Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 22. maí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Tímamót hf. jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Brautarholti 1, 105 Reykjavík 56B1600 55 16270 125 Reykjavík Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1700 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Noröurheim- skautsráöiö Nú er ljóst að eftir um það bil mánuð verður skrifað undir stofnskrá nýs Norðurheimskautsráðs sem yrði samstarfs- vetvangur ríkja sem liggja að norðurheimskautsbaug. Slíkt heimskautsráð er gamalkunnug hugmynd úr umræðunni hér heima og hafa framsóknarmenn verið iðnir við að halda henni á lofti í gegnum árin, ekki síst núverandi ut- anríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson. Heimskautsráðið er að mörgu leyti ferskur vettvangur alþjóðasamskipta og óvenjulegur. Ríkin sem málið varðar eru t.d. Bandaríkin og Kanada og svo Rússland auk Norð- urlanda og okkar þannig að þarna em tengdir saman aðil- ar sem annars hefðu ekki komið saman með sama hætti. Það samkomulag sem menn hafa náð og lagt verður til grundvallar starfsemi þessa ráðs nær fyrst og fremst til um- hverfismála og nýtingar á auðlindum svæðisins. í því felst mikill ávinningur enda ljóst að við hvorugan þennan málaflokk er hægt að fást af einhverju viti nema með al- þjóðlegu samstarfi. Norðurskautssvæðið er einmitt slík samstæð heild ab það beinlínis krefst samvinnu af þessu tagi. En samstarf af þessu tagi gefur víðtækari áhrif og opnar nýjar samskiptabrautir milli austurs og vesturs sem geta skipt miklu máli í framtíðinni. Vísbendingar hafa komið fram um að stefnubreyting hafi orðið hjá Bandaríkja- mönnum gagnvart Norðurheimskautsráðinu og í stað til- tölulega lítils áhuga sé nú kominn mikill áhugi vegna end- urmats þeirra á möguleikum og mikilvægi samtaka af þessu tagi. Til marks um þetta er að það verður utanríkis- ráðherrann sjálfur, Warren Christopher, sem mun undir- rita samninginn fyrir hönd Bandaríkjanna. Norðurheimskautsráðið verður þó sérstaklega mikil- vægt fyrir íslensk untanríkismál vegna þess að óhjákvæmi- lega mun hin miðlæga staða landsins í þessu samstarfi skipta máli. Þegar hafa t.d. verið viðraðar hugmyndir um að fastaskrifstofa rábsins verði á íslandi og hefur íslenksi utanríkisráðherrann hreyft því við kollega sínn í Kanada. Aðalatriðið er þó að með heimskautsráðinu munu tengsl- in íslands við Bandaríkin og Kanada annars vegar styrkjast og hins vegar verður nýrri stoð skotið undir samskiptin við Norðurlönd og Rússa. í ljósi þess að samrunaþróunin í Evrópu heldur áfram óháð því hvað íslendingar segja eða gera, er brýnt að halda opnum fleiri boðleiðum og sam- starfsmöguleikum en þeim sem felast í beinni þátttöku í sameiningarferlinu í Evrópu. Raunar em talsverðar líkur á að samstarfið innan Norðurskautsráðsins teygi sig fljótlega yfir á svið efnahagslegra hagsmuna líka enda stutt leiðin frá auðlindanýtingu til efnahagslegra spursmála. Það er jafnvel ekki fráleitt að ætla að samstarfið í Noröurheim- skautsrábinu gæti leitt af sér ýmsar athyglisverðar uppá- komur varðandi öryggismál þar sem að í þessu samstarfi er um að ræða samskipti Rússa og nokkurra NATO þjóða sem standa utan ESB. Ekki er fráleitt að slíkt gæti spornab gegn þeim þrýstingi sem uppi erum að gera Vestur-Evrópu- bandalagið — sem sumir kalla hina evrópsku stoð í NATO — að hluta af Evrópusambandinu sjálfu, en VES er sjálf- stætt varnarbandalag ESB ríkja og fleiri ríkja. Undirritun stofnskrár Norðurheimskautsráðsins markar því talsverð tímamót. Hún bíður fyrst og síðast upp á fjöldann allan af möguleikum, ekki síst fyrir ísland. Fram- undan er að spila úr þessum möguleikum þannig að ís- lendingar