Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 22. maí 1996 Talsmaöur World- watch Institute telur aö spár Matvœla- og landbúnaöar- stofnunar Samein- uöu þjóöanna og Alþjóöabankans um aukna matvœla- framleiöslu á kom- andi árum séu óraunhœfar. Frá því 1990 hefur fram- leiösla matar á hvern íbúa í heimin- um fariö minnkandi Matvæla- og land- búnaöarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (FAO) og Alþjóðabank- inn eru í spám sínum held- ur bjartsýn um matvæla- framleiðslu í heiminum. Ýmsir aöilar aðrir, t.d. stofn- unin Worldwatch Institute, telja þær spár ekki nógu vel grundaðar. Landbúnaðar- ráðuneyti Japans er á líkum nótum um það. Lester R. Brown, talsmaður Worldwatch, gagnrýndi um- ræddar spár FAO og Alþjóða- bankans allharðlega fyrir skömmu og kvaðst telja þær helst til þess fallnar að leiða stjórnvöld ríkja á villigötur. Uppskerubrestur af völdum þurrka FAO og Alþjóðabankinn munu við spár sínar hafa hlið- sjón af tímabilinu 1950-1990, en þá var aukning uppskeru af ræktuðu landi jarðarinnar meiri en fólksfjölgunin. Báðar þessar stofnanir gera ráð fyrir því að svo haldi áfram til árs- ins 2010. FAO telur að árleg aukning uppskeru til mann- eldis muni á þessu tímabili nema um 5%. og álítur þar að auki að matvælaframleiðslan í heiminum muni fram til árs- ins 2025 aukast um 75%. Worldwatch bendir hins vegar á að verð á kornvörum á heimsmarkaði hafi hækkað mjög undanfarið. Það stafi ekki síst af því að þurrkar hafi haft í för með sér mikla minnkun uppskeru vetrar- hveitis á bandarísku gresjun- um. Miklir þurrkar ógni og hveitiuppskerunni í Norður- Kína. Kína er þegar orðið mesti hveitiinnflytjandi heims. Sem sagt: minnkandi uppskera og þarafleiðandi vaxandi eftirspurn séu þegar farin að drífa upp verðið. Það geri ríkjum þeim, sem illa eru á sig komin í efnahagsmálum (og þau eru mörg), erfitt fyrir um innflutning á kornmat. Worldwatch telur að FAO og Alþjóðabankinn styðjist í spám sínum of einhliða við hagfræðinga, en hafi of litla hliðsjón af vatnsfræðingum, jurtalífeðlisfræðingum, bú- fræðingum, veðurfræðingum o.fl. Áðurnefndur Brown heldur því fram að síðan 1990 hafi samanlögð uppskera af rækt- aðri jörð í heiminum ekki auk- ist. Það þýði einfaldlega að nú sé með ári hverju framleiddur minni matur á hverja mann- Fjölskyldurábgjöf í Indlandi: aukning matvcelaframleiöslu hefur ekki lengur undan fólksfjölguninni. Villandi spár frá FA0 og Alþjóöabanka? eskju í heiminum. Matvæla- birgðir heimsins fari að því skapi minnkandi. Samkvæmt niðurstöðum síðustu athug- ana á þeim áttu þær að nægja í 48 daga, en síðan þá hefur enn gengið á þær. Worldwatch bendir á að í þessu samhengi þurfi að gaumgæfa betur hækkun hita- stigs og breytingar á veðurfari, sem líklegt sé að séu af mannavöldum að einhverju leyti. 11 heitustu árin, sem heimurinn hefur lifað frá 1860, voru eftir 1979, þrjú þau heitustu þeirra á yfirstandandi áratug og af þeim var 1995 heitast allra. Þurrkar og flóð, Hrísgrjónaakur í Norbur-Kóreu: líklegt ab heimsmarkabsverb á hrísgrjón- um og hveiti tvöfaldist nœstu 14 árin. sem mikið hefur veriö um undanfariö, eru almennt sett í samband við hækkun hita- stigsins. Vatnsskortur Vaxandi vatnsskortur skiptir hér miklu, en sumra ætlan er að vísu að úrkoma sé ekki minni en áður, heldur stafi vatnsskorturinn af því að sí- fellt