Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 24. maí 1996 Rotþrœr eru aö margra mati einn af ómissandi hlutum viö sumarbústaöi og þaö fœrist sífellt í vöxt aö slíkar rotþrœr séu settar upp: Vanda verður til verka við niðursetningu Rotþrær eru við fjöl- marga sumarbústabi hér á landi og þeim fer fjölgandi sem ákveba ab setja upp rotþrær hér á landi. Rotþrær eru til í mörgum stærðum, og þá bæbi þriggja hólfa þrær í einni einingu eba í þremur abskildum einingum. Mjög nauðsynlegt er ab ekki sé fú- skab þegar þróin er sett nib- ur, en þab getur valdib miklum og óþægilegum aukafjárútlátum. Hér á eftir bendum vib á nokkur atribi sem hagnýt geta reynst þeim sem hyggjast setja nibur rotþrær, eða eru þegar búnir að fá sér eina slíka. Rotþró? Rotþró er tankur sem í er safnað skólpi til að botnfella svifefni. Gera má ráð fyrir að í þróna safnist 100-200 lítrar af botnfalli á mann á ári. Mælt er með að rotþrær séu þriggja hólfa, hvort sem þab er útfært sem einn þrískiptur tankur eða þrír raðtengdir brunnar. Aðeins er heimilt að nota þró sem Hollustuvernd ríkisins samþykkir. Hlutverk hennar er að fella út föst efni, að bleyta upp í fitu, loftfirrt niðurbrot á lífrænum efnum og að geyma botnfall. í rotþró verður allt að 50% hreinsun á lífrænum menglum við botnfellingu og rotnun. Einnig eyðast a.m.k. 30% saurgerla. í rotþró má leiða allt fráveitu- vatn frá venjulegu heimilis- haldi, svo sem frá baðherbergi, eldhúsi, þvottaherbergi og einnig afrennslisvatn hitaveitu. Þakvatn og annað yfirborðs- vatn skal leiöa framhjá rotþró. Stærð rotþróa Rúmmál rotþróa má ekki vera minna en 1500 lítrar fyrir sum- arbústaði og ef fleiri en einn bústaður eru með sömu rot- þróna, þarf að bæta 300 lítrum við fyrir hvern bústað. Ef mið- að er við orlofsbústaði félaga- samtaka, er 3000 lítra rotþró lágmark. Fyrsta hólfið í þrónni verb- ur ávallt ab vera helmingur af heildarrúmmáli þróarinnar. Æskilegt er að 5 sentimetra hæðarmunur sé á milli inn- taks og úttaks, þ.e.a.s. ab út- takið sé neðar sem því nemur. Þróin verbur ab vera vel þétt og þétt lok séu við yfirborð og hún vel loftræst. Tæma verð- ur þróna reglulega, þ.e. losa verður botnfall á 2-3ja ára fresti. Reglur um rotþrær Ýmis ákvæði eru til sem skylda aðila sem byggja sum- arbústabi til að setja upp rot- þrær og tryggja að fráveitu- vatn mengi ekki yfirborðsvatn eða grunnvatn. í mengunar- reglugerð segir ab óheimilt sé ab leiba skólp út í ár eða læki eða á annan hátt út í um- hverfið nema í gegnum viður- kennt holræsi eða rotþró með siturleiðslu. í heilbrigðisreglu- gerð er einnig fjallað um fráveitur frá sumarbústöbum og er kveðið á um að rotþró skuli sýnd á holræsateikning- um. Jafnframt segir þar að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.