Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.05.1996, Blaðsíða 10
10 tMmi Mi&vikudagur 22. maí 1996 HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON Svœbib á Hellu er einstakt til stórmótahalds, en dagana 4.-7. júlí 1996 fer fram Fjórbungsmót sunnlenskra hestamanna á Gaddstabaflötum vib Hellu. Mennirnir á myndinni eru t.v. Kristinn Gubnason, form. framkvæmdastjórnar, og t.h. Fannar jónasson, framkvœmdastjóri mótsins. TímamyndGTK Styrkleikinn svipaö- ur og á landsmóti Fjórðungsmótið á Gaddstaðaflöt- um nálgast óðum. Byrjað er að dæma kynbótahross í Kjalarnes- þingi og er sá dómur jafnframt forskoöun fyrir mótið. Þá eru úr- tökur vegna gæðinga að hefjast og ríður Fákur þar á vaðið. Tíðindamaður HESTAMÓTA hitti ab máii Kristin Guðnason, formann framkvæmdanefndar fjórðungsmótsins, og Fannar Jón- asson sem er framkvæmdastjóri mótsins. Þessir menn voru í for- svari fyrir landsmótið 1994 og búa því yfir góðri reynslu. — Hvernig hefur undirbúningur gengið fyrir mótið? Fannar: Undirbúningur hefur gengið vel. Það em 16 félög frá Ló- magnúpi að Hvalfjarðarbotni sem standa að þessu móti og kusu fram- kvæmdanefnd til að vinna að þessu. í reynd má tala um tvenns- konar mót, þ.e. útihátíð fólksins þar sem líta þarf í mörg horn svo sem tjaldaðstöðu, veitingar, snyrti- aðstöðu, veítingar, læknisþjónustu o.s.frv., en hins vegar svo allt sem lítur að hrossunum svo sem vallar- gerð, aðstaða fyrir knapa og gæð- inga, aðstaða fyrir stóðhesta og fleira í þeim dúr. Fyrirkomulagiö verður með svipuðu sniði og und- angengin stórmót á Gaddstaðaflöt- um, þ.e. fjórðungsmótið 1991 og landsmótið 1994. Fyrir landsmótið var aðstaðan bætt mjög mikið og við búum aö því núna. M.a. þá var komið upp litlum hólfum fyrir keppnishrossin, þannig að knapar gátu verið sér með sín hross og jafnframt tjaldað á því svæði. Einn- ig var komið upp sérstöku tjaldi fyrir knapana og þeirra aðstoðar- fólk. Fleiri breytingar voru gerðar sem höfðu verulegan kostnað í för með sér. Auðvitað settu eigendur mótssvæðisins sig í1 talsverðar skuldir við þessa uppbyggingu, því hún kostaði gífurlega fjármuni. Það eru félögin sem standa að Rangár- bökkum s.f., ásamt Hestamannafé- laginu Geysi hér í Rangárvalla- sýslu, sem eiga þetta svæði. Þau tóku mikla áhættu þegar út í þetta var farið. En nú hefur tekist aö grynnka á skuldum og leigan hefur verulega lækkað. Ef ekki tekst að reka þetta mót svo ab þab standi undir sér, þá mæta staðareigendur því með verulegri lækkun á leig- unni. Við horfum mjög bjartsýnir til þessa móts og gerum okkur von- ir um að svari vel væntingum fólks. Allur undirbúningur er viö það miðaöur að vel sé séð fyrir þörfum áhorfenda, keppenda og hrossa. Sjálfboðavinnan minnnkar — Hvemig hefur gengið með félags- lega samstarfið við undirbúninginn? Kristinn: Það hefur allt gengið vel, en það er áfram sú þróun sem verið hefur undanfarin mót að sjálfboðavinnan við þetta móta- hald er á undanhaldi. Á fjórðungs- mótinu 1991 vorum við með 25 vaktir á hvert félag og á landsmót- inu vorum við með 15 vaktir, en núna verða 10 vaktir á hvert félag. Þetta þýðir að við verðum að kaupa meiri vinnu og höfum boðið hana út. Eins má segja með ferðahrossin, þeim fækkar með hverju móti. Girðing, sem við vorum með á landsmótinu norðan við veginn inn á mótið, var þá mjög lítið not- uð og við verðum ekki með það svæði núna. Girðingarnar, sem ver- ið hafa fyrir keppnishross, verða líka nýttar fyrir ferðahross eftir því sem með þarf. Keppnismenn nota þessa aðstöðu lítið. Þeir nota litlu hólfin, sem Fannar minntist á, og svo eru þeir með hross sín annars staðar. Með því að aðstaða fyrir ferðahrossin sé komin inn á svæðið þá fer allt, sem mótinu viðkemur nema útreiðartúrinn, í Gunnars- holt. Sala inn á mótið verður þannig