Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 11
Þribjudagur 21. maí1996 11 Ein lengsta umrœöa í sögu Alþingis: Um hvað var talab í 35 klukkustundir? Þingmenn tölubu í um 35 klukkustundir um frum- varpib um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna vib abra umræbu þess á Al- þingi í síbustu viku. Er þab ein lengsta umræba sem fram hefur farib um sama málib í sögu þingsins. Vib lok umræbunnar fór venju samkvæmt fram atkvæba- greibsla um ab vísa frum- varpinu til þribju umræbu. Tók atkvæbagreibslan um tvær klukkustundir þar sem þingmenn tóku hvab eftir annab til máls um einstakar greinar þess þegar þær voru bornar undir atkvæbi sam- kvæmt ákvæbum þingskapa um atkvæbaskýringar. Ab lokum var samþykkt ab vísa frumvarpinu til þribju um- ræbu meb atkvæbum þing- manna stjórnarflokkanna gegn atkvæbum þingmanna stjórnarandstöbunnar, en stj órnarandstæbingar greiddu ýmist atkvæbi gegn einstökum greinum þess eba sátu hjá vib atkvæbagreibsl- ur. En um hvað snérust þessar maraþonumræður? Þingmenn stjórnarandstöbunnar reifuðu málið frá mörgum hliðum og deildu hart á ýmis ákvæði frum- varpsins. Harðara var deilt á sum ákvæði þess en önnur, og hér verða dregin fram nokkur þeirra atriða sem urðu tilefni til umfjöllunar og ádeilna. Vil- hjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, var einkum til and- svara úr hópi stjórnarliða ásamt Friðriki Sophussyni fjármálaráð- herra. • „Minni háttar störf" fellt brott í 7. grein frumvarpsins eru ákvæði um að auglýsa skuli laus embætti í Lögbirtingablaðinu og umsóknarfrestur verði eigi skemmri en tvær vikur frá út- gáfudegi blaðsins. Hart var deilt á að aðeins verði skylt að aug- lýsa störf í Lögbirtingablaðinu, þar sem blaðið komi fyrir augu fárra. Einnig ræddu þingmenn að tveggja vikna umsóknarff est- ur væri of skammur. í 7. grein var einnig kveðið á um að „minni háttar" skrifstofustörf, ræstingastörf, sendilsstörf eða önnur svipuð störf skyldu vera undan þegin auglýsingum. Orð- in „minni háttar störf" urðu efni mikillar gagnrýni og gengu sumir þingmenn svo langt að segja að í þeim fælist hrein mannfyrirlitning. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði til þá breytingu við aðra umræðu að orðin „minni háttar störf" ásamt nánari skilgrein- ingu falli brott og hljóðar frum- varpsgreinin nú þannig að mæla megi svo fyrir að störf, sem ekki krefjist tiltekinnar menntunar samkvæmt náms- samningi, þurfi ekki að auglýsa opinberlega. • Neöanjarðarlauna- kerfi og forstjóravald I 9. grein frumvarpsins er gert ráð fyrir að forstöðumenn opin- berra stofnana geti ákveðið að greiða starfsmönnum viðbótar- laun í samræmi við sérstakt álag eða árangur í starfi og einnig tek- ið slíkar greiðslur af mönnum, standist þeir ekki væntingar og kröfur forstöðumanna. Einnig er lagt til að ráðherra verði heimilt ab breyta ákvöröunum um vib- bótarlaun, teljist þær brjóta í bága við reglur, og afnema heim- ildir einstakra forstöðumanna til þess að ákvarða starfsmönnum viðbótarlaun, séu rekstrarútgjöld viðkomandi stofnana ekki í sam- ræmi við fjárlög. Stjómarand- stæðingar staðnæmdust mjög við þessi ákvæði og töldu að með þeim væri veriö að veita for- stöðumönnum vald til þess að mismuna starfsfólki að geðþótta og þeir gagnrýndu einnig heim- ildir til þess að afturkalla launa- bætur, ef útgjöld og rekstraraf- koma væri ekki í samræmi við fjárlög. Stjómarandstæðingar bentu á að slík ákvæði myndu fyrst og fremst koma niður á heilbrigðisstéttunum, þar sem erfiðlega hafi gengið að reka sjúkra- og heilsugæslustofnanir innan þess ramma sem þeim væri ætlað samkvæmt fjárlögum. Stjórnarandstæðingar töldu að með þessu væri ekki einvörð- ungu verið að auka á mismunun, heldur einnig að efla forstjóra- vald og skapa hættu á að neðan- jarðarlaunakerfi næði að mynd- ast. Þeir gagnrýndu einnig að í þessu efni væri vísað til reglna, sem fjármálaráðherra bæri að setja, en hugmyndir að slíkum reglum lægju ekki fyrir og því ógerningur að átta sig á hvernig þessar hugmyndir yrðu í fram- kvæmd. • Yfirvinnuskylda lögfest í 17. grein frumvarpsins er gert ráð fyrir að opinberum starfs- mönnum verbi skylt ab vinna þá ynrvinnu, sem forstöbumenn telja naubsynlega, og yfirvinnu- tími megi nema allt að fimmt- ungi af lögmætum vinnutíma. Þá er þeim, er sinna löggæslu og öryggisvörslu, gert að vinna yfir- vinnu að boði yfirmanna án tímatakmarkana. Stjórnarand- stæðingar gagnrýndu þetta ákvæði og töldu að með því að lögfesta yfirvinnuskyldu væri verið að