Tíminn - 16.05.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.05.1996, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 16. maí 1996 / Isfirðingar funka Vegir Drottins eru sagðir órann- sakanlegir. Sama virðist gilda um vegi stjórnmálanna. í það minnsta eru þeir stundum harla torskildir. Lengi hefur sú kenn- ing verið höfð fyrir satt, að ekk- ert þýði fyrir stjórnmálamenn aö sækjast eftir embætti forseta íslands. Skoðanakannanir vegna væntanlegra forsetakosn- inga virðast afsanna þetta, þótt enn gildi hið fornkveðna að spurt skuli að leikslokum. En á sama tíma og fátt virðist geta stöðvað sigurför stjórn- málamanns í Bessastaðakapp- hlaupinu, þá gerist þáð vestur á ísafirði að flokkakerfið, eins og það leggur sig, fær opinbera húðstrýkingu og það svo ræki- lega að ólarnar nema við bein. Hér er að sjálfsögöu átt við stórsigur unglingaframboðsins, Funklistans, í hinu nýja sveitar- félagi við ísafjarðardjúp. Kosn- ingarnar skiluðu Funklistanum 17% fylgi og vantaði ekki nema þrjú atkvæði til þess aö krakk- arnir yrðu annar stærsti flokk- urinn vestur þar. Erfitt á ég með að trúa því að kjósendur Funklistans treysti óhörðnuðum unglingum öðr- um fremur til pólitískra stór- ræða. En þessi úrslit sýna glöggt að stór hluti kjósenda treystir ekki gömlu flokkunum, jafnvel þótt þeir hafi bærilega reyndum frambjóðendum á að skipa. Og þetta vantraust almennings á stjórnmálaflokkum er síður en svo eitthvert sérísfirst fyrirbæri. Þetta á ekki einu sinni eingöngu við um ísland. Sannleikurinn er sá aö stór hluti almennings í vestrænum lýöræðisríkjum er hættur að treysta stjórnmálamönnum. Meira að segja eru þær þjóðir sem búa við lengsta lýðræðis- hefð, Bretar og Bandaríkja- menn, farnar að líta á leiðtoga sína sem hverja aðra kjána. Sama gildir um okkur íslend- inga. Það er helst að við treyst- um þeim stjórnmálamönnum sem minnst láta á sér bera. Jafn mótsagnakennt og það kann að virðast, er það þó svo að auk þögulu stjórnmálamannanna eru það þó einkum sígapandi kjaftaskar sem fá á sig orð fyrir gáfur. En hvað sem líður áliti fólks á gáfnafari stjórnmálamanna, er það staðreynd að fæstir þeirra njóta lengur álits sem þjónar umbjóðenda sinna. Yfirleitt eru þessir menn taldir ómerkilegir framapotarar og valdastreðarar. Sé þetta álit almennings á mis- skilningi byggt, er það stjórn- málamannanna að sanna að svo sé. Og ekki vantar að þeir reyni. En því miður fyrir þá, þurfa þeir að glíma við hin fornu sannindi að sjón er sögu ríkari. Að vísu kom fjármálaráð- SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson herra það til hugar um daginn að banna mönnum að reikna, svo þeir ættu erfiðara með að átta sig á vaxandi misrétti í landinu. En það var til lítils, fyrst hann hafði ekki rænu á að stíga skrefið til fulls og láta augnstinga pakkið, svo afleið- ingar gjörða hans blöstu ekki við hvers manns augum. í frumvarpsdrögum til laga um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna lét þessi sami maður sér sæma að tala um minniháttar og meiriháttar starfsmenn hins opinbera. Sjálf- ur er hann slíkur minniháttar varaformaður stærsta stjórn- málaflokks landsins að formað- urinn rassskellir hann opinber- lega með reglulegu millibili. Von er að manninum renni blóðið til skyldunnar. Svo aftur sé vikið að kosn- ingaúrslitunum vestur á ísa- firði, þá er það bjargföst sann- færing mín að annað eins og þetta gæti gerst hvar sem er á landinu. Ég er meira að segja