Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 22. maí 1996 5 Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra á fundi á Seltjarnarnesi: Ekkert bendir til að Island eigi að sækja um aðild að ESB á næstunni í næsta mánuöi verður stofnaö svonefnt noröur- heimskautsráö meö aðild Noröurlandanna, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada. Tilgangur þess er að koma á fót aukinni samvinnu þeirra ríkja sem nyrst liggja á hnettinum og mun Warren Christopher, utanríkisráb- herra Bandaríkjanna, taka þátt í stofnfundi ráösins. Þetta kom meðal annars fram á almennum fundi meö Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráöherra, sem hald- inn var á Seltjamarnesi á mánudagskvöld. Halldór sagöi aö meö stofnun þess opnist nýr möguleiki fyrir íslendinga til þátttöku í al- þjóblegu samstarfi en erindi hans á fundinum fjallabi einkum um stööu íslands gagnvart nágrannaríkjunum meö tilliti til sammnaferlis- ins í Evrópu og hvort íslend- ingar eigi erindi til þátttöku í því. Halldór sagði aö ekkert sjálf- stætt ríki gæti verið án ábyrgr- ar utanríkisstefnu. í því fælust meöan annars útflutnings- markaðir og einnig önnur mikilvæg samskipti. Hann rakti nokkuö samstarf íslands á vettvangi erlendra ríkja og þá einkum Evrópuríkja og nefndi meðal annars þátttöku landsins í starfi Atlantshafs- bandalagsins, Evrópuráðssins, Efnahags- og framfarastofnun- arinnar, EFTA og nú síðast aö- ildina aö Evrópska efnahags- svæðinu EES ásamt Noregi sem einnig stendur fyrir utan Evrópusambandiö. Hann sagði ekkert benda til þess aö íslendingar eigi að sækja um aðild að sambandinu á næst- unni en engu að síður sé óskynsamlegt fyrir þjóöina aö hafna möguleikanum um að gerast aðilar að því um aldur og æfi. Hann sagði að menn sæju ekki fram í tímann og breytingar gætu orðið en kvaðst engu að síður hafa þá trú að tæpast megi vænta þeirra breytinga á stefnu Evr- ópusambandsins sem gerði inngöngu í það fýsilegan kost fyrir íslendinga. Þegar væri vart við tvær stefnur um þró- un innan ESB þar sem önnur stefnan miðaði að því að gera bandalagið að einskonar bandaríkjum Evrópu. Halldór benti á mikinn áhuga ríkja í Mið- og Austur-Evrópu að ger- ast aðilar að Evrópusamband- inu og líklegt væri að það ætti eftir að þróast í austur. Sjávarútvegsstefna ESB einn helsti þrösk- uldurinn Halldór sagbi að sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópu- sambandsins væri einn helstu þröskuldur þess að jákvætt gæti talist fyrir íslensku þjóð- ina að gerast aðilar að því. Engar líkur væru til þess að ESB gæfi það eftir gagnvart ís- lendingum og ef þeir yrðu undanþegnir sjávarútvegs- stefnunn yrði hafa í huga að nokkrar bandalagsþjóðanna væru mjög óánægðar með hina sameiginlegu sjávarút- vegsstefnu, og mætti nefna íra, Skota og Dani í því sam- bandi. Ef íslendingar gerðust aðilar og ESB og fengju undan- þágu frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þá mætti gera ráð fyrir því að þessar þjóðir bæru fram sambærileg- ar kröfur. Halldór gat um sam- tal sem hann hafði nýlega átt við Emmu Bonino þá er fer með sjávarútvegsmál innan ESB. Hann sagði hana hafa varpað þeirri hugmynd fram hvort íslendingar þyrftu ekki að taka til hjá sér og breyta um atvinnuhætti. „Geti þib ekki komið einhverju öðru af stað sem við getum hjálpað ykkur við í stað sjávarútvegsins," sagði Halldór að hún hafi sagt. Halldór sagði íslendinga ekki fórna höfuðatvinnuvegi sín- um fyrir einhverja starfsemi sem væri rekin á styrkjum. Slíkt kæmi ekki til greina en Halldór Ásgrímsson. benti á þetta samtal við Bon- ino til þess að sýna fram á það hugarfar sem ríki í herbúðum Evrópusambandsins. Áhrif smærri ríkja veröa hverfandi Halldór Ásgrímsson sagði ab framundan væri þróun í Evr- ópu sem myndi hafa áhrif á ís- land og íslendinga hvort sem þeim líkaöi betur eða verr. En engar líkur væru til þess að ríki eins og ísland gætu haft þar nein grundvallaráhrif. Hann sagði að ef þróunin yrði sú að ESB-ríkjunum fjölgabi og yrðu jafnvel orðin 25 innan ein- hvers tíma væri hætt við að áhrif hinna smærri ríkja innan sambandsins yrðu hverfandi. íslendingar yrðu eftir sem áð- ur að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi því þeir seldu ekki framleiðsluvörur sínar á er- lendum mörkuðum með öðru móti. Hann benti á að íslensku síldveiðiskipin væm ekki að veiða við Jan Mayen án þess að milliríkjasamningar hafi komið til og þau hefðu heldur ekki veitt við Færeyjar í fyrra án samninga við önnur ríki. Engu