Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 11
Fímmtudagur 23. nidiF; 1996 ' héldu stjórnmálanámskeið. Þá var Þórarinn óþreytandi í að halda fundi um land allt á næstu árum til að kynna störf og stefnu SUF og afla samtök- unum fylgismanna. Helsta baráttumál ungra framsóknarmanna í upphafi var sambandsmálið svokallaða og börðust Þórarinn og félagar hans fyrir lýðveldisstofnun og var Samband ungra framsókn- armanna fyrst stjórnmálahreyf- inga til að marka stefnu þar að lútandi. Kraftur og áræðni einkenndu störf Þórarins og formannstíð hans. Hann lagði þá og jafnan síðan áherslu á að ungir fram- sóknarmenn styddu flokkinn með uppbyggilegri og heiðar- legri gagnrýni. Forystuhlutverk hans á upphafsárum Sambands ungra framsóknarmanna hefur verið þeim, er á eftir hafa kom- ið, gott fordæmi og til eftir- breytni. Ungir framsóknar- menn hafa jafnan kunnað að meta störf Þórarins og frum- kvæði hans að stofnun lands- sambands þeirra og þá rækt sem hann lagði við SUF alla tíð. Á 50 ára afmæli Sambands ungra framsóknarmanna árið 1988, sem líkt og stofnþingið var haldið á Laugarvatni, var Þórarinn gerður að heiðursfé- laga SUF. I ræðu sinni á stofnþingi Sambands ungra framsóknar- manna lagði Þórarinn áherslu á samvinnu og samheldni manna. Hann sagði þá m.a.: „Við þurfum að kenna ein- staklingunum að vinna saman á réttan hátt, kenna þeim að taka heilbrigt tillit til hags- muna og réttinda annarra, kenna þeim að skipta afrakstri starfsins og náttúrugæðanna réttlátlega á milli sín. Slíkur skilningur og sú samheidni, sem hann hlýtur að skapa, er hin eina örugga vörn þjóðar- sjálfstæðisins gegn aðsteðjandi hættum." Þessi orð eiga að mörgu leyti enn vel við í dag, 58 árum síö- ar. Enn leggja ungir framsókn- armenn áherslu á samvinnu og samheldni, samhjálp og félags- hyggju og réttláta skiptingu lífsgæðanna. Orð og gjörðir Þórarins eru þeim hvatning í streði stjórnmála nútímans. Það er því með mikilli virðingu og þökk sem ungir framsóknar- menn kveðja frumkvöðulinn og foringjann Þórarinn Þórar- insson. Eftirlifandi eiginkonu Þórar- ins, börnum og öðrum ætt- mennum votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim Guðs bless- unar í sorg sinni. F.h. Sambands ungra fram- sóknarmanna, Guðjón Ólafur Jónsson, formaður Þórarinn Þórarinsson var fædd- ur í Ólafsvík 19. september 1914. Faðir hans, Þórarinn Þórðarson sjómaður, drukknaði áður en hann fæddist. Móðir hans var Kristjana Magnúsdótt- ir og geröist hún ráðskona eftir fæðingu Þórarins hjá Bjarna Sigurðssyni í Kötluholti í Fróð- árhreppi. Bjarni var ekkjumað- ur með mörg börn og ólst Þór- arinn upp með þeim systkin- um. Afar kært var með Kristjönu og Þórarni, en hann var einka- barn hennar. Hún mun hafa hlúð aö uppvexti hans á allan þann hátt sem unnt var. Kristj- ana var greind kona og mun hún hafa tekið mikinn þátt í og glaðst yfir velgengni sonarins. Samband þeirra mæðgina var sterkt alla tíð og mun hann hafa sinnt móður sinni vel. VMm n Þórarinn ólst ekki upp við ríki- dæmi, en hafði í heimanfylgju hugsjónir samhjálpar og sam- vinnu og hyggindi til að þoka hugsjónunum áleibis. Þórarinn fór í Samvinnuskól- ann 17 ára gamall og lauk prófi þaðan 1933. Veturnir í Sam- vinnuskólanum mörkuðu upp- hafið að lífsstarfi hans. Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá stýröi Samvinnuskólanum, kom auga á hinar óvenjulegu gáfur og hæfileika þessa ung- lings og sá hvílíkur liðsmaður hann yrði þeirri stjórnmála- stefnu sem báðir aðhylltust. Það mun hafa verið fyrir til- verknað Jónasar sem Þórarinn, strax að loknu prófi, gerðist blaðamaður á Tímanum. Hann var síðan meira en hálfa öld í fremstu röð íslenskra blaða- manna og handhafi blaða- mannaskírteinis nr. 1. Þórarinn var einnig blaðamaður á Nýja dagblaðinu og 1936-1938 var hann ritstjóri þess. 1938 var Nýja dagblaðið sameinað Tím- anum og Þórarinn ráðinn rit- stjóri Tímans og gegndi því starfi í 46 ár. Þórarinn skrifaði alla tíð mik- ið í Tímann, einkum um stjórnmál en einnig um erlend málefni og menningarmál. Safn blaðagreina eftir Þórarin var gefið út í bókinni „Svo varstu búinn til bardaga". Stjórnmálabarátta blaða- mannsins nægði ekki Þórarni. Hann var fyrsti formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna 1938-1944 við góðan orðstír. 1959 var hann kjörinn þing- maður Reykvíkinga og sat á Al- þingi til 1978. Þórarinn var mikill áhrifa- mabur á Alþingi. 1971-1978 var hann formaður þingflokks framsóknarmanna. Þá átti hann sæti í utanríkismálanefnd allan þingtíma sinn og var for- maður hennar 1971-1978. Þórarinn barst ekki mikið á í þingsölum, hógvær og yfirlæt- islaus. Styrkur hans lá í skýrri hugsun og mikilli lagni við að leiða saman sjónarmið manna og ná þeirri niðurstöðu sem hann vildi. Þetta gerbi hann að einum mesta áhrifamanni þingsins. Þar við bættist að með stjórnmálaskrifum sínum hafði hann mjög mikil áhrif í þjóölífinu. Hann var öflugur í sókn og snillingur í vörn þegar hann beitti penna sínum. Af einstökum baráttumálum Þór- arins vil ég nefna útfærslu landhelginnar. Með skrifum sínum vakti hann menn og fylgdi málinu eftir til sigurs sem formaður þingflokks og ut- anríkismálanefndar. Þórarinn skrifaði sögu Fram- sóknarflokksins og kom hún út í þremur bindum og nær fram til 1978. Þetta er mjög mikil- vægt rit fyrir þá sem vilja kynna sér íslenska stjórnmála- sögu tuttugustu aldar. Þórarinn hafði lengst af því tímabili er sagan spannar verið sjálfur þátttakandi í baráttunni og oftast í fremstu röð. Þó tekst honum eins og Sturlu Þórðar- syni í íslendinga sögu ab segja söguna af hófsemd og oftast meb hlutleysi fræðimannsins. Þórarinn giftist Ragnheiði Vigfúsdóttur Þormar 1943, hinni ágætustu konu, og lifir hún mann sinn. Þeim varð þriggja barna auðið, Helgu, Þór- arins og Ragnheiðar Hrefnu. Nú, þegar Þórarinn er allur, sjáum við á bak merkum og áhrifamiklum stjórnmálafor- ingja sem mörgu góðu fékk áorkað á langri starfsævi. Elju- semi hans og þrautseigja var einstök meðan kraftar entust. Við framsóknarmenn eigum þessum fallna foringja mikla skuld að gjalda. Hann var alla tíð hugsjónum sínum trúr. Páll Pétursson Langur ritstj óraferill Þórarins Þórarinssonar spannar eitt mesta umbrota- og breytinga- skeið sögunnar. Heimsmyndin tekur óbfluga stakkaskiptum og íslenska þjóbfélagið umbreytist í sjálfstætt og tæknivætt nú- tímasamfélag sem lætur til sín taka meðal