Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 10
10 ® twskwn Þribjudagur 21. maí 1996 |UTLÖND.. . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND. . . UTLOND ... | Kosningabaráttan íAlbaníu er meö óörum hœtti en fólk hefur átt aö venjast þar í landi: Rokkað á fullu íyrir stjórnmálaþreytta Albani Demókrataflokkurinn í Alban- íii, sem nú heldur þar um stjórnartaumana, var ekki á sparnabarbuxunum þegar hald- ib var heljarmikib kosninga- partí um síbustu helgi. Herleg- heitin fóru fram á risastórum fótboltavelli í Tirana, þar sem ungir Albanir skóku líkamann í takt vib drunandi popptónlist og sýningarfólk sýndi nýjustu tískufötin milli þess sem fram- bjóbendurnir fluttu 30.000 áheyrendum bobskap sinn um hagvöxt og betri lífsgæbi. Fram að þingkosningum, sem fram eiga að fara á sunnudaginn kemur, hafa demókratar lofað því ab stanslaust fjör ríki í landinu. „Vib tilheyrum Vesturlöndum og þetta er ný leið til þess að segja fólki að vib höfum tekið upp vest- ræna lífshætti," sagði Alban Bala, talsmaður flokksins, á meban lag Tinu Turner, „Simply the Best", hljómabi úr hátalarakerfinu. Mibab vib fortíb þessa lands má telja þessar aðferbir í kosninga- baiáttunni vægast sagt róttækar. í 45 ár var Albanía nánast algjör- lega einangrub frá umheiminum undir einræöi Kommúnista- Háskólabókasafnib í Cambridge: Farsímar bannaðir Á bókasöfnum háskólans í Cambridge hefur verib gripib til þess rábs ab banna alla notkun GSM-síma og annarra farsíma, vegna vaxandi ónæb- is sem verib hefur af þeim. Nemendum hefur verib gert ab slökkva á símum sínum um leib og þeir koma inn í sarnahúsib, enda hafbi kvört- unum fjölgab jafnt og þétt. „Þab varb sífellt algengara ab símar hringdu og fólk var hrein- lega að tala í símann inni á safn- inu," sagbi Roy Welbourn, safn- vörbur í Cambridge. „Gangarnir á safninu voru notabir í æ meira mæli eins og hann væri stói símaklefi," bætti hann við. -CB/Reuter flokksins. Allt þar til stjórninni var steypt af stalli árib 1990 var bannab meb ab hlusta á vestræna popptónlist. „Fólk hefur gaman af rokk- og popptónlist," sagði Bala, „og við veitum þeim þá ánægju." Hann bætti því við að hann væri sann- færður um að þessi baráttuaðferð myndi koma flokknum til góða í kosningunum, þeim þriðju sem haldnar hafa verið frá því komm- únistastjórnin féll. í síðustu kosningum, sem frám fóru í mais 1992, unnu demó- kratar yfiignæfandi meiiihluta þingsæta, eða 92 þingsæti af alls 140. Helsti andstæðingui þeina, Sósíalistaflokkuiinn, fékk aðeins 38 sæti. Þótt sósíalistai séu aiftakar gamla Kommúnistaflokksins er samt talið ab þeii eigi töluveiba möguleika á góbum árangii í kosningunum, enda hafa demó- kiatai lagt haiðai efnahagsum- bætur á heibai þjóbaiinnai og ekki laust vib ab ýmsii sakni öi- yggisins sem iíkti ábui fyn undii stjóin kommúnista. Demókiatai hafa heitib því ab beijast gegn enduneisn komm- únista og hafa tekib höndum saman vib aðia hægii- og mið- flokka til þess að auka sigurlíkur sínar. Þeii hafa lofað Albönum betii fiamtíb meb aukinni einka- væbingu og mikilli fjáifestingu af hálfu ríkisins í samgöngumálum og sjúkiahúsum. Þau oib hljóma samt hálf inn- antóm í eyrum margia Albana, sem