Sjórinn og búseta Ut er komið fjórða ráðstefnurit Vís- indafélags íslendinga, og fjallar það um íslendinga, hafið og auðlindir þess. Ritstjóri bókarinnar er Unn- steinn Stefánsson, fyrrv. prófessor. Snemma árs 1992 ákvað stjórn Vísindafélagsins að efna til al- mennrar ráðstefnu um þetta efni og var hún haldin 19. sept. sama ár. Alls voru flutt 16 erindi og eru 15 þeirra prentuð í hinu nýútkomna riti; höfundar efnis eru 23 talsins. í erindunum er fjallað um þýðingu Fréttir af bókum sjávarins fyrir búsetu á íslandi, haf- ís og veðurfarsbreytingar, haf- strauma og ástand sjávar, fram- leiðni, sjávarplöntur og svifdýr, ástand og afrakstur helstu nytja- stofna uppsjávar- og botnfiska, botndýr og nytjastofna þeirra, sjáv- arspendýr, fjömr og gmnnsævi, og síðast en ekki síst mengun í hafinu við ísland og aðferðir til að meta nokkuð viss um að þetta á eftir að endurtaka sig víða. Ég þekki marga stjórnmála- menn og þykist vita að þeir séu flestir hinir mætustu drengir. En margir þeirra eru afvega- leiddir. Það er eins og þeim sé fyrirmunað að skilja að bak- tjaldamakk er andstæða hrein- lyndis, sama í hve göfugum til- gangi menn standa í því. Því er þab svo, að almenningur dæmir þá stundum harðar en eðli þeirra verðskuldar. En þeir verða þá að hafa hugfast, að þeir eiga enga heimtingu á því að vera dæmdir eftir öðru en gjörðum sínum, eins þótt hjartalag þeirra kunni að vera snotrara en þær benda til. ■ á íslandi stærð fiskistofna og nýtingu auð- linda í fæðuvistfræðilegu sam- hengi. Erindin veita góða innsýn í stöðu íslenskra hafrannsókna, og niður- stöður em margar hverjar mjög áhugaverðar og sýna að rannsókn- um á íslandsmiðum hefur fleygt fram á síðusm ámm. Bókin, sem gefin er út í samvinnu við Háskólaútgáfuna, er 280 bls. að stærð með mörgum skýringar- myndum og kostar kr. 2.850. ■ Starfsemi og staða Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins í 50 ár í fyrra, 1995, vom 50 ár liöin síð- an Alþjóðlegur gjaldeyrissjóður og Alþjóðlegur banki endurreisn- ar og uppbyggingar tóku til starfa, en ráöstefnan í Bretton Woods í New Hampshire í júlí 1944 samþykkti uppsetningu þeirra og stofnskrá. Hér verða um síðir upp teknar málsgreinar úr Financial Times, 7. október 1994, um starfsemi þeirra. „Ráðstefnunni í Bretton Woods tókst frábærlega vel ab marka stefnu á afturhvarf til heimsmark- aðs efnahagslífs (global econ- omy). En halda átti uppi leikregl- um kapítalismans. Út frá því var gengið — einkum í bresku sendi- nefndinni undir forystu hagfræð- ingsins Keynes lávarðar — að óheft flæði fjármagns yrði ekki aftur látið viðgangast, né heldur „funafjár" (hot money). Fésýslu skyldi haldið í hlekkjum. Stofnskrá Alþjóðlega gjaldeyr- issjóðsins áskildi þess vegna ein- ungis, að gjaldmiðlar yrðu áskiptanlegir vegna viðskipta með varning og þjónustu. ... Ríkisstjórnum var sem áður heimilað að viðhalda höftum á tilflutningi fjármagns, þannig að þær gætu haldið gengi gjald- miðils síns stöðugu, þótt í efna- hagsmálum fylgdu stefnu á fulla atvinnu. Undir þá samfell- ingu átti Alþjóðlegi gjaldeyris- sjóðurinn að renna stoðum. Með áþekkum skilmálum var Alþjóðlegi bankinn settur á fót til að fjármagna uppbyggingu eftir styrjöldina og síðan efna- hagslega framvindu. Talið var, að ekki kæmi aftur til, né mætti koma til, tilflutnings einkafjár- magns, þótt lagt hefði það fé til i uppgangsins á ofanverðri 19. öld. EFNAHAGSMAL Með tilliti til heimskreppunn- ar og nýmæla