjóri Tímans og alþingismaö- ur, lést í Reykjavík í gær. Þórarinn fæddist -árið 1914 og var því orðinn 82 ára þegar hann lést. Þórarinn útskrifaðist frá Sam- vinnuskólanum 1933 og gerðist það ár blabamaður á Tímanum. Hann varð ritsjóri Tímans árið 1938 og var það allt fram til sjö- tugs árið 1984. Þessi langi rit- stjóraferill Þórarins varð til þess að hann var iðulega kenndur við Tímann. Þórarinn starfaði mikið og lengi með Framsóknarflokknum. Hann var formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1938-1944. Þórarinn sat í fjölmörgum nefnd- um og rábun fyrir flokkinn og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir hann. Hann varð þingmaöur árið 1959 og sat á þingi í 19 ár samhliða ritstjórn á Tímanum. í formála bókarinnar „Svo varstu búinn til bardaga" segir Ingvar Gíslason fyrrum ráðherra og ritstjóri um Þórarin: „ „Hitt er vert að leggja áherslu á, að Þórar- inn hefur lifað og hrærst í kviku viðburðanna og tekib fyrir sitt leyti fullan þátt í því sem var og er að gerast. Ef staðnæmst er við sögu Framsóknarflokksins sérstaklega fer ekki milli mála að þar var Þór- arinn í fremstu röb áhrifamanna, ekki aðeins vegna stöðu sinnar sem ritstjóri Tímans, heldur sem forystumaður í félagsmálum, m.a. fyrsti formaður Sambands ungra framsóknarmanna, málsvari og ræðumabur á almennum pólitísk- um umræbuvettvangi áratugum saman og alþingismaöur í nærri tvo áratugi." Eftirlifandi eiginkona Þórarins er Ragnheiður Vigfúsdóttir Þormar. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrrum samstarfsmenn Þórarins á Tíman- um votta þeim samúð sína. ■ Kartöflurœktendur á höfuöborgarsvœöinu eru farnir oð setja niöur sumir hverjir, en Haukur Sigurösson var aö undirbúa jaröveginn meö áburöargjöf í garöinum viö Korpúlfsstaöi í gœr. Kartöflugarövinnan er óvenju snemma í ár enda voriö einstakt. Haukur segir þetta í síöasta sinn sem hann hefur kartöflur í landi Korpúlfsstaöa en hann er búinn aö fá tilkynningu um aö hann þurfi aö flytja sig upp í Skammadal næsta vor. ' ■ • Timamynd: cva Opinberir framleibslustyrkir til menningarmála rúmlega 1,3 milljaröar árib 1994: • ■ f • M • • • e hraöaren Framleiðslustyrkir hins opinbera til menningarmála nærri áttföld- uðust á árunum 1985 til 1994, úr rúmlega 170 milljónum í nærri 1.320 milljónir. í heild hækkuðu opinberir framleiðslustyrkir á þessu árabili úr 4,1 milljarbi í 9,6 milljarba, þannig ab hlutur menningarinnar jókst úr rúmlega 4% á árunum 1985/86 upp í nærri 14% árib 1994. Svo nefrid sé önnum margumrædd vibmibun má t.d. benda á ab opinberir menningarframleibslustyrkir hækkubu tvöfalt hrabar en opin- ber heilbrigbisútgjöld. Þannig hækkuðu heilbrigðisút- gjöldin „aðeins" um 290% á sama tíma og meinningarstyrkirnir hækkuðu um 670%. Menningar- styrkirnir hækkuðu sömuleiðis rúmlega tvöfalt hraðar en heildar- tekjur hins opinbera á þessu tíma- bili. Þessar athygliverðu upplýsing- ar má lesa i nýrri skýrslu Þjóðhags- stofnunar, Búskapur hins opinbera 1994-1995. Þar er m.a. að finna margvíslegar upplýsingar um þróun opinberra tekna og útgjalda, í mörgum tilfelum allt aftur til ársins 1980. Framleiðslustyrkir hins opin- bera til menningarmála skiptust þannig árið 1985 og síðan 1994: Menningarm.: 1985 1994 Hækk. m.kr. m.kr. % Þjóðleikhús 46 319 594% Sinfónían 43 150 250% ísl.