Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 4
*9$fMtYfftt Þribjudagur 21. maí 1996 HffHW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaoaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Alltjent ekki sextánda sætið Mikilvægi forvarna Á tímum sparnaðar í opinberum rekstri koma fram fjölmargar hugmyndir og tillögur sem eiga að leiða til hagkvæmari þjónustu og ódýrari úr- ræða. Margar þessara tillagna eru athyglisverðar og gagnmerkar, aðrar síðri og sumar jafnvel mjög vondar. í þessari umræðu hefur það verið plagsið- ur að leita sífellt að skjótvirkum sparnaðarleiðum, sparnaði sem skilar sjáanlegum niðurstöðum strax. Þessi krafa um skjótvirkni er aftur komin til vegna þess að sá fjármálarammi er í tíma afmark- aður af einu og hugsanlega tveimur fjárhagsárum hjá ríki eða sveitarfélögum. Hins vegar er ekkert augljóst samhengi milli þess að sparnaðarleiðir séu skjótvirkar og þess að þær séu varanlegar og ár- angursríkar. Skjótvirkar sparnaðaraðgerðir eru ein- mitt iðulega skammgóður vermir, piss í skóinn sem vermir um stund en kólnar skjótt, þannig að ástandið versnar til lengri tíma litið. Ein er sú sparnaðarleið í heilbrigðiskerfinu sem ekki hefur, fyrr en kannski núna, átt miklum vin- sældum að fagna, vegna þess að hún skilar sér að- eins á löngum tíma. Þetta eru forvarnir. í síðustu viku voru birtar niðurstöður úr rann- sókn sem Sigfús Þór Elíasson, prófessor við tann- læknadeild Háskóla íslands, hefur gert fyrir árin 1986, 1991 og 1996. Þar kemur í ljós að tannheilsa barna og unglinga hefur batnað gríðarlega síðustu 10 árin. Skemmdum í fullorðinstönnum hefur fækkað að meðaltali um 70%, en um rúm 50% í barnatönnum. Fjölmargar ástæður eru nefndar til sögunnar til að útskýra þessa bættu tannheilsu, en ein aðal- ástæðan eru forvarnir af ýmsu tagi. Meðal þess sem nefna má er almenn fræðsla og áróður fyrir breyttu mataræði og bættri tannhirðu. Þá hafa tannlæknar í síauknum mæli gripið til svokallaðr- ar skorufyllingar í forvarnarskyni, en með þeirri aðgerð eru bitfletir í jöxlum jafnaðir og skorur sléttaðar út, en í þessum skorum hafa skemmdir yfirleitt hafist. Meðferðin miðast því við að koma í veg fyrir sjúkdóm í staðinn fyrir að grípa inní eftir að sjúkdómurinn hefur náð sér á strik. Þessi stórfellda fækkun tannskemmda er glæsi- legur árangur hjá þjóðinni allri. Þó er hann ekki meiri en svo að það er fyrst núna að landsmenn eru að ná nágrannaþjóðum sínum hvað varðar tíðni tannskemmda. Engu að síður hefur rannsókn Sigfúsar Þórs El- íassonar fært okkur heim sanninn um það að for- varnir geta skilað feikimiklum árangri, ef vel er að verki staðið. Full ástæða er því til að láta stórbætta tannheilsu íslenskra ungmenna verða hvata til enn frekari dáða á sviði forvarna í heilbrigðisþjón- ustu. Afleiðingar notkunar áfengis og tóbaks eru þungir baggar á heilbrigðisþjónustunni. Mikla fjármuni mætti spara, ef forvarnarstarf á þeim sviðum næði umtalsverðum árangri. Sama er raunar að segja um fleiri áhrifaþætti á heilsufar, s.s. mataræði og hreyfingu svo eitthvað sé nefnt. Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref til for- varna á sviði áfengis- og tóbaksneyslu. Fordæmi tannheilbrigðisþjónustunnar er hvatning til að ganga fram af enn meiri krafti í forvarnarmálum. Nú er lokið hinni árlegu Júróvisjon-helgi. Það er ekki hægt að segja að götumar hafi tæmst á með- an keppnin stóð yfir eða meðal þjóðarinnar hafi skapast þjóðhátíðarstemmning, eins og gerðist fyrstu árin sem íslendingar tóku þátt í keppninni. Þá var hér uppi baráttuglöð þjóð sem taldi sigur- inn vísan í hvert einasta sinn og alltaf urðu von- brigðin jafn sár