Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 6
6. UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM OLAFSFIRÐI Kostir heild- stæbra skóla um- fram safnskóla verulegir í bréfi frá Hauki Helgasyni, skólastjóra Öldutúnsskóla, til foreldraráðs skólans frá því í vetur, kemur fram álit hans á kostum heildstæðra skóla um- fram safnskóla, en þar segir hann m.a.: „Ég dreg enga dul á að ég tel kosti þess að halda núverandi Jabar fluttur á Kleifar Árni Helgason, sem átti lægsta tilboð í að fjarlægja hið sögufræga hús Jaöar á Dalvík, hefur ákveðið að flytja húsið út á Kleifar. Húsið hefur verið fjarlægt af grunni sínum á Dalvík til að rýma fyrir Sæ- plasti, sem farið var að þrengja að. Húsiö var býggt um síðustu aldamót og stóö þá upp af bænum Litla- Árskógi og nefndist þá Brattahlíð. Húsið var tekið niður og flutt til Dal- víkur þar sem það var reist ár- ið 1908 og var því orðið eitt af sex elstu húsum á Dalvík. Jaðar stendur nú við Hól á Dalvík þar sem það verður geymt þar til Múlavegurinn gamli verður opnaður. Þegar það verður hefur Árni í hyggju að flytja húsið út á Kleifar þar sem það verður nýtt sem sumarhús. Finnur N. Karlsson íslenskukennari og Þorbjörg Cunnarsdóttir bóka- safnsfrœöingur koma safninu fyrir í skápum. Þorgríms Óla Sigurðssonar rannsóknarlögreglumanns koma flest málin upp á yfir- borðið eftir ábendingar frá fólki og hefur þeim ábending- um fjölgað mikið á síðustu mánuðum. Lögreglan hefur gert 9 húsleitir frá áramótum og tengjast þær einnig landa- bruggi. Mest virðist vera af fíkniefn- um á Eyrarbakka, Þorlákshöfn og Hveragerði, ef marka má þau mál sem upp hafa komið. Einnig virðist vera eitthvað af fíkniefnum í kringum Litla- Hraun og talsverð brögð að því að gestir séu að reyna að smygla fíkniefnum til fanga. Þorgrímur Óli segir að oft ráði tilviljun því að fólk sé gripið: „Um daginn var til dæmis kona tekin fyrir of hraðan akstur á leið austur. Við nánari skoðun kom í ljós að hún var á leið í heimsókn á Litla-Hraun og þá fannst á henni hass. Fjögur mál, sem við höfum rannsakað frá ára- mótum, tengjast Litla-Hrauni. Það er ekki leitað á gestum við komuna þangað og orðrómur hefur lengi verið í gangi um fíkniefnanotkun í fangelsinu." E-pillan hefur ekki verið í umferð í Árnessýslu, svo vitað sé, þótt orðrómur heyrist um það stundum. FJflRÐflR pbstunnn skipan skólamála verulega umfram það að taka upp safn- skólakerfi á unglingastigi og gjörbreyta þeim skólum, sem nú starfa sem heildstæöir grunnskólar hér í Hafnarfirði. I meðfylgjandi línum vík ég að fáeinum atriðum sem ég tel að hafa beri í huga þegar málið er skoðað. Samkvæmt hugmyndum verða safnskólarnir með 500- 600 unglinga. Mun erfiðara er að halda utan um svo stóran hóp unglinga. Harkan verður meiri en í smærri samfélög- um. Þegar fjölskyldur flytja milli bæjarhluta vilja eldri börnin yfirleitt halda áfram í sínum skóla. Hvers vegna? í heildstæðum skólum flyst þekking nemenda á skólan- um, skólasystkinum og starfs- mönnum með nemandanum frá ári til árs. Þessi þekking á skólasamfélaginu skapar nem- andanum öryggi. Nærvera systkina, sem er lengri í heild- stæðum skóla, eykur enn á ör- yggi margra, auk þess sem það léttir oft undir með heimil- inu, m.a. með samfylgd í skól- ann. Heildstæður skóli er nær heimili hvers og eins, þar sem hann þjónar minna hverfi. Vegalengd í skólann lengist töluvert með tilkomu safn- skóla. Samstarf tveggja eða þriggja heildstæðra skóla gef- ur ekki