Tíminn - 25.05.1996, Side 1

Tíminn - 25.05.1996, Side 1
80. árgangur Laugardagur 25. maí *. * 'mWFILl/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 98. tölublaö 1996 Þinglok eftir viku: Póstur og sími bíbur hausts Hvalfjarbargöng: Sprengt neb- an sjávarmáls í næstu viku Vegskálar Hvalfjarðargang- anna eru ab komast undir sjávarmál og mikib sprengt. Framundan er sprengivinna í göngum, strax í næstu viku ab norban, og eftir 3 vikur ab sunnanverbu. Lengra er í að farið verbi ab sprengja göng undir hafsbotni Hvalfjarðar, trúlega verbur þab undir haustið. Hermann Sigurðsson verk- fræbingur hjá ístaki hf., en hann er stabarstjóri fyrirtækis- ins vib framkvæmdina í Hval- firbi, segir ab allt hafi gengib samkvæmt áætlun fyrstu vikur framkvæmdanna og ekkert óvænt komib upp á. Hermann sagbi ab greinilegt væri ab almenningur væri spenntur fyrir þessari fram- kvæmd. Margir kæmu og skobubu þab sem þarna er ver- ib ab gera. Sextíu manns vinna vib gerb Hvalfjarbarganga, og vinna þeir á tveim tíu tíma vöktum. Aðeins yfir blánóttina liggur vinna nibri í fjóra tíma. Göngin undir Hvalfjörb eiga að verba tilbúin árib 1999. -JBP Gjaldtaka á spilliefni lögfest Frumvarp um spilliefnagjald hefur verib lögfest á Alþingi. Með því er heimilt ab leggja sér- stakt gjald á vömr sem orbið geta ab spilliefnum. Tilgangur gjaldsins er ab standa straum af kostnabi vib söfnun, móttöku, endurnýtingu og eyðingu efna er spjöll geta hlotist af í um- hverfinu. -ÞI Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ab breyta Póst- og síma- málastofnuninni í hlutafélag mun ekki verba afgreitt á yf- irstandandi þingi. Um þab mun vera samkomulag á milli stjórnar og stjórnarand- stöbu í þinginu en frumvarp- ib er eitt hinna umdeildu mála sem freista átti ab ljúka umfjöllun um fyrir sumarhlé þingmanna. Annarri umræbu um frumvarpib var frestab skyndilega síbdegis á fimmtudag en þingmenn stjómarandstöbunnar hafa gagnrýnt þab harblega og voru margir á mælendaskrá þegar umræbum var hætt. Ovíst hefur verib um þinglok fyrir sumarhlé en eftir ab þessi niburstaba lá fyrir er gert ráð fyrir ab þingstörfum muni ljúka næstkomandi föstudag eða laugardag og ab eldhús- dagsumræður verbi annab hvort á mibvikudags- eba fimmtudagskvöld. Lokaat- kvæðagreibsla um fmmvörp ríkisstjórnarinnar um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna og stéttarfélög og vinnudeilur mun fara fram eft- ir helgi og þá verba einnig tek- in til umræbu og lokaafgreibslu nokkur frumvörp sem stefnt er að því ab ljúka á þessu þingi. Þar á mebal er frumvarp til laga um tóbaksvarnalög en þar er tekist á á um hvort leyfa eigi notkun munntóbaks. Reglur Evrópusambabsins kveða á um bann við notkun þess en vösk sveit þingmanna undir forystu Össurar Skarphébinssonar berst fyrir því ab íslendingar leyfi rjólið. -ÞI Gefiö bág- stöddum skóna Á síöastliönu ári hafa 5 gámar af 76.000 notuöum skópörum veríö sendir til Þýskalands frá Steinari Waage hf. sem staöiö hefur fyrir skósöfnun til bágstaddra. Nú hefur verslunin hafiö samstarf viö Sorpu um móttöku á notuöum skóm og veröa því sérmerktar tunnur á öll- um gámastöövum Sorpu fyrir not- aöa skó, en hér má sjá Arnþór Inga Sigurösson starfsmann viö eina tunnuna. Cefendur eru vin- samlegast beönir um aö setja skóna í lokaöa poka eöa kassa til aö samstœö pör týnist ekki. Tímamynd: CS Fimm ára samningur á milli félagsmálaráöuneytis og RKI um málefni flóttamanna. 