Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. maí 1996 9 Hofsvallagata 15-23 „ Varöveislugildi þessara húsa er mikib, bœöi listrœnt og menningarsöguiegt. Þaö er því mikilvœgt aö þeim sé œtíö vei viö haldiö í upprunalegri mynd," er umsögn arkitekts húsadeildar. Húsin aö Hofsvallagötu 15-23 voru byggö af Byggingarfélagi alþýbu áriö 1937 eftir teikningu Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts og eru hluti eins fyrsta skipulags sem gert var í anda nytjastefnu (funkis) á íslandi. Laugavegur 33b „Húsiö aö Laugavegi 33b er mjög sérstœtt fyrirþœr sakir aö þakiö á því er steinsteypt. Þar sem þetta er eina íbúöarhúsiö í Reykjavík frá upphafsárum steinsteypualdar meö slíku þaki, er varö- veislugildi þess íóbreyttri mynd mikiö. Þaö er því mcelst til þess aö þaö veröi ekki klœtt bárujárni, heldur veröi allur frágangur á þakinu meö þeim hœtti aö þaö haldi sérstööu sinni," er umsögn arkitektsins. Húsiö er byggt áriö 1916 af Guöríbi jónsdóttur. Átta árum áöur eignaöist hún húsiö aö Laugavegi 33, sem faöir hennar, jón Bjarnason skipstjóri, byggöi áriö 1902. íar í 60 ára búð Garbastræti 25 „Sem hluti Grjótaþorps er varöveislugildi Garöastrœtis 25 sérlega mikiö. Húsin þar hafa hvert af ööru veriö aö ganga í gegnum endurnýjun lífdaga og er mikilvœgt aö eins fari meö Garöastrœti 25, þar sem þaö er hluti af framhliö Grjótaþorps," er umsögn arkitekts. Húsiö byggbi jón Einar jónsson prentari áriö 1984. Um aldamótin bjó þar Borgþór jósefsson bœjargjaldkeri og var þaö lengi síöan kallaö Borgþórshús. Viöbyggingu úr holsteini fékk húsiö viö noröurenda áriö 1945. Taliö er aö húsib hafi veriö forskalaö og gluggum þess breytt þaö sama ár. á Grettisgötu lán séu veitt í þannig verkefni. „En við erum líka að víkka út það sem heitir húsverndarstefna í borginni, þannig að hún taki ekki eingöngu til ævagamalla timburhúsa, heldur einnig byggðamynsturs og þá jafnvel nýrri gerða af húsum sem talin eru einkennandi fyrir ákveðin tímabil." Hús á Laugavegi 33 B segir Bryndís líka einstakt í sinni röð að því leyti, að það er eina íbúðarhúsið í Reykja- vík frá byrjun steypualdarinnar sem er með steyptu þaki. Arkitektinn hafi líka lagt áherslu á að þetta steinþak fái að halda sér þegar húsið verður gert upp. Hálf önnur milljón var lán- uð vegna þessa húss. Stærsta lánveitingin, 4,6 milljónir, er vegna Bræðraborgarstígs 20. Þar segir Bryndís stefnt að miklum end- urbótum. Bæði sé húsið töluvert illa farið og auk þess sé meiningin að samræma útlit þess. En í áranna rás hefur verið byggt nokkrum sinnum við húsið án þess að heildarsvipur þess væri hafður nægilega í huga. Að sögn Bryndísar er fólki, sem áhuga hefur á að endurgera húsin sín, heimilt að leita til Árbæjarsafns um ráð og leiðbeiningar um það hvernig best verði staðið að slíku og hvert helst sé að leita um aðstoð. Þetta geti fólk allt eins gert þótt það hafi ekki sent inn lánsumsóknir. Lán Húsverndarsjóðs segir Bryndís bera sambærilega vexti og gerist á lánamarkaðnum. Á hinn bóginn séu þau til miklu lengri tíma heldur en bankalán almennt eru. Lánin séu eingöngu veitt þeim sem hyggjast gera hús sín upp í upprunalegri mynd. Auk framangreindra húsa voru veitt lán til: Verkamannabústaða við Hofsvallagötu 15-23 tæplega 3,4 milljónir, Lækjargötu 6 B, tæplega 2,5 milljónir og Garðastrætis 25 1,5 milljónir króna. ■ Andlegur stafkarl í Tímanum í gær í Tímanum í gær birtist ákaf- lega einkennileg grein, svo ekki sé nú meira sagt, eftir Pjetur Hafstein Lárusson. í þeirri grein er nánast allt rangt, — utan hvab að rétt er með farið að Hveragerði er landfræðilega séð í Ölfusinu. Um orðfæri hans í sambandi við golf þarf ekki að hafa mörg orð, enda lýsa þau best andlegu ástandi mannsins. Þó get ég ekki stillt mig um eitt dæmi: Hafi Þorsteinn flugkappi Jónsson verið höktandi með annan fótinn í gröfinni síðast- libna hálfa öld, þá hlýtur grein- arhöfundurinn að vera aftur- ganga aftan úr svörtustu forn- eskju. Eitt af því sem Pétur tekur sem dæmi um yfirgang golfara LESENDUR í sambandi við landrými er héðan úr Gufudal í nágrenni Hveragerðis. Pjetur segir að þar hafi golfarar fengið í hendur bréf frá einhverri frímerkjas- leikju 1 landbúnaðarráðuneyt- inu. Þetta er ákaflega einkenni- legt orðfar, þar sem þessi frí- merkjasleikja er enginn annar en sjálfur landbúnaðarráðherra sem skrifaði undir þetta bréf. Seinna í ritgerð Pjeturs tekur hann fram að hann telji víst ab treysta megi landbúnaðarráb- herra í þessu máli! Þá segir líka að þess sjáist hvergi stað í lög- um að hægt sé að hrekja bænd- ur af jörðum. Ábúendurnir sem Pjetur talar um að sé verið að hrekja burtu af jörðinni hafa aldrei búið í Gufudal. Hitt er annað mál að fólkið í Reykja- koti II hefur nytjað hluta af túnunum í Gufudal. Þetta sama fólk, 5 manna fjölskylda, hefur verið með lögheimili í Reykja- koti II til margra ára, þangað til að fjögur þeirra fluttu lögheim- ilið í Gufudal í nóvember 1995. Ég leyfi mér að efa að það hafi verið gert með heimild landeig- enda, ríkisins. Tel ég það með ólíkindum að hægt sé að leika slíkan leik án þess að þab sé ámælisvert. Á öðrum stað í þessari furðu- legu grein segir að ríkib hafi leigt þessa jörð bændum til lífs- viðurværis. Staðreyndin er að ekki hefur verið búið hefð- bundnum búskap í Gufudal síðan um eða upp úr 1960. Þar hefur hins vegar verib rekin garðyrkjustöð. Lífsviburværið sem fólkið er sagt hafa af jörð- inni eru tveir túnbleðlar, hluti jarðarinnar, sem fólkiö hefur slegið. Það vill líka svo til að húsbóndinn á þessum bæ er í fullu starfi annars staðar. Mér þykir því ótrúlegt ab þarna sé um lífsviðurværi að ræða. Að öðru leyti tel ég ekki ástæðu til að fjalla meira um þessa blaðagrein í Tímanum í dag. Hins vegar væri forvitni- legt að vita hvað rak þennan aumingja mann til að skrifa þessa fáránlegu vitleysu í Tím- ann. Kom þar til þrýstingur frá ákveðnum aðilum og gekk hann í gildru þeirra? Þórður Snœbjömsson, Hveragerði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.