Tíminn - 29.05.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.05.1996, Blaðsíða 8
8 Mibvikucagur 29. maí 1996 ffowten <m» Mibvikudagur 29. maí 1996 i q Kynbótasýningar í Kjalarnesþingi: Logi frá Skarbi braut einkunnamúrinn Þá er dómum kynbótahrossa í Kjalarnesþingi lokib. Yfirlits- sýning var á laugardaginn og verblaunaafhending á Hvíta- sunnumóti Fáks á annan í hvítasunnu. Af stóbhestum 6 vetra og eldri þá voru þeir eins og ab líkum lætur flestir endurdæmdir. Efsti hestur varb Logi frá Skarbi og vann þab afrek ab hljóta hæstu kynbótaeinkunn sem klár- hestur meb tölti hefur hlotib. Metib átti Andvari frá Ey meb 8,36 í einkunn, en Logi fékk 8,40 og er þab glæsileg ein- kunn hjá skeiblausum hesti. Fyrir byggingu fékk Logi 8,23 og þab vekur athygli ab hann fær hvergi byggingareinkunn undir 8 nema fyrir höfub. Fyrir hæfileika fær hann 8,57, þar af 9,5 fyrir tölt og 9,5 fyr- ir fegurb í reib. Logi er undan Hrafni frá Holtsmúla og Rembu frá Vind- heimum, sem var undan Raub 618 frá Kolkuósi. Þab prýbir Loga hve litfagur hann er, raubblesóttur, glófextur. Annar varb Óbur frá Brún vib Akur- eyri. Óbur er feikna mikill reib- hestur og hlaut fyrir hæfileika 8,90, þar af 9,7 fyrir skeib. Hesturinn er óhemju viljamik- ill, en þab sem háir hestinum er byggingin sem er abeins upp á 7,78, en hefur þó farib batn- andi. í abaleinkunn fékk Óbur 8,32. Þetta er einn af kraft- mestu hestum sem í notkun eru í dag. Óbur er undan Stíg frá Kjartansstöbum Náttfara- syni og Ósk frá Brún sem er dóttir Ófeigs frá Flugumýri. Þess má geta að bæbi Logi og Óbur tóku líka þátr í Fáksmót- inu sem gæðingar. Þribji hest- urinn varb Sjóli frá Þverá í Skíbadal. Hann hefur ekki mik- ib verib á sýningarvöllunum, en náði nú mjög góðum ár- angri. Sjóli er undan Sólon frá Hóli vib Dalvík Náttfarasyni og Dimmalimm frá Sleitustöðum. Hann hlaut í einkunn fyrir byggingu 8,13 og fyrir hæfi- leika 8,52, þar af 9,2 fyrir vilja og 9,5 fyrir stökk. Abaleinkunn 8,32. Bakvib þessa þrjá efstu hesta eru heibursverblaunahestarnir Hrafn 802, Náttfari 776, Ófeig- ur 882 og Stígur frá Kjartans- stöbum. Fjórbi hestur var Fjalar frá Bjargshóli í Mibfirði, gríðar- lega myndarlegur hestur. Hann er 6 vetra eins og Sjóli og hlaut í aðaleinkunn 8,21. Fjalar fékk hæstu byggingareinkunnina í þessum flokki, 8,24, þar af 9,2 fyrir hófa. Fyrir hæfileika fékk hann 8,21. Fjalar er undan Glab frá Saubárkróki og Fenju frá Stóra-Hofi, sem er dóttir þeirrar þekktu gæbingamóbur Nætur frá Kröggólfsstöbum. Þetta er enn eitt dæmið fyrir Húnvetninga ab vanda hryssu- valið, þá fæbast gæbingarnir. Fimmti hesturinn sem fékk ab- aleinkunn yfir 8 var Askur frá Hofi. Hann er undan Byl frá Kolkuósi og Perlu frá Dalvík sem var undan Spora frá Möbrufelli sem var farsæll kyn- bótahestur. Yfirleitt hefur Bylur gefib klárhross, en nú bregður svo vib að þessi sonur hans fær 9 fyrir skeib. Abaleinkunn Asks, sem er orðinn 9 vetra, var 8,03. Fjórir abrir hestar hlutu yfir 8 fyrir hæfileika, en voru mun slakari í byggingu. Alls voru dæmdir 12 hestar í þessum flokki. Ein með öllu FYRIR FYRIRTÆKIÐ OG HEIMILIÐ FYRIRTÆKIÐ BÍLINN HUSIÐ & GARÐINN REKSTRARVÖRUR Mjög auöveld og þægileg í