Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 5
Þri&judagur 14. maí 1996 5 Pjetur Hafstein Lárusson: Kosningar án kosta Aldrei þessu vant kemur vorregnið ekki af himn- um ofan þetta árið. Þess í stað rignir nú yfir landslýð frambjóðendum til forsetaemb- ættisins. Þegar hafa fimm fram- boð litið dagsins ljós og ekki að vita, nema þeim eigi eftir aö fjölga. Skipta má þeim framboðum sem þegar eru komin fram í þrjá megin flokka. Geng ég þá út frá því sem gefnu, að öll séu þau pólitísk, enda spannar hugtakið pólitík víðara svið en starfsemi stjórnmálaflokka. Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar er að mínu viti vinstra framboð. En þetta er ekki venjulegt framboð á vinstri kanti stjórn- málanna. Þetta er framboð þeirra vinstrimanna, sem gefist hafa upp á heföbundinni stétta- baráttu. Nú láta þeir sér nægja valdatákn í stað raunverulegra valda. Hið mikla fylgi Ólafs Ragnars í skoðanakönnunum, bendir þó ekki aðeins til þess, að vinstri- menn fylki sér að baki honum. Það er einnig tákn þess, að kalda stríðinu sé lokið. Ýmsir frjáls- lyndir hægrimenn virðast því reiðubúnir til að kjósa fyrrver- andi formann Alþýðubanda- lagsins sem forseta lýðveldisins. Í því sambandi spillir það vænt- anlega ekki fyrir Ólafi Ragnari, að afstaða hans til helsta hita- máls kalda stríðsins, þ.e.a.s. að- ildar íslands að Atlanshafs- bandalaginu og veru bandaríska hersins í landinu, var jafnan fremur varfærnisleg. Nýttist honum þar innsæi tækifæris- sinnans og sú pólitíska tvö- feldni, sem hann tamdi sér ung- ur. Því má heldur ekki gleyma, að Ólafur Ragnar er þekktastur frambjóðenda, en slíkt dugir mönnum jafnan vel í vanþroska lýöræðisríkjum. Má þá einu gilda, fyrir hvað menn eru þekktir. VETTVANGUR „Því þótt nœr samanlegð- ur hópur sögu-kennara hafi áratugum satnan reynt að telja alþýðunni trú um, að á íslandi sé stéttlaust þjóðfélag, þá vita menn betur, innst inni. Og ýtnsutn finnst nóg, að höfðingjaslektim- ar fari tneð völd ríkisins, þótt valdatáknið, forseta- etnbœttið, falli þeim ekki einnig ískaut." Ættaframboöin Framboð þeirra Guðrúnar Agnarsdóttur, nöfnu hennar Pétursdóttur og Péturs Kr. Haf- steins, eru borgaraleg ættafram- boð. Að vísu eiga þau ólíkan fer- il að baki, Guðrún Agnarsdóttir innan borgaralegrar kvenrétt- indabaráttu, Guðrún Pétursdótt- ir sem andstæðingur ráðhús- byggingarinnar í Reykjavík og þar með fjandmaður Davíðs Oddsonar innan Sjálfstæðis- flokksins og Pétur Kr. Hafstein sem embættismaður. En bak- grunn þeirra allra er að finna innan hátimbraðra sala þeirrar borgarastéttar, sem ráðið hefur lögum og lofum á íslandi, allt frá því miðstjórnarvaldið tók að mjakst frá Eyrarsundi að Viðeyj- arsundi. Þrátt fyrir keimlíkan bakgrunn má ætla, að þessir þrír frambjóð- endur sæki fylgi sitt að hluta til ólíkra átta. Af fréttamyndum frá kosningaskrifstofum þeirra er ljóst, að „töntupólitíkin" hefur sem oftar sitt að segja. Hvernig svo sameiginlegur frændgarður þeirra Guðrúnar Pétursdóttur og Péturs Kr. Hafsteins dreifist, er annað mál. Raunar er Pétur skyldur Guðrúnunum báðum, en það er önnur saga. Því má heldur ekki gleyma, að til allrar mildi kjósa ekki allir samkvæmt formúlum ættfræðinnar. Guðrún Agnarsdóttir virðist ekki ætla að ná sér á flug í kosn- ingabaráttunni, ef marka má skoðanakannarir. Er svo að sjá, sem hún njóti aðallega fylgis þeirra, sem til hennar þekkja persónulega eða sem læknis og þeirra fáu, sem enn muna setu hennar á Alþingi. En almanna- hylli hefur hún ekki. Þeir sem leggja mikið upp úr því, að áfram þjóti í pilsföldum Bessa- staðabóndans, virðast frekar veðja á Guðrúnu Pétursdóttur en nöfnu hennar Agnarsdóttur, enda var hún fyrr á ferðinni með framboð sitt. Þess utan er svo að sjá, sem „kvennafram- boð" til forsetaembættisins eigi lítt upp á pallborðið. Margir sjálfstæðismenn eiga erfitt með að sætta sig við yfir- vofandi Bessastaðadvöl Ólafs Ragnars Grímssonar. Ekki kæmi mér á óvart, þótt þeir