Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 1
EINARJ. SKÚLASON HF W|fl l * WffiEVFfíl/ 4 - 8 farþega og hjólaslólabílar SBtH HmV Ví-í^ OO %1'W A**M STOFNAÐUR1917 80. árgangur Fimmtudagur 30. maí 100. tölublað 1996 Frumvarpiö um Póst og síma: Landib eitt gjaldsvæði 1. júlí 1998 „Þab er ekki verib ab gera Póst- og símamálastofnunina ab einkafyrirtæki, heldur abeins ab breýta henni í hlutafélag þar sem ríkib verbur eini eigand- inn," sagbi Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki, vib fram- hald annarrar umræbu um frumvarpib um breytingu Pósts og síma í hlutafélag á Alþingi í gær. Stjórnarandstæbingar gagnrýndu frumvarpib harb- lega á sama hátt og vib fyrri hluta umræbunnar og einnig vib fyrstu umræbu um þab. Ætl- unin er ab afgreiba frumvarpib sem lög á þessu þingi, en vanga- veltur hafa verib um hvort af- greibslu þess yrbi frestab til hausts og voru þær tilefni frétt- ar um hugsanlega frestun þess í Tímanum á laugardag. Magnús Stefánsson sagði að samkvæmt frumvarpinu yröi ekki unnt aö selja hluta af Pósti og síma án þess að samþykki Alþing- is kæmi til, en vissulega væri ekki hægt að segja til um ákvarðanir þeirrar stofnunar fram í tímann. Magnús sagði að þótt hætt yrði við að gera Póst og síma að hluta- félagi nú, væri það engin trygging gegn því að stofnunin yrði einka- vædd síðar, því unnt væri að flytja frumvarp um breytingu hennar í hlutafélag og sölu þess síðar, ef aðstæður sköpuðust til þess á Alþingi. Magnús sagði að nauðsynlegt væri að samgöngunefnd þingsins fylgdist með framkvæmd þessar breytingar á komandi hausti og mjög stórt atriði í þessu máli væri að ekki ætti aö skerða áunninn rétt eða kjör starfsfólks stofnunar- innar. Þá sagði hann að ætlunin væri að fækka gjaldsvæðum Pósts og síma úr þremur í tvö nú í sum- ar og að landið yrði gert að einu gjaldsvæði 1. júlí 1998. -ÞI KltTCSrir nCmCtlÚUr I hOSSVOQI 363ritgerbirbárustíritgerbasamkeppniSkólaskrifstofuReykjavíkurog lögreglunnar. Nemendur gátu valib á milli þess ab skrifa um hvernig fœkka megi slysum eba um kurteisi íumferbinni. Dómnefnd valdi úrþrjár bestu rit- gerbirnar og athygli vakti ab þœr komu allar úr sama 12 ára bekknum í Fossvogskóla. Fyrstu verblaun hlaut Þorbjörg Kristinsdóttir, 2. verblaun Þorkell Gubjónsson og 3. verblaun Eva Dógg jónsdóttir. Þab var Fálkinn sem gaf reibhjól í fyrstu verblaun, en reibhjólatóskur og reibhjólahjálmar voru frá Heildversluninni Safalinn. Vmamynd s Ríkisendurskobun rýndi í áhrifin af sumarlokun sjúkrahúsa: Lítil röskun á þjónustu Sumarlokanir sjúkrahúsanna virbast ekki hafa í för meb sér alvarlega röskun á þjónustu þeirra og sparnabur sjúkra- húsanna af sumarlokunum virbist líka verulega ofrnet- inn. Þetta er í stuttu máli niöur- staöan af athugunum Ríkisend- urskoðunar, sem fengið var það verkefni að kanna hvort sumar- lokanir sjúkrastofnana þýði raunverulegan sparnað fyrir hið opinbera. Stofnunin gat ekki greint að sumarlokanir hefðu dregib úr heildarframboði á þjónustu yfir árið í heild, enda hækkabi rekstrarkostnabur sjúkrahúsanna en lækkabi ekki. Hins vegar varð þess ekki vart ab Afsögn Jóns Steinars sem formanns yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Óljóst um áhrifin á forsetakjör, segja talsmenn kosningaskrifstofa: Setur flokkspólitískan blæ á forsetakosningar Afsögn Jóns Steinars Gunn- laugssonar sem formanns yfir- kjörstjórnar í Reykjavík virbist ekki hafa áhrif á forsetafram- bjóbendur, nema þá Ólaf Ragn- ar Grímsson sem styrinn stend- urum. „Það kom mér afar mikið á óvart þegar ég heyrði um afsögn