Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 18. maí 1996 15 Fáir atburöir vöktu eins mikinn hrylling á Vesturlöndum og þegar austur-þýskir landamœraveröir skutu ungan flótta- mann og létu honum blœöa út. Nú viröist hafa tekist aö bera kennsl á banamenn hans. Þann 17. ágúst 1962, fagr- an sumardag, yfirgaf múrarasveinninn Peter Fechter, 18 ára, íbúb foreldra sinna í Behaimstrasse í Weis- sensee-hverfinu í Austur-Berl- ín. í fimm mánuöi haföi hann undirbúiö flótta sinn til Vestur-Berlínar án þess aö for- eldrar hans eöa systur vissu neitt af því. Ásamt vinnufélaga sínum Helmut Kulbeik var Fechter um hádegisbilið kominn að landa- mærasvæðinu við Zimmer- strasse. Þeim tókst báðum að komast óséðir inn á trésmíða- verkstæði, sem lá upp að múrn- um, og þar földu þeir sig í tvo klukkutíma bak við haug af hef- ilspónum. Þá opnuðu þeir glugga sem sneri út að bann- svæðinu. Klukkan 14.15 — að því er bókað var í skýrslu yfirmanns 1. landamæravarðflokks Austur- Berlínar — hlupu Fechter og Kulbeik af stað. Þeir klifruðu yfir fremstu gaddavírsgirðinguna og hlupu yfir tíu metra breitt landamærabelti þar til þeir komu að múrnum. Helmut Kul- beik sagði seinna lögreglunni í Vestur-Berlín eftirfarandi: „Peter varð á undan. Ég var tveimur til þremur skrefum á eftir. Á því andartaki var skotum hleypt af. Fimm, sex talsins. Pet- er stóð kyrr eins og steingerving- ur. Ég stökk upp á múrinn og tróð mér í gegnum gaddavírs- girðinguna. Hvers vegna Peter kom ekki á eftir mér, veit ég ekki. Hann mælti ekki orð. Þá kallaði ég hátt til hans: Svona stökktu nú! Hann hreyfði sig ekki." Kulbeik tókst að klifra yfir múrinn, en Fechter lá kyrr í skugga múrsins. Hann hrópaði árangurslaust á hjálp. Það var ekki fyrr en kl. 15 sem tveir landamæraverðir lyftu hinum helsærða pilti upp og fluttu hann burt, í skjóli reyks frá reyk- sprengju. Hundruð vegfarenda, blaða- manna, ljósmyndara og her- manna vesturveldanna, sem staddir voru í blaðahverfi Berlín- ar nálægt Checkpoint Charlie, horfðu vanmegna á meðan pilt- inum blæddi út. Ráöleysi Nú kann svo að virðast sem af- skiptaleysi landamæravarðanna af fórnarlambi sínu hafi verið af ásettu ráði. En í rannsóknar- skýrslu Stasi, austur-þýsku leyni- þjónustunnar, sem nýlega hefur verið gerð opinber, kemur ann- að á daginn. Flóttamanninum blæddi út vegna þess að enginn var til að segja hermönnunum hvað gera skyldi, eftir að þeir höfðu skotið hann niður. Að lokum kom yfirliðþjálfi á vettvang og hann ákvað, í sam- leyndum í skýrslunni." Fried- rich undirforingja, Schreiber hermanni, Wurzel yfirliðþjálfa og Lindenlaub hermanni var veitt „premía". Síðan 1991 hafa sérfræðingar rannsóknarnefndar í Berlín ver- ið á spori morðingja Fechters. Mikilvægasta vitnið í komandi réttarhöldum hlýtur að vera annar landamæravarðanna, sem báru hinn særða pilt burtu. íbú- ar í þorpi einu í Þyringalandi, í grennd við Suhl, þekktu hann af ljósmynd frá 1962. Hreykti sér fyrr af dráp- inu, en kveöst nú saklaus Hann heitir Klaus Lindenlaub, múrari að mennt. Þorpsbúar segja, að Lindenlaub hafi á sín- um tíma gortað af því að hafa skotið flóttamanninn Fechter í hnakkann. Þessari goðsögn hélt múrarinn á lofti í áratugi. í raun og veru hafði Linden- laub bjargað hinum dauðvona Fechter út úr landamærabeltinu. Hann segist nú aðeins hafa verið miskunnsami Samverjinn. Skýrslur landamæravarðanna styðja þennan framburð. En hver eða hverjir skutu Pet- er Fechter þá? Rannsóknar- mennirnir komust á spor einnar hinna hugsanlegu skyttna, bak- ara að mennt, sem býr nú sem lífeyrisþegi í Sachsen-Anhalt. Hann heitir Rolf Friedrich, fyrr- um undirforingi, fæddur 1936. Samkvæmt skýrslu landamæra- varðanna skaut Friedrich 17 skotum á Fechter. Friedrich viðurkennir að hafa verið á staðnum þegar banaskot- unum