síðri möguleika á val- greinum í 10. bekk en safn- skóli." HAFNARFIRÐI Austurland NESKAUPSTAÐ Menntaskólinn fær ómetanlegt bókasafn ab gjöf Bjöm Halldórsson gullsmið- ur frá Nesi í Loðmundarfirði hefur fært Menntaskólanum á Egilsstöðum bókasafn sitt að gjöf. Safnið er talsvert að vöxtum og geymir mikinn fjölda fágætra bóka. Finnur N. Karlsson, íslenskukennari við skólann, vann við að setja safniö í hillur um síðustu helgi ásamt bókaverði o.fl. Safnið hefur enn ekki verið skráð, en líklega eru komin í hillur 1500-2000 bindi. Safn- inu fylgir urmull smárita, þannig að titlafjöldi er mjög mikill. Meðal perlna í safninu má nefna fyrstu prentun Njálu frá 1772, Eyrbyggju frá 1787, Gunnlaugs sögu ormstungu frá 1775, frumprentun að Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns o.fl. Auk þess eru þarna Árbækur Espólíns, tímaritið Verðandi og allur Fjölnir, en 8. árgangur Fjölnis er mjög torfenginn þar sem upplag tímaritsins eyðilagðist að stórum hluta í Kaup- mannahöfn á sínum tíma. Stærstur hluti safnsins er bundinn í glæsilegt skinn- band. Gjöfinni fylgja þær kvaðir að bækurnar mega ekki fara í almennt útlán, en hægt verö- ur aö nota þær undir eftirliti, t.d. bókavarðar. Auk þess vildi gefandinn að bækurnar fengju að vera sér og ekki blandað viö aðrar bækur skólans. Hef- ur bókunum verið komið fyrir í skólastofu í læstum glerskáp- um og verða því við höndina ef á þarf að halda, en safnið ætti að nýtast vel við.kennslu í íslenskum bókmenntum, sögu og náttúrufræði. FnÉTTnnLnn m SELFOSSI Fíkniefnamál í Árnessýslu tengjast oft Litla-Hrauni: Fjórfaldast á þessu ári Mjög mikil fjölgun hefur verið á fíkniefnamálum í Ár- nessýslu að undanförnu. Það sem af er þessu ári hafa tólf mál komið til kasta rannsókn- ardeildar lögreglunnar, en allt árið í fyrra voru þau aðeins þrjú. Lögreglan hefur frá áramót- um gert upptæk 20 gr af hassi, tæp 5 gr af amfetamíni ásamt einhverju magni af kannabis- fræjum og maríjúana. Að sögn H/'ð sögufræga hús jabar. Fimmtudagur 23. niáí 1996 Hugsanlegar leibir vib gerb nœstu kjarasamninga. VR: Horft til Japans Hin svokallaða japanska leið er meöal þess sem forusta Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur viöraö sem hugsanlega fyrirmynd við gerð næstu kjarasamn- inga. Aöalstefið í þeirri hug- mynd er m.a. hvort hugsan- lega sé hægt að binda fram- leiðniaukningu þjóðarbúsins í kjarasaminga. En hug- myndir í þá veru ásamt mörgum öðrum voru reifaö- ar á fundi með starfsgreina- fulltrúum og trúnaðarmönn- um VR á vinnustöðum á fundi 8. maí sl. Þær er aö finna í skýrslu um undirbún- ing kjarasamninga og sam- anburð á launum, sem Gunnar Páll Pálsson tók saman fyrir félagið. Meðal þeirra hugmynda, sem þar er velt upp, er t.d. gerð markvissra áætlana sem taka m.a. til tímalengdar kjara- samninga og starfsgreina- og fyrirtækjasamninga. Verndun stöðugleika, s.s. kauphækkanir í takt við afkomu atvinnu- greina og þjóðarbúsins, verð- lagseftirlit og neytendavernd. Til að efla þróun, nýsköpun og innflutning á verkþekkingu er t.d. horft til Eignarhaldsfélags Alþýðubanka, Þróunarfélags- ins og Aflvaka. Aftur á móti mundu kröfur á hendur opin- berum aðilum lúta að aukinni framleiðni og menntun. í skýrslunni er m.a. bent á að við lok síðustu heimsstyrj- aldar hefðu fulltrúar stjórn- valda, verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda í Japan gert með sér samkomulag í þremur aðalreglum. í fyrsta lagi að þegar til lengri tíma