óperan 3 41 1250% Kvikm./menn.sj. 33 101 210% Ö.menningarm. 47 708 1405% Hinir ýmsu þættir „ménningar- framleibslunnár" hafa þannig verið misjafnlega mikið í náðinni hjá fjárveitingavaldinu á . umliðnum áratug. Hlutur Sinfóníuhljómsveit- arinnar og Kvikmyndasjóðs hefur vaxið nokkuð minna heldur en tekjur hins opinbera, og þannig minnkað heldur að raungildi. Styrkir til Þjóðleikhússins hafa stór- hækkað að raungildi, þótt ekki komist það nema í hálfkvisti við Óþemna og aðra menningarfram- leiðslu. ■ Ólafur K. Nielsen fuglafrœöingur staöfestir oð illa horfi meb fálkavarpiö í ár: Eru bara geldir" Samtals: 171 1.318 670% Gamla 0-lista hjartað kættist" // „Ég get ekki neitab því ab gamla O- lista hjartaö sló hraðar vib þessi óvæntu úrslit þótt. Þab er ljóst ab það eru breytingar í nánd," sagbi Gunnlaugur Ást- geirsson, frumkvöbull O-listans sem baub fram í sveitarstjórnar- kosningunum árib 1971 án þess ab ná inn manni, en framboðið vakti á sínum tíma mikla at- hygli og þótti skemmtilegt. Gunnlaugur segir að mjög skrýtnir hlutir séu að gerast í ís- lenskum stjórnmálum þessa dag- ana og nefnir niðurstoðu skoð- anakannana um forsetaframboö sem dæmi. Enginn hafi getaö átt von á þeirri niðurstöðu sem kann- anir leiði nú í ljós. Það að Funk- listinn á ísafirði hafi náð inn tveimur mönnum um helgina sýni að eitthvað sé ekki í lagi hjá þeim sem hafa haft völdin fyrir. -BÞ Ólafur K. Nielsen fuglafræbing- ur staöfesti í gær frétt Tímans sl. laugardag, ab fálkavarp virtist ætla ab verba léle§t, „þeir eru bara geldir," sagbi Olafur. Hann er nú á yfirreiö um Norbaustur- land, m.a. til ab kanna ástand fálkavarps og telja rjúpur. Ólaf- ur var staddur í Bárðardal í gær þegar Tíminn nábi tali af hon- um og hafbi abeins fundib 4 hreibur meb eggjum á Norb- austurlandi. Þegar svo fer ab fálkinn verpir lítið eða ekki, kenna menn helst um tíðarfari eða fæðuskorti. Fálkinn lifir einkum á rjúpu og hefur rjúpnastofninn verið í lægö að undanförnu. Tíðarfarið sl. vetur var mun hagstæðara en árið á undan en stofnstærð rjúp- unnar svipuð. í fyrra var fálka- varpið þokkalegt og því kemur á óvart hve illa horfir nú. Ólafur sagði ab þótt varpið yrbi lélegt í ár ylli langlífi fálkans því að mögulegra áhrifa á stofn- tærð mundi ekki gæta fyrr en eftir 3-5 ár. Nokkur slæm ár þyrfti í röð til að hafa veruleg neikvæð áhrif. Milli 300 og 400 pör eru talin vera í íslenska fálkastofninum. Ekki kemur í ljós fyrr en eftir 3- 4 vikur hve mörg varppörin verða. -BÞ Þórarinn Þórarinsson, fv. ritstjóri og alþingismaöur. Tímamynd: Árni Bjarna Þórarinn Þór- arinsson rit- stjóri látinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.