ættu eftir að þjappa sér að baki Péturs Kr. Hafsteins. Hann er ekki aðeins af „góðum og gegnum" íhald- sættum, heldur tók hann það sérstaklega fram, þegar hann til- kynnti framboð sitt, að hann hefði rætt málið við Davíð Oddsson, formann Sjálfstæöis- flokksins og Friðrik Sophusson varaformann. Forystumenn annara flokka nefndi hann ekki í þessu sambandi. Vart verður séð, að hægt sé að ganga öllu lengra í þá átt, að lýsa því yfir, að um sé að ræða hreint flokks- framboð til forsetaembættisins. Vafalaust dugir þetta Pétri nokk- uð vel innan Sjálfstæðisflokks- ins. Og komist hann upp fyrir Guðrúnu Pétursdóttur í skoð- anakönnunum, er ekki að vita, nema hann nái umtalsverðu fylgi miðjumanna og þeirra Framsóknarmanna og krata, sem hafa á sér hægri slagsíðu, enda má þetta fólk ekki til þess hugsa, að þjóðin veiti Ólafi Ragnari húsbóndavald á Bessa- stöðum. Án efa munu frambjóðendur eðalættanna njóta góðs af fjár- sterkum frændgarði, þegar kosn- ingareikningarnir verða geröir upp. En fylgi Ólafs Ragnars bendir til þess, að „ættgöfgin" dugi mönn- um skammt í kjör- klefanum. Því þótt nær saman- legður hópur sögukennara hafi áratugum saman reynt að telja alþýðunni trú um, að á íslandi sé stéttlaust þjóðfélag, þá vita menn betur, innst inni. Óg ýms- um finnst nóg, að höfðingjas- lektirnar fari með völd ríkisins, þótt valdatáknið, forsetaemb- æítið, falli þeim ekki einnig í skaut. Guömundur Rafn Geirdal Framboð Guðmundar Rafns Geirdals er sér kapituli út af fyrir sig. Ekki er nóg með, að maður- inn sé „ættlaus" eins og Ólafur Ragnar, heldur á hann sér engan pólitískan bakgrunn og var í þokkabót óþekktur meö öllu, þegar hann lýsti yfir fram-boði sínu. Enn sem komið er þekkja raunar fæstir til mannsins. Eigi að síður verður ekki séð, að framboð hans sé runnib af óæðri hvötum en önnur slík. Virðist nokkur nýaldarblær vera á þessu framboöi. Sú stefna er að sögn fremur innhverf. Aftur á móti er forsetaembættið úthverft. Því felur framboð Guðmundar Geir- dals í sér þversögn, sem sam- kvæmt skoðanakönnunum gerir það ómarktækt í augum kjós- enda. Niöurstaöa Eins og málum er nú háttað, virðist fátt geta stöðvað sigurför Ólafs Ragnars Grímssonar í Bessastaðakapphlaupinu. Þetta gæti þó breyst með hugsanlegri samfylkingu hægriaflanna, miðjumanna og frjálslyndra. Þó ber að gæta þess, að sá armur Al- þýðubandalagsins, sem Ólafur Ragnar studdist við, hefur a.m.k. á ytra borði, kastað af sér rauðri skikkju sósíalismans og íklæðst bláleitum samkvæmisklæðnaði borgaralegs frjálslyndis. Oft þarf minna til en fataskipti, til að villa mönnum sýn. Sameiginlegt er það þeim fjór- um frambjóðendum, sem hlotið hafa marktækt fylgi í skobana- könnunum, að þeir virðast stefna að óbreyttri stöðu forseta- embættisins, í það minnsta að mestu leyti. Aftur á móti hefur lítt þekktur förumaður, Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, nýverið gefið út bók, „Virkjum Bessastabi", og látiö dreifa henni á öll heimili lands- ins. í henni viðrar hann hug- myndir sínar um virkjun for- setaembættisins í þágu heims- friðar. Þegar þetta er skrifaö er óvíst, hvort hann lætur slag standa og gefur kost á sér til for- setaembættisins. En fari svo, verður fróðlegt að fylgjast með afstöðu fólks til embættisins, eftir að hafa aöeins fengið inn- sýn í hugmyndir þess um ein- staka frambjóðendur. Höfundur er rithöfundur. Guömurtdur P. Valgeirsson: Fréttabréf úr Arneshreppi 5/5 1996. Einum þeim snjólausasta og besta vetri sem menn muna er lok- ið og vordagar teknir við. Frá því gerningaveðrinu í byrjun október slotaði hefur tíðarfar verið með ein- dæmum gott. Varla að komið hafi bylgusa sem heitið geti og þá engin teljandi snjókoma. Til marks um snjóleysið er, að varla getur heitið að vegurinn frá Hólmavík hingað norður hafi lokast. Þegar það hefur gerst, hefur verið opnað með litlum tilkostnaði. Liggur þó vegurinn yfir Veiðileysuháls hátt og er flesta vet- ur lokaður mánuðum saman. Sama er