Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 18. maí 1996 11 ]ón Tryggvason. Ljósm.-. /im smart „ Ekkert segir Jón Tryggvason kvikmyndageröarmaöur í samtali viö Tímann aö er mikið að gera hjá Jóni Tryggva- syni kvikmyndaleikstjóra. Líkt og svo margir aðrir í hans stétt þá hefur hann unnib jöfnum höndum við gerb auglýsinga og tónlistarmyndbanda, enda vandlifab af kvikmyndagerb einni saman hér á landi. Jón fjárfesti nýveriö vib annan mann í bát og er markmibib aö selja út- lendingum bátsferðir í sumar vib Amarstapa á Snæfellsnesi. Hann er einnig upptekinn vib ab gera handrit og önnur gögn klár fyrir aukaút- hlutun Kvikmyndasjóbs á 20 milljónum króna, en Jón mun þar berjast um takmarkab fjármagn vib kollega sína. Hann segir einmitt ab „óvíba ríki eins mikil samkeppni um fjármagn í þjóbfé- laginu og á mebal kvikmyndagerbarmanna". Svo bætir hann viö hlæjandi ab „þab sé ekkert venju- legt fólk sem standi í þessu". í spjalli vib Tímann segir Jón frá ferli sínum og amstrinu í kringum kvikmyndagerö á íslandi. Jón Tryggvason er fæddur 1959 og uppalinn í Ól- afsvík, sonur Tryggva Jónssonar útgerðarmanns og Sigríðar Guömundsdóttur útgerðarkonu. Hann er yngstur 5 systkina og aðspurður hvort ekki hafi legið beinast vib ab gera sjómennskuna að ævistarfi, segist hann náttúrlega hafa stundaö sjóinn sem unglingur. En þaö hafi bara „verið svo leibinlegt, kalt og ógeðs- legt aö vib ákváðum að gera eitthvaö skemmtilegt og fórum til New York". Þar er Jón, 19 ára gamall, að kíkja á skóla og er „svo óheppinn að vera tekinn inn í New York University". Hann stundaði fyrst nám í leiklistardeildinni, en innritaðist síðar í kvikmynda- gerb og þar má segja aö ævistarfið hafi verið fundið. Fyrsta myndin Eftir ab Jón útskrifaöist árib 1986 hóf hann aö undirbúa sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Þetta var Foxtrott, gerð eftir handriti Svein- bjarnar I. Baldvinssonar, og var hún síðan frumsýnd 1988. „Hún er nátt- úrlega barn síns tíma. Ég var búinn að vera ab gera auglýsingar og tón- listarmyndbönd og frétti af handriti Sveinbjarnar," segir Jón. „Við feng- um 10 milljóna króna styrk frá Kvik- myndasjóöi og 55 þúsund áhorfend- ur sáu myndina hér heima, en heild- arkostnabur var um 40 milljónir króna. Síban seldum við heimssýn- ingarréttinn á 750 þúsund dollara í Cannes, en sáum minnst af þeim peningum vegna þess hve lítið við áttum í myndinni og vorum því í lé- legri samningsaðstöbu. Á meban maður fær svona litla styrki er ekki hægt ab vera meö neina frekju þegar kemur aö sölu erlendis. Fjármagns- hluti okkar í myndinni er það lítill." Jón virðist þó taka því með jafnaðargeði að líta megi svo á ab flestir aðrir en hann hagnist á hans hugverkum. „Það er ósköp venjulegt í þessum bransa. Ef maður á lítinn hlut í fjármögnun mynda, þá fær maður einnig lítinn hluta peninganna sem koma inn. Þetta er svipað og í hljóm- plötubransanum. Tónlistarmenn borga yfirleitt ekki út- gáfu- og auglýsingakostnaöinn, enda er það sjaldgæft að þeir komi hlæjandi af fundum með útgefendum." Úrelt kerfi Þegar kemur að málefnum Kvikmyndasjóðs hefur Jón ákveðnar skoðanir. Hann og kollegar hans eru sammála um að breytinga sé þörf. Styrkirnir sem sjóðurinn veitir em ab hámarki 