Tíminn - 16.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.05.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. maí 1996 WflJISflttf 5 Davíö Gíslason: Orb í belg um haförninn kheI^v,ún»tv*,tlk „TOh«6»"“ 1 i öftgí 5 , \ íífesft \ A “If 1 \ nV«41. ,5 4 U\*ndi. \ i '>nd<,“?»>»"' *,*S. i I >» »»' “L«to'>»- \ \ V4C„* , I i »1.»»'"! ve>>» l þe„> :u l)V, iu l „6» V^/wta' , '♦“í íi i'15'18' ' [ vc,,ö >> aUue»"> | \ o*V‘"““ 2vÆ' I 08 ,w e>"- \ wn.»uAt.>ut>‘ ‘ví*V S síðustu viku kom upp um- ræða um íslenska örninn og það tjón sem hann hugsan- lega veldur. Upphaf þessarar umræðu var á Alþingi þar sem Gísli S. Einarsson, þingmaður Alþýðuflokksins í Vesturlands- kjördæmi, var málshefjandi. Án þess að ég viti það, gætu ein- hverjir varpbændur við innan- veröan Breiðafjörð hafa borið sig upp við þingmanninn, enda eru aðal uppeldisstöðvar arnar- ins á því svæði. Næst kom mál- ið til umræðu á Stöð 2, þar sem talað var við tvo bændur um tjón sem þeir sögðust hafa orðið fyrir. Ég sá ekki þessi viðtöl, en mér er sagt að þau hafi ekki ver- ið fallin til að vekja samúð með málstað bændanna. í þriðja lagi skrifaði Birgir Guðmundsson blaðamaður grein í dagblaðið Tímann 11. þ.m. þar sem hann gerði áðurnefndar umræður á Alþingi og viðtölin á Stöð 2 að umræðuefni. Umfjöllun hans er nokkuð dæmigerð fyrir sjónar- mið þeirra sem aðeins skoða málið frá einni hlið. Hann kall- ar áðurnefnda viðmælendur Stöðvar 2 fulltrúa bænda. Það er alrangt, auðvitað túlkuðu þeir eingöngu sín eigin sjónarmið. Þótt örninn valdi fyrst og fremst tjóni í varplöndum æð- arbænda (annað tjón sem hann veldur er hverfandi), hefur það aldrei hvarflað að forystumönn- um bændanna að leggja til að örninn væri drepinn eða varp- stöðvum hans spillt. Æðar- bændur almennt bera því enga ábyrgð á ógætilegum ummæl- um, sem einstaka varpeigendur láta falla um örninn. Hins vegar er örninn verulegt vandamál á mesta æðarvarpssvæði landsins við innanverðan Breiðafjörð, og bændur vilja ræða þann vanda við yfirvöld og leita sanngjarnra lausna. Það er kaldhæðni fólgin í því, þegar erninum hefur verið út- rýmt í þremur landsfjórðung- um, að einmitt þar sem hann hefur átt griðland skuli bænd- um vera legið á hálsi fyrir óvild í hans garð og þeir einir gerðir ábyrgir fyrir viðgangi arnar- stofnsins. Um miðja öldina, þegar ég var að alast upp vestur á Mýrum í Dýrafirði, verpti eitt arnarpar innarlega í firðinum að sunnan- verðu. Eftir að vegur var opnað- ur fyrir fjörðinn 1952 sáu veg- farendur oft arnarparið sveima hátt á lofti yfir fjaröarbotnin- um. Á síðsumrum sást stundum ungi eða ungar í fylgd foreldr- anna. Örninn var stolt fjarðar- ins. Á þessum tíma var arnar- stofninn í algeru lágmarki og var talið að einungis tuttugu pör verptu á landinu. Á Mýrum var mjög stórt æðar- varp, og örninn gerði jafnan heimsóknir í varpið einu sinni eða tvisvar á vori. Gjarnan tók hann eina eða tvær æðarkollur í þessum ferðum og gat það ekki talist mikið tjón í stóru varpi. Ekkert olli þó jafn mikilli skelf- ingu í æðarvarpinu og þegar sást til arnarins. Fuglinn beinlínis æddi af hreiðrunum og forðaði sér til sjávar. Það var í senn til- komumikið og hryggilegt þegar allur þessi skari fugla lagði á flótta samtímis. Á þessum árum sótti mergð af hrafni í varpið á hverju vori. Hrafninn er öðrum fuglum vitr- ari og hann sýnir oft ótrúleg klókindi við að tæla æðarkoll- urnar af hreiðrunum til að ræna frá þeim eggjum. Oft höfðu hrafnarnir samvinnu tveir og þrír og var þá eftirleikurinn auð- veldur. Ekki létu