og viðbrögðin jafn harðskeytt. Ýmsar ástæður voru taldar upp sem afsökun fyrir því að fulltrúar íslands hlutu ekki fyrsta sætið: Útlendu hljóðmennirnir brugðust, kepp- andinn var með kvef, það var markvisst unnið gegn íslend- ingunum, aðstæður og viður- gerningur var óviðunandi á keppnisstað, og svo mætti lengi telja. En nú er öldin önnur. Ekki heyrist múkk í þjóðinni þó end- irinn hafi orðið þrettánda sætið — það er reyndar alltjent þrem- ur sætum skárra en sextánda sætið, sem við vermdum svo oft. Ekki virtist áhuginn á keppn- inni heldur vera brennandi, a.m.k. fækkaði bílunum lítið á ------------------- götunum og fólk lét keppnina ekki aftra sér frá því að njóta kvöldblíðunnar. Garri viðurkennir það fúslega að honum þykir mun meira varið í veðurblíðuna, sem verið hefur undanfarið, en þessa árlegu Júróvisjon-kejjpni, enda lét hann sér nægja að horfa á framlag Islands, írlands og Finn- lands — útvarða Evrópu, eins og Stuðmaðurinn Jakob orðaði það. RÚV lágmarkaði áhuga þjóðarinnar I ár hefði svosem ugglaust verið hægt að kenna norskum tæknimönnum um að íslendingarnir lentu ekki ofar. Svo getur líka vel verið að Norð- menn hafi hreinlega falsað niðurstöðuna úr keppninni, a.m.k. ef miðað er við hvað lítið er að marka samninga sem gerðir hafa verið við þá, samanber veiðileyfavitleysuna á Jan Mayen- svæðinu. En svo virðist sem íslenska þjóðin hafi verið fyrirfram búin að sætta sig vib hvaða sæti sem var í keppninni. Ríkisfjölmiðlarnir voru þeir einu sem reyndu að klóra í bakkann, með því að leita uppi alla afdalafjölmiðla vítt og breitt um Evrópu sem spáðu íslenska liðinu frama í keppn- inni. Sú síðbúna tilraun bar hins vegar lítinn ár- angur til að vekja áhuga þjóðarinnar. Enda fóru ríkisfjölmiðlarnir frá byrjun þá leið að lágmarka áhuga þjóðarinnar á keppninni og gera eins lítið úr henni og mögulegt var. Val þátt- takenda fór fram þegjandi og hljóðalaust, líkt og val þátttak- anda í tónlistarkeppnina í Cardiff síðast. Afleiðingin varð sú að þjóðin vissi varla af Júró- visjon og keppnin í Cardiff gleymdist alveg. Fyrir vikið er áhorfið lítið sem ekki neitt. Garri er út af fyrir sig ekkert að setja útá þátttakendurna í Júróvisjon, þó liðið væri að stærstum hluta skipað Ameríkönum, enda bar mest á rammíslenskri, fagurlim- aðri söngkonunni sem brosti bæði hátt og breitt framan í sjónvarpsáhorfendur. GARRI Útséð um sigur Eitthvað fannst Garra tónn- --------- inn reyndar óviss hjá íslensku söngvurunum í byrjun, en þar er líklega um að kenna lélegu tóneyra Garra, nú eða þá að þetta hefur átt að vera svona. Nema það hafi verið bé- vítans tæknimennimir norsku eða ríkisstjórnin að reyna að bæta samningsstöðu sína í fiskveiði- málum. Það er auðvitað öllu trúandi upp á Nojar- ann þessa dagana þegar íslendingar eiga í hlut. Undanfarin ár hafa Norðmenn og Irar skipst á um að yinna Júróvisjon-keppnina og virðist útséð um að íslendingar vinni nokkurn tíma, þrátt fyrir góðan vilja. Við höfum meira að segja gert til- raunir með að eignast hlut í sigri, með því að smygla Eiríki rauða inn í norskt framlag til að fleyta okkur áfram. í fyrra var fenginn írskur út- setjari og nú síðast bandarískar bakraddir, en allt án árangurs. Það gæti því reynst úrslitakostur fyr- ir RÚV að stíga skrefið til fulls og kaupa írska keppnisliðið í heild sinni til að eygja einhverja von um sigur. Þá væri e.t.v. einhver von um að Ríkissjónvarpið fengi þjóðina aftur að sjónvarps- skjánum til að hrópa saman í kór hin fleygu orð Davíðs: „Gangi ykkur vel — Áfram ísland!" Garri Ráöuneyti út úr kú „Út úr kú," sungu þeir Spaugstofumenn við Sjúbbídúlagið á laugardagskvöldið að aflokinni Evrópusöngvakeppni, sem verið hafði aðal- fréttaefnið allan þann dag. Eitt af því sem fram kom í fréttaflaumnum frá Ósló vegna keppn- innar var að sendiráðið með Eið Guðnason í broddi fylkingar hefði boðið til kvöldverðar eða móttöku í einhverju víkingaskipi þar sem „ís- lensku" keppendurnir mættu auk annarra gesta. Tilgangurinn var væntanlega sá að kynna þetta framlag landsmanna í keppninni og vekja á því athygli og þar með vekja athygli á Islandi og íslenskum varningi og öðru því sem íslenskt er.