Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.05.1996, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland og Faxaflói: Austan gola eða kaldi. Skýjað en þurrt að mestu. Hiti 5 til 12 stig. • Breiðafiörður til Stranda og Norðurlands vestra: Norðaustan gola eða kaldi. Víða léttskýjað. Hiti 3 til 10 stig. • Norðurland eystra: Austan kaldi. Skýjað og sumsstaðar smáskúrir. Hiti 5 til 10 stig. • Austurland að Glettingi og Austfirðir: Austan kaldi. Víða dálítil riging. Hiti 4 til 9 stig. • Suðausturland: Austan kaldi og skúrir. Hiti 7 til 12 stig. • Miðhálendið: Austan og norðaustan stinningskaldi. Skýjað en þurrt að mestu. Hiti 0 til 4 stig. Fyrirtœki viija fœkka um 200 manns á höfubborgar- svœöinu en fjölga um 200 manns á landsbyggöinni: Horfur um sum- arstörf nú heldur betri en í fyrra „Horfur um sumarstörf eru heldur betri en þær voru um þetta leyti í fyrra", segir Þjóö- hagsstofnun í helstu niöurstöö- um eftir könnun á atvinnu- ástandi í apríl 1996. Könnunin bendir til aö störfum hafi fjölg- aö verulega frá sama tíma í fyrra, eöa um 3,5% í sömu fyr- irtækjum. Atvinnurekendur á höfuðborg- arsvæðinu töldu að vísu æskilegt að fækka um 200 manns í starfs- liði sínu. Sá vilji kemur fyrst og fremst fram á sjúkrahúsum sem vilja fækka starfsliði um rösklega 150 manns (um 2,3% vinnuafls sjúkrahúsanna) meö hliðsjón af fjárlögum. Vilja til fækkunar varð einnig vart í verslun, hótel- og veitingahúsum, samtals um 50 manns. Atvinnurekendur á lands- byggðinni vildu hins vegar fjölga hjá sér um álíka hóp, eða kring- um 200 manns, cinkum í iðnaði og þá sérstaklega í málm/skipa- smíðum og í fiskiðnaði. Vilji til fækkunar starfsmanna á lands- byggðinni kom nær einungis fram í þjónustu, ekki síst í pen- ingastofnunum. Þjóðhagsstofnun álítur niður- stöður könnunarinnar styðja fyrri áætlanir sínar, um að at- vinnuleysi ætti að geta minnkað í 4,4% af mannafla í ár, úr 5% í fyrra. Niðurstööur könnunarinnar byggja á svörum frá 215 fyrir- tækjum í landinu, en umsvif þeirra spanna um fjóröung allrar atvinnustarfsemi í landinu. Enn ein stööin... Víöa í borgirmi getur ab líta byggingarframkvœmdir í vorblíbunni og inn vib Sundagarba á móts vib Dalbraut voru þessir vösku menn frá ístaki ab byggja nýja bensínstöb fyrir Ol- íuversiun íslands. Um er ab rœba þjónustustöb og ekki dugar annab en ab fá einn af virtari arkitektum landsins til ab hanna svona mannvirki, en þab gerbi Ingimundur Sveinsson. Tímamynd: gva 38. þing ASÍ: Kjaraátök eru óumflýjanleg Innflutningur á fyrsta ársfjóröungi 18% meiri en á síöasta ári: Um 25% meira fyrir sjávarfang en í fyrra Verðmæti innfluttra fólks- bíla og neysluvara, annarra en matvæla, var 20% meira á fyrsta fjórðungi þessa árs en í fyrra og 40% meira en á fyrsta ársfjórðungi 1994, samkvæmt tölum Hagstof- unnar. Landsmönnum virö- ist því ekki veita af auknum útflutningsverömætum. Um 25,7 milljarðar fengust fyrir útfluttar sjávarafurðir á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem er fjórðungs aukning frá sama tíma í fyrra. Heildarút- flutningur landsmanna var 32,4 milljaröar á ársfjórð- ungnum, sem er tæplega 12% aukning frá fyrra ári. Innflutningurinn heldur líka áfram að vera líflegur, sem áður segir. Alls hafa lands- menn varið 27,2 milljörðum til kaupa á erlendum varningi fyrstu þrjá mánuði ársins, sem er 18% aukning frá árinu áður. Hlutfallslega hefur aukningin orðið mest í fólksbílum (61%) og olíu (37%). Um 5,2 milljarða króna af- gangur er því á vöruviðskipt- um við útlönd á fyrsta fjórð- ungi ársins, í stað 6,1 milljarðs á sama tíma í fyrra og 8,7 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 1994. ■ Um 50 milljónir í sérstakan forvarnasjóö vegna fíkniefna Á árinu 1994 voru 396 bráða- innlagnir á ríkisspítalana vegna neyslu fíkniefna eða rúmlega ein innlögn á dag. Þetta kom fram í ræöu Jó- hönnu Sigurðardóttur í um- ræðum um skýrslu um fíkni- efnamál er unnin var aö til- hlutan forsætisráðuneytisis. Jóhanna benti á að samkvæmt skýrslunni megi gera ráð fyrir að kostnaður við kaup á fíkniefnum væri ekki undir 40 þúsund krón- um á mánuði og þar sem flestir fíkniefnaneytendur væm ekki í vinnu eða aðeins stopulli og lifðu flestir af bótum þá sé ljóst aö margir þeirra fjármagni þau með auðgunarbrotum. Hún benti á að aukin harka hafi færst í fíkniefnaheiminn og starfs- menn tollgæslu og annrra stofn- ana sem önnuðust slík mál væru ekki lengur óhultir á förnum vegi eins og nýleg dæmi sanni. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sagði að af skýrslunni væri ljóst að notkun fíknefna hafi stóraukist og muni vera mest á meðal fólks á aldrinum 20 til 24 ára og ljóst að margir þeirra stæðu straum af kostnaði við neyslu sína með auðgunarbrot- um. Hann sagði að einnig væri ljóst að neysla unglinga hafi aukist og á síðasta vetri hafi komið fram vísbendingar um verulega aukningu á neyslu á meðal unglinga með tilkomu nýrra efna. Upplýsingar fjöl- miöla bentu þó til að aftur hafi dregið úr þeirri neyslu og umferð þess efnis er um var að ræða. Því muni valda aukin umræða um þessi mál í þjóðfélaginu. Davíð ræddi um nauðsyn forvarna- starfs og sagði að það yrði að efla. Hann sagði að ákveðið hafi verið að leggja fram 50 milljónir króna í sérstakan forvarnasjóð er væri ætlað að stuöla að betri nýt- ingu þeirra fjármuna sem til forvrna væri varið. Davíð nefndi nokkra þætti sem athuga yrði varðandi fíkniefnavandann. Huga þurfi að hvort nauösynlegt væri að herða viðurlög við fíkni- efnabrotum, hvort auka verði og herða löggæslu, hvort auka verði forvarnir og hvort vinna veröi að aukinni endurhæfingu þeirra einstaklinga sem ánetjast hafa neyslu fíkniefna og afbrotum vegna neyslu sinnar. Margrét Frímannsdóttir, Al- þýðubandalagi, sagöi að fátt nýtt komi fram í skýrslu forsætisráðu- neytisins heldur sé fremur um að ræða staðfestingu á því sem þeg- Benedikt Davíðsson forseti ASÍ sagöi í ræðu sinni við upphaf 38. þings sambandsins í gær að kjaraátök væru óumflýjanleg við ríkisvald og atvinnurekend- ur á næstu mánuðum, en kjara- samningar verða lausir um ára- mótin. Hann sagði lagði áherslu á að í drögum að launastefnu ASÍ væri stefnt að því að íslenskt launafólk búi viö sambærileg kjör og best gerist í nágrannalöndunum og ar hafi verið vitað. Hún benti á að ekki hafi verið gerðar neinar athuganir á tengslum aukinnar fíkniefnaneyslu og ofbeldis. Hún sagöi forvarnarstarf ekki sam- ræmt og það sýni að þjóðin hafi sofið á verðinum í mörg ár og ekki viljað viðurkenna augljósar staðreyndir. Margrét sagði að of lítið væri leitað til þeirra sem stæðu í návígi við málin og átti þar við foreldra þeirra ung- menna sem ánetjast hafi fíkni- efnum. Hún sagði að margir þeirra unglinga sem ánetjast hafa neyslu fíkniefna og afbrot- um eigi ekkert erindi inn í fang- elsi lansins. Heldur þurfi þeir á endurhæfingu að halda til þess að læra að ná tökum á sjálfum sér og daglegu lífi að nýju. mikilvægasta verkefnið í því sam- bandi væri að auka kaupmátt dag- vinnulauna. Skilaboð þingsins til stjórnvalda og atvinnurekenda væri sú krafa verkalýðshreyfingar að íslenskt samfélag eigi að tryggja verkafólki góö launakjör, trygg réttindi og örugga afkomu í stað þeirrar sérhyggju og ójafnað- ar sem einkennir frjálshyggjuna. Benedikt sagði aö í næstu kjara- samningum yrði að stíga ákveðið skref til samfélags sem byggir á jöfnuði og lýðræðislegum réttind- um um leið og hrundið verður sérhverri árás sem stjórnvöld kunna að gera á samtök launa- fólks og réttindum þeirra til að semja um kaup og kjör í frjálsum samningum. Hann sagði að tak- marki verkalýðshreyfingar yrði best náð með því að móta vel út- færöa og markvissa áætlun á grunni efnahagslegs stöðugleika, framsýnnar og þróttmikillar at- vinnustefnu, aukinnar fram- leiðni, breytingum á skipulagi vinnunnar og nútímalegri vinnu- brögðum við gerð kjarasamninga með breyttri og markvissri verka- skiptingu milli heildarsamtaka, landssambanda, félaga og trúnað- armanna. Yfirskrift þessarar launastefnu væri krafan um heils- tætt samningaferli sem byggir á traustri efnisvinnu og samfelld- um málflutningi þar sem reynt yrði eftir föngum að forðast skammtíma upphlaup. -grh HREiNLÆTISTÆKI • STÁLVASKAR STURTUKLEFAR • GÓIF- OG VEGGFÚSAR SMIÐJUVEGUR 4A • GRÆN GATA 200 Kópavogur • Sími 58 71 885

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.