Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 7
Þri&judagur 14. maí 1996 IfMÍMH 7 Formabur Skólamálaráös Reykjavíkur í önnum viö undirbúning flutnings grunnskólans: Hugsjónin er aó tengja betur starf leikskóla og grunnskóla Vinna a& undirbúningi þess aö sveitarfélögin taki alfarið viö rekstri grunnskólanna í ágúst nk. er nú í fullum gangi, enda naumur tími orðinn til stefnu. Verkefnið er gríðarlega viðamikið og sennilega það stærsta sem a.m.k. margir sveitarstjórn- armenn koma til með að fást við. Til ab fræðast um gang mála ræddi Tíminn við Sigrúnu Magnúsdóttur, formann Skólamálaráðs Reykjavíkur, og spurði hana hvernig undir- búningnum miðaði. Eftir aö sundurgreina kostnaöinn Sigrún byrjaði á að benda á að þótt búið sé að gera sam- komulag um heildarkostnað- arskiptinguna, þ.e. það fjár- magn sem sveitarfélögin eiga að fá frá ríkinu til reksturs grunnskólanna, bíði sveitarfé- lögin enn eftir sundurgrein- ingu á þessu fjármagni til ein- stakra sveitarfélaga. „Þess vegna höfum við tekið þá afstöðu í Skólamálaráði að þær reglur, sem hafa gilt fyrir yfirstandandi skólaár, svo sem um skiptingu í bekkjardeildir og kennslumagn, verða óbreyttar næsta skólaár. Það verður hins vegar byrjað að vinna að skipulagningu á öllu skólastarfi strax 1. ágúst, þegar Fræðslumiðstöð Reykjavíkur tekur til starfa, og þar með að ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 1997. Það verður jafn- framt fyrsta sameiginlega fjár- hagsáætlun sem er gerð fyrir alla starfsemi grunnskólanna og byggingaframkvæmdir." Sigrún segir það bjargfasta trú sína að það verði skóla- starfi til mikils framdráttar að öll yfirstjórn skólanna verði nú á einni hendi. Hún segir það auk þess gífurlega spenn- andi að fá tækifæri til að koma að mótun alls innra starfs grunnskóla allt frá grunni. Sigrún Magnúsdóttir. 51 umsókn um 3 stööur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur tekur sem áður sagði til starfa 1. ágúst nk. Miðstöðin hefur verið skipulögð í þrjú svið: þjónustusvið, þróunarsvið og rekstrarsvið. Alls bárust 51 umsókn um stöður yfirmanna sviðanna og er nú verið að fara yfir þær og kalla umsækjendur í viðtöl. Staðsetning Fræðslumið- stöðvarinnar olli nokkrum deilum í borgarstjórn. Ákveðið var að miðstöðin yrði til húsa í gamla Miðbæjarskólanum, en skoðanir voru mjög skiptar um þá ákvörðun, ekki síst vegna aldurs hússins og áætl- aðs kostnaðar við endurbætur þess. „Þetta er allt að ganga upp. Ég er ánægð með þá sam- vinnu, sem hefur tekist við Húsafriðunarnefnd, enda er það metnaður okkar að gera vel við þetta merkilega hús. Það verður 100 ára eftir tvö ár og við hefðum hvort eð er þurft að halda því við. Við ætl- um okkur að færa eina kennslustofuna í upprunalegt horf, þótt Húsafriðunarnefnd hafi ekki farið fram á það. Þar verða rifnar niður klæðningar, sem voru settar fyrir 40-50 ár- um, til að sýna panel sem er þar undir. Þessi stofa verður andlit hússins þegar komib er inn í það og þar er ætlunin að saga hússins verði í myndum á veggjunum." Framtíöarhugsjónin Jafnframt því að Fræbslu- Neytendasamtökin segja brýnt aö auövelda lausn deilumála í viö- skiptum: Koma á fót úrskurðarnefndum vegna kvartana í viðskiptum Neytendasamtökin stefna að því að koma á fót fleiri nefnd- um til að úrskuröa um deilu- mál á þeim sviðum viöskipta sem úrskurðamefndir starfa ekki á, svo sem vegna bíla- kaupa og þjónustu við bíleig- endur, vegna viðskipta við op- inbera þjónustuaðila, ráð- gjafa, sérfræðinga og fast- eignasala, svo nokkuð sé nefnt. Samtökin telja aö koma þurfi á fót sameiginlegri upp- lýsingamiðstöð til þess aö neytendur fái greiðar upplýs- ingar um úrskuröarleiðir og þar sem niðurstöður úrskurð- arnefndanna muni liggja fyr- ir. Nauðsynlegt sé aö ríkisvaldið vinni að þessu ásamt Neytenda- samtökunum