Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 24

Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 24
Vebriö (Byggt á spá Veðurstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: NA gola e6a kaldi og skýjab meö köflum. Hiti 5 til 9 stig. • Faxaflói og Breiöafjörbur: NA og A gola eba kaldi og bjartviöri. Hiti 4 til 9 stig. • Vestfirbir: NA kaldi og hætt vib smáskúrum noröantil. Hiti 5 til 9 stig. • Strandir og Norburland vestra: Austan kaldi og skýjab en úrkomulít- ib. Hiti 5 til 7 stig. • Norburland eystra: NA kaldi eba stinningskaldi og smáskúrir. Hiti 5 til 9 stig. • Austurland ab Glettingi: NA stinningskaldi og skúrir. Hiti 4 til 10 stig. • Austfirbir: Allhvass norbaustan og austan og skúrir eba rigning síbdeg- is. Hiti 6 til 9 stig. • Suöausturland: NA og A kaldi eba stinningskaldi og skúrir. Hiti 6 til 8 stig. Landsframleiösla á vinnustund á íslandi meö því lœgsta sem þekkist innan OECD-ríkja: Verömætasköpun á vinnu- stund óvíöa lægri en hérlendis Ástæðan fyrir því að dag- vinnulaun hér á landi eru allt að helmingi lægri en í öðrum löndum stafar m.a. af því að landsframleiösla á hverja vinnustund er mun lægri hérlendis en annars- staðar og með því lægsta sem Stjórnsýslan þarf ab vera meira meövitub um þjón- ustuskyldur sínar vib atvinnulífib: VSÍ vill óháöan skattadómstól Ólafur B. Ólafsson formaður VSÍ sagöi í ræðu sinni á aðal- fundi sambandsins í vikunni að þaö væri fyllilega tíma- bært aö huga ab stofnun sér- staks og óháðs skattadóm- stóls til að bæta stöbu skatt- greiðenda í skiptum sínum við ríkið. Hann sagði einnig að stjórn- sýslan þyrfti að vera meira meðvituð um þjónustuskyldur sínar við atvinnulífið og benti á að stjórnendur fyrirtækja þurfa einatt skjót og skýr svör um umsóknir um alls kyns leyfi, upplýsingar og túlkanir á margháttuðum reglum sem fyrirtækjum er gert að fylgja. Af þeim sökum væri nauðsynlegt að setja skýrari reglur sem skylda embættismenn til ab svara erindum og það hratt. Það væri ekki síst mikilvægt á sviði skattamála þar sem hag- kvæmni ákvarðana getur ráðist af túlkun óljósra ákvæða skattalaga. í þeim efnum ættu skattgreiðendur tvímælalaust að eiga kost á bindandi svörum skattayfirvalda áður en ákvarð- anir eru teknar. -grh þekkist innan OECD-ríkja. Islendingar hafa hinsvegar náb svipuðum heildartekj- um og íbúar nágrannalanda meb langri vinnuviku. Þetta kemur m.a. fram í árs- skýrslu VSÍ 1995-1996 sem lögð var fram á aðalfundi sam- bandsins í vikunni. Þar kemur fram að þótt landsframleiðsl- an á hvern mann á íslandi sé 25% hærri en í Finnlandi, þá er landsframleiðsla á vinnu- stund þar 36% hærri en hér. Svipaö er uppá teningnum í samanburði við Noreg þar sem landsframleiðsla á hverja vinnustund er 42% hærri þar en hér, þótt landsframleiðsla á hvern íbúa hafi verið keimlík árið 1992. Þessi munur verður enn meiri á milli íslands og annarra Norðurlanda þegar kemur að verðmætasköpun í iðnaði að fiskvinnslu með- taldri. Á sama tíma og verðmæta- sköpun á hverja vinnustund er hérlendis aðeins um eitt þúsund krónur nemur hún þrjú þúsund krónum í Finn- landi og Svíþjób og rúmlega tvö þúsund krónum í Dan- mörku og í Noregi. í þessum samanburöi sker ísland sig einnig úr með hátt hlutfall launagreiðslna af verðmæta- sköpuninni og samsvarandi lítinn hlut fjármagns. í skýrslunni kemur enn- fremur fram að mun fleiri vinnustundir eru á bak við landsframleiðslu á hvern íbúa hérlendis en annarsstaðar, auk þess sem atvinnuþátttaka á ís- landi er meiri. Af þeim sökum skiptist „launasumman" á fleiri launamenn. -grh Hjörleifur Guttormsson: Lagastofnun er enginn hæstiréttur „Lagastofnun Háskólans er enginn hæstiréttur," sagði Hjörleifur Guttormsson, Al- þýbubandalagi, þegar frum- varpið um stéttarfélög og vinnudeilur kom til annarr- ar umræðu á Alþingi síbdeg- is í gær. Hann sagði