20% af fjárhagsáætlun og margir em um hit- una. Samkeppnin er gríðarleg um hið takmarkaða fjár- magn sem sjóðurinn hefur yfir að ráða, og að sögn Jóns „virðast íslenskir stjórnmálamenn tregir til að skilja að þessir litlu styrkir skila sér margfalt til baka í þjóðar- búið". Jón nefnir sem dæmi að „ef mynd kostar 100 millj- ónir og fær hámarksstyrk, eða 20 milljónir, úr Kvik- myndasjóði, þá er afgangurinn af fjármögnun myndarinnar fenginn erlendis frá. Þeim peningum, 80 milljónum, er nær öllum eytt hérlendis og ríkið tekur tæplega helminginn af þeim í skatta og gjöld. Þetta er einmitt það sem írar gera. Þeir gera allt til að laða kvikmyndageröarmenn og fjármagn því tengt að landinu, því þeir vita að með litlum styrkjum og skattaívilnunum fá þeir peningana margfalt til baka í sköttum, auk þess sem þeir skapa atvinnu og auglýsa landið. Það er enginn tilviljun að svo margar mynd- ir skuli vera gerðar á írlandi nú um stundir. Stór hluti „Braveheart" var tii að mynda tekinn þar, bara út af þessum skattaívilnunum. Þetta virðast íslenskir stjórnmálamenn ekki skilja og nú ætla þeir að fara ab leita að gulli! Þeir hafa gullnámu fyrir framan sig þar sem íslensk menning og íslenskir listamenn eru. Það er mikið af frebýsum á þingi sem sjá ekki þessa möguleika." KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON Á milli mynda Á eftir Foxtrott leið langur tími þangað til ný kvikmynd eftir Jón Tryggvason var frumsýnd. Þab þýðir þó ekki að hann hafi „setið heima og lesið". Jón vann vib heföbundn- ar aukabúgreinar íslenskra kvikmyndagerðarmanna — auglýsingar og tónlistarmyndbönd — og „annað tilfall- andi", eins og hann segir, því „ekki er hægt að lifa af kvik- myndagerb einni saman á íslandi". Hann leikstýrbi sjónvarpsleikritinu Laggó fyrir Ríkissjón- varpið, en til stendur að endursýna það á sjómannadaginn. Jón, sem hefur mikið dálæti á bátum, fékk þar aö sökkva einum slíkum, en Laggó fjallar um tvo sjó- menn sem sökkva báti sínum í von um skjótfenginn gróba í formi tryggingagreiðslna. „Áður en ég samdi handritið var ég að sjálfsögðu búinn að heyra sögur um sjómenn á gráu svæði," segir hann og hlær, „um menn sem voru að reyna ab sökkva bátum í þessum tilgangi." Jón er ekki á því að láta bátana alveg í friði og ætl- ar ab bjóba ferðamönnum upp á bátsferðir í kringum Arnarstapa í sumar ásamt félaga sínum, Sölva Kon- ráðssyni. „Þetta er hlutur sem ég var búinn að pæla í lengi, og nú erum við búnir að kaupa bát sem við ætl- um að nota í ferðir umhverfis Arnarstapa," segir Jón og við tekur stutt umfjöllun um bátadellu. Hann kemst aftur á sporiö þegar talið berst ab næstu kvik- mynd. Nei er ekkert svar Þegar Jón var búinn að fá nóg af því að berjast um styrki réðst hann í gerð kvikmyndar í fullri lengd, Nei er ekkert svar, þar sem kostnabi var stillt í hóf svo ekki sé meira sagt. Heildarkostnaður var um þrjár milljónir króna. „Glansmyndir var stofnað fyrir tveimur árum í kringum hana og við ákváðum að kýla á þetta. Við settum okkur ákveðin takmörk og myndin er byggð upp þannig að senurnar eru ekkert klipptar. Þetta er náttúrlega ákveðinn stíll, en einnig mjög ekonómískt. Hún var ekkert sérlega vel sótt og það er í raun áhyggjuefni hvað fáir áhorfendur koma