segjast vera orbnir þreyttir á stjórnmálaþrasi — þá sé skárra ab hlusta á háværa tónlist og fylgjast meb íburbarmiklum skrautsýn- ingum. „Þetta er greinilega betii kosningabaiátta en ábur, þai sem okkui finnst gaman ab tónlist en höfum lítt gaman af innantóm- um lofoibum. Eftii erfiban dag heillast margt fólk af tónlist og tískusýningum, sérstaklega ung- lingarnir," sagbi 63 ára gamall mabur, Mihal ab nafni, sem vildi þó ekki gefa upp fullt nafn. -CB/Reuter Theo Waigel, fjármálaráöherra Þýskalands, og Helmut Kohl kanslari leggja mikla áherslu á sparnabaráœtlanir sínar, v/ð mismikla hrifningu al- mennings. Opinberir starfsmenn leggja nibur vinnu U.þ.b. 100 þúsund opinberir starfsmenn í Þýskalandi lögbu nibur vinnu í gær, bæbi til ab leggja áherslu á kröfur sínar um 4,5% launa- hækkun og í mótmaelaskyni vib hugmyndir ríkisstjórnar- innar um ab frysta laun sem lib í sparnabaráætlunum rík- isins. Vegna verkfallsins lömubust almenningssam- göngur í mörgum borgum landsins. Kohl kanslari sagbist engu að síður ætla að halda fast við kröfur sínar um að laun hækki ekki. „Ég hef aldrei tekið mark á hótunum," sagði Kohl í sjón- varpsviðtali og ætlaði sér aug- sýnilega að gefa ekkert eftir. „Verkalýðsfélögin eru bara að reyna að verja sína eigin hags- muni og þeim verður ekkert ágengt við það." Verkalýðsfélögin hafa sakað Kohl um ab nota sér lélegan hagvöxt og mikið atvinnuleysi sem yfirskin til þess að hverfa af þeiiri braut félagslegs mark- aðskerfis, sem byggt er á al- mennri sátt í þjóðfélaginu, og Þjóðverjar hafa lagt áherslu á hingað til. í staðinn vilji hann innleiða harðskeyttari mark- aðsstefnu með minna félags- legu öryggi. -CB/Reuter Shell viðurkennir „mistök" í Nígeríu Hollensk-breska olíufélagib Shell hefur viburkennt ab hafa gert mistök þegar leitab var eftir abstob öryggislög- reglu í Nígeríu, en öryggis- sveitirnar urbu 80 manns ab bana. Þetta kom fram í sjón- varpsþætti sem sýndur var í bresku sjónvarpi í gær. „Við höfum gert ein eða tvenn mistök," sagði Brian And- erson, yfirmaðui starfsemi Shell í Nígeríu. „Við kölluðum einu sinni eftir lögreglunni til þess að aðstoða okkui í máli þar sem allt fór gjörsamlega úr böndun- um, og ég verð að segja að við drógum okkar læidóm af því ... Eitthvað af fólki lét lífib af þess- um sökum." Umiætt atvik átti sér stab áiið 1990, þegai Shell bað öryggis- sveitir Nígeríu um að taka á mótmælum gegn fyrirtækinu við bæinn Umuechen í Nígeiíu. í sjónvaipsþættinum Woild in Action kom fiam að eftii að lög- leglusveitirnar, sem illræmdar eru meðal heimamanna fyiii giimmd, höfðu 80 manns legið í valnum. „Þetta vai afskaplega höimu- legui atbuiðui," sagði Andei- son. „Við tiúðum því ekki að lögieglan myndi bregðast svona harkalega við." Talsmaður fyrir- tækisins í London sagði hins vegar um atvikið í Umuechen: „Okkur ber skylda til þess sam- kvæmt lögum að skýra yfirvöld- um frá því þegar truflanir verða á olíuvinnslunni. Þau ákveða síðan hvernig bregðast eigi við í þeirri stöðu rétt eins og gerist í öllum öðrum löndum. Ef þau bregbast of hart vib þá er þab þeina ákvöiðun en ekki fyrir- tækisins." Shell-fyrirtækið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir starfsemi