og samtökum seljenda. Neytendasamtökin telja mik- ilvægt að neytendur geti fengið úrlausn um kröfur sínar á ódýr- an og hraðvirkan hátt. Einkenni venjulegs ágreiningsmáls sé misræmið milli kröfunnar og kostnaðarins við að fá lagalega niðurstöbu. Vandinn sé sá, að jafnvel þótt neytandi vinni mál þá sitji hann samt uppi með kostnað sem ab öllu jöfnu sé meiri en krafan, og þar við bæt- ist að málsmeöferð taki of lang- an tíma. Neytendasamtökin upplýsa ab nefnd á vegum Evr- ópusambandsins hafi komist að þeirri niðurstöðu aö kostnaöur vegna erfiðleika neytenda á að ná fram rétti sínum, ásamt minni verslun og óhagkvæmni af þeim sökum, nemi ekki undir 30 milljónum ecu, eða sem svar- ar 2.500 milljónum króna. Bætt aðgengi neytenda að úr- lausnarleiðum byggist á því að fyrir hendi sé málsmeðferð utan dómstóla, sem mæti þeim lág- markskröfum að um sjálfstæða, hlutlausa og aðgengilega máls- meðferð verbi að ræöa, sem kosti neytandann lítið eða ekk- ert og niðurstaða liggi fljótt fyr- ir. miðstöðinni verður komið á legg í Miðbæjarskólanum eru uppi hugmyndir um að skipta borginni í skólahverfi hvað varðar faglegt starf. Rætt er um að koma upp tveimur mið- stöbvum í borginni til að byrja með, í Grafarvogi og Breið- holti. í þeim er ætlunin ab tengja betur skólanám barna allt frá leikskóla og upp grunn- skólann. „Á þann hátt verður það ekki eins stórt skref ab hætta í leikskóla og byrja í skóla, og um leið fær skólinn aðgang að ýmsum upplýsingum um barnið sem leikskólinn býr yf- ir. Það er þannig okkar hug- sjón að vinna í samfellu með einstaklinginn frá 0 til 16 ára aldurs," segir Sigrún. Hún seg- ir það vera að gerast víða um land ab leikskólar og grunn- skólar séu tengdir saman meb þessum hætti á nýjum skóla- skrifstofum. Byggingaáætlun til 5 ára Auk þess að undirbúa yfir- töku grunnskólanna frá ríkinu er unniö af fullum krafti að áframhaldandi byggingafram- kvæmdum við skóla borgar- innar. Þrír skólar verba ein- setnir í fyrsta sinn í haust, þ.e. Austurbæjarskóli, Hamraskóli og Langholtsskóli. Einnig er verið að byggja við Öldusels- skóla og Grandaskóla. Skólamálaráð Reykjavíkur gengst þessa dagana fyrir fundaherferð í öllum hverhxm borgarinnar með skólastjórn- endum og foreldrum vegna einsetningar skólanna. Eftir þá fundi verður gerð fimm ára byggingaráætlun um einsetn- ingu allra grunnskóla borgar- innar, sem send veröur öllum skólum og foreldraráðum til kynningar í haust. -GBK Hundraö manna sendinefnd Kanadamanna á lcebreaker 96: Kynna Nova Scotia sem hagstæða innkaupaborg Nova Scotia er eitt af sjö sjálfstjómarsvæbum Kan- ada, annars víðlendasta ríkis heims. Senn líbur ab því ab íslendingar bindist þessu minnsta ríki Kanada enn sterkari böndum en fyrr, þegar Flugleiðir hefja áætlunarflug til Halifax á Nova Scotia. Um eitt hundrað fulltrúar viðskipta- og ferðamála No- va Scotia-fylkis em væntan- legir hingað til lands 21. maí vegna sýningarinnar Icebrea- ker 96, sem haldin verður í Háskólabíói dagana 22. til 24. maí. Munu þeir kynna ís- lendingum land sitt og þjóð, auk þess sem tækifæri gefst til að kynnast sögu Nova Scotia, náttúrufegurð, skemmtanalífi og ýmsum ævintýrum sem landið býður uppá. „Okkar fyrsta tilraun til að markaðssetja Nova Scotia á íslandi gaf mjög góba raun," segir fjármálaráðherrann Robbie Harrison, en hann mun leiða sendinefndina stóm til íslands. „Áætlunar- flug Flugleiða tvisvar í viku gefur ferðamönnum kost á að njóta menningar og næt- urlífs — og ekki síður aö versla í Nova Scotia, en sér- staklega hagstætt verðlag gerir Nova Scotia að spenn- andi ferðamöguleika," segir ráðherrann. Það má því allt eins reikna með að hýjasta innkaupa- borg íslendinga verði Nova Scotia á vesturströnd Kanada áður en langt um líður. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.