nái sem mestu út úr því. Aö hálshöggva sendiboöann A dögunum lét félags- málaráðherra gera könnun meðal laun- þega í landinu. Tengdist könnunin breytingum á vinnu- löggjöfinni, sem fé- lagsmálaráðuneytið hefur unnið að og hefur uppskorib mjög hörð mótmæli verka- lýbsforystunnar. í stuttu máli þá hugn- aðist niðurstaða könnunarinnar ekki verkalýðsforystunni, en niburstaöan varð sú að launþegar eru hreint ekkert ánægðir með störf verkalýðsfor- ystunnar. í stað þess að taka nið- urstöðunni karlmannlega og bregbast við þessari niöurstöðu með því að taka á vandanum, þá fór verkalýðsforystan þá leið að hálshöggva sendiboðann. Síðasta laugardag náði stórskotahríðin há- marki, en þá fór formaður Félags íslenskra símamanna og varaformaður BSRB mikinn í grein í laugardagsmogganum og gerði lítib úr „íslenska afbrigði" Gallup. Sama dag var fram- kvæmdastjóri ASÍ í útvarpinu og mátti vart mæla fyrir æsingi yfir því hvab ÍM Gallup væri nú ómerkilegt fyrirtæki. A5 loka augunum Verkalýðsforystan valdi þá leib að loka aug- unum fyrir innanhúsvandanum og þverneita að um nokkurn vanda væri ab ræba. Leið sem tryggir það ab vandi verkalýðshreyfingarinnar mun aukast en ekki minnka. Það var sem sagt valinn vitlaus afleggjari, en það er aðferð sem verkalýðsforystan hefur ansi oft viðhaft upp á síðkastið, illu heilli fyrir launþega. En sú stað- reynd að ASÍ-þing hófst á mánudag hefur vissu- lega haft mikil áhrif á málflutning forystunnar og skýrir hann ab ákveðnu marki, því það er auðskilið að forystu- mennirnir hafi ekki verið tilbúnir að mæta á þingið með allt niðr- um sig frammi fyrir al- þjóð og verið tilbúnir að leggja töluvert á sig til ab koma í veg fyrir þab. Hitt er annaö mál að þrátt fyrir yfirklór og hávaða þá eru forystu- mennirnir í raun og veru með allt niðrum sig frammi fyrir um- bjóðendum sínum þeg- ar til kastanna kemur. Málamyndalýðræði Móðursýkisleg viðbrögð verkalýösforystunnar hafa lítið gert til að fela stabreyndir málsins og ekkert gert til að laga ástandið. Formaður Rafiðnaðar- sambandsins hefur lýst því yfir að hans sam- band muni ekki skipta við IM Gallup framar, vegna þess að fyrirtækið vildi ekki birta spurn- ingu sambandsins óbreytta í spurningavagni sínum — spurningu sem beinlínis leyfbi aðeins eitt svar, svar sem hentaði forystumönnunum. Menn vildu fá ákveðna niðurstöðu og spurn- ingin var því aðeins til málamynda. Verkalýðs- forystan er nefnilega orðin býsna þjálfuð í því að fá fyrirfram ákveðna niðurstöðu í mála- myndakosningum. Garri mun ekki fylgjast spenntur með forseta- kosningunum á yfirstandandi ASÍ-þingi. Þar verður kosningin aðeins til málamynda, niður- staðan verður ákveðin fyrirfram með hrossa- kaupum, nákvæmlega eins og gert var á síðasta ASÍ-þingi á Akureyri. Þess vegna mun Garri fylgjast spenntur með hrossakaupunum. Lýð- ræðið innan verkalýðshreyfingarinnar er nefni- lega aðeins til málamynda. Sú staðreynd mun leiba til þess að verkalýðshreyfingin verbur að- eins til málamynda, nema forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar sjái að sér í tíma. Garri Gallup sjálfur? í HUGUM fólks víða um lönd er Gallup ann- að orð um áreiðanlegar skoðanakannanir sem framkvæmdar eru eftir óvilhöllum, vísindaleg- um forskriftum. Þegar Gallup haslaði sér völl á íslandi á sínum tíma var mikil áhersla lögð á þetta atriði: Nú skyldu verða fram- kvæmdar vandaðar skoðanakannanir á Is- landi til að leiða í ljós viðhorf landsmanna til margvíslegra mála með óyggjandi hætti. Niður- stöður nýjustu afurðar- Ragnheiður Guðmundsdóttir marksskyldum að gegna hvað varðar vísindaleg vinnubrögð? Og í víðara samhengi: Getur það verið einkamál íslenska afbrigðisins, ÍM-Gallup, að gefa slíkan afslátt af sjálfu