sína í Nígeríu. Halda heima- menn því m.a. fram að þeim hafi ekki verið bættur sá skaði sem umhverfisspjöll hafa valdið þeim. Athygli heimsins beindist síðan að starfsemi Shell í Nígeríu þegar herstjórnin í landinu lét hengja rithöfundinn Ken Saro- Wiwa og átta félaga hans sem gagnrýnt höfðu bæði stjórnvöld og Shell. Aftökurnar voru for- dæmdar víða um heim og Níger- íu var tímabundið vikið úr Breska samveldinu. ¦ Sumarlibi Björnsson Sumarliði Björnsson var fceddur ( Svínadal í Skaftártungu í Vestur- Skaftafellssýslu þann 7. febrúar 1906 og lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Eiríksson, bóndi í Svína- dal, og Vigdís Sœmundsdóttir og var hann sjöundi í röð fjórtán systkina og eru sjö á lífl. Hinn 17. maí 1936 gift- ist Sumarliði Þórgunni Guðjónsdóttur, f. 6. maí 1909, frá Hlíð í Skaftár- tungu. Þau eignuðust þrjú börn: Guð- geir f. 1937, eiginkona hans er Anna Sigríður Þorbergsdóttir og eiga þau flmm dœtur og átti Anna Sigríður tvo syni fyrir; Bjarndís f. 1940, eiginmað- ur hennar er Birgir Hjaltason og eiga þau tvœr dætur; og Valgerður f. 1940, eiginmaður hennar er Árni Rúnar Þor- valdsson og eiga þau tvœr deetur og t MINNING tvo syni. Barnabarnabörnin eru orðin níu talsins. Útför Sumarliða fór fram frá Graf- arkirkju í Skaftártungu laugardaginn 18. maí. Elsku afi. Þab er erfitt ab sætta sig vib ab þú sért faiinn héöan, þrátt fyrir ab and- lát þitt hafi ekki komib á óvart, eftir þriggja vikna erfiba baráttu. Þab, sem mest einkenndi afa, var mikil vinnusemi og voru verk hans alltaf unnin af mikilli nákvæmni og vandvirkni. Afi innrætti okkur frá unga aldri að vinnan göfgar mann- inn og vorum vib ekki há í loftinu þegar vib vorum komin út á tún meb hrífu í hönd ab „raka dreif" eba ab sinna öbrum verkum, sem til féllu í sveitinni og voru vib okkar hæfi. Aldrei vantabi hrósib fyrir þab sem vel var gert og var hann alltaf bobinn og búinn ab leibbeina okk- ur meb þab sem betur mátti fara. Eitt af einkennum afa var frób- leiksfýsn og réttsýni og ekki var þab margt fréttaefnib sem framhjá hon- um fóai. 011 ummæli um menn og málefni voru sett fram á varfærnis- legan hátt og eftir vandlega íhugun, þó ab alla tíb hafi hann verib trúr sinni stjórnmálaskobun og ekki alltaf þótt mikib til þess koma sem mótherjarnir voru ab segja. Þegai heilsa ömmu leyfbi ekki lengui ab hún sæi ein um heimilis- stöifin, vai afi ekki í vandiæbum meb ab taka til hendinni og hefur verib ömmu ómældur stubningur hin síbari ár. Þú hefur alla tíb fylgst af áhuga meb því, sem vib höfum verib ab gera, og vitum vib að svo verbui áfram, þrátt fyrir ab þú sért kominn á annab tilvemstig. Þab verbur erfitt ab koma í Litluhlíb núna og þú verbur ekki til ab taka á móti okkur á veröndinni, en vib vitum ab þú munt einhvemtíma taka á móti okkur á annarri verönd. Þó missi ég heyrn og mál og róm ogmáttinn égþverra flnni, þá sofna ég hinst við dauðadóm, 6, Drottinn, gefsálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ó. Andrésd.) Hvíl í fribi. Summi, Jóhanna, Sigga Þóra og Valli, Þóra og Sigurlín Greinin átti ab birtast í laugar- dagsblabinu, en misfórst og er beb- ist velvirbingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.