stofnanir Há- skólans fyrst og fremst vera tæki háskólakennara til þess að selja vinnu sína og því yrði að takmarka álitsgerð laga- stofnunar um frumvarpið við undirskriftir þeirra tveggja lög- fræðinga er standa að því. Lög- fræðideild Háskólans hafi ekki komið nærri þessu áliti og beri Háskólinn enga ábyrgð á álit- inu. Lögfræðingarnir Sigurður Líndal og Tryggvi Gunnarsson skrifuðu undir álit Lagastofn- unar Háskólans um frumvarp- ið um stéttarfélög og vinnu- deilur. -ÞI Tískukóngurinn Pierre Cardin staddur hérlendis: Umburðar- lyndi heiöraö Tískuhönnuðurinn heimsfrægi, Pierre Cardin sem jafnframt er fribarsendiherra Menningar- málastofnunar Sameinubu þjóðanna (UNESCO), er staddur hér á landi í þeim erindagjörb- um að afhenda íslenskum stjórnvöldum sex fána sem gerbir voru sérstaklega á hans vegum fyrir UNESCO í tilefni af ári umburðarlyndis 1995. Card- in er einn þeirra listamanna, sem lagt hafa hugsjónum S.Þ. lib og verib útnefndur fribar- sendiherra af UNESCO. Fánana hönnuðu sex heims- þekktir listamenn, Friedensreich Hundertwasser frá Austurríki, So- uleymane Keita frá Senegal, Rac- hid Koraichi frá Alsír, Roberto Matta frá Chile, Robert Rauschen- berg frá Bandaríkunum og Dan You frá Viet Nam. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra tekur við fánunum fyrir hönd íslenskra stjórnvalda í dag kl. 13.00 við Ráðhúsiö við Tjörn- ina í Reykjavík. Þeir verða síðan dregnir að húni á fánastöngum göngubrúarinnar við Ráðhúsið. -BÞ 38. ASI hefst nk. mánudag: Mótmæli viö Alþingi Svo kann ab fara að þingfull- trúar á 38. þingi ASÍ muni Vígslubiskup bú- inn að skila áliti Bolli Gústavsson vígslubiskup mun búinn að skila áliti um trúnaðarbrot biskups, hr. Ól- afs Skúlasonar. Siðanefnd Prestafélagsins kraföist lúkningar mála sem tengjast meintum trúnaðarbrot- um biskups, en þau taldi nefnd- in flokkast undir alvarlegt brot. Til að málið fengi meðferð inn- an kirkjunnar var vígslubiskupi falið að skila áliti, enda biskup sjálfur vanhæfur til að taka á eigin máli. Ekki var í gær búið að gera niðurstöðu vígslubisk- ups opinbera. - BÞ fjölmenna fyrir framan Al- þingishúsið vib Austurvöll nk. mánudag til ab mót- mæla áformum stjórnvalda í málefnum vinnulöggjafar og réttindum og skyldum opin- berra starfsmanna. Ari Skúlason framkvæmda- stjóri ASÍ staðfestir að þessi hugmynd hafi verið viðruð, en bendir á að það sé ASÍ- þingsins að ákveða hvað gert verður í þessum efnum. Hann telur hinsvegar líklegt að af þessum mótmælum verði. Þá hefur Sigurbjörg Ásgeirs- dóttir í Félagi starfsfólks í veit- ingahúsum skorað á þingfull- trúa að skipta ekki við Scand- ic-hótelin vegna framkomu Flugleiba í garb starfsfólks. En félagið er sakab um að reka konur sem hafa neitað tilbobi þess um hálft starf á móti at- vinnuleysisbótum. Hátt í 500 þingfulltrúar verða á ASÍ-þinginu sem hald- ið verður í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi alla næstu viku. Nk. laugardag verður síðan haldin sérstök af- mælishátíð í Háskólabíói vegna 80 ára afmælis ASÍ. Á þinginu verður mótuð stefna sambandsins næstu ár, en kosning forseta og varaforseta fer fram í hádeginu nk. mið- vikudag, samkvæmt dagskrá þingsins. -grh Stórbrunií Hafnarfirbi Gífurlegt tjón varb í Glugga- og húsasmiöju Siguröar Bjarnasonar í Hafnarfiröi sl. miövikudagskvöld, þegar eldur kviknaöi í húsnæöinu. Allt brann sem brunniö gat á skömmum tíma, timbur, vélar og húsiö sjálft. Eigandi fyrirtœkisins telur ólíklegt aö skaöinn veröi aö fullu bœttur en var þó tryggöur fyrir mesta tjóninu. Eldsupptök vori í rannsókn hjá RLR í gær. Eins og sjá má af myndinni er lítiö eftir af húsinu. Tímamynd: ÞÖK HREINLÆTISTÆKI * STÁIVASKAR STURTUKLEFAR » 6ÓLF- OG VEGGFLÍSAR B, fXSTC) SMIÐJUVEGUR 4A • GRÆN GATA 200 Kópavogur • Sími 58 71 885

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.