fara áratugi aftur í tím- ann í vinnumarkabsmálum. • Bann lagt viö öörum störfum Þá gagnrýndu stjórnarand- stæðingar talsvert ákvæði í 20. grein frumvarpsins þar sem op- inberir starfsmenn eru skyldaðir til að skýra hlutaðeigandi yfir- mannj frá, hyggist þeir stofna til atvinnurekstrar, ganga í stjórn fyrirtækja eða taka við öðm launuðu starfi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að banna megi opinber- um starfsmönnum slíka starf- semi, fari hún ekki saman við störf þeirra í þjónustu ríkisins, án þess að vera skilgreint nánar. Þetta töldu ýmsir gagnrýnendur frumvarpsins of opið og að um brot á mannréttindum gæti ver- ið að ræða, yrði ákvæðinu beitt til hins ýtrasta. • Lítil gagnrýni á af- nám æviráöningar Samkvæmt 23. grein frum- varpsins um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna skulu embættismenn verða skipaðir tímabundið til fimm ára í senn, nema annað sé tekið fram í lög- um, og tilkynna beri embættis- mönnum með minnst þriggja mánaða fyrirvara, eigi að auglýsa starf þeirra ab nýju ab rábningar- tíma loknum. Á petta ákvæði var ekki deilt verulega, þótt það kæmi til umræðu í ræðum þingmanna, enda ljóst að ævirábning embætt- ismanna og annarra opinberra starfsmanna á lítinn hljómgrunn á mebal landsmanna. • Lagaskylda aö reka sjúka Mjög harbar umræbur urbu um það ákvæbi 30. greinar frum- varpsins ab leysa fólk frá störfum vegna veikinda. í fmmvarpinu segir ab ef embættismaður hefur verib frá störfum vegna sjúk- dóma eba slysa samfellt í eitt ár, eða sem svarar einum áttunda af samfelldum starfstíma hans hjá ríkinu, skuli veita honum lausn vegna heilsubrests. Hjá þessu megi þó komast, veiti læknir vottorð um að verulegar líkur séu á að viðkomandi nái fullri heilsu innan þriggja mánaba. Stjórnarandstæbingar sögðu að með þessu væri verið að gera það að lagaskyldu að víkja manni úr starfi, ef hann ætti við veikindi að stríða til lengri tíma, og væri þab nýbreytni er byggbist á gömlum og löngu úreítum hug- myndum. Einnig komu fram þau sjónarmib sumra stjórnar- andstæbinga ab meb þessu væri enn ein atlagan gerb ab sjúkum í þessu þjóbfélagi. • Tilfærsla á milli starfa Stjórnarandstæbingar gagn- rýndu einnig vemlega þab ákvæbi 36. greinar lagaffum- varpsins ab stjórnvöld geti flutt starfsmann úr einu embætti í annað. í máli þeirra kom þrá- faldlega fram ab slíkt hafi ein- ungis gilt um fáa embættismenn ríkisins, en meb þessu væri verib ab opna fyrir þann möguleika ab flytja starfsmenn til án þess ab taka á neinn hátt tillit til per- sónulegra haga þeirra. • Embættismönnum óheimil þátttaka í kjarabaráttu Samkvæmt 40. grein frum- varpsins um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verbur embættismönnum óheimilt ab vinna á nokkurn hátt ab kjara- málum. í greininni segir ab emb- ættismönnum sé óheimilt ab efna til, stubla ab eba taka þátt í verkföllum eba öðrum sambæri- legum aðgerðum. í 53. grein sama fmmvarps segir að brot á 40. grein varði fésektum, nema mælt sé fyrir um þyngri refsingar í öðram lögum. Við þessar grein- _, ar framvarpsins staðnæmdust stjórnarandstæðingar hvað eftir annað og töldu að um óvibun- andi ákvæbi væri ab ræba, og í atkvæbaskýringu lét einn þing- manna að því liggja ab um mannréttindabrot væri ab ræba. • Er verio aö lokka fólk úr stéttarfélögum? Framvarpib gerir ráb fyrir í 47. grein ab opinberam starfsmönn- um verbi ekki mismunab eftir því hvort þeir séu meblimir stétt- arfélaga eba standi utan þeirra. Um þetta ákvæbi létu gagnrýn- endur frumvarpsins ab því liggja ab meb þessu væri verib að lokka fólk úr stéttarfélögum í þeim til- gangi að veikja verkalýðshreyf- inguna og baráttu launafólks fyr- ir kjörum sínum. Þá gangrýndu andstæðingar frumvarpsins einnig það ákvæði harkalega er heimila á lengingu uppsagnar- frests úr þremur mánuðum í sex, leiti svo margir lausnar frá störf- um að til auðnar um starfrækslu viökomandi vinnustaðar eba stofnunar sé ab ræba. Þeir sögbu ab meb þessu væri verib að jafna uppsögnum saman við verkföll. • Megin réttarfarsregla brotin Stór orð féllu einnig á Alþingi um 49. grein ffumvarpsins þar sem segir að ákvörðun stjórn- valda samkvæmt lögum þessum verði ekki skotið til æðri stjórn- valda nema öðravísi sé mælt fyr- ir í einstökum ákvæðum. Með þessu ákvæði töldu talsmenn stjórnarandstöðunnar að verið væri að brjóta eina meginreglu íslensks réttarfars að skjóta megi úrskurði lægra setts stjórnvalds til æðra stjórnvalds. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.