þeir sér nægja egg til daglegra nota, því fram á haust mátti finna æðaregg eftir hrafninn upp um holt og hæðir. Hrafninn faldi þá eggin til síðari tíma og hefur sjálfsagt fundið sum aftur, en týnt öðrum. Ég minnist hrafns sem þekktist á því að eina stélfjöður vantaði. Á einum degi sást hann fara með tuttugu egg, sem hann faldi í hjöllunum fýrir ofan bæinn. Þrátt fyrir þetta var visst jafn- ræði með æðarkollunni og hrafninum. Stundum tókst henni að sjá við hrafninum og stundum ekki. Hrafninn náði því sjaldnast meiru en einu eggi í senn. Það var því sjaldgæft að hreiðrin rifust upp, ef hrafninn var einn á ferð. Öðru máli gegndi ef annar vargur fór fyrir hrafninum. Tófan var mesti vá- gesturinn í varpinu. Hún rak kollurnar af hreiðrunum og hrafninn fylgdi í kjölfarið og hreinsaði hreiðrin af eggjum. Á einni nóttu fundust 150 upp- VETTVANGUR rifningar þegar hrafninn fór í spor tófunnar um varpið, líkt og fótgöngulið á eftir skriðdreka í orustu. Ekki er talið að fuglinn verpi aftur þegar hreiðrin rífast upp. Miðað við verð á dún í dag var tjónið því yfir 100 þús. kr. á þessari einu nóttu. Með sama Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE skemmtikröftum. Ef til vill var það vegna þess óþols sem í mig var hlaupið, en atriði í þættinum fóru fyrir brjóstið á mér: Að skemmti- kraftar sem hafa sýnt sig yfir- burðamenn í gerð skoplegs efn- is þurfi að láta nokkuð af skemmtiefni sínu vera „neðan- beltishúmor" ætti að vera alveg óþarft. Þessi tiltekni skemmti- hætti kom hrafninn í kjölfar arnarins og reif upp hreiður þegar örninn kom í heimsókn. Ekki man ég lengur hve mörg hreiður fóru forgörðum þegar mest var, en þau skiptu tugum. Gjaldið fyrir hverja arnarheim- sókn gat því orðið nokkur þús- und krónur. Þrátt fyrir þetta kom aldrei til greina að beina að honum byssu eins og öðrum flugvargi í varpinu. Að rækta upp æðarvarp er líkt og að rækta garðinn sinn. Ár- angurinn fer eftir eljunni og sál- inni sem lagt er í verkið. Að- stæður eru líka misjafnar og sumstaðar er hægt að rækta upp stór vörp, þótt önnur verði allt- af smærri. En æðarbóndanum þykir vænt um varpið sitt, hvort sem það er stórt eða lítið. Fyrir fáeinum árum bauð maður nokkur mér að líta á landið sitt. Þar hafði ein æður orpið, og hann vonaðist til að koma þar upp varpi með tíð og tíma. Nokkrum dögum seinna reifst hreiðrið upp og æðurin fór. Honum var greinilega sárara um þessa einu æður en foreldrum mínum að missa 150 hreiður. þáttur er ekki síður vinsæll með- al barna en fullorðinna og til þess þarf að taka fullt tillit. Ég ítreka að ég tek undir þau sjónarmið sem ég hef víða heyrt og koma fram hér að ofan: Þeg- ar sjónvarpsefni er ekki tilbúið, á bara að fresta birtingu þess, en ekki láta slappa dagskrárgerðar- menn hringla með dagskrána. Þetta leiðir hugann að öðrum slappleika sem mér virðist vera vaxandi hjá ríkisútvarpinu. Ég man ekki betur en fyrir nokkr- um árum hafi dagskrárgerðar- mönnum veriö uppálagt að vera vel undirbúnir, jafnvel með skrifuð handrit, en nú er öldin greinilega önnur og ætla ég að nefna dæmi. Ég hef útvarpiö yfirleitt stillt á Rás 2 og þar heyri ég oft þátt Það er hverjum manni eðli- legt að verja það sem honum þykir vænt um. Æðarbóndinn vakir yfir varpinu á vorin og ver það fyrir vargi. Gagnvart ernin- um eru honum þó flestar bjargir bannaðar. Við aðstæður sem verða manni ofviða er gjarnan gripið til stórra orða til að svala reiðinni. Egill Skallagrímsson orti Sonatorrek þegar vopnin dugðu ekki lengur. Það veitti hans reiði