Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 14
14 Föstudagup 24. maí 1996 Ingvar Sigurbsson og Óskar Finnsson matreibslumeistarar á Argentínu. Tímamyn Pjetur Þrifin, grillið, grillmennsk- an, meblætiö, og vínið s Oskar Finnsson og Ingvar Sigurösson matreiöslumeistar- ar á Argentínu-Steikhúsi leiöbeina lesendum um allt í sambandi viö grilliö og gefa nokkrar uppskriftir: eir Óskar Finnsson og Ingvar Sigurös- son matreiðslumeistarar á Argent- ínu-steikhúsi eru landslýö aö góöu kunnir og hafa um margra ára skeiö leiö- beint landsmönnum um margt sem snýr aö eldamennskunni. Hér á eftir ætla þeir félagar aö fylgja okkur í gegnum allt sem snýr aö grillinu, þrifum, meöferö, elda- mennskunni og gefa okkur auk þess nokkrar uppskriftir. Er grillib í lagi? Þaö er útbreiddur misskilningur hjá okkur íslendingum aö þaö þurfi aö leggja grillunum yfir veturinn. Þaö er alger óþarfi, sérstaklega gasgrillunum, því þaö er upplagt og auövelt aö grilla hvaöa dag ársins sem er. Þaö þarf ekki sumarblíöu til aö grilla, ef veöur er skaplegt. Ef grilliö er búiö aö vera inni í geymslu allan vet- urinn, er nauðsynlegt að yfirfara grillið, hvort gasbrennararnir virka ekki, hvort gaskúturinn sé í lagi, hvort neistagjafinn sé eins og hann á að vera og hvort grillið virkar ekki yfirleitt sem skyldi. Þrifin lykilatriði Mjög mikilvægt er aö grillið sé þrifiö mjög vel áður en það er notað, enda er tækið notað til eldunnar og á þaö fer hrár matur. Þar er fyrst og fremst átt viö grind- urnar og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða kola- eða gasgrill. Það er nóg að smúla með garðslöngunni á grillið sjálft, en grindurnar verður að þrífa vel með nettum vírbursta í heitu vatn. Það skal þó sleppa sápunni. Þegar búiö er að gróf- hreinsa grillið er gott að fínhreina grind- ina með hráum lauk, en þá er gaffli stung- ið í laukinn og honum strokið yfir grind- ina, en grillið þarf að vera sjóöandi heitt. Auk þess er gott að strjúka lauk yfir grillið fyrir og á milli rétta. Þegar búið er að hreinsa grindina vel er gott að smyrja teinana með olíu, annað hvort með pensli eða nudda ólíunni á með eldhúsrúllu. Að því loknu er kveikt upp í grillinu og það látið malla í 10-15 mínútur. Áður en maturinn er síðan settur á og grilliö er heitt er síðan æskilegt að „klappa" grindinni með olíu, þ.e.a.s að- eins að bleyta grindina. Með þessu mynd- ast góð húö á teinana, en ef þetta er ekki gert er mikil hætta á að maturinn festist við grindina. Þennan feril þarf að endur- taka í hvert sinn sem grillað er, enda nauðsynlegt að þrífa grillið eftir hverja máltíð. Það þekkja flestir sem borðað hafa grillkjöt að oft á tíðum eru fallegar brúnar grillrendur á kjötinu, en ef teinarnir eru skítugir nást þessar rendur ekki, enda þeir húðaðir óhreinindum. Auk þess nást ekki fram sömu bragðgæði af kjötinu. Logar í óhreinindunum Algengt er að þegar fólk er að grilla þá haldi það að það sé sífellt að kveikna í grillinu, vegna þess að kjötið sé svo feitt. Oft á tíðum er þetta vegna þess að fólk þrífur ekki grillið nógu vel og það safnast fita undir teinana. Síðan þegar grillið er orðið heitt bráðnar þessi fita og dropar ofan í brennandi heitt grillið og þá kveiknar í. Það er því einfaldlega að kvikna í gömlum afgöngum á grillinu. Nauðsynlegt er að allir þeir sem um- gangast grill geri sér grein fyrir því að grindin er ekkert frábrugðin pönnunni heima á eldavél. Þrifin á grillinu eru gríð- arlega mikilvæg og grunnurinn að því sem á eftir kemur. Þrífa verbur steinana einnig Það er einnig nauðsynlegt að þrífa stein- ana í gasgrillunum, en þeir hafa það hlut- verk að dreifa betur hitanum. Gasloginn í botninum kemur aðeins út á nokkrum af- mörkuðum stöðum og því er nauðsynlegt að dreifa hitanum undir alla grindina í grillinu. Steinarnir hafa einnig það hlut- verk að taka við þeirri fitu sem lekur úr kjötinu, svo að þeir stífli ekki gasbrennar- ana í botni grillsins. Best er að setja stein- ana í stóran pott og sjóða þá, þar til fitan flýtur upp, þar sem henni er síðan hellt of- an af. Steinarnir eru fljótir að þorna og þrátt fyrir að útlit þeirra sé ekki hið sama og var, þá virka þeir sem nýir. Ekki kveikja upp meb lok- ab grillib Mjög mikilvægt er að hafa það í huga þegar kveikt er upp í gasgrillinu, að hafa lokið á grillinu opið. Ef lokið er á myndast sú hætta, eftir að gasinu hefur verið hleypt á, að hjálmurinn yfir grillinu fyllist af gasi og svo þegar kveiknar á grillinu og í gas- inu, að mikill þrýstingur myndist og hjálmurinn þeytist af, með miklu afli. Þetta er stórhættulegt og ber að varast. Þá ber einnig að varast að halla sér yfir grillið þegar verið er aö kveikja á því, þar sem viðkomandi getur skaðast í andliti og á höfði. Kveikt upp í kolagrilli Þegar kveikt er upp í kolagrilli er rétt að raða kolunum í pýramída á miðju grillinu. Því næst er tekin kíló-niðursuðu- dós, tekin bæði botn og lok úr og henni tyllt ofan á kolin. Með þessu nást fram áhrif eins og í arin og virkar dósin eins og strompur ofan á kolunum. Síðan er olíunni dreift yfir, sérstaklega hringinn í kringum kolin neðst niðri á hrúgunni. Vegna áhrifanna frá „strompinum", myndast trekkur upp um hann, sem gerir það að verkum að það kveiknar í kolun- um jafnt. Þetta bæði styttir uppkveiki- tímann og kolin verða rauð og heit á sama tímanum og það næst betri nýting úr þeim, og það sparar jafnframt olíuna talsvert. Þegar viðkomandi er kominn upp á lag með þessa aðferð sparar það kolin, þar sem minna þarf af þeim í hvert skipti. Nauðsynlegt er að setja álpappír í botn- inn á kolagrillinu, það bæði auðveldar þrifin, auk þess sem grillið fer strax að ryðga vegna þess að ef kolin eru hituð beint ofan á járninu, þá fer húðin strax af grillinu og það fer að ryðga mjög fljót- lega. Alpappírinn kemur einnig í góðar þarf- irm t.d. eftir að búið er að grilla aðalrétt- inn og til stendur að nota það síðar til að grilla eftirrétt eða eitthvað annað, þá er mjög gott að breiða álpappír yfir sjóð- andi heit kolin, þ.e.a.s. eftir að grindin hefur verið tekin af. Þetta heldur hitan- um mun lengur og lengir líftíma kolanna um hálftíma til klukkutíma. Passa undirstöbur kolagrilla Rétt er að taka það fram varðandi kola- grillin aö mjög brýnt er að passa undir-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.