að segja um veginn út með Reykjarfirði, að hann er mjög snjósæll. í vetur má heita að hann hafi alltaf verið fær. Til marks um þetta má hafa, að heilsugæslulæknirinn á Hólmavík, Sigfús Ólafsson, kemur hingað norður í Árneshrepp á tveggja til þriggja vikna fresti. A s.l. vetri hefur hann ávallt komist hingað norður á bíl sínum, sem hann hefur í þær ferðir, án verulegrar hindrunar. Mun það mega kallast nýlunda. Það eru aðeins elstu menn, eins og sá sem hér segir frá, sem muna aðra vetur sem koma til jafns við þann sem nú er liðinn — og þó betri. Það eru veturnir 1923 og 1929. Þeir skera sig úr í minni mínu fyrir hvað mildir og snjólausir þeir voru allt frá því í janúar og fram til sumarmála. Veturinn í vetur hefur verið ein- staklega hægviðrasamur, en ekki að sama skapi hlýtt veður. Aldrei hefur vottað fyrir gróðurnál, þó í skjóli hafi verið og við húsveggi. En báða þá vetur, sem hér er á minnst, voru hlýviðri og verulegur gróður kom- inn á útmánuðum. Á nyrstu bæjum hreppsins komu kindur varla — og ekki — í hús og gemlingar lærðu aldrei átið fyrr en þeir voru teknir á hús í stórbyljum sem gerði um sumarmál þá í vetur báða. Svo í hálfgerðum vandræðum lenti með þá. Ég hefi verið að leitast við að fá staðfestingu á því sem ég held mig muna frá þessum tilteknu vetrum báðum. En það gengur ekki sem best, þar sem ég er orðinn allra karla VETTVANGUR elstur og til fárra að leita um það. í minni mínu get ég ekki gert mun á þessum tveim vetrum, svo líkir voru þeir um veðurfar að öllu leyti. Þegar gemlingarnir komu á hús í áðurumgetnum vorhretum, voru þeir eins og úr eldi komnir, með rú- kraga og hornahlaupi. Munu þeir líka hafa verið ófengnir flestir eða allir. Það var ekki farið að leggja upp úr því að hleypa til gemlinga þá eins og síðar varð. Jörð er nú auð að kalla, aðeins skaflarósir hér og þar. Hvergi er far- ið að votta fyrir gróðri, enda þótt vordagar séu komnir. Svalt hefur verið í veðri og frost um nætur. Samt eru menn vongóðir um að vel vori. Allt er nú með öðru móti en var á sama tíma fyrir ári. Þá lágu þungar fannir sem síbreiða yfir allri jörð og leysti ekki upp fyrr en undir sólstöður. Enda sögðu þau harðindi til sín með mörgu móti, bændum og öðrum til baga og tjóns. Góöir gestir Við Árneshreppsbúar fengum góða gesti í heimsókn, sem vert er aö geta og þakka. í gær, laugardaginn 4. maí, kom kirkjukór Hólmavíkur hingað í heimsókn og hélt tónleika í Ár- neskirkju við ágæta aðsókn heimamanna. í sönghópnum voru yfir 20 manns. Stjórnandi kórsins og undirleik- ari voru þær systur Mariola og El- isabet Kowalczyk. Þær eru pólskar að ætt og uppruna, en starfa að kór- og söngmennt á Hólmavík. Auk þess að stjórna kórnum og annast undirleik sungu þær systur nokkur tvísöngslög með glæsi- brag og við mikla hrifningu áheyrenda. Alls söng kórinn yfir 20 lög af ýmsu tagi og með ágætum og við velþóknun áheyrenda, sem hér nutu þess unaðar sem í meðferð kórsins kom fram í þeim sönglög- um, sem sungin voru á léttum og alvarlegum nótum. Áhrifaríkast hygg ég hafi verið er kórinn söng Friöur á jörðu eftir Guðmund Guð- mundsson við lag Árna Thor- steinssonar. Það lyfti hugum allra til himinhæða, samkvæmt eðli sínu og ágætri meðferð kórsins. Að öðru leyti verður ekki gert upp á milli þeirra sönglaga, sem sung- in voru, enda sá sem þetta ritar ekki til þess fær. Án þess að ég ætli að taka fram fyrir hendur annarra, vil ég ekki láta hjá líða að flytja þeim góðu gestum þakkir fyrir þann unað sem þeir færðu okkur með tónlist- arflutningi sínum og komu hing- að í okkar fámenna samfélag, og þakkir fyrir komuna. Það var stór og eftirminnileg stund. Þessi kór, eins og aðrir sem hafa heimsótt okkur í svipuðum til- gangi, lauk lofsorði á hvað gott væri að syngja í hinni nýju safn- aðarkirkju okkar. Hljómburður hennar væri með þeim ágætum að leitun væri á öðru til samjöfn- unar. Höfundur er bóndi í Bæ í Árneshreppi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.