að seldur verður pakki sem inni- heldur alla mótsdaga og allt sem fram fer, þar með taldir dansleikir. Verðið er óbreytt frá því sem var fyrir tveimur árum, kr. 5000 fyrir allt mótið. Síðan fer miðaverðið lækkandi eftir því sem líður á mót- ið. Sé pantað fyrir stóra hópa, 25 manns eða fleiri, þá verður veittur afsláttur. Varðandi fólk í hópferð- um, sem er að skoða landið á veg- um ferðaskrifstofa og vill sjá þenn- an einstaka atburð, hestamót, þá verður rútum hleypt inn á svæðiö fyrir ákveðið gjald í ákveðinn tíma og eftirlitsmaður fer með þeim inn á svæðið. Ferðaskrifstofurnar verða ábyrgar fyrir því að allir skili sér til baka, því ef einhvern vantar þá verður viðkomandi skrifstofa að greiða fyrir hann fullt gjald. Slíka þjónustu verður að panta með góð- um fyrirvara. Styrkleikinn á landsmótskvarba — Svo við víkjum að hrossunum. Hvað haldið þið um styrkleika þessa móts? Kristinn: Þetta verður mjög sterkt mót og gefur landsmóti lítið eftir hvað það snertir. Kynbótaþátt- urinn veröur firnasterkur, það höf- um vib þegar séb á þeim hrossum sem komu fram á Stóðhestastöð- inni og á sýningum í Reiðhöllinni. Varðandi styrkleika gæðinganna þá vitum vib að mikið af bestu geld- ingunum frá fyrri mótum hafa ver- ið seldir úr landi, en það hafa alltaf komið nýir glæsihestar í skarðið. Um þá veit maður minna og það er spennandi að sjá þar nýjar stjörn- ur. Metnaður knapanna er mikill og við vitum af reynslunni að leynivopnin eru víða. En svo þekkjum við þá breytingu, sem oröið hefur undanfarin ár, að stóð- hestum fjölgar sífellt í gæðinga- keppni. Það má búast við því að þeir verði áberandi núna. Helst hefði ég viljað sjá sérstakan flokk fyrir stóðhesta í gæðingakeppni. Það hefði sko orðið veisla í lagi. Kannski verður þróunin sú. Kyn- bótahross hafa á undangengnum mótum unnið gæbingakeppni og má þar nefna Dimmu á landsmót- inu á Vindheimamelum og Orra á síðasta landsmóti. Þá koma fram sterk afkvæma- hross, bæði hryssur og stóðhestar, þar á meðal sá hestur sem hefur hæst kynbótamat í dag, 136 stig. Það er Orri frá Þúfu, sem nú keppir til 1. verðlauna fyrir afkvæmi, að- eins 10 vetra. Þá keppir Angi frá Laugarvatni til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi, en hann hefur næst flest kynbótastig, 134. Angi er 14 vetra. Mikill áhugi virðist vera fyrir ræktunarbússýningum og ætlunin er að gefa bæði afkvæmahópum og ræktunarbúshópum rýmri tíma en verið hefur. Skráningu á ræktunar- bússýningu þarf að tilkynna til framkvæmdastjórnar fyrir 10. júní. Skrá þarf fimm hross til sýningar og tvö til vara. Dæmt eftir nýju kerfi Nú verður dæmt eftir nýju kerfi í gæðingadómum þar sem verða fimm hestar samtímis inni á vellin- um í forkeppninni. Þetta sparar mikinn tíma, auk þess sem mun skemmtilegra er fyrir áhorfendur að fylgjast með þessum þætti móts- ins en verið hefur. Þetta kemur sér vel, því nú bætist nýr flokkur við, sem er ungmennaflokkur. Millirið- illinn verður svo á laugardeginum og fær rúman tíma. Föstudagurinn er hins vegar fyrst og fremst ætlað- ur kynbótasýningunum og út úr honum geta menn fengið mjög mikið. Þá fara yfirlitssýningarnar fram og öll kynbótahrossin fá þar sín tækifæri. Þá er opinn dómur, en eftir þá sýningu verða einkunnir ekki hreyfðar. Daginn eftir verður því hægt að gefa út vandaða dóma- skrá með endanlegum einkunnum. Á laugardeginum koma aðeins fram þau kynbótahross sem hljóta verðlaun. í kynbótadómi eru líka breytt kerfi varðandi dóma, þar sem hver dómari dæmir fyrir sig og meðaltal ræður einkunn. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt verður reynt á stór- móti. Varðandi yfirlitssýninguna, þá verða knapar aö sýna allar gang- tegundir sem hrossið býr yfir, en geta ekki leyft sér að ríða bara eina gangtegund sem verið er að reyna að hækka í einkunn. Fyrir þá sem hafa áhuga fyrir ræktunarstarfinu, og þeir eru gríðarmargir, þá er þetta einstakur dagur. Skemmtiefni heimafengið — 5vo vikið sé að kvöídunum, Fannar. Fannar: Á föstudags- og laugar- dagskvöld verðum við með dans- leiki í tjaldi á svæðinu og fyrir dansi leikur hljómsveit Geirmund- ar. Á laugardagskvöldið verður dag- skrá auk úrslita í töltkeppninni. Um dagskrána sér einn þekktasti skemmtikraftur á Suðurlandi, Her- mann Árnason á Heiði. Efnið verð- ur heimafengið. Töltkeppnin er auðvitað opin fyrir alla og þátt- tökuréttur miðast við 80 punkta. Við vonumst eftir góðri þátttöku utan af landi og vitum reyndar að þegar er farið að þjálfa stíft fyrir jressa keppni. 100 punkta markið er þegar farib að falla, hvað þá þeg- ar nálgast mót. Til afþreyingar má líka nefna út- reiðartúrinn á föstudagskvöldið sem alltaf hefur verið vinsæll. — Hefur eitthvað heyrst um komu útlendinga á mótið? Fannar: Það er kannski erfitt ab gera sér fyllilega grein fyrir því, en eftir þeim upplýsingum sem við höfum, m.a. úr ferðabransanum, þá virðist verulegur áhugi fyrir þessu móti. Það sótti okkur heim mikill fjöldi erlendra gesta á lands- mótið, svo margt að þá var slegið met í fjölda ferðamanna til íslands. Það er enginn atburður á íslandi sem dregur til sín jafnmargt fólk eins og samkomur hestamanna. Það er engin breyting á því á þessu ári. Við sáum það í vor á Stóðhesta- stöðinni og á þeim sýningum sem verið hafa í Reiðhöllinni í vor. Varðandi þjónustu við útlend- ingana, þá verðum við með útvarp á svæðinu á tveimur tungumálum og það höfum vib auglýst erlendis. Þetta gafst mjög vel á landsmótinu og þeir kunnu að meta það. Einnig vonumst við til þess að hestasíða Tímans birti útdrætti á ensku og þýsku eins og á landsmótinu, en fyrir það var mótsstjórnin mjög þakklát. Við erum í samstarfi við Flugleiðir, sem auglýsa mótið fyrir okkur, og þeir munu væntanlega bjóða sína þekktu helgarpakka í sambandi við mótið. Samningar hafa verið gerðir við Sælkerann á Selfossi um veitinga- sölu. Þeir eru mjög góðir fagmenn og hægt verður ab selja mat á hag- stæðu verði. Það sýndu þeir á landsmótinu. Rétt er að minna á það að það er mjög stutt í alla þjónustu á Hellu, bæði sundlaug og verslanir, apótek og heilsugæsla, svo það er eins hagstætt og getur verið. Fjölskyldur eiga því að geta dvalið á mótsstað og notið allrar al- mennrar þjónustu. Hvítasunnumót Fáks 23.-27. maí 1996 Fimmtudagur 23. maí Kl. 17.00 B-flokkur, forkeppni, 3 inná í einu í röð skv. skrá, Hvammsvöllur. Kl. 19.00 A-flokkur, forkeppni, 3 inná í einu í röð skv. skrá, Hvammsvöllur. Föstudagur 24. maí Kl. 16.00 B-flokkur, 20 efstu úr forkeppni fulldæmdir, Hvammsvöllur. KI. 17.00 Ungmenni fulldæmd, Hvammsvöllur. Kl. 19.00 A-flokkur, 20 efstu úr forkeppni fulldæmdir, Hvammsvöllur. Laugardagur 25. maí Kl. 10.00 Barnaflokkur, fulldæmd, Hvammsvöllur. Kl. 11.30 Unglingaflokkur, fulldæmd, Hvammsvöllur. Kl. 13.00 Yfirlitssýning kynbótahrossa, abalvöllur. Ki. 15.00 Kappreiðar, 150 m skeib, fyrri sprettur, aðalvöllur. Kappreiðar, 300 m brokk, aðalvöllur. Kappreiðar, 150 m skeiö, seinni sprettur. Kl. 18.00 Tölt, 2 inná í einu skv. skrá, Asavöllur. Eftir töltkeppni, úrslit 8-10, Asavöllur. Mánudagur 27. maí — aðalvöllur Kl. 11.50 Ávarp formanns. Kl. 12.00 Ungmenni, úrslit 1-8. Kl. 12.45 B-flokkur, úrslit 1-8. Kl. 13.30 Unglingaflokkur, 1-8. Kl. 14.15 A-flokkur, úrslit, 1-8. Kl. 15.00 Börn, úrslit, 1-8. Kl. 15.45 Tölt 1-5+1, úrslit. Kl. 16.15 Verðlaunaafhending kynbótahrossa. Kl. 17.15 Kappreiðar, 250 m skeið, fyrri sprettur. Kappreiðar, 350 m stökk, fyrri sprettur. Kappreiðar, 800 m kerrubrokk. Kappreiðar, 250 m skeið, seinni sprettur. Kappreiðar, 350 m stökk, seinni sprettur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.