Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 1
 XWREVFftZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabíiar 5 88 55 22 STOFNAÐUR1917 80. árgangur Laugardagur 18. maí 93. tölublað 1996 Ölfushreppur Landbúnaður og golf rekast á Deilur hafa blossab upp í Ölf- ushreppi vegna nýtingar á jörbinni Gufudal. Þar rekast á hefbbundinn búskapur og golf fyrir Hvergerðinga. Bónd- inn að Reykarkoti II, sem hef- ur haft Gufudal á leigu hjá rík- inu, vill ekki víkja fyrir golf- inu og plægði hluta af vænt- anlegri golfbraut á fimmtudaginn. Landbúnaðarráðuneytið vís- aði því á bug í gær að í þessu máli lægi fiskur undir steini. Það væri rangt sem bóndi hefði sagt, að tiltekinn starfsmaður og persónuleg tengsl hans við gol- fara eystra hefðu ráðið ákvörð- un ráðuneytisins. Guðmundur Þórðarson bóndi á Reykjarkoti II hefði dregið ummæli sín til baka í bréfi til ráðuneytis í gær. -JBP 60 œr af299 hafa iátib fóstr- um ab Haga í Crímsnesi. Talab um: Kattarhlandsfár Frá Stefáni Böövarssyni, fréttaritara Tímans í uppsveitum Árnessýslu: Nú þegar sauðburðurinn stend- ur hvað hæst, hafa 60 ær af um 200 látib fóstrum á bænum Haga í Grímsnesi. Að sögn Harðar Guðmundssonar bónda í Haga, virðist hér um að ræða bráðsmitandi sjúkdóm, svo- nefnt „kattarhlandsfár", sem getur valdið fósturláti í kindum og á rætur að rekja til villikatta. „Þaö viröist þó sem að sumar ærnar, einkum þær yngri, hafi meira viðnám gegn þessu. Ég hef líka heyrt að barnshafandi konur hafi orðið fyrir fósturskaða vegna villikattarbits," sagði Hörður. Að sögn Gunnlaugs Skúlasonar dýralæknis í Laugarási, er ekki enn ljóst hvort um kattarhlands- fár sé að ræða. Niðurstöður rann- sókna ættu að liggja fyrir eftir nokkra daga. „Villikettir geta verið varasamir og í sumum tilfellum stórhættu- legir, bæði fénaði og mönnum," sagði dýralæknirinn í gær. ¦ «31 ClL LLil II II I I U\Jf\J I íi II I er hafinn eins og sjá má, mun fyrr en algengast er. Crasib vib Höfba var orbib fagurgrœnt og safamikib þegar strákarnir tóku til vib ab renna vélum sínum yfirþab. Fyrsti sláttur af fimm eba sex á blettinum þeim. Bændur munu hins vegar bíba um sinn, en talab er um ab heyskapur víba um land verbi ífyrra fallinu. Tímamynd: þök s Islenska lagib þab 19. í röbinni en fram ab því œfír íslensk-ameríska sveitin sig á klósettinu: Önnu Mjöll og íslandi spáð toppsætum í kvöld „Við verðum bara ab vera ánægð með það sem við fá- um," sagði Anna Mjöll að- spurð um hvort þau væru vonsvikin yfir því hve seint þau kæmust á svið. Anna Mjöll var einmitt á gangi í hinu svokallaða Græna her- bergi meðan á spjallinu stóð en þar sátu keppendur og slökuðu á meðan bebið var eftir merki til að fara upp á svið en rennsli var í gangi. „Mér líst mjög vel á alla kepp- endur, fólkið sjálft er alveg æðislegt. Það er rennsli núna í Verktaki sem Mosfellsbœr tapabi fé á vegna gjaldþrots rábinn til ab reisa gagn- frœbaskólann. Bœjarstjórinn: Þetta mál var sér- staklega vel skobað Fyrrverandi eigandi fyrirtækis- ins PJ-verktakar hf. í Mosfells- bæ hefur hafist handa viö að reisa viðbyggingu við gagn- fræðaskóla bæjarins fyrir Mos- fellsbæ, 55 milljón króna verk, sem