að síður yrði að horfa í fleiri áttir en til Evrópu. Vaxt- arbroddur viðskiptanna væri nú í Asíu. Heimurinn væri orðinn ein viðskiptaheild og við yrðum að aðlaga okkur að þeim staðreyndum. Schengen nauðsyn- legt til að viðhalda ákveðnum samskipta- formum Halldór ræddi nokkuð um Schengen-samkomulagið er fjallar um umferð fólks um að- ildarríki þess án sérstakrar vegabréfaskoðunar. Hann sagði að ef við gerðumst ekki aðilar að því myndi það valda ákveðnum vanda fyrir íslend- inga að ferðast til annarra landa þar sem þeir yrðu að fara í gegnum sérstök vegabréfa- hlið strax við komu til Dan- merkur eða Noregs og lenda þar á bekk með þjóðum sem ekki væru jafn velkomnar. Hann sagði að innganga þriggja Norðurlandaþjóðanna inn í ESB hefði mikil áhrif á stöðu okkar og aðild að Schengen væri liður í að við- halda ákveðnum formum sem tíðkast hafi í samskiptum á milli Norðurlandanna. Tvíhliðasamningar flóknir og að baki þeirra liggur mikið verk Halldór sagði það ekki skyn- samlegt af utanríkisráðherra að fjandskapast við vina- og nágrannaþjóðir heldur þyrfti að efla vinsamleg samskipti við þær. Lítið mark yrði tekin á íslendingum ef þeir ætluðu að fara að ónotast út í ná- grannaríkin þótt þeir væri ekki allskostar ánægðir með þá þró- un er þar væri að eiga sér stað. Hann sagði marga tala um að gera tvíhliðasamninga við sem flestar þjóðir. Gerð tvíhliða samninga væri mikið verk og íslendingar ættu ekki yfir stjórnkerfi að ráða sem réði við svo flókna samningsgerð við flestar þjóðir heims. Hann sagði að þegar hafi veriö gerðir tvíhliða samningar við Eystra- saltsríkin. -ÞI Nú krefst Briíssel orkulinda þjóöarinnar: Hvenær kemur ab landhelginni? Að undanförnu hafa tvenn skilaboð borist frá yfirvöldum í Bríissel, sem bæði varða nýt- ingu mikilvægra auðlinda ís- lands, orku vatnsfalla og jarð- varma. Fyrri skilaboðin fólu í sér véfengingu á hæfni íslend- inga til að annast virkjana- framkvæmdir en hin að allar þjóðir EES og ESB skuli hafa jafnan rétt á við okkur til að hagnýta þessar auðlindir. Iðn- aðarráðherra er greinilega ekki einungis samþykkur þessum fyrirætlunum heldur vill hann flýta fyrir framgangi þeirra meb því að undirbúa málið sem best áður en fyrirmæli yf- irvaldanna í Brussel berast hingað formlega. Iðnaðarráð- herra hefur látið koma fram að með fjölþjóðavæðingu og einkavæbingu íslensks raf- orkuiðnaðar megi koma á samkeppni um orkufram- leibslu og dreifingu, sem muni lækka verb til kaupenda ork- unnar. Þessi fullyrðing byggist á tískuskoðun sem er mjög hæpin því að reynsla annarra þjóða af sambærilegum að- gerðum hefur verið afar mis- jöfn. íslendingar hafa lagt stolt sitt í uppbyggingu orkukerfis- ins, sem er í senn hagkvæmt, öflugt og öruggt, og sem nú nær til allra byggða hluta landsins. Til þess að geta þetta hefur verið byggð upp mikil þekking á virkjanamöguleik- um í Orkustofnun og víðar og á þeirri tækni, sem liggur að baki, bæði framkvæmdum og Yfirlýslng frá Sam- stöðu um óháð ísland rekstri. Markmið íslendinga hefur verib að nýta orkuauð- lindirnar til að skapa þjóðinni atvinnu og góð lífskjör. Vatnsaflsvirkjanir eru dýrar í uppbyggingu en endingartími þeirra er langur og annar rekstrarkostnaður en fjár- magnskostnaðurinn er mjög lítill. Byggingarkostnaður virkjananna er afskrifaður og greiddur á miklum mun styttri tíma en nemur endingartíma virkjananna og því eignast þjóðin þær á tiltölulega stutt- um tíma. Langflestar vatns- aflsvirkjanir Norðmanna eru að fullu afskrifaðar og greiddar og þess vegna er orkuverð í Noregi lágt. Nú þegar eiga ís- lendingar nokkrar fullafskrif- aðar og uppgreiddar virkjanir og eftir því sem þeim fjölgar munar minna um eina nýja og ógreidda. Af þessu mun at- vinnulíf og almenningur hafa mun meiri hag en af ímynd- ubum ávinningi af framsali orkulinda og dreifiveitna til útlendinga. Samstaða um óháð ísland mótmælir þessum abgerbum og skorar á ríkisstjórnina að grípa í taumana og koma i veg fyrir þær. Ef yfirvöld í Brússel krefjast þess af Alþingi og ríkis- stjórn ab þetta verði fram- kvæmt ber að segja EES samn- ingnum tafarlaust upp. Af þessum samningi er lítill eða enginn sannanlegur ávinning- ur og vissulega er eignarhald okkar á orkuauðlindunum margfalt meira virði en slíkur samningur. Auk þess var stjórnarskrá íslands brotin með samþykkt og staðfestingu EES samningsins og er hann því ólöglegur og að engu haf- andi. 11. maí 1996 Samstaða um óháð íslatid

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.