Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.05.1996, Blaðsíða 10
10 Þri&judagur 14. maí 1996 Sæmundur A. Hermannsson Sjötíu og fimm ára Aldur er afstætt hugtak. Sumir veröa gamlir fyrir aldur fram, öbrum gefst hreysti og heilsa þannig að samferðamenn átta sig trauöla á þeim árafjölda sem er að baki. Sæmundur Á. Hermannsson fyllti 75 ár á laugardaginn var. Ab honum stendur kjarnafólk sem bar aldurinn vel og svo er einnig um Sæmund. Hann er fæddur á Ysta-Mói í Fljótum, sonur hjónanna Elínar Lárusdóttur og Hermanns Jóns- sonar. Elín var mikil myndar- kona og stórbrotinn persónu- leiki. Hún var dóttir Lárusar Ól- afssonar útvegsbónda á Hofsósi og Margrétar Jónsdóttur ljós- móður. Hermann var Vestfirð- ingur, sonur Jóns Sigurðssonar verslunarstjóra á Bíldudal og Halldóru Magnúsdóttur konu hans. Hermann var fyrst verslunar- maður á Sauðárlúóki og Hofs- ósi. Síöar bjuggu þau Elín um skeið í Málmey en 1918 flytja þau ab Ysta-Mói í Fljótum. Þá var árferði hart og fátækt mikil í Fljótum. Gamall Fljótamaður orðaði það svo að „þegar neyð- in var stærst sendi Guð okkur Hermann á Mói." Hermann varð strax forystu- maður Fljótamanna og átti mjög stóran þátt í því að rétta við hag sveitarinnar. Hann stofnaði Samvinnufélag Fljóta- manna og gerðist kaupfélags- stjóri í Haganesvík ásamt með umsvifamiklum búskap. Þeim Hermanni og Elínu var margra mannskapsbarna auðið. Þau eru: Halldóra húsfreyja á Siglufirði, Lárus verslunarmað- ur í Reykjavík, Níels eftirlits- maður í Reykjavík, Rannveig húsfreyja á ísafirði, Hrefna hús- freyja á Siglufiröi, Sæmundur, Haraldur verslunarmaður á Sauðarkróki, Georg bílstjóri á Ysta-Mói og Björn tollstjóri í Reykjavík. Sæmundur ólst upp á Ysta- Mói á umsvifamiklu menning- arheimili. Stundaði hann nám í Reykholti en flutti til Vest- mannaeyja en þaban er kona hans Ása, dóttir Helga Jónat- anssonar útgerðarmanns og El- len Marie konu hans. Ása er mikil afbragðskona og hefur reynst Sæmundi hinn besti lífs- förunautur. Hún er skrifstofu- stjóri á Sauðárkróki. Sæmundur var fyrst hótel- stjóri í Vestmannaeyjum en gerðist síðan tollvörður, fyrst í Vestmannaeyjum en síðan á Þórshöfn og Keflavíkurflugvelli. Þau hjón fluttu til Sauðár- króks 1957 og gerðist Sæmund- ur tollvörður þar en 1961 gerð- ARNAÐ HEILLA ist hann framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Skagfirðinga og því starfi gegndi hann í 3 áratugi. Sér verka hans mikinn stað í myndarlegri sjúkrastofnun og dvalarheimili aldraðra. Sæ- mundur var mjög framsýnn og stórhuga með ráðdeild. Upp- bygging gekk ævinlega snurðu- laust þar sem Sæmundur stjórn- aöi, enda var hann óþreytandi og fann alltaf úrræði sem dugðu ef á móti blés. Samstarf okkar þingmanna kjördæmis- ins við hann var með miklum ágætum við þær framkvæmdir allar. Hann lagði öll mál skipu- lega fyrir og af mikilli viljafestu. Eiga Skagfirðingar honum mikla skuld að gjalda fyrir öll hans störf í þágu Sjúkrahúss Skagfirðinga og að öldrunar- málum í héraðinu. Hann var fyrsti formaður Félags eldri borgara í Skagafirði. Sæmundur er mikill félags- málamaður eins og faðir hans og hefur komið