-------------------- Sá sem þetta ritar hefur ekki hugmynd um hvort þetta bob hefur náð að skila þessum ár- arar óskar um úttekt var umræða um spillingu í mannaráðningum þar sem ráðherra var sakaður um að hygla flokksgæðingum og vildarvinum. Það, að Ríkisendurskoðun leggi það beinlínis til að stöður í ráðuneytinu verði framvegis aug- lýstar þrátt fyrir að lagaheimildir séu til að gera það ekki, gefur kurteislega til kynna að hlutirn- ir séu ekki eins og þeir eiga að vera. Hins vegar er það líka rétt að hvergi er í skýrslunni sagt ber- um orðum að utanríkisráðherra hafi misnotað ráðningarheimildir sínar til að hygla vinum og flokksgæðingum. angri eða ekki, eða hvort í víkingaskipsmóttök- una hafa yfirleitt mætt aðrir en þeir sem þekktu fyrir íslenska framlagið og ísland og allar helstu framleiðsluvörur héðan. Hvort heldur er, þá verður reikningurinn fyrir þetta væntanlega færður í bókhaldi íslenska ríkisins sem risnu- kostnaður sendiráðsins í Ósló. Risna handa mörlandanum Nú kann það að vera nauðsynlegt að taka vel á móti Íslendingum, sem af einhverjum ástæð- um eru á faraldsfæti, sendinefndum eða fyrir- mönnum hvers konar. Hins vegar er risnu- kostnaðurinn ekki réttlættur með því, heldur með því að brýnt sé að halda uppi og stofna til tengsla við erlenda ráða-, áhrifa- og embættis- menn. Einhvern veginn virðist greinilegt að erfiðara verði að réttlæta þennan risnukostnað eftir að í ljós kom í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkis- endurskoðunar að stór hluti hans fer í að sinna íslendingum, en ekki í að efla tengsl við erlend stórmenni. Þetta er aðeins einn fjölmargra þátta sem gagnrýndir eru í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð- unar, sem gerði stjórnsýsluúttekt á utanríkis- ráðuneytinu að ósk Jóns Baldvins Hannibals- sonar, þáverandi utanríkisráðherra. Tilefni þess- Stjórnsýsluleg sér- A víoavangi staða ----------------- Þessi dæmi, sem hér hafa ver- ið tekin, og raunar öll skýrsla Ríkisendurskoð- unar sýna að stjórnsýsluleg sérstaða utanríkis- ráðuneytisins er mjög mikil. Hún er trúlega of mikil, miðað við það hversu illa skilgreind þessi sérstaða hefur verið og lítið gert í því að setja um hana sérstakar opinskáar stjórnsýslureglur. Vinnureglur og hefðir, sem myndast hafa innan utanríkisráðuneytisins sjálfs, eru ekki endilega bestu eða réttustu viðmiðin í þessum efnum. Þjóðfélagið allt hefur verið að ganga í gegnum ákveðinn stjórnsýslulegan hreinsunareld, sem hefur magnast mikið með tilkomu stjórnsýslu- laganna. Ekki er hægt að skilja skilaboð skýrslu Ríkis- endurskoðunar öðruvísi en að hún staðfesti það sem oft hefur verið sagt um utanríkisráðuneyt- ið, að það hafi staðnað og orðið utanveltu í hinni nútímalegu stjórnsýsluþróun. Því þurfi að kippa í liðinn með því að taka á hinum ýmsu málum, eins og ráðningarmálum, launamálum, risnu og húsnæðismálum. Kannski mætti þýða þessi skilaboö á Júróvisjonmál og segja að utan- ríkisráðuneytið sé sjúbbídú. Alltjent er ljóst að á Spaugstofumáli fæst sú skynsamlega niðurstaða að utanríkisráðuneytið sé „út úr kú"! -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.