Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. maí 1996 ____________________________________Hlito 5UMAWMÚS__________________________________________________________ 7 Hlúplast er nýjung frá Plastprent hf., sem unnib var í samvinnu vib Skógrœkt ríkisins: Ræktunardúkur sem skiptir sköpum í uppvexti trjáplantna Plastprent hf. hefur sett á markaðinn nýja afurb úr endurunnu plasti, svokallab Hlúplast, sem er ræktunar- dúkur sem ætlabur er til ab auka líkur á ab trjáplöntur sem plantab er lifi af sam- keppni vib lággróbur og er þá sérstaklega verib ab horfa til ræktunar skjólbelta. Hlú- dúkur er afrakstur þróunar- verkefnisins Vöruþróun '95, sem Iðntæknistofnun hleypti af stokkunum árib 1995 og Plastprent hefur tekib þátt í. Verkefnib var auk þess unnib í samstarfi vib Gubmund Einarsson ibnhönnub og Skógrækt rík- isins. Plastib kom á markab- inn í byrjun maí og hafa vibtökur verib góbar. Alexander Ingimarsson sölustjóri hjá Plastprenti segir Hlúplastið afar heppilegt við ýmsar aðstæður t.d. við ab koma upp skjólbeltum. Um er ab ræba dúk sem er 1,5 metr- ar að breidd og hægt að fá í 50 og 100 metra rúllum. Dúk- urinn er grænn ab lit og fellur því betur inn í umhverfið, hann er ljósþéttur og eybist á 4-7 árum. „Það hafbi komið í ljós að þær plöntur sem plantað hafði verið í skjólbelti sáust hreinlega ekki eftir nokkur ár og það var meðal annars vegna þess að grasið í kring- um trén var ekki drepið og það því kæft plönturnar. A sama tíma og þetta var voru hafnar tilraunir austur á Stjórnarsandi rétt við Kirkju- bæjarklaustur, þar sem lögð voru skjólbelti, þar sem ann- ars vegar var notab plast, en hins vegar ekki. Árangurinn var ótvíræður og þessi tilraun er í raun grunnurinn að því að við fórum af stað með þessa framleiðslu," segir Alex- ander. Þórður Bachman, forstöðu- maður heildsöludeildar, segir það eitt helsta vandamál vib gróðursetningar plantna að grasrótin stelur allri næringu Þóröur Bachman t.h. og Alexander Ingimarsson meö sýnishorn af hinu nýja Hlúplasti. Á myndinni má sjá kvarö- ann á plastinu, sem ásamt leiöbeiningum á pokanum sjálfum hjálpar mjög viö gróöursetningu plantnanna. Tímamynd Pjetur þetta er nákvæmlega sá tími sem trjáplöntur þurfa að fá vernd fyrir ágangi grass. PE mengar ekki grunnvatn eða jarðveg þegar það brotnar niður eða er urðað. EFtir plastinu endilöngu er áprentaður kvarði, en vib plöntun trjáa er eitt helsta vandamálib að viðkomandi planti plöntunum of þétt. Því standi menn oft frammi fyrir þeirri stabreynd að eftir þrjú ár sé strax farib ab grisja. „Til- hneigingin er alltaf sú að þeg- ar verið er að planta, þá eru þær yfirleitt litlar og mönnum finnst því oft asnalegt að hafa of langt á milli þeirra og hætt- ir því oft til ab hafa of stutt á milli þeirra. Kvarðinn á plast- inu kemur því í góðar þarfir, auk þess sem á umbúðunum utan um plastið eru leiðbein- ingar frá Skógræktinni um hversu langt á ab vera á milli plantna eftir einstökum teg- undum," segir Alexander. -PS frá plöntunni sem verið er að gróbursetja og vegna vaxtar- hraða grassins, þá kæfir það plöntuna, sem nær aldrei að vaxa almennilega upp úr gras- inu. Með því að nota dúkinn, fær plantan þann frið, sem hún þarf í nógu langan tíma og vaxtarhraðinn verður mun meiri. Samkvæmt tölum frá Skóg- rækt ríkisins kemur fram að vöxtur plantna sem gróður- settar hafa verið í gegnum ræktunardúk er tvöfalt meiri en plantna sem gróðursettar voru án dúks, en miðað er við sex ára tímabil. „Þetta er í raun í fyrsta sinn sem búið er að vísindalega sanna að notk- un plastdúks í skógrækt hefur afgerandi áhrif," segir Þórður. Þetta nýja plast er eins og áður sagði úr endurunnu plasti, svokölluðu PE plasti sem brotnar niður á 3-7 árum, vegna áhrifa veöurs og vinda og hverfur með tímanum, en Sumarbústaba- eigendur Borlagnir ehf. kynna nýjung vegna lagningar vatns-, rafmagns- og símastrengja. • Engin röskun á lóö eða öörum jarövegi. Hæð (í m) hjá asparklóninum "Jóru" á Stjórnarsandi, með og án plastþakningar með plasti án plasts Borum á því dýpi sem hentar og jarövegur leyfir, allt aö 90 lengdar- metra. Leitið nánari upplýsinga. BORLAGNIR ehf. Vesturvör 27 - 200 Kópavogur Símar: 854 4999 - 853 6553 - 896 9774 Tölur frá Skógrœkt ríkisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.