fjölmennara mannkyn þurfi sífellt meira vatn, svo að úrkoman hafi ekki undan. Þegar er farið að bera á tog- streitu um vatn milli hrað- stækkandi borga og bænda, sem þurfa mikils vatns við til áveitna. Þesskonar vandamál BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON eru orðin aðkallandi í suðvest- urfylkjum Bandaríkjanna, Austurlöndum nær, Punjab, Mið-Asíu, Kína og víðar. Aðrar ástæður, sem Brown nefnir til þess að uppskeran eykst ekki lengur: Uppblástur, m.a. af því að akurjörð hefur sumstaðar ver- ið ofboðið. Allmikið af rækt- aðri jörð hverfur undir vegi og byggingar. Notkun tilbúins áburðar og efna til að eyða ill- gresi og skordýrum, sem og ræktun vissra korntegunda Bókstafssinnar íAlgeirsborg (1991): Hœtt er vib ab minnkandi frambobi og hœkkandi verbi á mat fylgi meira hungur og „pólit- ískur óstöbugleiki". með aðferðum sem leiddu til stóraukinnar uppskeru um skeið („græna byltingin") virðast ekki duga lengur til uppskeruaukningar. Landbúnaðarráðuneyti Jap- ans spáir því að fram til ársins 2010 muni heimsmarkaðs- verðið á hveiti og hrísgrjónum tvöfaldast vegna þess að fram- leiðslan hafi ekki undan eftir- spurn. Þetta muni hafa alvar- leg áhrif, einkum fyrir efnalít- ið fólk í stórborgum þriðja heimsins, heldur Brown fram. „Hundruö milljóna manna munu verða sem milli tveggja elda, annars vegar tekna sem rétt nægja til að draga fram líf- ið og hins vegar hækkandi verðs á mat. Hætt er við að út- koma þess verði meira hungur og óstöðugleiki í stjórnmál- um." Ekki nógur fiskur í sjónum Þessi talsmaður Worldwatch minnir á að þegar heimsmark- aðsverð á kornvörum hækkaði um helming um miðjan 8. áratug, leiddi það til stórauk- inna fjárfestinga í fiskiskipum og hraðrar og mikillar aukn- ingar á fiskafla í heiminum. Nú er fyrir löngu fallin úr gildi sú speki að nógur sé fiskurinn í sjónum. Brown telur að ef hliðstæð aukning fiskafla ætti sér stað nú, væri hætt við að það leiddi til hruns fiskistofna yfirleitt. Brown álítur að með hlið- sjón af öllu þessu þurfi við gagngerrar endurathugunar á möguleikum heimsins á mat- vælaframleiðslu og að koma í veg fyrir hungur. Þesskonar endurathugun þyrfti að vera búið að gera fyrir alþjóðaráð- stefnu FAO um mat og hung- ur, sem halda á í nóvember. Jorgen Skovgaard Nielsen, fulltrúi dönsku stjórninnar á nýlega haldinni ráðstefnu Evr- ópuríkja um þessi mál, er einn af þeim sem taka undir það að FAO sé alltof bjartsýnt í um- ræddum spám sínum. Eitt mesta vandamálið í því sam- hengi er að hans dómi að ekki muni líða mörg ár þangað til „helmingurinn af íbúum þró- unarlanda býr í borgum". Það þýðir hraðvaxandi fjölda mat- vælaneytenda, en hlutfalls- lega fækkun matvælaframleið- enda. Skovgaard Nielsen segist helst sjá til ráða gagnvart þessu í hæsta máta alvarlega vandamáli að bæta skipulag og úrvinnsluaðferðir. Einnig þurfi að auðvelda þeim fátæk- ustu sem besta nýtingu rækt- arlands og leggja aukna áherslu á að skipta jafnara því sem akurjörðin gefur af sér. Aðrir hafa bent á nauösyn á bættum samgöngum og betri matvælageymslum. í sumum löndum og heimshlutum veldur skortur á flutninga- tækjum því að matur eða hrá- efni í hann komast ekki þang- að sem þörf er á og kornhlöð- ur eru sumstaðar svo lélegar að mikið af því, sem þar er geymt, eyðileggst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.