í hagfræði var þar ekki um að ræða óeðlilegar for- sendur, en með tímanum hefur undan þeim fjarað. Skipan skorðaðra gengja gjaldmiðla leystist upp snemma á áttunda áratugnum og þá öðru fremur sakir þess að í senn var stefnt á fulla atvinnu og skorðað gengi gjaldmiðilsins, eftir að höft á til- flutningi fjármagns landa á milli höfðu verið felld niður. Varð Alþjóðlegi gjaldeyrissjóö- urinn þá af upphaflegu ætlunar- verki sínu. Alþjóðlegi gjaldeyrissjóður- inn hefur síðan í vaxandi mæli verið eftirlitsaðili hagsýslu í tví- stígandi þróunarlöndum. Þegar Málverk af Jóni Helga- syni afhjúpab í Alþingi Malverk af Jóni Helgasyni, fyrrum alþingismanni, land- búnaðarráðherra og forseta Alþingis, var afhjúpað í setu- stofu þingmanna og fyrrum þingsal efri deildar Alþingis fyrir skömmu. Venja er að koma málverkum af þingfor- setum fyrir í Alþingishúsinu eftir að þeir hafa látið af þing- mennsku. Jón Helgason sat á þingi fyrir Framsóknarflokk- inn og tók fyrst sæti á Alþingi sem varaþingmaður í Suöur- landskjördæmi árið 1972. Ár- iö 1974 var hann kjörinn á þing og sat samfellt á þingi til 1995, er hann gaf ekki kost á sér til frekari þingmennsku. Jón var forseti sameinaðs Al- þingis árin 1979 til 1983, en það var eitt mesta átakatímabil í sögu þingsins hin síðari ár. í upphafi þess kjörtímabils klauf Gunnar Thoroddsen Sjálfstæðisflokkinn og myndaði ríkisstjórn meb vinstri flokkunum. Er málverkið hafði verið afhjúpað, rifjaði Jón upp nokkur atriði úr störfum sín- um sem þingforseti frá þessum tíma og þá meðal annars aðdrag- anda stjórnarmyndunarinnar og þess aö hann var kosinn þingfor- seti. Ólafur G. Einarsson, núver- andi forseti Alþingis, tók einnig til máls. Hann kvaðst þá hafa ver- ið formaður þingflokks Sjálfstæb- isflokksins, þess hluta hans sem var í stjórnarandstöðu, og því komið í sinn hlut ab tefla við Jón sem þingforseta til þess að koma málum stjórnarandstöðunnar á framfæri. Sverrir Hermannsson Landsbankastjóri var þá forseti efri deildar og rifjaði hann upp samskipti þeirra Jóns í nokkmm orðum. Taldi Sverrir þau hafa ver- ib góð, þótt þeir tilheyrðu hvor sínum armi stjórnmálanna, stjórn og stjórnarandstöbu, á þeim tíma og mikið hafi verið tekist á í sölum Alþingis. Árin 1983 til 1987 gegndi Jón Helgason starfi landbúnaðarráð- herra og starfi forseta efri deildar Alþingis árin 1988 til 1991. -ÞI þau hafa komist í greiðslu- vanda, hefur hann hvatt þau til að breyta um stefnu í efnahags- málum. Undir handleiðslu þriggja atorkusamra fram- kvæmdastjóra víkkaði sjóður- inn starfssvið sitt, er hann sam- an felldi viðbrögð ríkja við olíu- kreppunni á áttunda áratugn- um, skuldakreppunni á níunda áratugnum og hruni kommún- ísku ríkjanna. Að löngu hléi í skuldakrepp- unni að baki, hefur hið vaxandi fjármagnsflæði hins vegar þok- að Alþjóðlega bankanum til hliðar. Áð nokkru leyti hafa þró- unarbankar heimshluta farið inn á starfssvið hans, einkum í Asíu og Suður- Ameríku. Fjármálanefnd gjaldeyrissjóbsins fundar Nefnd fjármálaráðherra og seðlnbankastjóra á vegum Al- þjóðlega gjaldeyrissjóðsins kom saman tii fundar í Washington 22. apríl 1996. Á dagskrá fund- arins voru þessi mál: (i) Mis- ræmi á milli skráðra gengja gjaldmiðla iðnríkja; (ii) stefna ríkja í atvinnumálum; (iii) verð- bólga og sett mörk við vexti magns peninga; (iv) sundurleit stefnumörk í ýmsum þróunar- löndum í hröðum efnahagsleg- um vexti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.