þjóðanna. Skráning þeirrar sögu var meðal mikil- vægustu ævistarfa ritstjórans. Þótt tæknivæðingin væri Þór- arni ekki hagkvæmarLen svo að hann lærði aldrei á ritvél, hvað þá tölvu, var hann nútímamað- ur í besta skilningi og skildi flestum mönnum betur gildi framfara og upplýsingar. Setti það óhjákvæmilega sitt mark á feril hans sem blaðamanns og st j órnmálamanns. Þórarinn var einn mikilvirk- asti blaðamaður landsins um langt skeið. Hann var aðalleið- arahöfundur Tímans alla sína ritstjóratíð og skrifaði lengstum daglegan þátt um erlend mál- efni og þar að auki greinar um hin margvíslegustu þjóðmál. Hann var gjörkunnugur ís- lenskri stjórnmálasögu og einn þeirra sem skópu hana á sinni tíð. Þórarinn fylgdist vel með málum og var ákafur blaðales- andi og byggði skrif sín á eigin þekkingu og þeim samtíma- heimildum sem best var treyst- andi gegnum tíðina. Hann var lítib uppnæmur fyrir rokufrétt- um og lét sér í léttu rúmi liggja hvað hin ómerkari blöð höfðu til mála að leggja. Þeim mun meiri rækt lagði hann við lestur blaða sem mark var á takandi. í greinum sínum um erlend mál- efni vitnaði Þórarinn iðulega í virtustu blaðamenn og greina- höfunda þessarar aldar og voru heimsmálin honum eins nær- tæk viöfangsefni í daglegu amstri og atburðir og átök á innlendum þjóðmálavettvangi. Staðgóð þekking Þórarins Þórarinssonar á alþjóðamálum nýttist ekki aðeins Tímanum heldur þjóðinni allri. Hann var virkur í mótun stefnu Fram- sóknarflokksins og ríkisstjórna í landhelgismálum og þeim fylgdi hann eftir innan lands og utan og var fulltrúi íslands á fjölda ráðstefna og funda um þau málefni og átti sinn góða þátt í hve farsællega þau mál þróuöust. í skrifum og umræðum um stjórnmál var ritstjórinn og stjórnmálamaðurinn Þórarinn Þórarinsson fylginn sér og ein- arður og lét sinn hlut og flokks síns hvergi. Samt var hann um- talsfrómari en flestir menn aðr- ir. Viðkynning okkar Þórarins var löng og oft náin. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni eða gera lítið úr persónum annarra. Þar voru pólitískir andstæðingar hans engin undantekning, enda átti hann vinum að mæta í öllum flokkum og hvarvetna á þeim vettvangi sem leiö hans lá um. Stundum var Þórarinn talinn óþarflega flokkshollur í skrifum og stjórn Tímans. En sannleik- urinn var sá að hann var flest- um ritstjórum umburðarlyndari og kærði sig ekki um að stýra skrifum og skoðunum starfs- manna blaðsins. Ávallt er mér minnisstætt þegar Þórarinn vék sér að mér dag nokkurn fyrir margt löngu og spurði á sinn yirlætislausa hátt hvort ég mundi ekki skrifa leiðarann fyrir morgundaginn. Slík upphefð var meira en fátíð í þann tíð. í fátinu var búið að fallast á beiðnina áður en rit- stjórinn lokaði að sér. Eitthvaö var párað á blað um verðbólgu- draug, íhald og þvíumlíkt. Þeg- ar meistarastykkið var fullgert var bankað upp á hjá ritstjóran- um og hann beðinn að leggja blessun sína yfir hugverkið. Þórarinn bandaði blöðunum frá sér og sagöi að þetta væri minn leiðari „... og farðu meö hann í prentsmiðjuna". Síðar tókst nánari samvinna og þótt mikið væri rætt um málefni blaösins og þau þjóð- mál, sem efst voru á baugi hverju sinni, gerði Þórarinn aldrei