Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 6
6 Þriöjudagur 14. maí 1996 Afnám línutvöföldunar. Samtök fiskvinnslustöbva: / Utfærslan skiptir mestu „Ef þetta leibir til þess aö afli minnkar, sem getur gerst vegna þess ab menn hafa ekki rábib vib heildarafla línutvö- földunar fram til þessa, þá mun þetta hafa áhrif. Aftur á móti ef bátar, sem stundab hafa línutvöföldunina, halda sínu, þá hefur þetta minni áhrif," segir Amar Sigur- mundsson, formabur Samtaka fiskvinnslustöbva, abspurbur hvaba áhrif afnám línutvö- földunar mundi hafa á fisk- vinnsluna. Eins og kunnugt er, hefur sjávarútvegsráðherra lagt til við sjávarútvegsnefnd Alþingis, ab skoba það aö afnema línutvö- földunina í tengslum við abrar breytingar sem standa yfir á lög- um um stjórn fiskveiða. En línu- tvöföldun nefnist það þegar að- eins helmingur af afla telst til kvóta, og hefur svo verið frá því kvótakerfið kom til fram- kvæmda áriö 1984 hjá línubát- um á tímabilinu nóvember- febrúar, eða yfir háveturinn. Formaöur Samtaka fisk- vinnslustööva segir að línutvö- földunin hafi komið sér vel fyrir margar fiskvinnslustöövar, sem hafa fyrir vikiö fengið meiri afla til vinnslu en ella hefði orðið. Ókosturinn vib þetta gat í kerf- inu hefur hinsvegar falist í því að erfitt hefur verið að halda fullkominni stjórn á kvótakerf- inu í heild sinni.__________-grh Lífeyrissjóöir og verkalýösfélög: Tryggingafélag launafólks Alþýbusamband íslands mun beita sér fyrir því ab kanna möguleika á að lífeyrissjóbir og verkalýðsfélög stofni sameig- inlegt tryggingafélag launa- fólks. Ennfremur að kanna kosti þess eða leita eftir sam- starfi við starfandi innlend eða erlend tryggingafélög. Þetta kemur m.a. fram í drög- um að tillögum miðstjórnar ASÍ, sem lagðar hafa verið fram til undirbúnings fyrir 38. þing ASÍ, sem haldið veröur í Kópavogi síðar í mánuðinum. í drögunum kemur m.a. fram að sú lífeyris- og tryggingavernd, sem verkalýðshreyfingin hefur átt þátt í að byggja upp fyrir launafólk, hefur eingöngu snúist um eftirlaunarétt og áfallatrygg- ingar vegna veikinda og slysa ásamt heilsuvernd. Hinsvegar sé ljóst að launafólk hefur þörf fyrir víðtækari tryggingar fyrir sig og fjölskyldur sínar og þá einkum mismunandi form af trygging- um gegn eignatjóni og afkomu- tryggingum vegna slysa í frítíma. Þessvegna telur ASÍ það mikil- vægt að verkalýðshreyfingin beiti samstilltu átaki sínu í því skyni að geta boðið launafólki uppá fjölbreyttari og ódýrari tryggingavernd á þessu sviði fyr- ir fjölskyldur félagsmanna í stétt- arfélögum. -grh Astand f jallvega Condition of mountain tracks |lr á skyggðum avwöum cru loknöit nilrl V77/\ Trncks in Iho chadod areas ar<? ctosw umferð þnrtll nnnnð verður auglýst \///a *or Btl fraffic unttí lurther notíca Kort nr. 1 Q*fiÖ út 9. maí1»»6Í_ ■ *•*! >«« >»*» «•» * 1». mt Map no. 1 ' i" ‘ Publlshod May 9, 1996 H**ir>»pw*i»pubHr»ciki*r t6 X' Vegageröln rMV Pubtíc fíoads Adminlstratíon Néttúruverndarráð Nature Conservation Councii Naturo Conservation Counal Neytendasamtökin skora á stjórnvöld: Félagslega húsnæbiskerfið þarfnast endurskoðunar „Öflun húsnæðis veldur mestu um það hve skuldabyrði heimilanna vex ört. Vandann má rekja til óhagkvæmra lánskjara og ómark- vissrar abstobar ríkis og sveitarfé- laga," segir í ályktun þings Neyt- endasamtakanna 1996. Samtökin telja að félagslega hús- næðiskerfið fullnægi ekki sem skyldi eðlilegum kröfum. Reynslan af framkvæmd laga um félagslegt húsnæöi og húsaleigubætur, ásamt niðurstöðum af úttekt Neytenda- samtakanna, gefi