25 flóttamenn til Isafjaröar í sumar: Flóttafólk í blönduöum hjónaböndum Páll Pétursson félagsmálaráð- herra og Sigríbur Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauba kross- ins á íslandi undirritubu í gær samning til fimm ára þar sem Raubi krossinn skuldbindur sig til ab abstoba rábuneytib og Flóttamannaráb vegna flótta- manna sem koma hingab til lands í völdum hópi, sam- kvæmt ákvörbun ríkisstjómar og meb samþykki embættis flóttamannafulltrúa SÞ. Samn- ingurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar, er uppsegjanlegur meb árs fyrirvara og meb sama fyrirvara geta samningsabilar óskab eftir endurskobun á samningnum. Eins og kunnugt er þá sam- þykkti ríkisstjórnin á sínum tíma að taka á móti 25 manns frá fyrr- um ríkjum Júgóslavíu og bauöst bæjarstjórn ísafjarðar að taka á móti þeim og aðstoða eftir megni. Félagsmálaráðherra segir að þarna sé um mjög áhugaverða til- raun að ræða og væntir þess að ís- firðingar hafi fulla burði til að sýna þeim góða gestrisni, auk þess sem hann vonast til að fólkið muni kunna vel við sig þar vestra. Hann segir að ef vel tekst til í þessu máli, þá getur það orðið til eftirbreytni fyrir önnur sveitarfé- lög næst þegar ríkisstjórnin ákveður að taka á móti flótta- mönnum. Við val á hópnum verður lögð áhersla að velja fólk í blönduðum hjónaböndum og er reiknað með að hópurinn komi hingað til lands um mitt sumar, en í gær voru pappírar sendir til sendiráðs Júgólavíu í Stokkhólmi og er búist viö að þaðan í frá muni líða 2-4 vikur þar til leyfi fæst til að fara þangað austur til aö velja þá sem hingað munu koma. í sendi- nefndinni verða m.a. fulltrúar frá félagsmálayfirvöldum og læknir frá Fjórðungssjúkrahúsinu á ísa- firði ásamt fulltrúa Rauða kross- ins. Hólmfríður Gísladóttir hjá RKÍ segir að forsendur fyrir komu flóttamenninga hingað til lands hafi ekkert breyst þrátt fyrir friðar- samkomulagið sem kennt er við Dayton í Bandaríkjunum. Hún segir að því miður sé ástandið þar eystra þannig að fólk í blönduð- um hjónaböndum á sér hvergi samanstað enn sem komið er, hvað sem síðar kann að verða. Sigríöur Árnadóttir fram- kvæmdastjóri RKÍ segir að samn- ingurinn breyti heilmiklu og sé til mikilla bóta og þá einkanlega vegna þess að með samningnum sé viðurkennt hlutverk RKÍ í mál- efnum flóttamanna. Undir það tekur Berglind Ásgeirsdóttir ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu og formaöur Flóttamanna- ráös. Sigríður segir að að samning- urinn muni ennfremur treysta tengslin á milli RKÍ og stjórnvalda en RKÍ hefur sl. 40 ár staðið að móttöku flóttamanna fyrir hönd stjórnvalda án þess að formlegur samningur þar um hafi verið fyrir hendi. Hún lýsti jafnframt yfir fögnuði vegna þeirra ummæla fé- lagsmálaráðherra að taka árlega á móti flóttamönnum í sinni ráð- herratíð. Með samningnum skuldbindur Rauði krossinn sig til að vinna að undirbúningi ákvörðunar um komu flóttamanna, gerð áætlunar um kostnað við val á flóttamönn- um, ferðakostnað, móttöku, læknisaðstoð og aðra sérfræðiað- stoð, húsnæðismál, íslensku- kennslu og aðlögun að íslensku þjóðfélagi. Jafnframt skuldbindur RKÍ sig til að gefa ráðuneytinu og eða Flóttamannaráði reglulegar skýrslur um framkvæmdina. Þá skuldbindur ráðuneytið sig til að greiða til RKÍ samkvæmt reikningi í samræmi við greiðslu- áætlun og skal öllum kostnaði við framkvæmdina haldiö aðskildum í bókhaldi RKÍ. Ennfremur munu ráðuneytið og Ríkisendurskoðun eiga greiðan aðgang að öllum bókhaldsgögnum þar að lútandi. -grh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.