Tíminn - 21.05.1996, Side 7

Tíminn - 21.05.1996, Side 7
Þri&judagur 21. maí 1996 IftMWiWW 7 Vímuvarnarskólanum slitiö: Þörf á viðhorfsbreytingu fullorð- inna til vímuefnaneyslu unglinga „Undirtektir og sko&anir þeirra sem hafa notiö fræ&sl- unnar og tekiö þátt í þessu verkefni benda til aö þetta hafi veriö bæöi gagnlegt og þarft verkefni," sagöi Kristín A. Ámadóttir, aöstoöarkona borgarstjóra, en Vímuvamar- skólanum, sem starfaö hefur frá því í mars, var slitið í gær. Var þá fundaö meö forsvars- mönnum skólans og Vímu- vamarnefndar borgarinnar þar sem árangur verkefnisins var ræddur. Einnig lögöu skólamir fram hugmyndir um hvemig unniö skyldi úr þess- ari fræöslu, en fram aö þessu hefur vantaö mótaöa heildar- stefnu í þessum málaflokki. „Við höfum hvatt alla skóla til aö móta stefnu í þessum málaflokki og vonandi verður stefnan í stórum dráttum sú ab grunnskólinn verði vímulaus árið 2000. Ég geri ráð fyrir ab ýmsir muni vilja auka þátt þessa starfs í fagstjórnarkvótanum og koma á fagstjórn í vímuvörn- um," sagði Kristín. Hún segir það alls ekki óraun- hæft markmið að gera grunn- skólann vímulausan. „Það ætti náttúrlega ekki ab líðast að vímuefna sé neytt í neinu starfi grunnskólanna. En helst vild- um við sjá að það tækist að breyta þannig viðhorfi fólks að þab væri taliö óeblilegt ab börn og unglingar neyttu áfengis og annarra vímuefna. Það hefur komið í ljós á undanförnum misserum að neysla fer vaxandi, innflutningur ólöglegra vímu- efna fer vaxandi, það bætast við ný efni og þetta er afskaplega varnarlaus hópur fyrir grimm- um lögmálum neysluheims," sagði Kristín. Fræbsla fyrir 11-15 ára í Foldaskóla Talsverð vímuefnafræðsla hefur verið í Foldaskóla undan- farin fjögur ár, en á þeim tíma hafa vímuvarnir verið inni á stundaskrá hjá 10. bekk. 10. bekkingar hafa þá tekrö 6-8 vikna námskeið í vímuvörnum í upphafi skólaárs þar sem nem- endur hafa m.a. skrifað ritgerðir um afstöðu sína til áfengis- neyslu unglinga. Ragnar Gísla- son, skólastjóri Foldaskóla, seg- ist ekki geta sagt af eða á um ár- angur fræðslunnar, enda hafi hann ekki verið mældur. „Þetta er í sjálfu sér miklu flóknara mál til ab hægt sé að álykta út frá einum breytuþætti. En ég hef gert könnun meðal nemenda sjálfra og mikill meirihluti þeirra telur að hann hafi haft gagn af kennslunni." Tíundubekkingar sitja ekki einir að fræðslunni í Foldaskóla, heldur var farið með kennslu- efnið Að ná tökum á tilverunni niður í 11 og 12 ára bekk. Fram- undan er svo að setja vímuefna- fræðslu inn í skólanámskrá fyrir 8. og 9. bekk innan ramma sam- félagsfræðinnar, sem þýbir ab allir 11-15 ára unglingar í Folda- skóla munu njóta fræðslu um þessi mál. Ragnar kvaðst ekki geta sagt til um það hvort þetta væri stefnan í skólum um allt land. „Það er svo háð aðstæðum á hverjum stað hvort hægt er að komast eitthvað áleiöis. Þess vegna er fagnaðarefni að Reykjavíkurborg sé með svona samhæft átak. Það styöur okkur skólastjórana." Skólarnir hyggjast ekki standa einir að forvarnarstarfinu og verða foreldrar því kallaðir inn til samstarfs. „Við verðum auð- vitað að hafa áhrif á heimilin, svo þau átti sig á því að skólinn getur ekki annast þetta einn. Skólinn skorast ekki undan sín- um þætti og þab mega heimilin heldur ekki gera," sagði Ragnar og telur hann lífsnauðsynlegt að foreldrar taki þátt í þessu starfi, annars geti það fallið dautt niður. LÓA 26 tilnefningar til foreldraverðlauna Landssamtök foreldra, Heimili og skóli, veita í fyrsta sinn á þessu vori viðurkenningu sem hefur hlotiö heitiö Foreldra- verölaunin. Samtökin óskuðu eftir ábend- ingum um einstaklinga eða hópa sem hafa unnið gott starf á sviði skólamála, einkum varðandi samstarf heimila og skóla. Undir- tektir voru ákaflega góðar og