víða við. Hann hefur lengi verið einn af for- ystumönnum framsóknar- manna á Sauðárkróki og í Norð- urlandskjördæmi vestra. Sæ- mundur átti m.a. sæti í bæjar- stjórn um skeið. Þá hefur Sæmundur látið málefni hesta- manna mjög til sín taka og 1971 keypti hann jörðina Ytra- Skörðugil á Langholti og hefur rekið þar hrossaræktarbú með góðum árangri síðan. Of langt væri upp að telja öll félagsmála- og forystustörf Sæ- mundar sem öll voru með sömu einkennum og um hann má segja eins og Njál að „sjald- an var hann frá kvaddur þegar hin góðu voru ráðin". Ása og Sæmundur eignuðust sjö mannvænleg börn. Þau eru: Elín Helga hjúkrunarfræðingur á Sauðárkróki, gift Jóni Erni Berndsen verkfræðingi, Herdís kennari á Sauðárkróki, gift Guðmundi Ragnarssyni bygg- ingafulltrúa, Hafsteinn iðn- fræðingur í Reykjavík, giftur Önnu Maríu Sverrisdóttur leik- skólakennara, Gunnhildur María leikskólastjóri í Mosfells- bæ, gift Ragnari Sveinssyni húsasmíðameistara, Margrét hjúkrunarfræðingur og ljós- móðir í Mosfellsbæ, Hermann stjórnmálafræðingur, stundar framhaldsnám við háskólann í Árósum, kona hans er Guðrún S. Grímsdóttir, og Anna Elísa- bet upplýsingafulltrúi hjá BHM í Reykjavík, maður hennar er Arnar Sigurðsson vélstjóri. Barnabörn eru orðin mörg og er allur sá ættbogi myndar- og mannskapsfólk. Á þessum tímamótum færi ég Sæmundi hugheilar árnaðar- óskir með miklu þakklæti fyrir tryggðavináttu, ráðgjöf og gest- risni í marga áratugi. Eg hef eins og margir fleiri verið heimagangur á rausnargarði þeirra Ásu á Skagfirðingabraut 47 og er þaðan margs góðs að minnast. Megi gæfan fylgja þeim hjón- um um ókomin ár. Páll Pétursson Nýjar útgáfur ÍSLAND I HAtJUMMt* ,t t>jv*N4iK>rn» ÉkAái ÍSLAND ót Attv |ö»t:VNNvmri tnt I (Nv V V»ii Helmingur smáarkarinnar meb póstbílunum. Evrópufrímerkin komu að þessu sinni út þann 18. apríl og voru með sama myndefni og hjá öbrum þjóðum, það er með myndum frægra kvenna. Hér voru það þær Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) og Ólafía Jóhannsdóttir (1863- 1924). í kynningarbæklingi Pósts og síma eru birt æviágrip þeirra beggja og fara þau hér á eftir. Halldóra Bjarnadóttir (1873- 1981) var brautryðjandi í kvennafræðslu á íslandi. Hún tók kennarapróf í Noregi, kenndi þar í nokkur ár, en varð síðan skólastjóri við barnaskólann á Akureyri 1908-1918. Árið 1914 stofnaði hún Samband norðlenskra kvenna og var formaður þess í 10 ár. Ennfremur stofnaði hún fjölda af kvenfélögum víðs- vegar um land. Hún var leið- beinandi í heimilisiðnaöi og stóð fyrir sýningum á honum hérlendis og erlendis. Hún stofnaði tímaritið Hlín 1917, var eigandi þess og ábyrgðar- maður og ritstýrði því til 1961. Hún stofnaöi og rak tóvinnu- skólann á Svalbarði í Suður- Þingeyjarsýslu frá 1946 og til ársins 1955 og vann stöðugt að félagsmálum kvenna alla starfsævi sína. Halldóra fædd- ist 14. október 1873 í Ási í Vatnsdal og andaðist á Hér- aðshælinu á Blönduósi 27. nóvember 1981 og varb því 108 ára gömul. Ólafía Jóhannsdóttir (1863- 1924) var helsti leiðtogi og hugmyndafræðingur Hvíta- bandsins á íslandi, en Hvíta- bandið er mannúöarsamtök kristinna