Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 5
Þribjudagur 21. maí 1996 ^S^W^^^HPP"^^ Kaffileikhúsib: A ELLEFTU STUNDU. Tveir einleikir eftir Bergljótu Arnalds og Val Frey Einarsson. Leikarar: Höf- undarnir. Leikstjóri: Vi&ar Eggertsson. Ljósahönnubur: Ævar Cunnarsson. Frumsýning í Hlaovarpanum 15. maí. Áfram heldur Kafflleikhúsið meb einleiki sína, samda og flutta af ungu leikhúsfólki. Þetta framtak er lofsvert, enda hef ég áður borib á þab lof. Á mibvikudagskvöldib voru frumsýndir tveir þættir. Sá fyrri er eftir Bergljótu Arnalds, Hús hefndarþorstans, og sá seinni eftir Val Frey Einarsson, Heilt ár og þrír dagar. Saman- lagt fylla þessir þættir heilt leikkvöld, en annars eru þeir ólíkir og vandséb hvers vegna þeir eru sýndir saman. Sam- heitib sem sýningunni er valib er líka vandræbalegt og gefur ekki rétta mynd af inntaki verkanna, sé þab á einhvern hátt hliðstætt. Ab lengdinni til myndi þáttur Bergljótar duga í heila sýningu, þáttur Vals Freys er ab vísu nokkru styttri. Ekki get ég þó kvartab undan því að hann skyldi vera hafbur meb, því ab hann var í alla stabi betri en hinn. Einleikur Bergljótar Arnalds er byggbur á forngrískri sögu, fjölskyldusögu Agamemnons sem Oresteia Æskýlosar lýsir. Þátturinn er tvískiptur. í fyrri hlutanum fer fram matarbob: fabir Agamemnons hefur bob- ib bróbur sínum og eljara, Þye- stresi, til hefndarveislu þar sem á borbum eru ýmsir lík- amshlutar. Þýestes sér fyrir óorbnar hörmungar og í lokin hefnir hann sín meb því ab leggja á Agamemnon ab hann muni í fyllingu tímans fórna dóttur sinni. — í seinni hlut- anum er Klýtemnestra komin á svibib, kona Agamemnons, og bíbur manns síns þegar hann snýr heim frá Tróju. Hún er full hefndarþorsta eftir dótturmorbib og drepur Ag- amemnon í babinu. í lokin kemur Orestes. Hefndin held- ur áfram. Þab er ab vonum ab ungt fólk glími vib grísku tragid- íurnar og spinni út frá þeim eins og Bergljót Arnalds hefur gert hér. Þarna er mikil ögrun fólgin. En spuni Bergljótar var furbumikib utangátta, eins og hann kom manni fyrir augu og eyru í Kaffileikhúsinu. í fyrsta lagi er textinn sjálfur banall. Svona uppskrúfub til- finningasemi í orðfæri fer afar illa vib baksvib hins gríska harmleiks. — Grikkirnir eru klárir og heibríkir, ósveigjan- legir, undanlátslausir er þeir setja manni hin römmu Upp og ofan einleikir ákvæbi fyrir sjónir, lífsveg manneskjunnar til tignar og falls. Hér er farib ab veita inn í textann nútímalegum fribar- hugmyndum, sem satt ab segja eru nokkub klisjubornar, samfara tuggukenndri sálfræbi og hversdagsviti eins og því ab „einhver verði ab hætta ab hefna sín". Útkoma úr þessari blöndu verður einkennilegt klístur. Ég kann ekki annab orb sem betur lýsir texta Berg- ljótar. — Textinn er raunar laus vib dramatík þrátt fyrir sitt feiknalega efni, ég fann LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON engan neista í einræbunum, þetta eru orb og setningar en ekki skáldskapur. — Aubvitab setur Bergljót sig undir harban dóm meb því ab fást vib efni eins og þetta. Hún sýnir virb- ingarverba dirfsku og áræbi — en vib verbum ab spyrja ab leikslokum. Bergljót flutti einleik sinn af verulegum krafti, hefur tölu- vert mikilli leiktækni yfir að ráða og var reyndar furðu góð í karlmannshlutverkinu, engu lakari en í Klýtemnestru. Ann- að mál er það að þegar leikið er á stríðum nótum út í gegn verður það til að veikja áhrif- in. Átök í leik geta ekki breitt yfir veikan texta. — Sviðið eru reyndar pallar eftir salnum endilöngum og varð býsna malerískt, eins og þegar raubi dregillinn er dreginn þar eftir. Búningur Klýtemnestru var aubvitab einnig raubur. Ljósa- hönnunin gegnir miklu hlut- verki í bábum þáttunum og sýnir Ævar Gunnarsson vönd- ub vinnubrögb í því efni, enda orbinn þjálfabur ab vinna vib þær abstæbur sem Kaffileik- húsib býbur upp á. Þegar komib er í seinni þátt- inn verbur annab uppi á ten- ingnum. Einleikur Vals Freys Einarssonar er frumsmíb og ekki leitab langt til fanga. Höf- undur ætlar sér ekki um of, en einleikurinn er ekki einungis vel saminn, hann er líka sýnd- ur á yfirvegaban hátt. Ég héf ekki séb þennan unga leikara fyrr svo ab ég muni, en um leib og hann gekk á svibib mátti merkja í hreyfingum og látbragbi ab þarna er mabur sem kann leiklist. Honum tókst sem sé ab mála persón- una upp fyrir augum manns ábur en nokkub var sagt. Leikurinn segir frá ungum manni sem hefur verib hand- tekinn fyrir ósiblegt athæfi sem