var hleypt af. „Hendur mínar og fætur titruðu af hræðslu," segir hann. En hvort þab var hann eða hinn varðlið- inn, sem hitti í mark, getur hann ekki sagt um. Einnig tókst að hafa upp á hinum varðliðanum, sem skaut. Hann heitir Erich Schreiber, fyrrum óbreyttur hermaður, fæddur 1941. Hann var lengst af námumaður, en vinnur nú sem vélstjóri í fóðurvöruverksmiðju í Þyringalandi. Hættulegt bréf Schreiber hefur hingað til þag- að sem fastast um fortíð sína í hernum. En rannsóknarmenn- irnir lögbu fram sönnunargagn, sem kann að reynast honum skeinuhætt: í bréfi, sem Schrei- ber skrifaði fyrir 34 árum, gengst hann við verknaðinum. Hann skrifaði þáverandi vinkonu sinni í september 1962 að hafa skotið á flóttamann: „Kæra Erika mín, núna skrif- arðu að þú viljir vita hvers vegna ég verð fluttur til ... Fyrir því er alvarleg ástæða, sem kemur alls ekki fyrir á hverjum degi ... Ég „skaut" flóttamann, sem ætlaði að komast yfir landamærin milli austurs og vesturs ... Ef þú kemst í uppnám yfir þessu og þú vilt ekkert hafa frekar saman að sælda við „morðingja", þá skaltu í öllum bænum ekki tala um þetta við nokkurn mann ... Þinn Erich." Leyniþjónusta hersins lagði hald á bréfið. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort höfðað skuli mál á hendur hinum hugsan- legu morðingjum. Ef til þess kemur að þeir Friedrich og Schreiber verba dæmdir, geta þeir þó gert sér vonir um að fá skilorðsbundinn dóm — eins og reyndar flestar „múrskyttur" hafa fengið. Friedrich segir þó: „Þetta hafði sín áhrif á mann. Þab lagðist á hjarta og taugar." Hvað vill hann segja við syst- ur Peters Fechter? „Mér þykir hjartanlega fyrir þessu." ■ % fc Austur-þýskir landamœraverbir bera hinn helsœrba Peter Fechter á brott. Hermaburinn lengst til hægri, Lindenlaub, gortabi ábur af því ab hafa skotib Fechter, en segist nú saklaus. Nafnlausir Erich Schreiber. SAKAMÁL Fengu „premíu" í skjalinu kemur einungis fram að Friedrich nokkur undir- foringi og óbreyttur hermabur, Schreiber, hafi hleypt af skotum af 50 metra færi. Ánnar hleypti af 17 skota hryðju, hinn 7 ein- stökum skotum. En hverjir eru Friedrich og Schreiber? í sönnunargögnum þessum er hvorki getið um for- nöfn þeirra né heimili. Fechter-málið kom sér afar bagalega fyrir Austur-Þjóðverja. Dauði hans fyrir allra augum í mibju blaðahverfi Berlínar leiddi til mótmælaaðgerða og óláta. Með hrópum og á kröfu- spjöldum var stjórn kommún- ista borin þungum sökum og landamæraverðirnir úthrópaðir sem huglausir morðingjar. í fyrsta sinn í sögu Vestur- Berlínar eftir stríðið voru Banda- ríkjamenn gagnrýndir, vegna þess að hermenn þeirra höfðu ekki hjálpað Fechter. Alltjent var það uppistand, sem Fechter-málið vakti, yfir- manni 1. landamæravarðflokks næg ástæða til að ljúka „inn- leiddum abgerðum" með þess- um ummælum: „Atburðurinn gefur ekki tilefni til þess að nöfnum félaganna verði haldið moröingjar ráði við einn óbreyttan Irer- mann, ab flytja hinn daubvona mann á brott. Lögreglumenn í talstöövarbíl fluttu Fechter að lokum í sjúkrahús lögreglunnar. Þar lést hann um kl. 15.15. Sama dag var lík Peters Fecht- er flutt á meinafræðideild sjúkrahússins. Krufningarskýrsl- an var ekki gerð opinber. Ekki gerbi Stasi það þó enda- sleppt við Peter Fechter og fjöl- skyldu hans. Allt til endaloka DI)R voru hafðar gætur á leibi hans. Hver sá, sem þangað kom, var skráður niður og varð að gera grein fyrir ferðum sínum. Fylgst var með foreldrum og systrum Fechters. Allar vísbendingar um bana- menn hans voru vandlega þurrkaðar út. Á skjalasafni hers- ins í Potsdam fannst eftir fall múrsins leynileg lokaskýrsla þar sem „landamærarofinu" var lýst nákvæmlega, en nöfnum þeirra sem skutu Fechter var þó haldið leyndum. Rolf Friedrich.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.