Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. maí 1996 3 Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgœslunnar: Danskt herskip er abeins einn margra kosta „Þetta er alrangt, enda kemur það í ljós í þessari frétt að þetta og margt annað er aðeins í könnun og varla efni í stóra frétt," sagði Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar í gær, þegar frétt DV um hugsanleg kaup á danska herskipinu Vædderen var borin undir hann. Hafsteinn sagði að fjölmargir kostir væru nú skobaðir varðandi skipakost Gæslunnar. Hafsteinn kvaðst sannarlega vona að hresst yrði upp á flotann, það væri löngu tímabært, en þab væri pólitísk ákvörðun til hvaða ráða yrði gripið. Á meðan væri ekki gefin yfirlýsing um eitt eða annað sem menn væru að kanna og hugsa. -JBP Heildarsamtök launafólks: ASÍ meö VÖrn hjá ILO Hrabsuöuketill og hindberjamarmelabikrukka í fyrsta skipti svo vitað sé hafa heildarsamtök launafólks gert með sér samkomulag um að ASÍ haldi uppi málsvörn fyrir samn- ingsrétti og félagafrelsi íslenskra launamanna á næsta þingi Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, sem haldið verður í næsta mánuði. Tilgangurinn með þessu er að vekja alþjóðlega umræðu og við- brögð við þeirri meintu abför ríkis- stjórnarinnar að réttindum ís- lenskra launamanna með frum- vörpum til laga um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur og frumvarpi til laga um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna. Samtök launafólks sem standa ab þessu samkomulagi eru Alþýðusamband íslands, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannsambandið, Kennarasam- band íslands og Sambands ísl. bankamannna. -grh eru meöal þess sem sölukonan í einleik Þorvalds Þorsteinssonar í Kaffleikhúsinu reynir oð selja áhorfendum. Ein- leikurinn veröur frumsýndur á morgun kl. 21 og er sá þriöji í einleikjaröö leikhússins. Sigrún Sól Olafsdóttir leikur sölukonuna óvenjulegu og leikstjóri er Cuöjón Petersen. Bifreiöaumboöin og bílasalar auglýstu fyrir um 210 milljónir í fyrra: Auglýsingakostnaöur um 20.000 kr. á hvem bíl Bifreiðaumboðin vörðu um 160 milljónum króna í aug- lýsingar á síðasta ári. Það svar- ar til um 20.000 kr. að meðal- tali á hvem þeira 7.785 bíla sem fluttir vom til landsins í fyrra. Fimm umboð: B&L, Hekla, P. Samúelsson, Ingvar Helgason og Brimborg, eru með hátt í Úrskuröur tölvunefndar varöandi skráningu Pósts og síma á símtölum: Upplýsingar geymdar í 12 mán. „Almenna reglan í úrskurði tölvu- nefndar er sú að þessar upplýsing- ar megi geyma í allt að 12 mán- uði," sagði Bergþór Halldórsson, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma, aðspurður um hversu lengi megi geyma upplýsingar um skráð símtöl þegar farið verður að sundurliða reikninga lands- manna. Úrskurður tölvunefndar hefur vakið nokkur viðbrögð manna þar sem óljósar reglur um meðhöndlun upplýsinganna gætu að mati sumra gengið nærri friðhelgi einkalífsins. Hins vegar bendir Bergþór á að rétthafi síma geti krafist þess að þessar upplýsingar séu ónýttar fyrr. „En ástæður þess að við viljum safna þessum upplýsingum em að notandi hafi möguleika á að kvarta yfir sínum símreikningum og það bara tekur þennan tíma." Símreikn- ingar em sendir út á þriggja mán- aða fresti og eindagar þeirra em ein- um og hálfum mánuði seinna. „En það segir sig náttúrulega sjálft að notandi sem hefur óskað eftir því að svona upplýsingar séu þurrkaðar út er í ákaflega erfiðri aðstöðu ef hann ætlar að fara að gera athuga- semdir eftir á." -LÓA 80% alls þessa auglýsingakostn- aðar. Þar af auglýsa B&L áber- andi mest, meö u.