bindindiskvenna. Hvítabandiö var fyrsta kvenfé- lag á íslandi sem gerðist aðili að alþjóblegum samtökum. Ólafía var dóttir hjónanna Ragnheiðar Sveinsdóttur og eiginmanns hennar, séra Jó- hanns K. Benediktssonar. Æskuheimili hennar var mið- stöð róttækra þjóðfrelsis- manna í Reykjavík. Hún tók sjálf þátt í þjóðfrelsisbarátt- unni bæöi í ræðu og riti. í lok síðustu aldar var hún einn öfl- ugasti málsvari kvenfrelsis á íslandi og hélt tæpitungulaust fram pólitískum réttindum kvenna. Hún ferðaðist víða um heim sem erindreki og hélt fyrirlestra um bindindis- og kvenfrelsismál. Árib 1903 flutti hún til Noregs, bjó þar í 17 ár og veitti m.a. forstöðu heimili, sem Hvítabandið rak í Ósló fyrir sárasóttarsjúklinga, vændiskonur og drykkjukon- ur. Verðgildi frímerkjanna var 35,00 og 55,00 kr. Þau voru prentuð hjá House of Questa í London í 50 stykkja örkum og offsetprenti. Hönnuðir frí- merkjanna voru Tryggvi T. Tryggvason og Anna Þóra Árnadóttir. Þá má einnig geta þess, ab frímerkin voru jafnframt gefin FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON út í frímerkjaheftum sem hvert um sig inniheldur 10 frí- merki. Þau kosta 350,00 kr. og 550,00 kr. og eru merkt No. 1/1996 og No. 2/1996. Póstbílar Næsta útgáfa var svo í gær, 13. maí 1996, en þá komu út á ný frímerki með myndum póstbíla og eins og áður gerð af Þresti Magnússyni. Þessi frímerki eru gerð í átta stykkja örkum eins og áður og eru tvö eins frímerki í hverri örk, en með mismunandi af- stöðu til hinna frímerkjanna í örkinni. Verðgildi hvers frí- merkis er 35,00 krónur, eða hið nýja innanlandsburðar- gjald frá fyrsta júní. Þá hækkar Evrópuburðargjaldið upp í 45,00 krónur og til annarra landa í 65,00 krónur. Póstflutningar með bifreið- um hér á landi hófust á öðrum áratug 20. aldar, en fram til 1928 var lítið um fastar áætl- unarferðir. Frá 1928-34 lengd- ist vegakerfið og nýjar leiðir Konurnar á Evrópufrímerkjunum. opnuðust bæði frá Reykjavík til Akureyrar og Vesturlands, Austurlandsleiðin frá Akureyri og sunnanlands austur að Kirkjubæjarklaustri. Til þess að koma skipulagi á þessar ferðir var árið 1935 sett löggjöf um farþega- og póstflutninga með bifreiðum og fastar áætlunar- ferðir bundnar sérleyfum. Árið 1935 voru sérleyfishafar 28 talsins, en höfbu rúmlega fjór- faldast í 115 árib 1950. Bifreið- arnar á þessum frímerkjum tengjast póstsögu íslendinga frá 1930 og fram yfir mibja öldina. Bifreiðarnar eru af þessum gerðum: A. Buick 1931: Fyrirrennarar stærri langferðabíla. Bifreiðastöð Steindórs. — B. Studebaker 1934: Póstflutningar milli bréfhirðinga og pósthúsa í Reykjavík. Strætisvagnar Reykjavíkur. — C. Ford 1937: Bifreiðastöð íslands o.fl. — D. Reo 1946: Farþega- og póst- flutningar. Póst- og símamála- stofnunin. Þessi frímerki eru eins og áð- ur prentuð hjá BDT á írlandi og offsetprentuð. Fyrstadags- stimpillinn er bílstýri eins og áður, en auðvitað önnur dag- setning. Þá verða frímerkin einnig gefin út í gjafahefti, GM 19, með forsíðumynd af gamla Kleppsstrætisvagnin- um, sem var af gerðinni Stude- baker1934. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.