minnstu tilraun til að hafa bein áhrif á efnisval og skrif leiðara og pistla, og aldrei fann hann að, þótt þar færi eitthvaö á skjön við störf og stefnu flokksins sem gaf blaðið út, og gildir hið sama um eftir- menn hans á ritstjórastóli. Þórarinn var svo þrautkunn- ugur blaðamennsku að honum var ekkert eðlilegra en ab virða sjálfstæði blaðamanna og gerði jafnframt kröfu til þeirra um frumkvæði og ábyrgð í starfi. Hann var aldrei afskiptasamur um annarra störf á Tímanum og er ekki laust við að blaða- mönnum, sem ekki náðu að kynnast honum, fyndist hann fremur fjarlægur og áhugalítill um daglegt amstur ritstjórnar. En það var öðru nær. Á sinn hljóðláta hátt fylgdist hann með blaðinu og býsna vel með störfum hvers og eins, en hafði sjaldnast orð á nema honum þætti eitthvað sérstaklega hrós- vert. Eftir að handhafi blaða- mannaskírteinis númer eitt lét af störfum eftir langa og farsæla ritstjóratíð fylgdist hann náiö með Tímanum, hvernig blað- inu farnaöist og hverjar væru framtíðarhorfur. Á ýmsu gekk síðustu ritstjóraárin og árin þar á eftir, og voru þau umbrot gamla ritstjóranum ekki alltaf að skapi, þótt ekki bæri hann þær skoðanir sínar á torg. Ekki minnkaði áhugi Þórarins og umhyggja fyrir sínu gamla blaði þótt heilsunni hrakaði. Oft hringdi hann til að fá fréttir af gangi mála á ritstjórninni og hvernig farnaðist í umsjá nýrra eigenda. Þegar hann sá ný nöfn eða áður óþekkta upphafsstafi undir fréttum þurfti Þórarinn aö vita hvaða fólk væri þar á ferð og hvort þar leyndust álit- leg blaðamannsefni. Oftar en ekki var hann þegar búinn að mynda sér skoðun á vibkom- andi eftir lestur frétta eða ann- arra skrifa og eins og fyrri dag- inn hafði hann aldrei orð á öbru en því sem honum fannst hrósvert í fari náungans. Annaö var látið liggja milli hluta. Blaöamennska, stjórnmál og ritstörf þeim viðkomandi var sá vettvangur sem Þórarinn kaus ab ævistarfi. Hann naut þeirrar gæfu ab hafa óbilandi áhuga á þeim öllum og varð starfsdag- urinn honum notadrýgri en hjá flestum þeim sem aðeins vinna fyrir kaupinu sínu. Hugsjónir hans og metnaöur tengdust störfum hans í bráð og lengd. Hér má minna á að stjórn- málaþátttaka og blaðamennska reyna oft á hjónabönd vegna vinnutíma og truflandi anna. Og þegar þetta fer saman má geta nærri hvaða áhrif það hef- ur á heimilislíf. En gæfa Þórar- ins var ekki einskorðuð við störf hans og áhugamál. Hún Ragnheiður Þormar stóð við hliö manns síns og deildi með honum sigrum og andstreymi og ekki síst metnaði og farsæl- um hugsjónum. Sem fyrr segir var Þórarinn fremur fáskiptinn um daglegt amstur á Tímanum. En þegar til hans var leitað um þau mál- efni, sem vörðuðu þjóðmál heima og heiman, var aldrei komið að tómum kofunum. Hann kunni skil á flestu því sem viðkom stjórnmálum og gangi heimsmála á þessari-öld og lá ekki á liði sínu að leið- beina og aöstoða þegar eftir var leitað. Og traustari heimild en Þórarinn um þessi efni þekki ég ekki. Þegar litið er yfir farinn veg stendur Þórarinn ritstjóri ekki sem yfirmaður og harðsækinn stjórnmálamaöur fyrir mínum hugskotssjónum, heldur sem ljúfur samstarfsmaður og vinur. Oddur Olafsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.