útrás. Líklega eru þeir bændur, sem Stöð 2 átti viðtal við, lakari skáld en hann. Ekki veit ég hvort Birgir Guð- mundsson blaðamaður ræktar garðinn sinn. En sé svo, myndi honum eflaust sárna ef börnin í götunni træðu hann niður. Hann myndi að sjálfsögðu ekki gera börnunum mein, en líklega þætti honum eðlilegt að ábyrgð- armenn þeirra greiddu honum einhverjar bætur, jafnvel þótt aðeins væri um að ræða lítils- verða upphæð „fyrir einhverju afar illa skilgreindu tjóni", svo notuð séu hans eigin orð um tjón af völdum arnarins. Örninn er alfriðaður. Sá réttur er helgaður með lögum um vernd, friðun og veiðar á villt- um fuglum og villtum spendýr- um, nr. 64/1994. Nú segir rétt- lætisvitund mín, að valdi einn aðili öðrum tjóni í skjóli lög- helgaðs réttar, þá hljóti sá sami, eða ábyrgðarmaður hans, að bæta tjónið. Það eru hins vegar engin ákvæði um bótaskyldu í lögunum sem friða örninn og því Ijóst, að í þessu tilviki ætlast löggjafinn til þess að lítill sam- félagshópur beri allan þann skaða sem hugsanlega getur orðið. í áðurnefndri blaðagrein sagði blaðamaðurinn: „Það mun ekki verða þingmanninum Gísla S. Einarssyni til pólitísks fram- dráttar að hafa hreyft þessu máli, eftir að þjóðin sá hvað þarna bjó að baki." Blaðamaður- inn virðist hafa sagnaranda, sem segir honum hvað þing- manninum gekk til, eða er hann með ómerkilegar getsakir? Frá mínum sjónarhóli hreyfði þingmaðurinn réttlætismáli bæði fyrir bændurna og örninn. Höfundur er tæknir og formabur Æbar- ræktarfélags íslands. skömmu eftir hádegið, þátt sem er með afbrigðum slappur. Þar eru reyndar leikin ágæt lög og lesnar kveðjur, en í stað þess að vanda sig virðist stjórnandinn kasta svo höndum til vinnu sinnar að óþolandi er. Skrjáf í blöðum, staut eða afsakanir um að þessi eða hin kveðjan sé nú ekki nógu vel skrifuð, eða jafn- vel að kveðjur séu lesnar á vit- lausum dögum, bera vitni um slappleika og skort á undirbún- ingi eða virðingu fyrir verkefn- inu. Ríkisútvarpið á undir högg að sækja. Stjórnendum þess virðist hins vegar standa allt of mikið á sama um rekstur þess, a.m.k. þá hlið sem snýr að hlustendun- um, almenningi í landinu. ■ Slappleiki Ég hafbi verib boðaður til fund- ar og kom á tilsettum tíma. Þrír aðrir voru það líka, en sá fimmti lét bíða eftir sér. Ég sá að fundarboðandinn ókyrrðist og þegar sá seini kom loksins, 20 mínútum of seint, fékk hann ádrepu. Hann reyndi að bera í bæti- fláka fyrir sjálfan sig og taldi 20 mínútur ekki tilefni til þeirra viðbragða sem raun hefði orðið á. „Það getur vel verið að þetta séu bara 20 mínútur fyrir þig," svaraði fundarboðandinn, „en við erum hérna fjórir sem höf- um beðið og á sama mælikvarða gerir það eina klukkustund og 20 mínútur." Þessi umræða hvarflaði að mér þegar ég haföi beðið í um það bil hálfa klukkustund eftir að skemmtiþáttur hæfist í sjón- varpinu síðasta laugardags- kvöld. Mér gramdist að útsend- ing þáttar, sem er reglulega á dagskrá, skyldi þurfa að tefjast vegna þess að hann var ekki til- búinn! Auðvitað hefði bara átt að sleppa honum af dagskránni. En ég fór ab reikna. Ég gaf mér að 120.000 sjón- varpsáhorfendur hefbu beðið útsendingarinnar, en það jafn- gildir að einn mabur hefði beð- ið í 60.000 stundir. Ef þeim tíma er deilt nibur á hina 5 umsjón- armenn þáttarins, fæ ég út að þeir þurfi að nota 300 vinnuvik- ur eða um 6 ár til aö vinna þessa töf af sér! Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem það sama gerist hjá þessum annars ágætu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.