þeg- ar skilafrestur rann út höfðu bor- ist 26 tilnefningar til verðlaun- anna. Dómnefnd tekur nú til starfa og velur úr þessum hópi nokkra aðila sem helst koma til greina sem handhafar Foreldra- verðlaunanna, en endanleg úrslit verða tilkynnt þann 29. maí nk. þegar verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn. Dómnefnd er skipuð þeim Axel Eiríkssyni, Heimili og skóla, Jóni Ásbergssyni, Útflutningsráöi, Ólöfu Rún Skúladóttur, frétta- manni RÚV, Ragnhildi Bjarna- dóttur, lektor vib Kennarahá- skóla íslands, og Rannveigu Jóns- dóttur, Heimili og skóla. Eftirtaldir aðilar, foreldrar og skólamenn, voru tilnefndir til Foreldraverðlaunanna 1996. Foreldrastarf — Einstaklingar Ársæll Már Gunnarsson, Ár- bæjarskóla. Fyrir störf í tengslum við foreldrarölt í Reykjavík og víðar um land. Berglind Hilmarsdóttir, Núpi, V.-Eyjafjallahreppi. Fyrir for- eldrastarf í Seljalandsskóla og á Suðurlandi. Gry Ek Gunnarsson, Foreldra- félagi Hólabrekkuskóla, Reykja- vík. Fyrir öfluga forystu í for- eldrafélagi. Hrönn Þormóðsdóttir, For- eldrafélagi Hlíðaskóla, Reykjavík. Fyrir öfluga forystu í foreldrafé- lagi. Jóna Karlsdóttir, Foreldrafélagi Laugarnesskóla. Fyrir öflugt starf í jólaföndurnefnd. Sigrún Baldursdóttir, Foreldra- félagi Laugarnesskóla. Fyrir störf í uppeldismálanefnd, sem m.a. stuðlar ab vinatengslum milli yngri og eldri nemenda. Sigurlaug Hauksdóttir, For- eldrafélagi Laugarnesskóla, Reykjavík. Fyrir öfluga forystu í foreldrafélaginu. Sólveig Björk Gránz og Kristj- ana V. Einarsdóttir, bekkjarfull- trúar í 7. bekk í Gerðaskóla, Garði. Fyrir forvarnarverkefnib: Reyklaus bekkur til loka gmnn- skólanáms. Sveinn Snæland, Foreldrafélagi Hagaskóla í Reykjavík. Fyrir öfl- uga forystu í foreldrastarfi í Hagaskóla. Foreldrafélög Foreldrafélag Gmnnskóla Djúpavogs. Fyrir dugnað og kraft í foreldrastarfi í vetur. Foreldrafélag Grsk. í Djúpár- hreppi (Þykkvabæ). Fyrir jákvætt og öflugt foreldrastarf í vetur. Stjórn Foreldraráðs Garða- skóla, Garðabæ. Fyrir að stuðla að betri aðstöðu nemenda og kennara. Foreldrafélag Grsk. ísafjarðar. Fyrir ab koma á foreldrarölti um bæinn. Foreldrafélag Kársnesskóla, Kópavogi. Fyrir dugnað og kraft í foreldrastarfi undanfarin ár. Foreldra- og kennarafélag Laugalækjarskóla. Fyrir dugnað og kraft í foreldrastarfi í vemr. Stjórn Foreldra- og kennarafé- lags Grsk. Þorlákshöfn. Fyrir já- kvætt og öflugt foreldrastarf undanfarin ár. Skólastjórnendur og kennarar Guðrún Þórðardóttir, formað- ur skólanefndar í Ljósafossskóla, Grímsnesi. Fyrir metnaðarfullt starf í þágu skólans. Jón Freyr Þórarinsson og Vil- borg Runólfsdóttir, skólastjórn- endur Laugarnesskóla, kennarar og bekkjarfulltrúar skólans. Fyrir að tengja saman heimili og skóla með skipulögðum bekkjarheim- sóknum. Ólafur Gubmundsson, skóla- stjóri í Kópavogsskóla. Fyrir þró- unarverkefni þar sem leitað er leiða til að efla samstarf foreldra og kennara. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, kennari í Þelamerkurskóla, Eyja- firbi. Fyrir að byggja upp jákvæð- an bekkjaranda og virkja foreldra til samstarfs. Þómnn Björnsdóttir, tón- menntakennari í Kársnesskóla. Fyrir dugnað við uppbyggingu kórstarfs í Kársnesskóla undan- farin 15 ár. Þómnn Ingvadóttir, Ljósafoss- skóla, Grímsnesi. Fyrir brautryðj- endastarf á sviði kórstjórnar við skólann. Starfsmenn Andakílsskóla á Hvanneyri. Fyrir þemaverkefni um skógrækt. Starfsmenn Gmnnskóla Djúp- árhrepps (Þykkvibær). Fyrir um- hverfis- og heimilisfræði. Stjórnendur og kennarar Garðaskóla, Garðabæ. Fyrir nem- endahandbók þar sem nemend- ur skrá heimanám sitt. Starfsmenn Smáraskóla, Kópa- vogi, Fyrir þorrablót meb al- mennri þátttöku nemenda, kennara og foreldra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.