sér? í eina tíð þótti skondin sagan af bónda nokkrum á fyrri tíð sem fékk granna sinn á suðurleið til að reka erindi fyrir sig í Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Bónda þótti erindið slælega rekið og spurði grann- ann þegar hann kom úr höfuðstaðnum: Talað- GARRI Síld og besservisserar Flestir þekkja eflaust þær manngerðir sem í dag- legu tali ganga undir nafninu „besservisserar". Þeir vita allt miklu betur en þeir sem í kringum þá eru, hafa lausnirnar á reiðum höndum og telja nú aldeilis ekki eftir sér að leysa vandamál þjóðfélags- ins, hvort sem þeir eru beðnir um það eba ekki. Raunar virðist þaö einhvernveginn gerast að þeir eru tilbúnastir með lausnir sínar og „ég veit bet- ur"-ræður þegar enginn annar hefur áhuga á að heyra þær. Oftar en ekki kemur svo í ljós að bess- ervisserarnir vita alls ekki bet- ur en aðrir og hafa sjálfsagt hlutfallslega oftar rangt fyrir sér en aðrir. Það breytir þó ekki því eðli þeirra og sann- færingu um að þeir viti líka betur en allir aðrir í næsta máli. Þannig er nú lífið. Árshátíð haldin Þegar Þorsteinn Pálsson og Halldór Ásgrímsson gengu frá samningum um Síldarsmug- una á dögunum var árshátíð hjá íslenska besservisserafé- laginu. Hver á fætur öbrum gengu menn fram og töldu sig nú heldur betur hafa vit á því að ráðherrarnir hefðu samið bara til að semja og ekkert lát- ið sig varða um hvað samið var. „Þeir sömdu af sér fjöregg þjóðarinnar og silfur hafsins," sögðu þessir menn og sumir þeirra skrifuðu svo leiðara í blöðin sín til að hnykkja nú á því hvað þetta væru ómögulegir menn sem valist hefðu til forustu fyrir þjóbina. „Það lá ekkert á að semja," sögðu besservisser- arnir hneykslabir og sögðu að ef menn myndu leita eftir samningum í haust, væri vígstaða ís- lendinga miklu betri og hægt að ná miklu betri samningum. Síðan var því jafnan bætt við að Norðmenn væru búnir að veiða sinn skammt í ár og hefðu því engan áhuga á samningum núna. Sjaldnar heyrðist þó aö íslendingar ættu eftir alla sína síldarvertíð, enda þótti besservisserunum það ekki skipta máli. „Jan Mayen skiptir engu/y Hin aðalröksemdin, sem besservisserar slógu fram, var hversu lítilfj örlegt það væri að íslend- ingar gætu veitt í landhelginni við Jan Mayen. Þeir bentu kampakátir á að það væri hvort sem er heimilt að veiða innan hennar þegar samið væri um sameiginlega stofna samkvæmt ákvæðum í eldri samningi. Því hefði nú lítið nýtt fengist út úr þessum nýju samningum, sem þar að auki heimil- uðu Rússum veiðar í íslenskri landhelgi. Það er vissulega rétt að ákvæðið, sem vísað er til um fiskveiðilögsöguna vib Jan Mayen, er til, en það er eins og menn hafi ekki skilið að til þess að það tæki gildi þurfti að semja um síldina! Og þeir, sem vildu bíða meb að semja og veiða bara sem mest af síld í smugunni á þessari vertíð, hefðu sjálfsagt lent í heldur endasleppri vertíð, ef ekki hefði mátt taka kvótann inn- an lögsögunnar við Jan May- en. Núna eru síldarskipin á veiðum innan lögsögunnar við Jan Mayen og svo gæti vel farið að einmitt þessir kol- ómögulegu síldarsamningar, sem besservisserarnir hafa kallað svo, muni bjarga síldar- vertíðinni í ár. Eflaust dettur engum í hug að segja að samn- ingamenn íslands hafi séð fyrir að þessi staða kæmi upp, en þeir mega þó eiga það aö þeir hafa gert ráð fyrir að hún gæti komið upp. Það voru þó önnur sjónarmið — verndunarsjónarmið — sem fyrst og fremst rébu ferðinni við þessa samnings- gerð. Ljósi punkturinn við þessa stöbu mála er auð- vitað sá, að nú má búast við að besservisserarnir hafi hægt um sig um hríð, í það minnsta á meðan síldarskipin eru að fá risaköst og fullar nætur inni í lögsögunni við Jan Mayen. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.