ljúka skal fyrir haustið. Meðal kröfuhafa í þrotabú PJ- verkaka er einmitt Mosfellsbær sjálfur með um hálfrar milljón króna kröfur. Lýstar kröfur í PJ- verktaka eru upp á 33,4 milljónir króna. Stærsti kröfuhafinn er Loftorka hf. með um 9 milljónir króna. Rrafa Tollstjórans í Reykja- vík er upp á 6,6 milljónir. Eignir búsins, þrjár íbúðir, reyndust haldlitlar þegar á var reynt, veð- settar upp í topp. „Þetta mál var sérstaklega skoð- að og upplýsinga aflað. Ekkert varð fundið að byggingameistar- anum sem einstaklingi og hann bauð langlægst í verkið. Við feng- um bankaumsögn og allt varð- andi skatta viðkomandi," sagði Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri í Mosfellsbæ í gær. Hann sagði að bærinn hefði í fyrra hafnaö til- boði eins „kennitölufyrirtækis- ins" í malbiksvinnu. í þessu tilviki væri farib ab lögum, einstakling- urinn væri lögaðili, sem að vísu átti aðild að PJ-verktökum. Jó- hann sagði að verktakinn hefði unnið ýmis verk sem einstakling- ur fyrir bæinn og leyst þau vel af hendi. -JBP gangi og þab var verib að sminka yfir greppitrýnið og laga hárið til að gera mann boblegan fyrir áhorfendur." íslenska laginu hefur verið spáð fjölmörgum sætum í norskum blöðum og m.a. því fyrsta. „Það er ekkert að marka þessar spár. England spábi okkur fjórða sæti, írland spáði okkur þriðja sæti og Svíþjóð spáði okk- ur því tíunda. En við höfum fengið mjög góða dóma hérna." Tíminn hafði í gær samband við breskan veðbanka og kom í ljós að staða íslenska lagsins hafði ekki breyst frá því fyrr í vikunni. Vinningslíkur íslands eru enn 10 á móti 1, þannig aö þeir fáu sem þó hafa veðjað á ís- land munu fá tífalda fúlguna sem þeir lögðu undir ef svo skyldi fara að ísland næði topp- sætinu. Sigurlíkur sænska lags- ins hafa minnkað og eru nú 8 á móti 1 en líkumar á að írar sigri hafa aukist og eru nú 5 á móti 1. Bretar sitja enn við sama hey- garðshornið og veðja flestir á að sitt framlag nái sigri og eru lík- urnar nú 5 á móti 4. Að sögn Önnu Mjallar hefur verið fjöldi æfinga einkum vegna þess að Norðmönnum sé mjög áfram um að tæknihliðin verði í sem fullkomnustu lagi. Aðspurð um samkeppnisanda meðal keppenda sagði Anna Mjöll hann ekki á yfirboröinu en sjálfsagt blundaði sam- keppnin undir niðri. „En ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er hann miklu minni en ég bjóst við." Þó sagði hún áberandi hve austur-evrópsku þjóðirnar væru mun alvarlegri yfir keppninni en hinar þjóðirnar. Aðspurð um hvaða lag hún teldi sigurstranglegast sagði Anna Mjöll að auðvitað vildi hún helst að íslenska lagið ynni en að því undanskildu þætti henni lagið frá Hollandi skemmtilegast. Anna Mjöll átti síður von á að eiga svefnlausa nótt í gær. „Við erum orðin svo þreytt að ég held að maður rotist bara. Þetta er miklu, miklu erfiðara og miklu, miklu skemmtilegra heldur en ég hélt að svona ferð væri." Hópurinn mun ekki tvístrast stuttu fyrir keppni til að ná tæma hugann með klukku- stundar hugleiðslu, jóga- æfing- um eða öðrum slökunarlausn- um. „Ætli við æfum okkur ekki bara að syngja lagið inni á ein- hverju klósetti hérna." -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.