þ.b. 22% alls auglýsingakostnaðarins, um 35 milljónir króna, en B&L kom- ust nú í fyrsta sinn á lista yfir 10 stærstu auglýsendur í landinu. Hlutur hinna fjögurra er svip- aður, frá 15% niður í 13%, en 22% auglýsinganna skiptist á 12 önnur bílaumboð. Auk þess eru notaðir bílar auglýstir fyrir rúmlega 50 milljónir. Fréttabréf fjölmiðlavaktar Miðlunar birtir að þessu sinni fjölbreyttar upplýsingar um auglýsingamarkaðinn í landinu bæði að kostnaöi og umfangi. Kostnaður er miðaður við verð- skrárverð, þ.e. án afsláttar og án virðisaukaskatts. Kostnaður við gerð auglýsinga er heldur ekki reiknaður með. ■ Launavísi- talan í frí Launavísitala miðað við meöal- laun í apríl reyndist 147,4 stig og hækkaði þannig ekki neitt frá mánuðinum á undan. Að launavisitala hækki ekkert á milli mánaða hefur ekki gerst í hátt í tvö ár, eða síöan í júlí 1994, samkvæmt útreikningi Hagstofunnar. Launavísitalan hefur hækkað um 7,4% síðustu 12 mánuði, eða rúmlega 5% meira heldur en framfærslu- kostnabur m.v. hækkun vísitölu neysluverbs. Byggingavísitala hækkaði ekki heldur milli apríl og maí og hefur þannig ekki hækkað í tvo mánuði í röð. Byggingarvísitalan er 209,8 stig (671 stig m.v. grunn 1982). Síðustu 12 mánuði hefur bygging- arkostnaður hækkað um 2,9%. ■ Íslensk-kínverska viöskiptaráöiö í fyrstu hópferöinni til Kína: Klifu Kína- múrinn Sjötugir og eldri veriö aö hverfa af vinnumarkaöinum á síöustu árum: 70-74 ára fólki í starfi fækkaö úr 2.600 í 1.000 Hlutfall 70-74 ára fólks á vinnu- markaðinum hefur lækkab gíf- urlega á örfáum árum, sam- kvæmt vinnumarkaðskönnun Kvikmyndafélagið Umbi hefur skilab Kvikmyndasjóbi aftur þeim 20 milljónum sem það fékk í sinn hlut við síðustu úthlutun sjóðsins. Umbi fékk styrkinn til að fjármagna myndina Ungfrúin góða og húsib og hefur Kvik- myndasjóður þegar auglýst eftir umsóknum til ab endurúthluta megi þessum 20 milljónum. Hagstofunnar. Meira en þriðj- ungur (35%) þessa aldurshóps var enn í starfi fyrir aðeins fjór- um árum, voriö 1992. Vorið Kvikmyndafélaginu tókst ekki að klára fjármögnun myndarinnar og að sögn Halldórs Þorgeirssonar hjá Umba er orðið óhægt að ná erlendri fjármögnun þegar svo lítið er um innlenda styrki. Segir hann for- svarsmenn erlendra sjóða ekki hafa áhuga á að fjármagna íslenska menningu. -LÓA 1994 hafbi það hlutfall lækkað í 27%, ári síbar í 21% og núna í apríl voru einungis rúmlega 12% landsmanna á aldrinum 70-74 ára enn á vinnumarkabi. Samkvæmt þessu hefur fólki á þessum aldri sem enn er í starfi hafi fækkab úr u.þ.b. 2.600 nib- ur í 1.000 manns síðustu fjögur árin. Niðurstöður könnunarinnar benda hins vegar ekki til þess að fólki sé ýtt af vinnumarkaðnum fyrir sjötugt. Hlutfall 60-69 ára á vinnumarkaði hefur verið nokk- uð stöðugt á þessu árabili, um 75% vorið 1992, hátt í 80% tveim árum síðar en um 77% núna í aprílmánuði. Atvinnuleysi virðist heldur ekki hafa vaxið að marki í þessum aldurshópi umfram aðra. Rúmlega 4% fólks á sjötugsaldri var án vinnu núna í aprílmánuði. Atvinnuþátttaka annarra ald- urshópa hefur heldur ekki breyst að ráði á umræddum árum, nema hvað þátttaka yngsta hópsins (16- 19 ára) rokkar töluvert upp og niöur. Þannig voru 54% þessara árganga á vinnumarkaði í apríl 1992, aðeins 45% tveim ámm síð- ar, fjölgaði aftur í 58% í fyrravor og hafði aftur dottið niður í 50% á þessu vori. Fólki á þrítugsaldri fjölgaði að vísu talsvert á vinnu- markaði á árunum 1992-95, en hafði aftur fækkað svolítið núna í vor. ■ Átján manns frá 11 íslenskum fyrirtækjum sóttu vorsýningu í subur-kínversku borginni Kant- on, eða „kvangsjá" eins og það er borið fram á kínversku, í apríl. Feröin var farin fyrir tilstilli ís- lensk- kínverska viðskiptaráðsins. Á þeim fjórum dögum sem dvalið var í borginni töldu flestir sig hafa fundið það sem að var leitað. Ljóst er að viðskipti viö Kína fara vaxandi og vöruúrval í fjölmennasta þjóð- ríki veraldar afar fjölbreytt. íslensku sendinefndinni var tekið meö kostum og kynjum í Kína og töldust íslendingarnir vera sérstakir gestir sýningarinnar og bám borða, sem á var letrað „jiabing" sem þýðir heiðursgestur. Segir í fréttabréfi ís- lensk- kínverska viðskiptaráðsins að þetta hafi enn aukið á góðan viður- gjörning við hvern og einn á sýn- ingarbásunum. Hluti hópsins, eða 10 manns, nýtti tækifærið og skoðaði mark- verða hluti í Kínaveldi eftir sýning- una. Farið var í Gulufjöll, til Beij- ing, Kínamúrinn klifinn og For- boðna borgin keisaranna skoðuð. Formaður Íslensk-kínverska við- skiptaráðsins er Sigtryggur R. Ey- þórsson. -JBP Umbi skilar 20 millj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.