orðið á íslenskar myndir. Það er háalvarlegt mál að þessir ungu krakkar, sem eru að fara í bíó, þeim finnst íslensk kvikmyndagerð ekki flottur hlutur í dag. Þeim finnst amerískur raunveruleiki nær sér en sá íslenski — og flottari. Auk þess hafði þab áhrif á aðsókn að Kvikmyndaeftirlitið bannaði Nei er ekkert svar innan 16 ára. Og algjörlega ab ástæöulausu." Baráttan um fjármagnið Þab gefur augaleið ab störf kvik- myndagerðarmanna á íslandi snúast öðmm þræði um að afla sér styrkja, einna helst frá Kvikmyndasjóbi, og berjast við kollegana, sem em margir og fer fjölgandi. Þetta er hvimleitt og þreytandi til lengdar og hlýmr óneit- anlega að hafa áhrif á andrúmsloftið meðal þeirra. Jón segir þetta ab vissu leyti rétt, því „ísland sé lítið land og þetta sé óhjákvæmilegur fylgifiskur barátm um takmarkað fjármagn". Hann tek- ur þó fram að Guðný Halldórsdóttir og Halldór Þorgeirsson hafi sýnt stór- hug þegar þau ákvábu að skila styrk upp á 20 milljónir til baka, sem þau fengu til ab gera Ungfrúin góða og húsið, vegna þess ab þau gátu ekki fengið nægilega mikið fjármagn er- lendis frá. „í stað þess að sitja á pen- ingunum og slaka á gæðakröfunum þá skila þau aftur styrknum, sem er mjög virðingarvert." „Þetta er annars mjög úrelt fyrirkomulag og við íslend- ingar emm einfaldlega of litlir til ab þetta geti gengið snurðulaust fyrir sig. Það er mjög óeðlileg og leiðinleg sam- keppni sem ríkir í þessu. Baktal og rógur er algengur og það verður hundleiðinlegt að standa í þessu til lengdar. Verstu hákarlarnir verða eftir í þessu og það er kannski það hrylli- lega við þetta allt saman." Framtíbin Þegar talið berst að framtíðinni er Jón bjartsýnn, enda hefur hann nóg að gera. Hans stærsta áhugamál er þó mynd sem hann hefur haft á prjónunum í 4 ár, Ég elska Chu Mee, en líkt og í Laggó koma sjómenn þar við sögu. Þetta er gamanmynd og fjallar í stuttu máli um sjómann sem á við lítilsháttar drykkjuvanda að stríða, aðallega þann að muna ekki eftir neinu frá því kvöldið ábur — alþekkt ís- lenskt vandamál. Þegar hann ætlar síðan á Vog lendir hann á smáfylliríi, og þab sem meira er þá vaknar hann í Bandaríkjunum og þarf að sjálfsögðu að reyna að fylla upp í götin á minninu, en það gengur ekki þrautalaust fyrir sig. Jóni hefur hingað til verið neitað um styrk til að gera þessa mynd, þótt hann hafi verið kallaður í „úr- slitaviðtölin" út af henni. „Maður gerir sér alltaf von- ir, en þab em margir um hituna," segir Jón. Hann hefur annars margt annað á prjónunum og meðal þess er heimildarmynd um einvígi aldarinnar, heims- meistaraeinvígi Fischers og Spasskys í skák í Reykjavík 1972. Jón segir það „mjög spennandi verkefni, enda hafa orðið miklar breytingar í heiminum frá því kalda stríðinu lauk, og mjög merkilegt að skoða sálarstríðið sem af því hlaust í einvíginu. A næsta ári verða liðin 25 ár frá þessum viðburði og það er við hæfi að hon- um séu gerð góð skil." Ab lokum segist hann vera aö hugsa um heimilda- mynd um íslenska sjómanninn og greinilegt að upp- runinn skiptir einhverju máli varðandi viðfangsefni hans. Jón segist líka glottandi getað farið á sjóinn, ef allt annað bregst. ■ Úr myndinni Nei er ekkert svar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.