sé litið, mun framleiðniaukning hækka atvinnustigiö, en til skamms tíma geta hinsvegar komið upp vandamál sem stjórnvöld og almenningur verða að leysa án þess að til at- vinnuleysis komi. í öðru lagi að atvinnurekendur og launa- fólk verða að vinna saman til að finna leiðir til framleiðni- aukningar á einstökum svið- um. í þriðja lagi að árangri framleiðniaukningarinnar verður að skipta með sann- gjörnum hætti á milli at- vinnurekenda, launafólks og neytenda í samræmi við stöðu efnahagsmála á hverjum tíma. Þessu til viðbótar setti jap- anska verkalýðshreyfingin sér skýr markmið um það hvernig standa skyldi að framleiðni- aukningu. Þar var m.a. kveðið á um að ekki ætti að leggja aukið álag á starfsfólk, fram- leiðniátakið skyldi ná til alls þjóðfélagsins, nota skyldi af- rakstur aukinnar framleiðni til að lækka verð, bæta vinnuskil- yrði og endurnýja verksmiðjur og tæki. Auk þess skyldi gera ráð fyrir einlægri afstöðu til starfsmanna við allar aðgerðir. -grh Reykjavíkurprófastsdœmi: Embætti hér- aðsprests laust Biskup íslands hefur auglýst embætti héraðsprests í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra laust til umsóknar, þar sem sr. Ing- ólfur Guðmundsson hefur beð- ist lausnar frá og með 1. júlí nk. Umsóknarfrestur er til 18. júní og skal umsóknum skilað til biskups íslands. Mibstjórn ASÍ er ekki eignarhaldsfélag. ASÍ-þing: Félagsmenn í skugga forystu „Stjómvöld og vinnuveitendur hafa sl. 10-15 ár verið að hafa okkur að fíflum. Öll orka okk- ar hefur farið í það að verjast og síðan að reyna að hopa sem styst," sagði Signý Jóhannes- dóttir, formaður Verkalýðsfé- lagsins Vöku á Siglufirði, á þingi ASÍ í gær í umræöum um launastefnu sambandsins. Signý gagnrýndi harðlega lág- launastefnuna og starfshætti for- ystu verkalýöshreyfingarinnar i ræðu sinni í gær. Hún benti m.a. á að forystumenn hreyfingarinn- ar stæðu í allskyns viðræðum um eitt og annað við stjórnvöld og atvinnurekendur, án þess að hafa nokkurt umboð til þess frá félagsmönnum. Það væri ekki fyrr en allt væri komið í óefni að komið væri til hins almenna fé- lagsmanns og hann spurður ráða. Signý sagði að stjórnvöld ættu að hjálpa þeim fyrirtækjum til ab hætta rekstri, sem ekki geta greitt starfsmönnum sínum hærri laun en sem nemur tæp- um 50 þúsund krónum á mán- ubi. Hún sagbi það uppörvandi eða hitt þó heldur fyrir ungt fólk, sem er að taka sín fyrstu spor á vinnumarkaöi, ab fá 285 krónur á tímann í dagvinnu í byrjunarlaun. Nær væri að greitt tímakaup í dagvinnu væri um 500 krónur, auk þess sem nauö- synlegt væri ab gera átak í skatta- málum, því skattar væru alltof háir. „Þab er kominn tími til þess að menn átti sig á því hverjir eiga hvab í þessari hreyfingu. Við þurfum sjálf að bretta upp erm- arnar og gera okkur grein fyrir því að miðstjórn ASÍ er ekki eignarhaldsfélag verkalýðshreyf- ingarinnar," sagði Signý Jóhann- esdóttir, formaður Vöku. - grh ASÍ-þing: Nauðþurft- arlaun Magnús Jósepsson, fulltrúi Verkalýðsfélags Borgarness, óskaði eftir því í umræðum um launastefnu ASÍ í gær hvort ekki væri hægt að reikna það út hvað launin þyrftu að vera há til að geta mætt svokölluðum nauð- þurftum hjá fólki. Hann sagðist ekki trúa öðru en ab slíkir útreikningar mundu leiða það í ljós að mán- aðarlaunin þyrftu að vera mun hærri og gott betur en þær 50 þúsund krónur, sem sumir at- vinnurekendur greiða sínu fólki fyrir fullan vinnudag. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.