Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. maí 1996 5 Hjálmar Árnason um skýrslu starfshóps menntamálaráöherra um Ríkisútvarpiö: Þab sem Thatcher hlúbi ab vilja frjáls- hyggjudrengirnir hér brjóta nibur Hjálmar Árnason alþingismaöur. „Mér finnst þessi skýrsla hafa fengið óeðlilega mikla umfjöll- un í þinginu. Þetta er aðeins skýrsla starfshóps en ekki nefnd- arálit og því var ab mínu mati lítil ástæba til þess að verja allt ab tveimur tímum í utandag- skrárumræðu um hana," sagði Hjálmar Árnason um skýrslu starfshóps, sem menntamálaráð- herra skipaði til þess að fjalla um framtíb Ríkisútvarpsins. í skýrslunni er að finna ýmsar hugmyndir um breytingar á rekstri þeirrar stofnunar sem ekki er samkomulag um innan veggja Alþingis, ef tekið er mib af þeim umræðum sem fram fóru um málið utan dagskrár. Skýrslan er einnig umdeilt utan veggja löggjafarsamkomunnar, þar sem mörgum finnst nefndin vilja leggja stein í götu Ríkisút- varpsins, meðal annars meb því ab taka það af auglýsingamark- aði og leggja fram óljós mark- mið um rekstrargrundvöll þess — jafnvel að Alþingi taki ákvörðun um rekstrarfé útvarps- ins á fjárlögum hverju sinni. Hjálmar Árnason var einn þeirra þingmanna, er þátt tóku í umræðunum um skýrslu menntamálaráðherra um Ríkis- útvarpið, og lýsti sig ósammála mörgu sem þar kemur fram. Hann segir hins vegar að lengi hafi verið ljóst að endurskoða þurfi útvarpslögin og muni framsóknarmenn ganga til þess verks með samstarfsflokki sín- um í ríkisstjórn, en að sjálf- sögðu hafa óbundnar hendur í því sambandi. Thatcher stóð vörö um BBC Hjálmar segir að þrátt fyrir tólf ára frjálshyggjustjórn Marg- aretar Thatcher í Bretlandi hafi ætíð verið keppikefli hennar að standa vörð um BBC — breska ríkisútvarpið — og styðja það. Hjálmar segir dæmi um það vera að á þeim tíma hafi verið opnað fyrir auglýsingar á sum- um rásum þess, en á sama tíma vilji starfshópur menntamála- rábherrans á Islandi taka RÚV af auglýsingamarkaði. í því efni sé rétt ab velta fyrir sér af hverju Bretar hafi valið þá leið að styrkja ríkisfjölmiðilinn í vax- andi samkeppni. Hjálmar segir að forsendur lýbræðis byggist á því að minni- hlutahópar eigi rétt á að láta sjónarmið sín í ljósi og fólk eigi einnig rétt á að geta notið menningarlegs efnis, sem ekki lúti að öllu leyti lögmálum markaðarins. Einkareksturinn verði að sýna hagnað. Það sé eitt af markmiðum hans og framhjá því verði ekki litið. Því sé ekki hægt að krefjast þess af einka- reknum fjölmiðlum að þeir sinni verkefnum sem ekki standi kostnaðarlega undir sér. Um ríkisfjölmiðlana gegni öðru máli í þessu efni. Þeir hafi ákveðnar skyldur við fólkið, sem ekki lúti viðskiptalögmál- um um hagnað og tap á sama hátt og hinir einkareknu miðl- ar. Útsendingarkostnaöur RÚV 1/10 af útsending- arkostnaöi DR Þrátt fyrir þessi sjónarmið kvaðst Hjá.lmar ekki vera mót- fallinn samkeppni í fjölmiðlun, heldur væri hún nauðsynleg. Stöð 2 hafi sýnt og sannað gagnsemi hennar og að ýmsu leyti hafi tilkoma hennar á markaðinn vakið Ríkisútvarpið af værum blundi. Engu að síður verði ekki litið framhjá þeim skyldum sem Ríkisútvarpið hafi við landsmenn og ekki verði ætlast til að einkareknir - fjöl- miðlar uppfylli. Hjálmar segir að sér finnist undarlegt að heyra rætt um mikinn kostnað við útsendingar Ríkisútvarpsins, en til þess er tekið í skýrslu starfshóps menntamálaráðherra. Sé út- sendingarkostnaður hverrar mínútu hjá Ríkisútvarpinu bor- inn saman við útsendingar- kostnað hjá danska ríkisútvarp- inu (DR) og hjá BBC, komi í ljós að hann sé tífaldur í Danmörku og enn hærri í Bretlandi. Þannig sé skýrsla starfshópsins full af rangfærslum og hreinum hleypidómum. Þá megi einnig benda á að einn af skýrsluhöf- undum sé jafnframt sjónvarps- stjóri einkasjónvarpsrásar og því tilefni til að íhuga hvort hann geti lagt hlutlaust mat á mál sem þetta í ljósi starfs síns. Þjóöin á heimtingu á ákveönu öryggi Hjálmar Árnason benti einnig á það hlutverk sem dreifikerfi Ríkisútvarpsins hefði. Því væri ætlað að ná til allra lands- manna, sem eigi fullan rétt á að . fylgjast með útsendingum þess. Hann sagði þetta hlutverk hafa komið skýrt fram í þeim nátt- úruhamförum sem orðið hafa að undanförnu, fyrst í Súðavík og síðar á Flateyri. „Á slíkum stundum vill þjóðin fá glöggar en hlutlausar fréttir af atburð- um þar sem vandað er til allra frásagna, og þá hvílir mikil skylda á