tilefni til að end- urskoða grundvöll núverandi kerfis. Úttektin leiddi m.a. í ljós eftirfar- andi galla: íbúðir sem bjóðast inn- an félagslega kerfisins, eru í mörg- um tilvikum dýrar og ævilöng greiðslubyrði kaupenda of þung. Uppgjör við íbúðaskipti geti hvorki talist faglegt né sanngjarnt. Og mat á húsnæði við íbúðaskipti sé ekki framkvæmt af óháðum aðilum. Þá skoraði þingið á stjórnvöld að koma hér upp einu opinberu hús- næðisbótakerfi þar sem samhæfðar reglur gildi fyrir alla í stað vaxta- bóta og húsaleigubóta, eins og nú er. ■ Utandagskrárumrœba á Alþingi: Umdeild skýrsla um Ríkisútvarpið Sighvatur Björgvinsson, Al- þýbuflokki, gagnrýndi skýrslu nefndar menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið harðlega í umræðum utan dagskrár á Al- þingi s.l. föstudag. Hann gagnrýndi hvernig staðið hafi verib ab upplýsingaöflun um starfsemi ríkissjónvarpsstöbva á Norðurlöndum, þar sem lítil vitneskja virbist hafa legib fyrir, mebal annars um hlut- verk útvarpsráða viðkomandi stofnana. Sighvatur sagði ab samkvæmt skýrslunni hefbi Stöð 2 um 2,1 milljarða í ráð- stöfunarfé á móti 1,7 milljarði RÚV, en hvergi sé spurt hvem- ig Stöð 2 standi sig í innlendri dagskrárgerð í samanburði við Ríkisútvarpiö. „Hverjum er hér verið að þjóna?" spurbi þingmaburinn með þjósti. Sighvatur gagnrýndi einnig harðlega hugmyndir um að leggja niöur langbylgjusending- ar í landinu og minnti á að fyrri ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi vegna framgöngu Davíðs sjálfs tekið ákvörðun um endur- byggingu langbylgjumasturs við Vatnsenda, þótt stuttbuxna- drengir úr Sjálfstæðisliðinu hafi lýst þeirri framkvæmd sem óþarfri. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra sagði að með gerð þessarar skýrslu hafi vakað fyrir sér að fá fram hugmyndir til umræðu. Þessar hugmyndir veröi nú teknar til frekari um- ræðna og vinnslu á vettvangi stjórnmálaflokkanna. Björn vitnaði til leiðara í Alþýðublað- inu og greinar fréttastjóra Tím- ans þar sem fram hafi komið að með skýrslunni hafi verið ýtt við máli, sem bannhelgi hafi hvílt á, og vel megi nota hana til framhaldsumræðna um mál- ið. Björn vitnaði einnig í um- mæli Heimis Steinssonar út- varpsstjóra þar sem hann hafi talið skýrsluna jákvæða fyrir Ríkisútvarpið. Björn Bjarnason sagði fjöl- miðlabyltinguna hraða. Sjón- varp, sími og tölva muni í fram- tíðinni gefa fólki aukin tækifæri til þess að njóta margskonar efnis, og þessi bylting muni einnig geta af sér margvíslega einkarekna fjölmiðla. Björn sagði einnig að Ríkisútvarpið eigi ekki að reka eigið dreifikerfi, heldur eigi að gera samkomulag viö Póst og síma um rekstur þess. Björn sagði, hvað auglýs- ingaþáttinn varðar, að auglýs- ingatekjur verði ekki teknar af Ríkisútvarpinu án þess að tillit verði tekið til stöðunnar á einkamarkaðnum. Enginn vilji hverfa aftur til tíma ríkiseinok- unar útvarps. Björn gat þess, vegna ummæla Sighvats Björg- vinssonar, að heimild hafi verið gefin til kaupa á tveimur lang- bylgjusendum, sem fáist fyrir þær 300 milljónir króna sem til ráðstöfunar séu. Margrét Frímannsdóttir, Al- þýðubandalagi, sagði að ekki gagni að takmarka tekjur Ríkis- útvarpsins á sama tíma og gerð- ar væru kröfur um aukna inn- lenda dagskrárgerð. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, Þjóðvaka, sagði að skýrsla nefndar menntamála- ráðherra væri ekkert annað en mótun fjölmiðlastefnu og tæp- ast muni þingmenn Framsókn- arflokksins breyta svo um skoð- un að þeir skrifi upp á allar hug- myndir frjálshyggjuliðsins í Sjálfstæðisflokknum. Hún kvaðst fordæma þá aðför, sem gerð sé að Ríkisútvarpinu í skýrslunni, og hugmyndir um framtíð þess þurfi að vinna á vettvangi allra stjórnmála- flokka. Hjálmar Árnason, Framsókn- arflokki, sagði að þrátHýrir alla þá frjálshyggju, sem bresk stjórnvöld hafi unnið eftir á undanförnum árum, hafi ávallt verið slegið skjaldborg um breska ríkisfjölmiðilinn BBC. Nú eigi hins vegar að ráðast aö þessum rekstri hér á landi. Guð- ný Guðbjörnsdóttir, Kvenna- lista, sagði að skýrslan um fram- tíð Ríkisútvarpsins sé ekkert annaö en vinnuplagg Sjálfstæð- isflokksins, því hinn stjórnar- flokkurinn hafi hvergi nærri því komið. Árni Mathiesen sagði að sam- hljómur væri á milli umræddrar skýrslu og skýrslu Ríkisendur- skoðunar um fjármögnun Ríkis- útvarpsins. Hann sagði íslend- inga vera á eftir öðrum þjóðum hvað þessi mál varðar og spurn- ingu vera um hvort og þá á hvern hátt hið opinbera eigi að hafa afskipti af fjölmiðlun. Vitnaöi hann til skipulags BBC sem fyrirmyndar að rekstri Rík- isútvarpsins. Sigríður Jóhannesdóttir, Al- þýðubandalagi, sagði að öll áhersla hafi veriö lögð á ein- drægni innan þess hóps, er samdi skýrsluna, og hún hafi ekki brugðist, enda komið sam- starfsflokkum í ríkisstjórn í opna skjöldu. Það sýni hverjir séu húsbændur og hverjir hjú á stjórnarheimilinu þar sem eng- inn sé með neinn derring. Ólafur Örn Haraldsson, Fram- sóknarflokki, kvað Ríkisútvarp- ið búa við 11 ára gömul lög og á þeim tíma hafi oröið miklar breytingar á útvarpsrekstri. Því verði að endurskoða þessi lög, ..en til þess verðlað gefa sér góð- an tíma og ekki aö flana að neinu. Ríkisútvarpið verði að ná til allra byggða og þar veröi að taka tillit til menningar og sögu þjóðarinnar. Skýrslu mennta- málaráðherra sé hinsvegar í mörgu ábótavant og hann kvaðst hafna alfarið að taka Rík- isútvarpið út af auglýsinga- markaði. Guömundur Árni Stefánsson, Alþýðuflokki, kvað nauðsynlegt að vita hvort fleiri starfshópar væru til í líkingu við þann, sem samdi skýrsluna um Ríkisút- varpiö. Slíkir starfshópar eigi heima á skrifstofum stjórnmála- flokka, en ekki að ráðuneytin kosti vinnu slíkra hópa. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, sagði að tiltekinn hópur innan Sjálfstæðisflokks- ins sæi ofsjónum yfir starfsemi Ríkisútvarpsins. Sturla Böðvarsson, Sjálfstæð- isflokki, kvað samkeppni í fjöl- miðlun nauðsynlega. Allar breytingar verði þó að gera í ljósi þeirrar sérstöðu sem Ríkis- útvarpinu sé ætlað. Hann kvaðst fylgjandi því að breyta afnotagjöldum RUV í nefskatt. Árni Johnsen, Sjálfstæðis- flokki, sagðist ekki vera sam- mála öllu í skýrslu menntamála- ráðherra, en mjög ósammála öðru. Ríkisútvarpið sé mikil- vægur þáttur í lífi fólksins í landinu og sameign þess. Það sé eitt af einkennum landsmanna og beri að rækta það í takt við þau sjónarmið. Grundvallarat- riði sé að efla innlenda dag- skrárgerð og nauðsynlegt að flytja stofnanir Ríkisútvarpsins undir sama þak í Efstaleitinu. Svavar Gestsson, Alþýðu- bandalagi, sagöi ljóst að skýrsl- an sé mjög umdeild innan Sjálf- stæðisflokksins og hún tefji nú fyrir umræðum um Ríkisútvarp- ið, sem nauðsynlegt sé að fari fram. Hann sagði þessa skýrslu engan umræðugrundvöll og henni eigi aö henda. Nú hafi menntamálaráðherra sett fram skýrslu, sem setji spurningar- merki í kringum alla tilveru þess nema að útvarpa jarðarfarartil- kynningum. Menntamálaráð- herra sé ekki treystandi fyrir því fjöreggi sem Ríkisútvarpið eigi að vera. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.