notkun Ekkert rispar lakkið meira á bílnum en drullugir og tjaraðir þvottakústar. KEW KEW X-tra er mjög öflug og einstaklega þægilega útbúin háþrústidæla með öllum búnaði-og fylgihlutum til þrifa utanhúss. Logi frá Skarbi. Knapi Sigurbjörn Bárbarson. Tímamynd Ej Aöeins tveir 5 v. hestar náöu inn á fjóröungsmót í flokki 5 vetra fóru aðeins tveir yfir 8 markib. Ásaþór frá Feti var efstur meb 8,28 fyrir byggingu og 8,03 fyrir hæfi- leika. Ásaþór er velgerður hestur, enda er hann meö hæstu byggingareinkunn stóöhests á þessari sýningu. Hann er undan Kraflari frá Miðsitju, sem nú ku vera seld- ur til Ameríku, og Ásdísi frá Neðra-Ási. Aðaleinkunn Ása- þórs var 8,15 og líklegt er að sú einkunn eigi eftir að hækka þegar skeiðið styrkist. Jóreyk- ur frá Beinakeldu, sonur Reyks frá Hoftúni, hlaut jafn- ar einkunnir, 8,00 fyrir bygg- ingu og 8,03 fyrir hæfileika. Engar upplýsingar eru um móðurætt hans, en erfitt er að mæla með móðurlausum hesti til framræktunar. Aðeins þessir tveir hestar náðu lág- markinu inn á fjórðungsmót- ið. Þriðji í röðinni var Flygill frá Högnastöðum í Borgar- firði. Hann er sonur Hrafns frá Holtsmúla og gæðings- hryssunnar Gerplu frá Högna- stöðum, sem efst stóð í 6 vetrahópnum á landsmótinu á Vindheimamelum 1990. Hann hlaut jafnar einkunnir, fyrir byggingu 7,99 og fyrir hæfileika 7,89; aðaleinkunn 7,94. Fjórði hestur sem náði yfir 7,80 var ísak frá Eyjólfs- stöðum undan Hrafni frá Holtsmúla og Seru frá Eyjólfs- stöðum, sem sagt albróðir Topps frá Eyjólfsstöðum. Hann vantar mikið upp á að ná bróður sínum í byggingu. Þar fékk hann aðeins 7,60, en hæfileikarnir voru upp á 8,10. Alls voru 9 hestar dæmdir í þessum aldursflokki. Góö byggingarein- kunn — fótageröin snarbatnaö í flokki 4ra vetra fola stóð efstur Eiður frá Oddhóli á Rangárvöllum. Hann er rauð- stjörnóttur, sonur Gáska frá HE£TA- MOT KARI ARNORS- SON Hofstöðum og Eiðu frá Skán- ey sem er undan Eiðfaxa frá Stykkishólmi. Þetta er vel gerður hestur með hvorki meira né minna en 9,5 fyrir fótagerð. Fyrir byggingu fær hann 8,18 og fyrir hæfileika 7,76; aðaleinkunn 7,97. Ann- ar í röð var Fáni frá Kvíarhóli í Ölfusi. Hann er undan Kol- finni frá Kvíarhóli og Ábót frá Neöra-Ási (enn einn gæðing- urinn ættaður þaðan) Her- varsdóttur. Fáni er með góða byggingareinkunn 8,09 og þar af 8,5 fyrir fótagerö. Fyrir hæfileika fékk hann 7,73; ab- aleinkunn 7,91. Sindri frá Högnastöðum, annar Gerplu- sonur á þessari sýningu, varð í þriðja sæti. Hann er undan Orra frá Þúfu. Hann hlaut fyr- ir byggingu 8,01, þar af 8 fyrir fótagerð og fyrir hæfileika 7,80; aðaleinkunn 7,91. Fjórbi hesturinn, Eldur frá Vallanesi sonarsonur Snældu-Blesa og dóttursonur Fáfnis frá Fagra- nesi, hlaut líka góðar ein- kunnir, 7,97 fyrir byggingu og 7,82 fyrir hæfileika; aðalein- kunn 7,90. Tveir hestar til viðbótar fóru yfir 7,80 og eru bábir synir Örra frá Þúfu. Straumur frá Vogum í Skaga- firði hlaut 8,01 fyrir byggingu og fyrir hæfileika 7,69; aðal- einkunn 7,85; mjög eftirtekt- arverður hestur. Móðir hans er gæðingshryssan Gæfa frá Gröf. Hinn Orrasonurinn er Glampi frá Kjarri í Ölfusi und- an Ertu frá Kröggólfsstöðum. Hann fékk 7,97 fyrir byggingu og 7,68 fyrir hæfileika; aðal- einkunn 7,83. Það vekur at- hygli hvað byggingareinkunn er góð hjá þessum folum og þrír þeirra eru meb góða fóta- einkunn. 