Ríkisútvarpinu. Þjóðin á heimtingu á ákveðnu öryggi og því er dreifikerfi Ríkisút- varpsins mikilvægur öryggis- þáttur, ef hamfarir eða önnur stór óhöpp verða." Hjálmar segir hlutverk Ríkis- útvarpsins byggjast á nokkrum þáttum. Þar megi nefna skyldu þess að ná til allra landsmanna, öryggisþáttinn og kröfu um flutnings menningarlegs efnis, er ekki lúti lögmálum markabar- ins. Því sé full ástæða til þess að efla rekstur Ríkisútvarpsins við hlið einkarekinna útvarps- og sjónvarpsstöðva. Varhugavert aö halda ofbeldi og klámi aö börnum og unglingum í ræðu sinni á Alþingi um skýrslu starfshóps menntamála- ráðherra gagnrýndi Hjálmar nokkuð flutning einkastöðva á efni, sem hann sagði bera um of merki ofbeldis og kláms. í spjalli við tíðindamann Tímans sagði hann að þótt þetta efni bryti ekki í bága við lög, þá væri engu að síður varhugavert að sínu mati að halda slíku efni að börnum og unglingum. Ofbeldi hafi aukist verulega og megi rekja hluta þess til mikils fram- bobs á myndefni, sem byggist að verulegu leyti á slíkum at- höfnum. Þá eigi kvikmyndir, er ekki sýni annað en kynlífsat- hafnir og byggi tæpast á sögu- þræði, lítið erindi til barna og ungmenna. -ÞI Þórarins minnst á Alþingi Mitmingarord forseta Alþingis, Ólafs G. Einarssonar, um Þórarin Þórarins- son, fyrrv. aiþingismann, á þingfundi 14. maí 1996. Þórarinn Þórarinsson, fyrrver- andi ritstjóri og alþingismaður, andaðist í gærmorgun, 13. maí, áttatíu og eins árs að aldri. Þórarinn Þórarinsson var fæddur í Ólafsvík 19. september 1914. For- eldrar hans vom hjónin Þórarinn Þórðarson sjómaður og Kristjana Magnúsdóttir húsmóðir. Hann hóf nám í Samvinnuskólanum 1931 og lauk þar burtfararprófi vorið 1933. Árin 1933-1936 var hann blaöa- maður við Tímann og Nýja dag- blaðið, blöð Framsóknarflokksins. Hann var ritstjóri Nýja dagblaðsins 1936-1938 og ritstjóri Tímans 1938-1984. Þórarinn Þórarinsson var formað- ur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík 1936-1938 og formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1938- 1944. í stjórn Fiskimálasjóðs var hann 1947-1953 og í útvarps- ráði 1953-1971 og 1975-1978, for- maður þess síðara tímabilið. Hann var kosinn í kosningalaganefnd 1954 og í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis 1966. Árið 1972 var hann skipaður formaður þingmannanefndar til að endur- skoða tekjuöflunarkerfi ríkisins. Hann sat á mörgum þingum Sam- einuðu þjóðanna á tímabilinu 1954-1974 og var fulltrúi í undir- búningsnefnd hafréttarráðstefn- unnar 1971-1973, síðan fulltrúi á hafréttarráðstefnunni 1973-1982. Hann átti sæti í fjölda nefnda á veg- um Framsóknarflokksins, meðal annars í sendinefndum þingmanna vegna samninga um landhelgismál við Þjóðverja 1975 og við Breta 1976. Árið 1978 var hann skipaöur í stjórnarskrárnefnd. í alþingiskosn- ingunum haustið 1959 var hann kosinn þingmaður Reykvíkinga og sat á Alþingi til vors 1978, á 20 þingum alls. Hann var formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1971- 1978. Þórarinn Þórarinsson fékk ungur að árum mikinn áhuga á stjórnmál- um og fylgdist vel með umræðum Þórarinn Þórarinsson. og skrifum um þjóðmál. Hann gekk til fylgis við Framsóknarflokkinn, varð ungur málsvari hans í ræðu og riti. Um tvítugt hóf hann starf við málgagn flokksins og á þrítugsárinu var hann kjörinn í miðstjórn hans. Meginstarf hans í þágu flokksins var þó ritstjórn fram til sjötugs og stjórnmálaskrif henni samfara. Þórarinn Þórarinsson naut ekki langrar skólagöngu, en bjó að með- fæddri fýsn til fróðleiks og skrifta. Jafnframt víðtækri þekkingu á stjórnmálum innan lands kynnti hann sér gjörla stjórnmál víða um lönd. Hann kom til Alþingis vel bú- inn þekkingu sem nýtist alþingis- manni. Hann átti sæti í utanríkis- málanefnd allan þingtíma sinn og var formaður hennar síðustu átta árin. í umræðum á Alþingi fjallaði hann mest um utanríkismál og tals- vert um iðnaðarmál auk þátttöku í almennum stjórnmálaumræðum. Honum var létt um mál og hann var traustur málsvari flokks síns. Auk skrifa um stjórnmál og blaða- greina margs konar efnis samdi hann þriggja binda rit um sögu Framsóknarflokksins. Nokkur síð- ustu æviárin átti hann við sjúkleika að stríða, en hélt þó áfram skriftum fram undir ævilok. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Þórarins Þórar- inssonar með því að rísa úr sætum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.