talib er ab hafi orsakab að vinur hans, drengur, stytti sér aldur. Þessi ungi maður er leigubílstjóri, sonur lögfræb- ings og er ab reyna ab skýra fyrir föbur sínum hver hann er. í fjölskyldu föburins hafa „aldrei verib neinir kippir". En þab eru ósjálfrábir kippir í lík- ama sonarins sem ógæfunni valda. Hann hagar sér ekki eins og fyrirskrifab er. Ungi maburinn vildi ekki verba „ingur", eins og hann segir, hvorki lögfræbingur, sálfræb- ingur, hagfræbingur né neitt annab. Hann er bara leigubíl- stjóri sem hefur leibst út í at- hæfi sem samfélaginu býbur vib. Hann hefur engar afsak- anir fram ab færa. Og nú bíbur hann dóms fyrir glæp sem hann finnur ekki ab hann hafi drýgt. Hann hefur gert sig sek- an um það eitt að elska annan mann. Að vísu viðurkennir hann að hann ráði ekki við lík- ama sinn. En það er auðvitað ekki nein afsökun. Heilt ár og þrír dagar er hag- leg smámynd, leikurinn geng- ur alveg upp innan síns ramma og hélt áhuga áhorf- andans vakandi frá fyrsta til síðasta andartaks. Textinn er lipur, næmlegur og undir- furðulegur, og látbragbsleikur- inn var, eins og fyrr var vikib ab, vel og nákvæmlega unn- inn. í þessu hefur tekist gott samstarf milli leikara og leik- stjóra. Útkoman varb til þess að sætta mann vel vib kvöld- stundina í Kaffileikhúsinu. Hér eftir verbur fylgst meb Val Frey Einarssyni á svibinu. Vel mætti hann spreyta sig meir á ab semja leiktexta. Hann hefur vald á því. ¦ Enn fjölgar „skattasmugunum" í framkomnu frumvarpi stjórn- arflokkanna um fjármagns- tekjuskatt er ab finna eitt mjög varasamt ákvæbi. Þar er um ab ræba lækkun á skatti af arb- greibslum úr 45% í 10%. Lækk- un þessi er rökstudd meb því ab skatta af fjármagni verbi ab samræma. En hafa menn gert sér grein fyrir því ab samfara þessari breytingu er verib ab opna fyrir eina stærstu skatta- undankomuleib síbari ára? í dag er hægt ab stofna svo- köllub einkahlutafélög (ehf.), þar sem lágmarkshlutafe er 500.000 kr. Eigendur þeirra sæju sér leik á borbi ef breyting verbur á skattamebferb arbs. I stab þess ab einkahlutafélagib greibi eiganda sínum laun meb 41,6% skatti, borgabi þab út arb sem abeins bæri 10% skatt. Þessi nýja skattasmuga getur leitt til þess ab einyrkjar eins og ibnabarmenn, bílstjórar, bænd- ur, trillukarlar o.fl. sjá sér hag í því ab stofna einkahlutafélag um starfsemi sína, eingöngu til þess ab lækka hjá sér tekjuskatt- inn. Fólk í eigin atvinnurekstri er í dag skylt ab reikna sér end- urgjald af starfsemi sinni og er endurgjaldib í raun laun vib- komandi. Ef stofnab er einka- hlutafélag geta eigendur þess komist upp meb ab greiba sér sjálfum arð í stað launa. Ekki þarf að kalla til löggiltan endur- skoðenda til ab sjá hversu gób „fjárfesting" fælist í stofnun slíks hlutafélags. Og einyrkjar Frá minum bæjar- dyrum vM ,. EINAR SVEINBJÖRNSSON eru alls ekki þeir einu sem keypt gætu sér slíka skattalækkun. Ekkert stæbi í vegi fyrir því ab launþegar hjá smærri fyrirtækj- um gerbust „verktakar" og stofnubu sitt einkahlutafélag. Vinnuveitandinn keypti ein- faldlega vinnu af hinu nýstofn- aba félagi í stab þess ab greiba laun meb beinum hætti. Hluta- félagib greiddi síban laun sem næmi skattleysimörkum og ab auki ríflegan arb meb 10% skatti. Drjúg búbót þab! Ekki er heldur loku fyrir þab skotib ab hib opinbera neyddist til ab taka þátt í þessum leik þegar fram í sækti í samkeppni um hæfasta vinnukraftinn sem byggi ef til vill vib þessi skatt- fríbindi á einkamarkabi. Abeins launþegar hjá stærri fyrirtækj- um, gjarnan ófaglært starfsfólk, sæti eitt eftir meb háu skattana (og lágu launin). Þab hljóta allir að sjá réttlætið sem í þessu fælist eða hitt þó heldur, svo ekki sé talað um tekjutap ríkissjóðs og sveitarfé- laga. Skattalækkun er í sjálfu sér fagnaðarefni, en hún verður þá að vera í takt vib góba afkomu ríkis og sveitarfélaga og eins er afar æskilegt ab hún nái til sem flestra þegna landsins. Óbreytt frumvarp um fjár- magnstekjuskatt mun ekki færa ríkissjóbi auknar tekjur, öbru nær. Enn ein skattasmugan er örugglega ekki leibin til ab bæta sibferbisþrek þjóbarinnar og ekki má heldur líta fram hjá þeirri stabreynd ab jafn róttæk lækkun skatts á arbi, og lögb hefur verið til, á eftir að stuðla að enn breibara bili á milli þeirra tekjuháu og tekjulágu. Þab er beinlínis sanngirnismál ab launatekjur og arbgreibslur fái sambærilega meðferð hjá skattayfirvöldum þessa lands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.