9 hestar fengu fulln- aðardóm, en 5 voru aðeins byggingardæmdir og þar stóð langefstur Tónn frá Torfunesi í Suður-Þing. með 8,28 fyrir byggingu. Þar er aðeins ein einkunn fyrir neðan 8, rétt- leikinn 7,8. Tónn er sonur Topps frá Eyjólfsstöðum og móðirin er Dís Þáttardóttir frá Hólum. Næst hæsta hæfi- leikaeinkunn sem hryssa hefur fengiö Hjá 6 vetra hryssum og eldri trónaði á toppnum Lukka frá Víðidal í Skagafirði. Hún er dóttir Hrafns frá Holtsmúla, en móðirin er Yrpa frá Víði- dal. Þessi hryssa fékk hvorki meira né minna en 8,95 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, 9.5 fyrir skeið og 9 fyrir vilja. Ein rósin enn í hnappagatið hjá Hrafni. Á yfirlitssýning- unni tókst henni hins vegar ekki að sýna þessar sterku hliðar. Fyrir byggingu hlaut Lukka 7,81 og þar af aðeins 6.5 fyrir höfuð. Aðaleinkunn Lukku var 8,38. Önnur var ísold frá Gunn- arsholti undan Brenni frá Kirkjubæ. Hún hlaut fyrir byggingu 7,86 og fyrir hæfi- leika 8,53, þar af 9,2 fyrir tölt. Hún á eftir að hækka þegar skeiðið batnar; aðaleinkunn 8,19. Þriðja hryssan var Hetja, sem nú er talin frá Oddhóli á Rangárvöllum og hefur breytt um fæðingarnúmer, svo merkilegt sem það er. Hún er 9 vetra gömul undan Ófeigi frá Hvanneyri og Golu frá Brekkum. Þessi hryssa er meb mjög jafnar einkunnir, 8,10 fyrir byggingu, þar af 9,2 fyrir höfuð og 8,22 fyrir hæfileika, þar af 9,2 fyrir skeið; abalein- kunn 8,16. Fjórða hryssan var Þöll frá Efri-Brú með 8,01 fyrir byggingu og 8,31 fyrir hæfi- leika; aðaleinkunn 8,16. Þöll er undan Blökk frá Efri-Brú, sem stóð langefst 5 vetra hryssna á landsmótinu á Gaddstaðaflötum 1986, en hún er undan Blæ frá Sauðár- króki. Faðir Þallar er Otur frá Saubárkróki, svo segja má ab þarna sé á ferðinni nærri hreinræktaður Sauðkrækingur, gott hross og fallegt. Þokka- dóttirin Nería frá Sandhóla- ferju var næst með 8,15 í aðal- einkunn og síðan Hátíð frá Hóli í Eyjafirði með 8,12. Hún er undan Glað frá Sauðárkróki og er annað afkvæmi hans á þessari sýningu með góða ein- kunn. Ótta frá Hvítárholti hef- ur góða hæfileikaeinkunn, 8,69, en byggingin er afleit, 7,52; aðaleinkunn 8,10. Kjarn- veig frá Kjarnholtum, Von frá Skarði, Rás frá Flugumýri og Dáb frá Steinum fóru allar yfir 8 meb góða hæfileikaeinkunn, en byggingin mun lakari. Þá náðu 7 hryssur til viðbótar lágmarkinu inn á fjórðungs- mótið, sem er fyrir þennan aldurshóp 7.95. Það vekur at- hygli að þrjár af þeim hryss- um sem fara á fjórðungsmótið eru úr ræktun Höllu Sigurðar- dóttur í Hvítárholti og allar undan Örvari Hervarssyni frá Neðra-Ási. Alls voru í þessum flokki dæmdar 123 hryssur, þar af aðeins byggingardæmdar 10 hryssur. Af þessum hryssum eru 50 með 7,70 eða hærra í aðaleinkunn. Sumar af þeim hafa þó svo lága byggingarein- kunn að þær eru ekki æskileg- ar til undaneldis. Lágmark- seinkunn fyrir hryssur 6 vetra og eldri, sem ætlaðar eru til framræktunar, á ekki að vera undir 7,70, en það em aðeins rúm 40% af 6 vetra hryssun- um sem ná því lágmarki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.