Jóns Steinars í gær. Ég get ekki meb nokkru móti gert mér grein fyrir því hvaða áhrif þetta hefur á kosningabaráttuna. Eflaust kann einhverjum að þykja þetta högg undir belti hjá lögmanninum, öðrum kannski ekki, á það legg ég engan dóm. En þetta hefur engin áhrif á störfin hjá okkur á þessari skrifstofu. Við vinnum áfram og finnum daglega fyrir auknu fylgi við okkar frambjóðanda, það sýn- ir skoöanakönnunin í DV í dag," sagði Óskar Friðriksson, kosninga- stjóri Péturs Hafstein, í gær. Sæmundur Norðfjörð, kosn- ingastjóri Guðrúnar Agnarsdóttur, sagði í gær að hér væri á ferðinni einkamál Jóns Steinars, fjandskap- ur hans við Ólaf Ragnar væri að birtast í sinni sterkustu mynd. „Vib höldum áfram ótrauð hérna og erum í mikilli sókn. En mér finnst einhvern veginn að þetta útspil hafi sett flokkspólit- ískan blæ á kosningarnar, ein- hverjir armar eru farnir ab togast á. Þab er mibur ef þjóðin ber ekki gæfu til að kjósa frambjóðanda til embættis forseta íslands sem haf- inn er yfir slíkar þrætur. Verði áfraníhald á þessum deilum, þá gerist bara eitt: Það styrkir þá frambjóðendur sem ekki hafa tek- ið þátt í þeim. Við vinnum eftir lífsskoðun og lífsgildum Guðrún- ar Agnarsdóttur og svona nokkuð er þar ekki í myndinni," sagði Sæ- mundur Norðfjörð. -JBP kostnabur ykist hjá öbrum op- inberum stofnunum vegna sumarlokananna, né heldur lyfjakostnabur utan sjúkrahúsa, eins og háværar raddir hafa oft heyrst um. Hjúkrunarsjúklingar virðast aftur á móti í meira mæli flytjast til nánustu ættingja. Vib athugun á áhrifum sum- arlokana, á fimm stærstu sjúkra- húsum landsins, kannabi Ríkis- endurskoðun fyrst og fremst þær breytingar sem orðið hafa á kostnabi, þjónustu og vinnu- álagi fimm stærstu sjúkrahúsa landsins yfir fimm ára tímabil, 1990-1995. Stofnunin segir samdrátt í rekstri sjúkrastofn- ana yfir sumartímann eðlilegan af ýmsum ástæðum, ekki síst vegna lögbobinna sumarfría starfsmanna. Biblistasjúklingar vilja síbur leggjast inn á sumrin og aldrabir virðast hressari á þeim árstíma. „Þjónusta sjúkrahúsanna hef- ur aukist þrátt fyrir auknar sum- arlokanir síbari ára, sem bendir til þess ab sú þjónusta, sem ann- ars væri sinnt á sumrin, færist ab mestu leyti yfir á aðra mán- uði ársins," segir Ríkisendur- skoðun m.a. Eigið mat sjúkra- húsanna á sparnaði af sumar- lokun telur stofnunin óraun- hæfar af ýmsum örsökum. Niðurstaða Ríkisendurskoð- unar gengur þvert á þann al- mannaróm að komum á brába- móttökur Ríkisspítala fjölgi stórlega yfir sumarmánubina. Þvert á móti virtist draga úr starfsemi brábadeildar á þeim árstíma. Á hinn bóginn liggja sjúklingar þar lengur en ábur vegna erfibleika vib ab koma þeim inn á legudeildir. Ekki varb heldur séb ab bib- listar hafi verib ab lengjast síb- ustu árin, ef hjartaþræbing er undanskilin. Hefbbundnum biblistaabgerðum fjölgabi á hinn bóginn töluvert milli ár- anna 1993 og 1995. ¦ Dagskrarstjóri Stöbvar 2 kosinn ístjórn LR: Ný stjórn LR Páll Baldvin Baldvinsson, dagskrárstjóri Stöbvar 2 sem jafnfi'íinii er yfirmabur frétta- stofu stöbvarinnar og Bylgj- unnar, var kjörinn í srjórn Leikfélags Reykjavíkur á abal- fundi félagsins í fyrrakvöld. Sigurbur Karlsson var sjálf- kjörinn formabur Leikfélags- ins og sömuleibis var Þorleik- ur Karlsson sjálfkjörinn í stjórnina. Aftur á móti var kosib á milli Páls Baldvins, Jóns Þórissonar leikmyndahönnubar og Þor- steins Gunnarssonar leikara. Niburstaðan varb sú að Páll B. fékk 25 atkvæbi, Þorsteinn G. 24 atkvæbi og Jón Þórisson 4 at- kvæbi. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.